Morgunblaðið - 30.12.1998, Blaðsíða 30

Morgunblaðið - 30.12.1998, Blaðsíða 30
30 MIÐVIKUDAGUR 30. DESEMBER 1998 LISTIR MORGUNBLAÐIÐ Sjóræningjar í máli og myndum BÆKIIR Karnabók SJÓRÆNINGJAR Eftir Philip Steele. Haraldur Dean Nelson þýddi. Mál og menning. Reykjavík, 1998. SJÓRÆNINGJAR er aðgengileg fræðibók um sjóræningja á ýmsum tímum ætluð ungum lesendum. Mál og menning gefur bókina út í stóru broti með mörgum fallegum mynd- um og fjöldi fólks kemur að henni á ýmsan hátt, sem ráðgjafí, ritstjóri, hönnuður, kápuhönnuður, með myndefnisumsjón og við aðstoð á myndavali. I fyrstu virðist bókin nokkuð tyrfín yfirlestrar en það er ein- göngu ef maður gerir þau mistök að ætla sér að lesa hana í einum rykk. Miklu skemmtilegra er að opna hana hér og hvar og lesa stutta fróðleiksmola og skoða nákvæmlega útfærðar myndir af skipum og fólki. Júlíus Sesar var til dæmis tekinn höndum af sjóræningjum árið 78 fyrir Krist. Sjóræningjarnir María og Anna börðust af grimmd með Nýjar bækur • ÞJÓÐLÍF og þjóðtrú er afmælis- rit helgað Jóni Hnefli Aðalsteins- syni, prófessor í þjóðfræði við félagsvísindadeild Háskóla íslands. I afmælisritinu eru tuttugu og sjö greinar eftir vini Jóns Hnefils, sam- starfsmenn og út- skrifaða nemendur hans úr Háskóla Islands og einnig eru nokkrar grein- ar eftir starfsfélaga hans í nágrannalöndunum. I kynningu segir m.a. um efnið að fjallað sé um vítt svið þjóðfræða. Meðal annars eru greinar um huldu- fólkstrú á okkar dögum, sagnamenn, flökkusagnir í samtímanum, sögum- ar af Sæmundi fróða, stjórnmál á öðrum áratug aldarinnar, hestafórn- ir í heiðnum sið, lífshætti og afdrif höggsverðum, öxum og skamm- byssum og það eina sem kom í veg fyrir að þær yrðu hengdar eftir handtöku var að þær vom barnshaf- andi báðar tvær. Margvíslegum skipum sjóræn- ingja á ýmsum tímum em gerð góð skil og myndir af þeim prýða bókina. Par á meðal er grísk galeiða frá því árið 500 fyrir Krist, víkingaskipið er á sínum stað, korsari úr Barbaríinu og kínversk djúnka. Sýnishorn era einnig af sjóræningjafánum með til- heyrandi hauskúpum, leggjum og sverðum og jafnvel púkum og blóðugum hjörtum. í bókinni er stiklað á löngu tíma- bili, eða frá því fyrir um 2500 áram og fram á okkar tíð. Bókin höfðar líklega heldur meira til stráka á sjóræningja-aldri en stelpna á sama reki, en á baksíðu hennar segir að hún sé draumabók allra ævin- týraþyrstra krakka. Ekki veit ég um það, en hitt er víst að nákvæmlega útfærðar myndirnar og fróð- leiksmolarnir í textanum gera hana að skemmtilegum og aðgengilegum upplýsingabrunni um fræga eða öllu heldur alræmda sjóræningja. María Hrönn Gunnarsdóttir geirfuglsins og áfram mætti lengi telja áhugaverð efni. Jón Hnefill Aðalsteinsson hefur m.a. gegnt embætti prests á Eskifirði og Reyðarfirði, verið blaðamaður á Morgunblaðinu og var um árabil kennari við Menntaskól- ans í Hamrahlíð. Jón Hnefill hóf kennslu við Háskóla íslands 1967 og hefur einhendis byggt upp þjóðfræðinám við skólann og alið upp nýja kynslóð íslenskra þjóðfræðinga. Hann hefur sent frá sér fjölda bóka og greina, en í af- mælisritinu birtist ritskrá hans. Á dögunum þegar stofnað var Félag þjóðfræðinga á íslandi var Jón Hnefill kjörinn heiðursfélagi þess á stofnfundinum ásamt þjóðfræðingnum og íslandsvininum Bo Almquist. Sá síðarnefndi á einmitt grein í aímælisritinu um írsk áhrif í íslenskum fomsögum. Bókin er á fimmta hundrað síður í stóru broti. Útgefandi er Þjóðsaga ehf. Bókin fæst hjá útgefanda og í bókaverslunum. ERLENDAR BÆKUR Spennusaga „THE AX“ eftir Donald E. Westlake. Warncr Books 1998. 