Morgunblaðið - 30.12.1998, Blaðsíða 34

Morgunblaðið - 30.12.1998, Blaðsíða 34
34 MIÐVIKUDAGUR 30. DESEMBER 1998 AÐSENDAR GREINAR MORGUNBLADIÐ KFUM og KFUK 100 ára Hinn 2. janúar 1999 verða 100 ár frá stofnun æskulýðsfélaganna sí- ungu KFUM og KFUK. Hátíðahöld vegna afmælisins hefjast strax þann dag og munu síðan vara út ár- ið. Rifjaðir verða upp atburðir úr sögunni, afmælinu fagnað, Guði þakkað um leið og félagsmenn búa sig undir starf á meðal æskunnar í framtíðinni. Gott verður í framtíð- inni að hafa traustan grunn, trausta 100 ára fortíð í þjónustu æskunnar fyrir frelsarann okkar Jesú Krist. Þess vegna vonumst við til þess að afmælisárið verði okkur hvatning og til enn frekari eflingar öflugu starfí á meðal barna og unglinga. Árshátíð Hátíðarhöldin hefjast 2. janúar með árshátíð í aðalstöðvum KFUM og KFUK við Holtaveg kl. 20. Að- gangseyrir er 1.000 kr. og fást mið- ar á skrifstofu félaganna við Holta- veg. KFUM var stofnað 2. janúar 1899 af æskulýðsleiðtoganum sr. Friðriki Friðrikssyni. Hátíðarguðsþjónusta Sunnudaginn 3. janúar kl. 11 efna félögin til hátíðarguðsþjónustu í Dómkirkjunni vegna 100 ára af- mælisins. Hátíðarræðu flytur sr. Sigurður Pálsson sóknarprestur í Hallgrímskirkju og fyrrum formað- ur KFUM í Reykjavík. Leikmenn og börn úr æskulýðsstarfi félag- anna munu koma fram í guðsþjón- ustunni sem verður útvarpað í rík- isútvarpinu. Æskulýðsstarfíð Afmælið mun ekki fara framhjá börnum og unglingum sem taka þátt í æskulýðsstarfí KFUM og KFUK. I deildunum eru þrír fundir í vetur sem taka sérstaklega mið af tímamótunum. Þau börn sem sækja munu sum- arbúðir félaganna nk. sumar munu einnig fá sinn skerf af fagnaðar- og þakkargjörðarhátíðinni í tengslum við afmælið. Afmælishátið í Perlunni Afmælishátíð verður í Perlunni í Öskjuhlíð helgina 13.-14. mars. Af- mælishátíðin í Perlunni og undir- búningur hennar mun einnig setja mark sitt á æskulýðsstarfið. Á laugardeginum 13. mars verð- ur fjölbreytt dagskrá í anda æsku- lýðsstarfs félaganna. Börn og ung- lingar munu leggja sitt af mörkum bæði í dagskrá og skreytingum. Lagt verður upp úr því að skreyta húsið, með listaverkum frá börnun- um og með ljósmyndum úr nútíð og fortíð. Sunnudaginn 14. mars verður 2. janúar 1999 verða 100 ár frá stofnun KFUK og KFUM. Sig- urbjörn Þorkelsson rekur hvernig haldið verður upp á þetta merka afmæli. fjölskylduguðsþjónusta og tónleik- ar. Á hátíðinni verða hinar fjöl- breyttu starfsgreinar KFUM og KFUK kynntar í máli og myndum frá ýmiss konar spennandi sjónar- hornum. Það er von stjórna og fram- kvæmdastjóra KFUM og KFUK í Reykjavík og þeirra annarra sem að undirbúningi hátíðarinnar koma að fá að sjá sem flest börn sem taka þátt í starfí félaganna með einum eða öðrum hætti og foreldra þeirra, systkini, afa, ömmur og aðra gesti og velunnara. Þá vonumst við til að fá að sjá allar þær þúsundir sem komið hafa nálægt starfí KFUM og KFUK á einhvern hátt á liðnum 100 árum, vini þeirra og ættingja sem og alla velunnara KFUM og KFUK og kristilegs æskulýðsstarfs á Islandi. Gestgjafar Perluhátíðarinnar