Morgunblaðið - 30.12.1998, Blaðsíða 51

Morgunblaðið - 30.12.1998, Blaðsíða 51
MORGUNBLAÐIÐ MINNINGAR MIÐVIKUDAGUR 30. DESEMBER 1998 5T skóla, en síðar lagði hann stund á loftskeytafræði og flugumferðar- stjórn og lauk prófi í báðum grein- um, hinni síðar nefndu í Atlanta í Georgiu í Bandaríkjunum árið 1951. Seinna fór hann námsferðir bæði til Bretlands og Bandaríkj- anna. Bogi var loftskeytamaður á ýmsum skipum Eimskipafélags ís- lands, m.a. á Dettifossi er því skipi var sökkt 21. febrúar 1945. Hann réðst loftskeytamaður til flugmála- stjórnarinnar árið 1946. Yfirflug- umferðarstjóri á Keflavíkurflug- velli varð hann árið 1951.1 störfum sínum gat Bogi sér einkar gott orð, því að hann var ávallt mjög sam- viskusamur og nákvæmur, enda fljúgandi greindur og flinkur mað- ur, vel máh' farinn og ritfær. Bogi var lengi fréttaritari Morgunblaðs- ins á Keflavíkurflugvelli. Þá sat hann í orðabókamefnd, er undirbjó Nýyrði IV, Flug, 1956. Boga hlotnaðist margháttaður heiður íyrir afskipti sín af íþrótta- málum. Hann sat í knattspyrnu- dómstóh KSÍ, var formaður Körfuknattleikssambands Islands, fararstjóri íslenskra körfuknatt- leiksliða erlendis, sat alþjóðlegar körfuknattleiksráðstefnur og var fulltrúi Körfuknattleikssambands- ins í Ólympíunefnd Islands, svo fátt eitt sé nefnt. Fyrir þessi störf voru honum veitt mörg heiðurs- merld, íslensk og eriend, nú síðast riddarakross hinnar íslensku fálka- orðu. Eg kveð frænda minn með þökk fyrir gömul og góð kynni í afahúsi á Frakkastíg 6a. Við Ágústa send- um ættingjunum bestu kveðjur. Vinafólki hans á Suðurnesjum em færðar innilegar þakkir fyrir hlýju og ástúð í hans garð. Guð blessi minningu Boga Þorsteinssonar. Gunnar Björnsson. Góður vinur og félagi, Bogi Þor- steinsson, er fallinn frá. Leiðir okk- ar Boga lágu saman þegar við hóf- um störf í lok seinni heimsstyrjald- arinnar hjá hinni nýstofnuðu Flug- málastjóm. Eg nýútskrifaður loft- skeytamaður, en Bogi, átta áium eldri sjóaður og reyndur loft- skeytamaður, sem hafði m.a. siglt með skipalestum og lent í því að skipi hans, Dettifoss, var sökkt af kafliáti 1945. Það lá fyrir okkur Boga og stór- um hópi ungra manna að taka við hinum ýmsu störfum er lutu að flugumferðarþjónustu og þróa þau miðað við þarfir flugumferðarinn- ar, en þetta var nýtt starfssvið og óskrifuð bók víðast hvar í heimin- um á þeim tíma, sem fáa óraði fyrir að yrði slík efnahagsleg lyftistöng sem raun varð á. Fyrir lá að læra af hernámslið- inu þær reglur og aðferðir er giltu um þessi störf og opnaðist fyrir okkur ungu mönnunum nýr heimur ólíkur öllu er áður þekktist. Stór hópur loftskeytamanna réðst til starfa hjá Flugmálastjóm, þar á meðal Bogi heitinn. Reynsla hans kom sér vel við þessar að- stæður, t.d. við miðun og staðsetn- ingu flugvéla, en þá fóru viðskipti við þær að mestu fram á morse, en þar var Bogi vel liðtækur. Bogi lauk námi í flugumferðar- stjórn hjá setuliðinu 1946 og starf- aði fýrst á Reykjavíkurflugvelli, sem loftskeytamaður og flugum- ferðarstjóri, eða til ársins 1951, er hann hóf störf sem yfirflugumferð- arstjóri á Keflavíkurflugvelli, en þá störfuðu þar Islendingar og Bandaríkjamenn að flugumferðar- stjórn, hlið við hlið. Bandaríkja- mennirnir afgreiddu herflug, en Is- lendingarnir borgai’alegt flug. Seinna, eða um 1955, tóku íslenskir flugumferðarstjórar við öllum flug- stjórnarrekstri á Keflavíkurflug- velli samkvæmt sérstökum