Morgunblaðið - 30.12.1998, Blaðsíða 57

Morgunblaðið - 30.12.1998, Blaðsíða 57
MORGUNBLAÐIÐ MINNINGAR MIÐVIKUDAGUR 30. DESEMBER 1998 5 7 SKARPHEÐINN KRISTJÓN ÓSKARSSON + Skai-phéðinn Kristjón Óskarsson fæddist í Garði, Keflavík á Sandi 11. septem- ber 1922. Hann lést í Reykjavík 18. des- ember síðastliðinn. Foreldrar hans voru Óskar Þorgils Pálsson frá Ólafsvík sem fæddist 22.5. 1902 á Brimilsvöll- um og dó 9.10. 1964 og Lovísa Kristjáns- dóttir, fæddist í Grundarfirði 18.12. 1899, dó 7.1. 1954. Óskar var sonur Vilborgar Gísladóttur og Páls Kristjánssonar sem Pálsætt undan Jökli er kennd við. Lovísa var Kristjánsdóttir, Kristjánssonar, Athanasfusar- sonar, Hnausa-Bjarnasonar. Móðir Lovísu var Steinunn Stef- anía Stefánsdóttir frá Hell- issandi, dóttir Steinunnar Jó- hannesdóttur og Stefáns Björnssonar - og er allt þetta fólk af Snæfellsnesi. Skarphéð- inn Kristjón var elstur systkina sinna. Hin eru: Guðmundur Óskarsson, fæddist 3.6. 1923, dó 22.5. 1925; Kristín Óskarsdóttir, fædd 27.7. 1925 og yngstur var Guðmundur Kristinn Oskarsson sem fæddist 11.6. 1928 og dó 26.5. 1970. Eftirlifandi kona Skarphéð- Kveðja frá eiginkonu Elsku Skarphéðinn. Þú hefur ver- ið stoð mín og stytta í öll þessi ár. Ég þakka þér það og fyrir allt sem þú hefur gert fyrir mig og bömin okkar. Guð geymi þig og varðveiti. Litið blóm við lækinn grætur, ljóðið okkar verður til. W gafst að öllu gætur, og gerðir öllum skil. Hann stóð lengur við gaflinn en nafni hans forðum á Bergþórshvoli, en hann glotti ekki við tönn heldur beit á jaxlinn og barðist. Aftur og aftur hafði hann sigur á berklunum og öðrum banvænum sjúkdómum. Með óbilandi kjarki og sjálfsaga braust hann áfram og sá fyrir sér og sínum. Og hver var hann? Til forna hefði hann verið nefnd- ur skartmaður en á þessari öld mesta snyrtimenni. Hann var fróð- leiksfús og las allt milli himins og jarðar. Allt sem hann komst yfir og vakti áhuga hans. Dulræn efni, furðuhluti og fyrirbæri las hann um og horfði á í sjónvarpinu. Biblían var mikið lesin, enda trúin sterk. Hann var mikill dýravinur og nátt- úruunnandi. Fyrir fáeinum dögum dró hann mynd upp úr veski sínu og sýndi okkur stoltur, það var mynd af honum og föður hans á hestbaki. Þau komu oft í heimsókn, Unnur og hann, og alltaf komu þau færandi hendi. Bein eða annað góðgæti handa hundunum, brauð handa hestunum, korn handa fuglunum og blákorn fyrir gróðurinn. Margar voru ferðirnar niður að Tjörn með brauð handa fuglunum þar. Hann var dverghagur og fékk margai' góðar hugmyndir. Allt lék í höndum hans, hvort sem það var við renni- bekkinn eða önnur verkfæri. Hann smíðaði skartgripi, slípaði steina í þá, steina sem hann tíndi nánast um allt land, enda vissi hann allt um steina og bergtegundir. Fyrstur manna hér á landi smíðaði hann berjatínu og Unnur saumaði pok- ana. Þetta var selt og um tíma var eftirspurn svo mikil að henni varð vart annað. Þetta gerði hann til að halda í horfínu, til að sjá fyrir fjöl- skyldunni og að standa í skilum. ins er Unnur Guð- jónsdóttir fædd 27.8. 