Gestgjafar Perluhátíðarinnar verða fígúrurnar Snjall og Snjöll sem þátttakendur í barnastarfi KFUM og KFUK kannast við. Munu þær taka á móti gestum í fullri stærð. Afmælishátíðin í Perlunni er sá dagskrárliður afmælisársins sem snýr hvað mest að börnum, fjöl- skyldum þeirra og öllum almenn- ingi. Kynning hátíðarinnar mun taka mið af því. Eflum Reykjalund Þann fyrsta janúar næstkomandi hefst nýtt happdrættisár hjá Vöruhappdrætti SÍBS. Sem fyrr renn- ur allur ágóði happ- drættisins til Reykja- lundar. Við erum að- ildarfélagar að SÍBS og njótum endurhæf- ingar hjá frábæru starfsfólki Reykja- lundar. Fyrirhugaðar eru miklar framkvæmdir á Reykjalundi, þar sem byggja á nýtt íþrótta- hús með fullkominni æfíngaaðstöðu auk sundlaugar. Á þessu er mikil þörf þar sem eldri aðstaða svarar ekki kröfum tímans. En þetta krefst mikilla fjármuna. Segja má að landssöfnunin fyj'ir Reykjalund í haust hafi gengið vel, en meira þarf ef duga skal. Þar getum við landsmenn allir látið gott af okkur leiða með því að Stöndum sam- an um Reykja- lund, segir Gísli J. Eyland, og gerum veg hans sem mestan á nýju happdrættisári SÍBS. kaupa happdrættis- miða í SÍBS því eng- inn veit hver þarf næst á aðstoð að halda. Styðjum Vöruhappdrætti SÍBS sjálfum okkur og öðrum til góðs. Stöndum saman, eflum Reykja- lund. Með hjartans kveðju. Höfundur er formaður Landssam- bands lijarUisjúklinga. Gísli J. Eyland Hátíðarsamkoma Afmælisdagur KFUK er 29. apríl. Þann dag, sem er fimmtudagur, efna fé- lögin til hátíðarsam- komu í aðalstöðvum fé- laganna við Holtaveg kl. 20.30. Um opna samkomu verður að ræða og eru því allir velkomnir. Utgáfa á sögu KFUM og KFUK Þórarinn Björnsson guðfræðingur hefur um nokkurt skeið unn- ið að skrásetningu 100 ára sögu KFUM og KFUK á ís- landi. Áætlað er að sagan verði gef- in út í veglegu bókarformi þegar líður á haustið. Um mjög viðamikla vinnu er að ræða og verður sérstak- lega vandað til útgáfunnar. Fólk getur gerst áskrifendur að bókinni fyrirfram og fengið nafn sitt skráð á heillaóskaskrá bókar- innar. Nánari upplýsingar fást á skrifstofu KFUM ög KFUK við Holtaveg. Sæludagar í Vatnaskógi Hinn 30. júlí til 2. ágúst verða Sæludagar í Vatnaskógi. í Vatna- skógi hafa drengir komið til sumar- dvalar í 75 ár. Um verslunarmannahelg- ina munu Skógarmenn KFUM standa fyrir Sæludögum í Vatna- skógi eins og undan- farin ár. Dagskráin að þessu sinni verður til- einkuð 100 ára afmæli KFUM og KFUK. AIl- ir eru velkomnir á Sæludaga. Nú er verið að leggja síðustu hönd á nýjan svefnskála í Vatnaskógi sem tekinn verður í notkun með viðhöfn áf afmælisárinu. Fleiri þættir eru í undirbúningi. Non-ænt unglingamót verður t.d. haldið í Vatnaskógi 24.