Morgunblaðið - 24.01.1999, Blaðsíða 26

Morgunblaðið - 24.01.1999, Blaðsíða 26
26 SUNNUDAGUR 24. JANÚAR 1999 MORGUNBLAÐIÐ Morgunblaðið/Ásdís ÞORRI íslenskra unglinga lætur ekki freistast af fíkniefnasölum en alltaf eru einhverjir sem þurfa aðstoð og þá er best að hún fáist sem fyrst. Foreldrar læra að hlusta Fjölskyldumiðstöð vefflia barna í vanda hefur verið starfrækt um skeið í Reykjavík og getur fólk leitað þangað án þess að vera skráð undir nafni í skýrslum og án greiðslu. Krislján Jónsson ______ræddi við starfsmenn_____ miðstöðvarinnar og foreldra sem hafa nýtt sér þjónustuna til að leysa vandamál sín. Árni Einarsson Sólveig Pétursdóttir OPINBER stofnun, staður þar sem fólk kemur og fær ókeypis aðstoð í flóknu máli án þess að nafn þess og heimilisfang séu færð inn í skýrslur kerfisins. Þetta hljómar eins og fjarstæða en er samt til í Reykjavík, nánar til tekið hjá Fjölskyldumiðstöð vegna barna í vanda í Heilsuverndarstöðinni. Þar er nú gerð tilraun með fyrsta skref forvarna gegn vímuefnum og meira en hundrað skjólstæðingar, flestir á aldrinum 14-17 ára, hafa á hálfu öðru ári notið þjónustu henn- ar. Oft er rætt um að of margir aðil- ar á Islandi séu samtímis að fást við vímuefnanotkun unglinga, jafnvel með sömu aðferðum, og í mörgum tilvikum væri heppilegra að sam- eina kraftana. Barist sé um fjár- magn til aðgerða og þá stundum með kappi sem geti orðið fullmikið. Að minnsta kosti þurfi að samræma vinnubrögðin. Fjölskyldumiðstöð vegna barna í vanda er að nokkru leyti hugmynd sem ætlað er að taka á þessum galla. Þar vinna sérfræðingar frá ýmsum stofnunum og samtökum í hlutastarfi að því að greina við- fangsefnin í samvinnu við skjól- stæðingana og benda á ráð. Foreldrarnir og unglingarnir þurfa að sýna visst frumkvæði, hafa samband við miðstöðina. Sumir viðmælendur benda á að smæð samfélagsins valdi því að viðkvæm fjölskyldumál eins og fíkniefnaneysla unglings geti orðið auðveldari viðfangs verði þau ekki hefðbundin kerfismál með ná- kvæmum upplýsingum um skjól- stæðinga. Á hinn bóginn er ljóst að þetta torveldar að safnað sé ná- kvæmum upplýsingum sem hægt er að nota við rannsóknir á eðli vandans. Reynt að fyrirbyggja Miðstöðin fór af stað sem til- raunaverkefni vorið 1997 og mun verða starfrækt að minnsta kosti út þetta ár þrjá daga í viku eftir há- degi eins og verið hefur. Markmiðið með verkefninu er einkum að draga úr áfengis- og vímuefnaneysiu bama og unglinga í Reykjavík, styðja þau og styrkja í þessum efn- um og reyna eftir mætti að sam- hæfa störf ýmissa félaga og stofn- ana sem hafa það hlutverk að bregðast við vandanum og ýmsum birtingarformum hans en ekki síst að fyrirbyggja að hann komi upp. í sumum tilvikum leitar fólk til miðstöðvarinnar án þess að það hafi í sjálfu sér grun um vímuefnanotk- un hjá umræddum unglingi en vill takast á við vanda eins og ósann- sögli og ýmis minniháttar afbrot eða andfélagslega hegðun sem vitað er að oft getur verið undanfari vímuefnanotkunar. Híbýli miðstöðvarinnar eru fram- lag heilbrigðis- og tryggingamála- ráðuneytisins, tvö herbergi í Heilsuverndarstöðinni. Verkefnis- stjóri er Árni Einarsson hjá Fræðslumiðstöð í fíkniefnavörnum og fastur starfsmaður einn, Þórunn Hjartardóttir. Formaður verkefnisstjórnar er Sigurveig H. Sigurðardóttir hjá Reykjavíkurdeild Rauða krossins en deildin lagði upphaflega fram rekstrarfé ásamt Forvarnasjóði. Nú taka einnig ráðuneyti heil- brigðismála og félagsmála auk Reykjavíkurborgar þátt í rekstrin- um. „Við erum ekki stofnun sem tek- ur ráðin af fólki heldur samherji sem kemur inn þegar eitthvað bjátar á,“ segir Árni. Ymist