339 síður. BANDARÍSKI spennusagna- höfundurinn Donald E. Westlake er mörgum að góðu kunnur. Hann hefur lengi stundað spennusagna- skrif og sent frá sér aragrúa bóka, eitthvað um fimmtíu í allt, og af öll- um stærðum og gerðum, skáldsög- ur, glæpasögur, unglingabók, gam- ansögur, smásögur, vestra og jafn- vel fréttatengdar frásagnir. Hann er fæddur í Brooklyn árið 1933 og var í bandaríska flughemum en árið 1960 kom út hans fyrsta saga, „The Mercenaries“. Síðan þá hefur hann verið óstöðvandi og skrifað einnig bækur undir fjölda dulnefna eins og Richard Stark, Samuel Holt og Timothy J. Culer svo nokkur séu nefnd. Atvinnuleysingi gerist fjöldamorðingi Nýjasta saga Westlakes heitir Öxin eða „The Ax“ og vísar heitið til þess þegar mönnum er sagt upp vegna þess að skorið er niður í mannafla stórfyrirtækja. Sagan fjallar um mann sem þannig missir vinnuna og gerist fjöldamorðingi í kjölfarið. Hér er á ferðinni beitt háðsádeila sem hlotið hefur mjög góða dóma vestra en gagnrýnend- ur hafa líkt sögunni við verk bæði Dostojevskís og Hitchcocks og er nú ekki leiðum að líkjast. Sagan gerist öll í hugarheimi manns að nafni Burke Devore, sem grípur til óyndisúrræða til þess að koma sér aftur inn á vinnu- markaðinn. Hann upplifir þessa martröð kominn á miðjan aldur búinn að starfa hjá sama fyrirtæk- inu frá ómunatíð, að honum er sagt upp. Hann var í mjög góðu starfí sem framleiðslustjóri hjá pappírs- framleiðslufyrirtæki og taldi sig hólpinn fyrir lífstíð. Honum er í mun að vera fyrirvinna heimilisins og geta útvegað bömum sínum tveimur og elskulegri eiginkonu það sem þau þarfnast og búa í rúm- góðu húsi í útverfi og eiga allt það sem millistéttin getur með góðu móti eignast og leggja afganginn fyrir til efri áranna. En enginn er Tilgang- urinn helgar meðalið hólpinn, sérstaklega ekki þegar stjórnendur fyrirtækjanna hugsa eingöngu um að gleðja hluthafa en minna um þá sem verða fyrir barðinu á aðgerðum sem draga úr kostnaði, auka sjálfvirkni, standa í vegi fyrir samruna, hamla því að fáist hámarksgróði úr fyrirtækinu. Burke Devore er fullkomlega venjulegur maður sem klikkast eft- ir tveggja ára atvinnuleysi og ger- ist fjöldamorðingi í mjög ákveðn- um tilgangi. Svartur húmor I atvinnulausum heimi Devores komast aðeins þeir hæfustu af svo hann ákveður að koma þeim fyrir kattamef sem hugsanlega era hæfari en hann sjálfur. Hann kemst að því hverjir í nágranna- héruðum við hann eru líklegir til TONLIST Seltjarnarneskirkja TRÍÓ SUNNU GUNNLAUGSDÓTTUR Sunna Gunnlaugsdóttir pianó, Gunn- laugur Guðmundsson bassa og Scott McLemore trommur. Verk og útsetn- ingar eftir Sunnu Gunnlaugsdóttur. Seltjarnarneskirkja sunnudaginn 27. 12. 1998. UM JÓLIN flykkjast íslending- ar heim, námsmenn jafnt sem aðr- ir, og jafnan eru góðir djassistar í þeim hópi. Tvo þeirra mátti heyra í Seltjarnarneskirkju sl. sunnudag, Sunnu Gunnlaugsdóttur píanista sem starfar í New York með tríói sínu, Sunna trio, og Gunnlaug Guðmundsson bassaleikara sem brátt mun ljúka námi frá Konung- lega tónlistarskólanum í Haag og hefur leikið og hljóðritað með ýms- þess að sækja um sama starfið, laust framleiðslustjórastarf hjá pappírsfyrirtæki, og sér til þess að þeir týni tölunni einn af öðrum. Starfið er ekki laust þegar hann byrjar morðin en hann hyggst bæta úr því þegar hann hefur rutt samkeppninni úr vegi. Hann gerir það alls ekki sem geðsjúkur morðingi sem nýtur þess að myrða fólk heldur sem