-30. júlí. Mótið er ætl- að unglingum 11-16 ára. Einnig er í undirbúningi ráðstefna um framtíð æskulýðsstarfs sem KFUM og KFUK munu efna til og eiga frum- kvæði að í tilefni 100 ára afmælisins. Þess má að lokum geta að opin- ber styrktaraðili KFUM og KFUK á afmælisárinu er Landsbanki Is- lands hf. Eru skilningsríkum og framsýnum forráðamönnum Lands- banka Islands hf. færðar einlæg- ustu þakkir fyrir mikilvægt framlag til eflingar þroskavænlegs æsku- lýðsstarfs KFUM og KFUK. Opin- berum styrktaraðilum mun vonandi fjölga þegar í upphafí afmælisárs- ins. Guði séu þakkir Okkur sem stöndum að starfí KFUM og KFUK í dag, 100 árum eftir stofnun félaganna er fyrst og fremst þakklæti til Guðs í huga. Þakklæti fyrir að hafa fengið að kynnast frelsaranum Jesú vegna starfa félaganna og þakklæti fyrir að hafa fengið að verða að liði í ómetanlegri mótun og uppeldi þús- unda ungmenna, sem styrkir þau og þau munu búa að allt lífið og jafnvel inn í eilífðina með Jesú sem þau lærðu að þekkja í KFUM og KFUK. „Því svo elskaði Guð heiminn, að hann gaf son sinn eingetinn, til þess að hver sem á hann trúir glatist ekki, heldur hafi eilíft líf.“ Jóh. 3:16. F.h. KFUM og KFUK í Reykja- vík þakka ég samborgurum okkar og landsmönnum öllum fyrir góðar viðtökur og farsæls samlífs og sam- starf í 100 ár. Góður Guð blessi áframhaldandi þjóð okkar og gefí okkur náð til að hlúa að framtíðinni, börnunum okkar. „Guði séu þakkir sem gefur oss sigurinn fyrir Drottin vorn Jesú Krist? Höfundur er framkvæmdastjóri KFVM og KFUK í Reykjavík. Sigurbjörn Þorkelsson ISLENSKT MAL HARALDUR Guðnason í Vestmannaeyjum heldur enn tryggð sinni við þáttinn, og sé honum æra og þökk. Nú skal gefa honum orðið um sinn: „Sæll og blessaður Gísli Jóns- son... Nú eru menn farnir að leiða framboðin. Þetta er svolítð leiðigjarnt. Kannski ekki önnur leið - stutt og laggott? I morgunfrétt Ríkisútvarps- ins: „Flokkinum vantaði at- kvæði.“ Bágt er að heyra. I sunnlensku dagblaði spurt: „Verslaðirðu raftæki um helg- ina?“ Á útvarpsstöð einni: „Þá er komið að veður.“ í samtali við Hafró: „Þorskur borðar smæiTÍ fisk.“ Mér finnst líka smæn-i fískur bragðast bet- ur en stór.“ Haraldur hefur áhyggjur af stofnanaíslensku sem honum finnst vera að festa rætur. Hon- um er, eins og umsjónarmanni, í nöp við „(ó)ásættanlegur“. Við- unandi, þolanlegur væri betra. Frétt í fjölmiðli: „Einnig þurfa aðilar að gera sér grein fyrir að þeir aðilar þurfa að vera samtaka." Hvað hefði Vil- mundur nefnt þetta orðafar? [Stagl]. Bréfritari var að velta fyrir sér eð í orðasambandinu þar eð. Þetta eð er ævagamalt tilvísun- arfornafn, og samtenging, kem- ur t.d. fyrir í gömlum Maríuvís- um og Lilju Eysteins. Nú lifir eð líklega bestu lífí í orðasambandinu hvort eð er. Haraldur telur að „takk“ verði varla rýmt í burtu, en leiðist að sjá það á skjá Ríkissjónvarps- ins. Út yfir tekur þó, þegar svo- kallaðir stjórnendur þátta í RÚV segja „bæbæ“ og „ókey“. Umsjónarmaður vill gjarna hnykkja þarna á nokkrum atrið- um. 1) Um hruma framboðslista hef ég áður talað. 2) „Flokkinum“ er rétt eins verið sé að lesa Sturlungu, og þess vegna verður þágufallsvill- an enn ámátlegri. 