eru það foreldrar eða unglingarnir sjálfir sem leita hjálpar og er það oft skólinn sem vísar fólki á mið- stöðina, einnig er gott samstarf við lögregluna í þessum efnum, að sögn Arna. Fái nemandi aðstoð hjá miðstöðinni sé hún veitt utan skólatíma til að trufla ekki námið. Mikilvægt sé að kennarar séu á varðbergi, oft sjá þeir ýmislegt sem geti farið fram hjá foreldrum, þótt þeir séu allir af vilja gerðir. Börnin ræði ekki endilega allt heima hjá sér. Unglingur sem er að vaxa hratt og þroskast getur þurft mikinn svefn, hann getur virst áhugalaus um annað fólk í kringum sig, verið önugur og mislyndari en áður. Vandinn er sá að þessi lýsing og fleiri einkenni eiga einnig við um þá sem byrjaðir eru að neyta vímuefna og því erfitt fyrir flesta foreldra að átta sig á hættunni fyrr en neyslan er orðin umtalsverð. „Reyndir kennarar eru orðnir mjög næmir og þekkja oft sinn hóp og eru í raun ómetanlegir fyrir börnin,“ segir Árni. „Þeir hafa að- gang sem er kannski flestum öðrum lokaður, sjá breytingar í námsferli og geta þá brugðist við ef eitthvað er að láta undan. Og skólarnir hafa ekki brugðist þótt okkur finnist stundum að þeir hafi verið fullseinir til. Þeir vísa málum til okkar og samstarfið er gott en það er ekki hægt að ætlast til að einstakir kennarar geti sjálfir unnið mikið í hverju máli. Þar verða aðrir að koma til, sérstaklega þegar um tímafreka vinnu er að ræða.“ I lok síðastliðins árs höfðu alls 109 böm og unglingar fengið aðstoð fyrir tilstuðlan miðstöðvarinnar. Fagfólk frá Stuðlum, Teigi, Barna- og unglingageðdeild Landsspítal- ans og Félagsþjónustu Reykjavíkur sinnir ráðgjöf fyrir miðstöðina, jafnt í samtölum við einstakar fjöl- skyldur sem hópa annars vegar for- eldra og hins vegar unglinga. Hóp- arnir geta verið samtímis á staðn- um en hvor í sínu herbergi. Ráð- gjafar eru úr röðum sálfræðinga, geðhjúkrunarfræðinga og félags- ráðgjafa. Að fiinna byrjunarreit á ný Árni Einarsson og Sólveig Pét- ursdóttir, sem vinnur sem félags- ráðgjafi hjá borginni og sinnir einnig ráðgjöf hjá miðstöðinni, segja ljóst að ekki sé auðvelt að meta árangur í vinnu af þessu tagi. „Það hefur lengi verið svo að ekki hefur verið gripið inn fyrr en mjög seint í þessu ferli,“ segir Árni. „Það sem við vildum gera var að færa þessa íhlutun framar og auðvitað vissum við ekki fyrirfram hvort það tækist að vinna því sjónarmiði skiln- ing, að svona starf geti haft forvam- argildi. Við freistum þess að færa málin aftur á byrjunarreit, áður en vandamálið varð til. Þá komum við ekki inn í mjög flókinn, félagslegan og heilsufarslegan vanda sem kallar á allt annað en það sem við erum að byggja upp hérna.“ Fyrsta skrefið hjá miðstöðinni er að foreldrar koma í viðtal og er lögð áhersla á að unglingurinn sé með í för ef kostur er. Venjulega sjá tveir ráðgjafar um þetta viðtal og meta þeir eftir fóngum stöðu unglingsins með tilliti til neyslu og samskipta í fjölskyldunni. Einnig er kannað hve móttækilegir viðmælendur séu í reynd íyrir aðstoð. Stundum er gagnkvæmur mót- þrói á ferð og ásakanir á báða bóga; þegar verst lætur er í raun verið að koma af stað tjáskiptum milli for- eldra og bams. Samkenndina skort- ir, eitthvað hefur brostið og ástæð- urnar geta að sjálfsögðu verið fjöl- margar og stundum lítt viðráðan- legar. Þá þarf að fá utanaðkomandi hjálp, ella vex örvæntingin og allt getur sprungið. Þá er orðið enn erf- iðara að finna lausn og sýna gagn- kvæman skilning. „Því minna sem bilið er orðið þeim mun meiri líkur eru á að við getum opnað samskiptaleiðir," segir Arni. Framhald aðstoðarinnar getur verið þrenns konar, fáein viðtöl í