1922. Foreldr- ar hennar vora þau Guðjón Jónsson kaupmaður á Akra- nesi og Ólafía S. Ólafsdóttir. Þau Skarphéðinn og Unnur eignuðust fimm böm: 1) Guð- mundur, fæddist 22.3. 1944, maki Gina A. Ereno. Syn- ir hans era: Stefán Ólafur og á hann tvö börn, Unnar Gils og á hann eitt barn og Kristbjörn Óskar. 2) Sonur, fæddist 27.8. 1945, dó 27.10. 1945. 3) Ólafía fæddist 14.7. 1947, maki Óii Árni Vilhjálms- son. Ólafía átti soninn Edward Krisljón sem lést í barnæsku. 4) Elsa, fæddist 17.6. 1950, maki Sigurbjörn Hreindal Pálsson og eiga þau soninn Bóas Hreindal og 5) Lovísa Ósk, fæddist 3.4. 1960, maki Jónas Óskarsson og eiga þau börnin Skarphéðin Óskar, Halldór og Jóhönnu Ósk. Skarphéðinn ól mestallan ald- ur sinn í Reykjavík og síðustu áratugina hafa þau Unnur og Skarphéðinn búið á Skúlagötu 78 í Reykjavík. Útför Skarphéðins verður frá Fossvogskirkju í dag og hefst athöfnin klukkan 15. Hann var aldrei ráðalaus og komst ætíð ofan á eins og sagt er, þá er margir aðrir hefðu gefist upp. Strangur faðir var hann, en réttlát- ur. Kenndi bömum sínum og lagði þeim lífsreglur þar sem kærleikur og heiðarleiki skiptu meginmáli. Það hefur veirð þeim ómetanlegt veganesti á lífsleiðinni. Hann var mikill tónlistarunnandi og var „alæta“ á þeim vettvangi. The Platters voru í miklu uppáhaldi og lagið Only You var lagið þeirra Unnar og þau tóku gjarnan sporið með blik í augum sem gleymist ekki þeim er á horfðu. Alla tíð voru þau hlið við hlið samstiga gegnum súrt og sætt í meira en 55 ár. Og Unnur var svo sannarlega stoð hans og stytta í gegnum erfítt líf og gaf hon- um í engu eftir hvað varðar gjörvi- leika. Heimili þeirra var fallegt og hlýlegt, það var alla tíð „heima“ fyr- h’ börnin hvar sem þau voru í ver- öldinni. Orð skulu standa, það var þín skoðun Skarphéðinn, og lífsstíll þinn mótaðist af þeirri skoðun ásamt kærleikanum. Vonandi verð- um við þess minnug um alla fram- tíð. Það myndi gleðja þig þar sem þú ert nú kominn yfir móðuna miklu til að takast á við nýtt hlutverk al- mættisins. Elsku pabbi, við kveðjum þig með söknuði og trega. Þú varst í senn yndislegur faðir, vinur og tengda- faðir. Við lofum því af öllu hjarta að halda utan um hana mömmu og styðja hana með guðs hjálp svo lengi sem blóð ættmenna okkar í æðum rennur. Vertu sæll í Guðs friði. Ólafía og Óli Árni. Elsku pabbi minn, nú ert þú bú- inn að fá hvíldina. Þetta var mikil barátta síðustu dagana og þú sýnd- ir mikinn vilja til að halda í lífið. En við vitum aldrei hvenær kallið kemur og að lokum varðst þú hvíld- inni feginn. Vegir guðs eru órann- sakanlegir og er ekki sagt að ein- hver tilgangur sé með öllu þótt erfitt sé að sætta sig við það á þessari stundu. Kallið er komið, komin er nú stundin, vinaskilnaðar viðkvæm stund. vinirnir kveðja vininn sinn látna, er sefur hér hinn síðsta blund. Margseraðminnast. • Margt er hér að þakka. Guði sé lof fyrir liðna tíð. Margs er að minnast