Morgunblaðið - 30.12.1998, Side 74

Morgunblaðið - 30.12.1998, Side 74
 74 MIÐVIKUDAGUR 30. DESEMBER 1998 MORGUNBLAÐIÐ Áramótagetraun Morgunblaðsins birtist í blaðinu 31. desember nk. og verður hún þrískipt; barnagetraun, unglingagetraun og fullorðinsgetraun. Veitt verða þrenn verðlaun fyrir hvern flokk. * ætluð öllum 5-12 ára Vöruúttekt að eigin vali frá INTERSPORT að andvirði 20.000 kr. Vöruúttekt að eigin vali frá Skífunni að andvirði 10.000 kr. Bækur að eigin vali frá Máli og menningu að andvirði 5.000 kr. Unglingagetraun ætluð öllum 13-17 ára Vöruúttekt að eigin vali frá versluninni Sautján að andvirði 20.000 kr. * Vöruúttekt að eigin vali frá Skífunni að andvirði 10.000 kr. Bækur að eigin vali frá Máli og menningu að andvirði 5.000 kr. Fullordinsgetraun i 9 9 ætluð öllum 18 ára og eldri Vöruúttekt að eigin vali frá ELKO að andvirði 20.000 kr. Bækur að eigin vali frá Máli og menningu að andvirði 10.000 kr. Vöruúttekt að eigin vali frá Skífunni að andvirði 5.000 kr. Auk þess fá allir vinningshafar tösku merkta Morgunblaðinu Úrlausnir þurfa að berast Morgunblaðinu fyrir kl. 16.00 mánudaginn 18. janúar 1999- FÓLK í FRÉTTUM Morgunblaðið/Kristinn Vönduð barnaplata TONLIST Geisladiskur FLIKK-FLAKK Flikk-flakk. Sigríður Beinteinsdóttir syngur barnalög. Lögin eru flest er- lend eða eftir óþekkta höfunda. Text- ar eru eftir Ómar Ragnarsson, Guð- mund Daníelsson, Stefán Hilmarsson, Þórhall Sigurðsson, Ásgeir Beinteins- son og Örnu Sif Ásgeirsdóttur og Friðrik Erlingsson. Gestasöngvari í laginu „Varði“ er Diljá Mist. Upp- tökustjómiGrétar Örvarsson og Máni Svavarsson. Utsetningar em eftir Grétar Örvarsson nema „í larí lei“ og „Varði“ sem eru eftir Grétar og Mána. Þeir piltarnir sáu einnig um hljóðhlöndun og forritun. Til aðstoð- ar vora:Kristján Grétarsson sem lék á gítara en þeir Vilhjálmur Guðjóns- son (í einu lagi) og Jón E. Hafsteins- son (í tveimur) komu einnig við sögu. Davíð Þór Jónsson lék á saxófóna, Bjarni Arason á trompet í einu lagi. Sigfús Óttarsson aðstoðaði við trommuforritun. Sigríður söng bak- raddir en um bakraddir barna sáu þau Diljá Mist, Hermann, Láms, Lena og Ásgeir Valur (föðurnöfn vantar). SB gefur út, Skifan dreifir. ÞAÐ er vandaverk að gera bama- plötu. I gegnum tíðina hefur þroska og dómgreind bama oft verið mis- boðið á þeim vettvangi því margir hafa freistast til að kasta til höndun- um. Textar við barnalög þurfa að vera skemmtilegir og aðgengilegir og lögin grípandi. Böm em kröfu- harðir en jafnframt sanngjamir og Stretchbuxur kr. 2.900 Konubuxur frá kr. 1.690 Dragtir, kjólar, blússur og pils. Ódýr náttfatnaður. Nýbýlavegi 12, sími 5544433 þakklátir áheyrendur, athyglisgáfa þeirra er hrein og óspjölluð af há- vaða nútímans, sem allt fletur út að endingu. Textamir á þessari bamaplötu Sigríðar Beinteinsdóttur standast flestir hverjir fyllilega þær kröfur sem gera ber. Ómar Ragnarsson hefur í gegnum tíðina samið fjöldann allan af slíkum textum og nú hefur nýr höfundur, Stefán Hilmarsson, bæst í hópinn. Textar hans em prýðilegir, einfaldir og auðskiljan- legir og lausir við rembing. „Ykjuvís- ur“ Stefáns em til íyrirmyndar sem og „Stafalagið" og þó einkum „Talnalagið" eftir Ómar Ragnarsson. Kunnugleg eldri lög á borð við „Aga- dú“ (texti eftir Þórhall Sigurðsson) og „Hókí Pókí“ (höf. ókunnur) ná vísast alltaf til yngstu kynslóðarinn- ar enda lögin bæði bráðskemmtileg. Sigríði Beinteinsdóttur hefur tek- ist vel upp við lagavalið. Platan hefst á „I larí lei“ sem er grípandi mjög og skemmtilega útsett með bakröddum barna. „Pálína með prikið" vinnur á við hlustun. Ung söngkona, Diljá Mist (foðumafn vantar) syngur lagið „Varði“ og gerir það með prýði, er lagvís vel og efnileg. „Ævintýralest- in“ er bráðgott lag, útsetningin vönduð og texti Stefáns Hilmarsson- ar prýðilegur. Hið sama er að segja um „Ykjuvísur" en þar fellur textinn mjög vel að laginu. „Talnalagið" er fagmannlega útsett, þai' sem áhersl- an er eins og vera ber öll lögð á texta Ómars Ragnarssonar. ,Agadú“ er hér í lítt breyttri útsetningu og hefði ef til vill mátt vinna frekar í henni. I „Stafalaginu" er baki-öddum bama beitt af smekkvísi og fagmennsku og „Hókí Pókí“ er hér í ágætii útsetn- ingu. „Fyrstu sporin“ er ef til vill í þyngra lagi fyiir yngstu hlustend- urna en lagið syngur Sigríður sér- lega vel. „Sofðu“ er hugþekkur texti eftir Friðrik Erlingsson við þekkt lag og gildir það sama um það og lagið á undan að það er ef til vill í • þyngra lagi en söngur Sigríðar er sérlega vandaður. Sigríður Beinteinsdóttir er reynd söngkona og hefur fengist við flestar tegundir dæguitónlistar. Söngur hennar á þessar plötu er fagmann- legur, öldungis laus við átök, smekk- legur og vandaður. Raddsetningar em sömuleiðis allar fagmannlegar og smekklegar. A stundum freistast menn til að ofnota bamaraddir á slíkum plötum en Sigríður og aðstoð- armenn hennar falla ekki í þá gryfju. Hljóðfæraleikur er almennt held- ur tilþrifalítill enda á annað að vera í fyrirrúmi á slíkum plötum. A köflum er hann úr hófi fram vélvæddur en það kemur ekki svo mjög að sök. Áhersla er lögð á að textamir skili sér vel og hefur það tekist prýðilega. Þetta er ágætlega skemmtileg plata sem er unnin af fagmennsku og skilningi á þörfum þeirra sem hún er ætluð. Hún er hins vegar í styttra lagi, um 33 mínútur. Ásgeir Sverrisson

x

Morgunblaðið

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.