viðbót, þátttaka foreldra í hópstarfi og loks bama í hópstarfi. Hver hóp- ur hittist alls sex sinnum, einu sinni í viku, og nýtur þá hjálpar fagfólks við að ræða viðfangsefnið. Hefur sín takmörk Ámi segir að ráðgjafarsamstarfið milli ólíkra stofnana og félaga hafi gengið mjög vel, einkum eftir að fólk fór að „slípast saman“. Viðhorf- ið til þeirra sem eru að starfa á sama sviði breytist og verði jákvæð- ara. „Stjórnendur stofnana eru víða mjög jákvæðir og vilja liðka til fyrir okkur til að framkvæmdin takist sem best,“ segir Árni. „Við erum að „Maður er ósköp varnarlaus“ GERÐ var viðhorfskönnun hjá notendum þjónustunnar í fyrra og safnað saman í skýrslu ýms- um upplýsingum um aðstæður þeirra, einnig var liugað að skiptingu unglinganna eftir aldri, kyni og öðru sem þótti áhugavert að vita. Svarhlutfall var 54%. Niðurstaðan virðist vera ótví- ræð að einu leyti, meirihluti þeirra sem svöruðu er afar ánægður með þjónustuna. Nær 10% unglinganna höfðu alveg hætt að neyta fíkniefna í kjölfar hjálparinnar og hún hafði minnkað hjá 29%. Algengustu orsakir þess að leitað var til Fjölskyldumið- hegðunarvandi, þar næst erfið- leikar í skóla, áfengisneysla, slæmur félagsskapur og loks önnur fíkniefnaneysla en áfeng- isneysla. Liðlega helmingur þeirra sem svöruðu hafði tekið þátt í hópstarfí. Blaðamaður ræddi við nokk- ur foreldri um reynslu þeirra og kusu þau að halda nafnleynd. Móðir 16 ára drengs sagði hann hafa byrjað að sýna merki um þunglyndi en hann hafi verið samvinnuþýður eftir að hann gekkst við að vera farinn að neyta fíkninefna. Aðstoðin hefði borið góðan árangur og hann væri nú hættur. „Nú finnst. honum að pabbi og mamma séu stórfín, kann að meta hornsteininn sem fjöl- skyldan er. Fyrst var þetta auð- vitað mikið áfall og ég vil lýsa þessu sem eins konar sorgar- ferli. En ég hef ekki ásakað sjálfa mig, við höfum sinnt hon- um mjög vel uin dagana og sjálf hef ég t.d. aðeins unnið hálfan daginn. Við reykjum ekki og hér er aldrei neitt fyllirí. En orsakirn- ar geta verið svo margar fyrir því að svona tekst til, hann lenti í ástarsorg, er mjög viðkvæmur og skipti um vinahóp. Að stór- um hluta snýst þetta um upplag og persónuleika hvers og eins, hvernig hann bregst við.“ Hún segist hafa reynt að eiga samvinnu við aðra foreldra í skólanum en það hafi reynst gagnslítið. Áfallið og öll and- lega spennan hafi verið mikil þolraun fyrir hjónabandið, þau hjón hafi ekki verið alveg sam- stiga urn aðferðir en væru nú jafn ánægð með niðurst.öðuna. Og þau gætu ekki annað en bor- ið bæði ættingjum og opinbera kerfinu vel söguna, þau hefðu ekki rekist, á slæma fordóma eða annað neikvætt. Móðir drengs sem nú er 18 ára sagði að ekki hefði verið um að ræða fíkniefnanotkun í hans tilviki heldur þjófnað og lygar. Hún og eiginmaður hennar hefðu viljað grípa inn áður en vandinn yrði óleysanlegur. Þau væru sérstaklega ánægð með starfið í foreldrahópnum hjá miðstöðinni, sem nú væri lokið, en líklegt væri að hópurinn héldi áfram af sjálfsdáðum. Andinn væri einstaklega góður og starfsfólk stöðvarinnar stæði sig frábærlega. „Við höfum sagt hvert öðru til syndanna í hópnum en Iíka hrósað fyrir það sem vel hefur verið gert. Samkenndin er mikil og við fáum styrk hjá hinum foreldrunum. Mynstrið er oft svipað. Strákurinn okkar er nú fluttur að heiman, lögin kveða á um sjálfræði og krakkarnir geta bara farið þótt þau séu ekki annað en óharðnaðir ung- lingar. Maður er ósköp varnar- laus. En ég get alls ekki sagt að við höfum leyst vandann, við erum í eins konar biðstöðu og þetta er uppgjörstími."
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.