Margs er að sakna. Guð þeirri tregatárin stríð. (V. Briem) Pabbi minn, ég þakka þér fyrir þær stundir er ég fékk að vera í kringum þig - og ef líf er eftir dauð- ann ert þú einn af þeim einstakling- um sem ég vildi fá að hitta aftur. Þín dóttir, Elsa Skarphéðinsdóttir og fjölskylda. Elsku afi, okkur langar til að skrifa nokkur kveðjuorð og þakka þér fyrir hversu góður þú hefur ver- ið okkur. Á þessum stundum skynjum við svo vel að vinátta og kærleikur eru dýrmætustu gjafir Guðs. Það var alltaf jafn yndislegt að heimsækja ykkur mömmu á Skúló. Eitt helsta áhugamál þitt var steinasöfnun og slípun. Það voru ófáar ferðirnar sem farnar voru til að athuga með steina. Alltaf varst þú tilbúinn að leiðbeina og segja okkur til varðandi réttu steinastað- ina. Það voru nokkrir pokarnir sem tíndir voru af steinum, sem þú svo slípaðir og gerðir svo fallega. Eins var með skákina, sem þú hafðir alltaf gaman af, og þú gafst okkur skáktölvur til þess að æfa okkur í að tefla. Þú varst óspar á að miðla þín- um lærdómi til okkar. Við kveðjum þig með miklum söknuði, þú og amma voruð alltaf svo stór hluti í lífi okkar allra. Afi, þú varst meðal þeirra sem við litum upp til og tók- um mark á. Þú varst sterkur per- sónuleiki, ákveðinn, heiðarlegur og einlægur. Þú máttir aldrei vita af neinum sem minna máttu sín öðru- vísi en bregðast við. Við fráfall þitt opnast bók minninganna t.d. er við dvöldum í sumarhúsum í Hollandi, Biskupstungum og Borgarfirði, þetta voru ógleymanlegir og dýr- mætir tímar. Það voru ófáar heimsóknir ykkar til okkar þar sem þið komuð alltaf færandi hendi. Við þökum þér inni- lega fyrir þessar stundir. Nú kveðj- um við þig, elsku afí, með söknuði og þakklæti fyrir allan þann tíma sem við áttum saman. Blessuð sé minning þín. Skarphéðinn Óskar, Ilalldór og Jóhanna Ósk. Skarphéðinn Kristjón var gjaf- mildur öðrum mönnum frekar. Hann átti við erfiðan sjúkdóm að etja þegar frá unglingssaldri, þurfti að kljást við berkla sem lögðu hann langtímum saman í rúmið. Engu að síður hóf hann snemma að vinna, vann í áratugi sem bílstjóri og bif- vélavirki. Síðasta hluta starfsævinn- ar var hann iðnverkamaður. Ungur að aldri kvæntist hann Unni konu sinni og saman hafa þau lifað í nærfellt sex áratugi. Þau komu börnum sínum upp í ein- drægni og síðustu árin hafa þau dyggilega stutt hvort annað á ævi- kvöldi. Skarphéðinn bar nafn tveggja fóðurbræðra sinna, þeiira Skarphéðins og Kristjóns sem drukkuðu í febrúarmánuði 1922. Ilann var vel meðvitaður um upp- runa sinn af Snæfellsnesi og rækti vel ætt sína. Skarphéðinn var mikill tilfinn- ingamaður og skapmaður. Þótt hann hafi átt við líkamlega sjúk- dóma að stríða var hann búinn seiglu sem gerði honum kleift að gjörbreyta lífsháttum sínum þannig að ellin varð honum bærilegri en ella hefði verið. Maður hafði jafnvel á tilfinningunni að honum hefði tek- ist að snúa dálítið á Elli kerlingu. Ég held mér sé óhætt að segja að síðustu árin hafi verið hamingjuár í lífi þeirra