áhyggjufullur fjöl- skyldufaðir sem sér enga aðra leið út úr ógöngunum og finnur að at- vinnuleysið er að leggja líf hans og fjölskyldu hans í rúst; börnin eru komin út í smáglæpi og eiginkonan jafnvel komin með viðhald. Sagan um þessa hræðilegu sjálfsbjargarviðleitni er í senn skopleg með sínum svarta húmor sem hvarvetna skín í gegnum hug- leiðingar mannsins og hrollvekj- andi því auðvitað er verknaður hans skelfilegur og gengur ekki alltaf eins vel og hann hefði óskað sér. Eigendur og forstjórar stór- fyrirtækjanna, sem segja upp hundruðum og þúsundum manna í von um meiri hagnað, fá sérstak- lega á baukinn í háðsádeilu West- lakes sem sér til þess að lesandinn telur sig verða að vita hvemig fer fyrir Devore og ráðabruggi hans. Endirinn er raunar mjög óvæntur. Arnaldur Indriðason um hollenskum djasssveitum s.s. tríói Wolfert Brederode og Zen- ker-Kappe kvartettinum. Þriðji hljóðfæraleikarinn í Seltjarnanes- kirkju var bandaríski trommarinn Scott McLemore, lífsförunautur Sunnu, sem hefur leikið í tríói hennar undanfarin fjögur ár. Sunnan hefur jafnan heimsótt Island og haldið tónleika m.a. á djasshátíðinni á Egilssstöðum í fyrra, þar að auki hefur hún gefið út geisladisk; Far Far Away, sem fá má í betri hljómplötuverslunum. Fyrsta lagið sem tríóið lék sl. sunnudag var eftir Sunnu af fyrr- nefndum diski, Hard To Say og annað lag af diskinum var á efnis- skránni, titillagið undurfagra. Gulli Guðmunds var ekki í vand- ræðum í sóló sínum þar frekar en jafnan þegar fegurðin þarf að ríkja öðru ofar. Píanóstíll Sunnu er innhverfur og fínlegur; jafnvel kvenlegur. Hún byggir á skóla Bill Evans eins og helftin af djasspíanóleikurum nútímans. Bill gjörbylti djas- spíanóleik samtímans. Impressjón- isminn hafði að vísu þekktst í djassi löngu áður, ekki síst í verk- um Billy Strayhoms; en sá túlkun- armáti var inngróinn í karakter Bill Evans. Hann var einstakur túlkandi ameríska söngdansins og endurhljómsetti þá jafnan á eftir- tektaverðan hátt. Sunna var með tvo söngdansa ameríska á efnisskránni: Just in Time og I hear a Raphsody. Sveifl- an í Just in Time var létt og átaka- laus, rann áfram einsog lækur sem hvergi steytir á steini og kannski eru það átökin sem helst skortir í leik Sunnu. Hún er lýrísk og tækn- in ágæt, sveiflan létt en leikur hennar of sléttur og felldur - það kom ansi mikið að sök í lögum sem lítið erindi eiga í djassmúsík einsog Jólasveinninn kemur. Heims um ból og Komdu inní kof- ann minn voru heldur utangátta í túlkun tríósins, en Höllukvæði (Sofðu unga ástin mín) bætti það upp. Tríóið lék þrjú ný verk eftir Sunnu og var það síðasta þeirra, nafnlaust, sér 1 lagi áheyiilegt og vel leikið af tríóinu. McLemore er fínn trommari og náðu þeir Gulli vel saman í rýþmanum. Það er alltaf þokki yfir leik Sunnu og þótt tónleikarnir væru hinir skemmti- legustu voru þeir helst til Ijúfir. Það vantaði samspil andstæðanna er hið blíða blandast því stríða. Vernharður Linnet raií rtGRnesscn , Allt ab 30% ódýrari \ a n d * 1 1 OO Nýtt númer tii útlanda. Áskriftorsíml NETSímons er S75 1 100 www.netsiini.ls Krisíín lónsdáítjr igur v'ó starf' Síbedu. i\\S -& jF. %. / N£7S wnko/í n* c rekms.rkciri g n fasr - . = . S< is? s Hótækn ístel, Heimiiistækjuni og Simvirk janum Jón Hnefill Aðalsteinsson SUNNUDJASS
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72
Blaðsíða 73
Blaðsíða 74
Blaðsíða 75
Blaðsíða 76
Blaðsíða 77
Blaðsíða 78
Blaðsíða 79
Blaðsíða 80

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.