3) Fiskar og dýr borða ekki. Þær verur éta (eta). Frægt var Umsjónarmaður Gísli Jónsson 986. þáttur að í grein í íslensku tímariti fyr- ir nokkrum árum stóð: „Bavían- ar borða kaffi." Um smærri og stærri fiska væri ómaksins vert að lesa erfidrápu Bjarna Thorarensens um Sæmund Hólm, þótt ekki sé notuð þar sögnin að éta og því síður borða, um fiskana: Sé eg sfltorfu, sé eg þorska taka síl úr torfu. Ásækja síli aðrir stærri fiskar og fylgja torfu. Allt fer sömu leið, og ásækja smærri fiska stærri fiskar, sílum samferða að sama náttstað náhvals í gapanda gini. 4) Um ókey þyrfti ég að skrifa heilan pistil. Það er eitt- hvert ömurlegasta óyrði sem við höfum þegið og lýsir ótrú- legri hugsunarfátækt, því að þetta orðkvikindi hefur margs konar merkingu. Kannski gæt- um við haft eina sögn í máli okkar, t.d. „strumpa", og borið hana fram á mismunandi vegu til þess að fá merkingarbreyt- ingu. ★ Hlymrekur handan kvað: Mig langar svo mikið í Lúlú Matt, að ég legði í aö klifra upp súlubratt, glerungshált svell, og ef ég hrasa og fell, ekki klæðist ég neitt nema í kúluhatt. ★ I íslenzkri málfræði eftir Halldór Halldórsson prófessor, „Halldóru", eru greindar 16 gerðir af samlögun (tillíkingu, lat. assimilatio). Samlögun er fólgin í því, að tvö samhljóð verða tvöfalt samhljóð, það er, verða eins. Dæmi *ein- kja>ekkja; góðt>gott; friðla>frilla. Ákaflega sjaldgæf mun sú samlögun, þegar gð>gg. Gísli Konráðsson á Akureyri er maður mjög málglöggur. Hann benti mér á dæmi um þessa sjaldgæfu breytingu, og er hreint ekki ánægður með hana. Þetta er þegar sögnin að bragðast>braggast = ná sér, taka framförum. Víst er það skrýtið hversu margir nota nú orðið síðar nefndu gerðina, en óvíst hvort unnt er að snúa þessu til baka. ★ Enn hefur verið unnið þrek- virki á sviði fræðanna. Komið er út fjórða bindið af nafnalyklum að manntalinu 1910. Dugnaður og vandvirkni þeirra Hólmfríð- ar Gísladóttur og Eggerts Th. Kjartanssonar er hvort tveggja stórlega lofsvert. Þau hafa að vísu ekki verið ein að verki, enda væru þá af- köstin ekki mannleg, heldur hefur fólk úr Ættfræðifélaginu lagt þeim mikið lið með sjálf- boðavinnu. Þessi bók er ekki aðeins mik- ill fengur ættfræðingum, heldur og nafnagi’úskurum, eins og umsjónarmaður telur sig vera. Manntöl eru merkileg og góð, en þá fyrst, þegar nafnalyklarn- ir hafa verið smíðaðir, eru þau gersemar. Þeir, sem ofurlítið þekkja til ættfræði og nafnfræði, vita best hvaða afrek fyrrnefnt fólk hefur unnið. Til þess þurfa menn að hafa hugsjón og stefnu og vera hviklausir og starfhæfir í besta lagi. ★ Vilfríður vestan kvað: Fyrir Lars voru lífssporin þung, þótt hann liti ögn í Karl Marx og Jung, og er hann hafði sig laugað, dró hann annaðhvort augað alla leið niður í pung. Enn er að þakka Stöð tvö fyr- ir „þriggja stjarna hótel“, Rík- isútvarpinu fyrir „klukkuna vantar fjórðung í sjö“ (svo tal- aði amma mín, f. 1869) og Kvótaþingi fyrir afgreiðslutími, ekki „opnunartími". Ennfremur fá stig Haraldur Ólafsson fyrir meginland Evrópu og Þór Jónsson fyi’ir „bíllinn stansaði", hvorki „stoppaði" né því síður „stöðvaði". Gleðilegt nýár. Þökk fyrir gamla árið.
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72
Blaðsíða 73
Blaðsíða 74
Blaðsíða 75
Blaðsíða 76
Blaðsíða 77
Blaðsíða 78
Blaðsíða 79
Blaðsíða 80

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.