Unnar. Skarphéðinn var gestrisinn svo af bar og einhvern veginn var eins og hann væri ekki sáttur nema gestur hans hefði annaðhvort þegið veit- ingar eða gjöf. Þetta var þeim mun mikilvægara sem hann hafði úr litlu að spila, hann var fátækur á verald- arvísu alla tíð. Hins vegar bjó hann yfir stolti og sjálfsvirðingu og þehTÍ auðlegð hjartans sem gerir alla menn stóra. Fyrir mína hönd og fjölskyldu minnar þakka ég frænda mínum gjöfula samfylgd og við sendum Unni og börnunum og fjöl- skyldum þeirra innilegar samúðar- kveðjur. Óskar Guðmundsson. Skarphéðinn bróðir hennar mömmu er kvaddur í dag, en hann er farinn til frelsara síns og foreldra sinna. Að segja að maður á áttræð- isaldri sé farin til foreldra sinna kann að virka barnalegt en svo er ekki. Afi og amma voru mjög trúuð og kenndu börnum sínum Skarp- héðni, Kristínu (Dídí) og Guðmundi bænir sem lærast kynslóð eftir kyn- slóð. Þótt margt hafi gengið á í lífs- ins ólgusjó hjá Skarphéðni átti hann alltaf sína barnstrú og var viss um að hitta aftur foreldra sína í eilífu lífi. Það var því við hæfi að hann kveddi þetta líf á afmælisdegi elskaðrar móður sinnar, 18. desem- ber. Dauðastríð hans var stutt en strangt og þjáningarfullt, því tók hann eins og hetja, enda ekki í fyrsta skipti sem dauðinn var nærri. Óg þótt Héði hefði unnið marga glímuna hlaut hann undan að láta í þetta sinn. Þegar hann mátti mæla í stríði þessu snerist öll hans hugsun um fjölskyldu sína og fyrst og fremst um Unni, konu sína, og bað hann börn sín að líta til með henni. Og víst er ekki von til annars af þeim. Ég hef þekkt Héða og Unni allt mitt líf en svo mörgum minningum hefur mamma deilt með mér að ég sé hann einnig í gegnum þær. Ung- an, kærulausan og djarfan, sem sá framtíðina með björtum augum stríðsáranna og lýðveldisins. Hann hreifst af frelsi Ameríkana og sá að fleira var til í heiminum en ok og byrði íslenskrar alþýðu. En lífið fór ekki alltaf ljúfum höndum um unga manninn sem fyrrum dansaðí á tá og hæl. Berklamir vom þá hinn ægilegasti sjúkdómur sem laust ungt fólk og þeir fóm illa með Héða. Hann kom af Vífilsstöðum með ör á líkama og sál. Lífið var erfitt ungri fjölskyldu og Héði barðist oft meira af vilja en mætti, því aldrei vildi hann gefast upp. Hann keyrði leigubíl mestan hluta ævi sinnar en einnig vann hann á Vellinum og sendi herinn hann til New York til að læra við- gerðir á sjálfskiptum bílum. Það sýnir að þeir sáu í honum hæfileika sem aldrei höfðu fengið að blómstra hér. Heilsuleysi greip enn um lífs- þráðinn. Þá sem nú var leiðin ekki alltaf greið í gegnum velferðarkerf- ið. Nóg um það. Þótt margt mæddi á Skarphéðni átti hann einn stóran fjársjóð en það var eiginkona hans Unnur Guðjónsdóttir. í gegnum þykkt og þunnt stóð hún við hlið hans. Hversu þröngt sem þau bjuggu bjó hún þeim ávallt fallegt og hlýlegt heimili og þangað var alltaf gott að koma. Guðmundur frændi og mamma fluttu ung með fjölskyldur sínar út á land og var Héði þá einn systkin- anna