samn- ingi þar að lútandi. Samstarf okkar Boga hélt áfram á Keflavíkurflugvelli því ég var í þeim hópi flugumferðarstjóra er valdir voni þai- til starfa og féll það í minn hlut að leysa hann ft-á störf- um er hann tók sæti flugvallar- stjóra. Um og fyrir 1960 varð sú breyt- ing á að rekstur flugumferðarþjón- ustu á Keflavíkurflugvelli féll und- ir utanríkisráðuneytið, nánar til- tekið varnarmáladeild þess. Tæknileg stjórnun var þó áfram á hendi Flugmálastjórnarinnar. Við þessar aðstæður tvístraðist liðið. Nýir starfsmenn komu til starfa á KeflavíkurflugvelH, en margir af þeim eldri fluttust til Reykjavíkur- flugvallar þ.á m. undirritaður. Náið samstarf okkar Boga hófst aftur um og eftir 1970, þegar und- irritaður var skipaður deildarstjóri og síðan framkvæmdastjóri flug- umferðarþjónustu og hélst órofið þar til Bogi fór á eftirlaun um 1985. Bogi hefur ætíð reynst mikil- hæfur og tryggur starfsmaður í hvívetna og nú þegar komið er að leiðarlokum kveð ég hann með virðingu og þakklæti fyrir sam- starfið á lífsleiðinni. Ættingjum og ástvinum hans sendi ég hugheilar samúðarkveðjur. Guðmundur Matthíasson. Frá Flugmálastjórn á Keflavíkurflugvelli Látinn er Bogi Þorsteinsson, fyrrverandi yfirflugumferðarstjóri á KeflavíkurflugvelH, á 81. ald- ursári. Hann gegndi því starfi í 34 ár eða frá 1951 en þá hafði hann starfað sem loftskeytamaður og flugumferðarstjóri hjá Flugmála- stjóm á Reykjavíkurflugvelli um nokkurra ára skeið. Bogi átti í upphafi starfsferils síns hjá Flugmálastjóm þátt í að móta starf flugumferðarstjóra, sem þá var ný starfsgrein. Á fyrstu ár- unum undir stjóm og í samvinnu við erlenda aðila. 1955 var tekinn í notkun nýr flugtum á Keflavíkur- flugvelH og tóku íslendingar þá alla flugumferðarþjónustu í sínar hendur undir stjóm Boga. Aftur var tekinn í notkun nýr flugtum 1979 með nýjasta og besta tækni- búnaði sem þá var völ á. Bogi var því þátttakandi og við stjórn flug- umferðarþjónustunnar, frá byrjun atvinnuflugs á íslandi eftir síðari heimsstyrjöldina, þar til hann lét af störfum á miðjum níunda áratugn- um, er innanlands- og milHlanda- flug var orðinn stór og ómissandi þáttur í atvinnulífí þjóðarinnar. Bogi var farsæll í sínu ævistarfi. Hann átti trúnað og vináttu sinna starfsmanna enda nutu þeir trausts og sanngirni í úrlausn mála á oft erfiðum tímum. Á sínum langa starfsferli tók Bogi virkan þátt í úrbótum í flug; öryggis- og flugverndarmálum. í samskiptum við erlenda aðila naut hann virðingar enda vel máU farinn og hafði sérstaklega gott vald á enskri tungu. Bogi gegndi starfi flugvallar- stjóra á Keflavíkuiflugvelli um hríð. Einnig var hann staðgengill flugvallarstjóra um árabil en Bogi vann venjulega hluta af hverjum starfsdegi sínum á skrifstofu Flug- málastjórnar. Með starfsmönnum á skrifstofunni, Pétri Guðmunds- syni flugvallarstjóra, Ásgeiri Ein- arssyni skrifstofustjóra, Guðmundi Gunnlaugssyni fulltrúa, Ásgrími Ragnars og síðar Ólafí Ragnars fulltrúa og einnig því starfsfólki, sem leyst hafa þá af hólmi, átti hann gott samstarf, sem aldrei bar skugga á og varð af ævilöng og sér- stök vinátta. Á kveðjustund minnist starfsfólk skrifstofu og flugumferðarþjónustu Flugmálastjórnar á Keflavíkur- flugvelli Boga með þökkum og virðingu í huga. Deyrfé deyja frændur, deyr sjálfur ið sama; en orðstír deyr aldregi hveim er sér góðan getur. (Hávamál) Blessuð sé minning Boga Þor- steinssonar. Guðmundur