búsettur fyrir sunnan. Héði og Unnur áttu fjögur börn sem komust upp, Guðmund, Ólafíu, Elsu og Lovísu, en eitt barn misstu þau í vöggu. Frá bleyjualdri vorum við Ólafia svo samrýndar að mitt heim- ili var hennar og hennar mitt. Þeg- ar mamma var að eiga yngstu börn- in fór hún suður til Héða og Unnu, þaðan á fæðingardeild og síðan aft- ur til þeirra áður en hún kom heim. Því höfum við systkinin átt hjá þeim gott skjól. Nú um hátíðina þegar ég hef hlýtt á jólaguðspjallið og skort á gistirými koma þau hjón alltaf í hugann, því hjá þeim var alltaf rúm, hvernig sem á stóð, eng- um var úthýst. Það er manni mín- um, Ingvari, ógleymanlegt eitt sinn er við komum nýtrúlofuð suður og áttum ekki aur fyrir gistihúsi og ég sagði það ekkert mál, við fengjum inni hjá Héða og Unni. Þá bjuggu þau í lítilli tveggja herbergja íbúð með þrjú börn sín heima. „Þau hafa ekkert pláss fyrir okkur,“ sagði Ingvar og brá við, en auðvitað brugðust þau hjón ekki trausti mínu. „Elskurnar mínar, auðvitað gistið þið hér, það er alltaf hægt að finna pláss.“ Þá unnu þau strax ást og virðingu Ingvars en oft áttum við skjól hjá þeim fyrstu árin okkar fyrir sunnan. Milli mömmu og Skarphéðins og Unnar hafa ávallt verið miklir kærleikar og eftir að hún varð ekkja áttu þau margar ferðir inn í Hafnarfjörð og oftar en ekki með eitthvað í farteskinu sem systur kynni að vanta eða gleddist yfir. Þar sem Guðmundur bróðir þeirra dó alltof ungur var sem þau yrðu hvort öðru meira virði. Nú hefur mamma kvatt báða bræður sína, sem og eiginmann. Við bæna- stund eftir andlát Héða fór prestur- inn, séra Gunnar Matthíasson, með Guðs orð, „Minn frið gef ég yður“, og mamma segist hafa fundið frið og fögnuð í hjarta sínu og þökk fyr- ir allt og allt. Fyrir hennar hönd og systkina minna þökkum við kynnin við Skarphéðin og Unnu og börn þeirra. Við biðjum Guð almáttugan að styrkja þau í sorg sinni og gefa þeim frið. Björgvin bróðir og fjöl- skylda hans, sem nú dveljast er- lendis, biðja fyrir kveðjur og þakk- ir. Unnur mín, megi minning um góðan dreng lifa og bænir okkar létta þér sorgina. Guð gefi dánum ró en hinum líkn sem lifa. Inga Dröfn Ármannsdóttir. t Elskuleg eiginkona mín, móðir okkar, tengda- móðir og amma, VIKTORÍA JAFETSDÓTTIR, Heiðargerði 23, Reykjavík, lést á gjörgæsludeild Landspítalans mánu- daginn 28. desember. Jón Ágústsson, Anna Jóhanna Jónsdóttir, Gunnar Gunnarsson, Smári Jónsson, Hugrún Fanney Sigurðardóttir, Jón Viktor Gunnarsson. t SIGRÍÐUR LOVÍSA BJÖRNSDÓTTIR, áður til heimilis í Laxagötu 2, Akureyri, er lést á Fjórðungssjúkrahúsi Akureyrar sunnu- daginn 27. desember, verður jarðsungin frá Akureyrarkirkju fimmtudaginn 7. janúar kl. 13.30. Þeim, sem vildu minnast hinnar látnu, er bent á Kristniboðssambandið. Aðstandendur.
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72
Blaðsíða 73
Blaðsíða 74
Blaðsíða 75
Blaðsíða 76
Blaðsíða 77
Blaðsíða 78
Blaðsíða 79
Blaðsíða 80

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.