Óli Ólafsson, fyrrv. yfirflugumferðarstjóri. SIGURÐUR HAFÞOR SIGURÐSSON + Sigurður Haf- þór Sigurðsson fæddist í Hafnar- firði 9. maí 1955. Hann varð bráð- kvaddur á heimili sínu 15. desember síðastliðinn og fór útför hans fram frá Bústaðakirkju 29. desember. Hann Hafþór var sjö ára þegar ég kom inn í fjölskylduna sem kærasti Sigríðar, elstu systur hans. Það var tíu ára aldursmunur á okkur svo fyrst í stað áttum við litla samleið, þótt segja megi að ég hafi alist upp með þessum systkinum að hluta til. En tíminn leið og Hafþór varð full- orðinn og fór út á vinnumarkaðinn, bæði til sjós og lands. Við urðum vinnufélagar um tíma. Fyrir um það bil sextán árum flutti hann með fjölskyldu sína vestur á Bíldu- dal. Upp frá því urðu samskipti okkai- meirii og nánari. Meðal ann- ars vegna þess að yngsti sonur okkar Sigríðar, Bjöm Yngvar, fékk að vera hjá þeim Gunnu og Hafþóri í einhverjar vikur tvö sumur. Björn naut þess mjög og hlakkaði hann mikið til þegar kom að því að fara vestur og hitta Hafþór frænda og fjölskylduna hans. Þær voru margar ánægjustund- irnar sem við áttum saman vítt og breitt um landið, hvort sem það var um verslunarmannahelgi inni á Dynjanda, í sumarhúsi norður í landi eða í Borgarfirði, að ógleymdum móttökunum sem við fengum þegar við komum til Bíldu- dals. Hjá þeim hjónum gistum við oft í lengri eða skemmri tíma og „hlóðum batteríin“ eins og sagt er. Það er í tvennum skilningi, annars vegar staðurinn og rólegheitin sem honum fylgja og ekki síður sam- vistimar við þetta góða fólk. Síma notaði Hafþór talsvert til að halda sambandi við „sitt fólk“ því honum var mjög umhugað um að halda stórfjölskyldunni saman, en það virðist eðli stórra hópa að greiðast í sundur ef ekkert er að gert. Þvílík símtöl, það var svo gaman að spjalla við hann, fá fréttir af því sem var að gerast fyrir vestan og þá var hann á heimavelli því frá- sagnargáfan var mikil. Um þetta og margt, margt annað munu minningamar snúast í framtíðinni. Elsku Gunna, Eva og Þröstur, við Sigga vottum ykkur okkar dýpstu samúð og biðjum Guð að styðja ykkur og styrkja í sorginni. Guð blessi minninguna um góðan dreng. Einar Sigurðsson. Elsku bróðir. Eg var nýkomin heim úr vinn- unni þegar síminn hringdi og Gummi bróðir okkar sagði mér að þú værir dáinn. Ég trúði því ekki, því þú varst að fara heim til að halda jólin með fjölskyldunni sem var þér svo mikils virði. Þú varst nýbúinn að vera hjá okkur Einari og hafðir talað um að þið ætluðuð að reyna að koma suður eftir ára- mótin til að hitta Lúlla bróður og Bíbí, sem vora að koma frá Noregi. Einnig til að hitta Gunnu systur, Skúla og Maríu sem voru líka að koma frá Svíþjóð til að halda jól hér heima. Engum datt í hug að þau myndu nota jólafríið til að fylgja þér til grafar. Jólin áttu að vera öðravísi, jóHn áttu að vera skemmtileg, ekki síst þar sem það leit út fýrir að við öll systkinin tíu myndum hittast. Elsku bróðir, það var alltaf svo gaman þegar þú komst í heimsókn til okkar, sem þú gerðir svo oft þegar þú varst í bænum, eða bara þegar þú hringdir. Við eigum eftir að sakna þess að heyra ekki oftar í þér. Vertu sæll elsku bróðir og Guð geymi þig- Þín systir Sigríður Margrét. í glugganum stendur ljós sem logar hægt og segir að einhver sé dáinn fyrir innan. Fáein grenitré þegja við stíg sem endar snðggt íkirkjugarðiíþoku. Fugl tístir - hvað er fyrir innan? (Edith Södergran.) Þetta ljóð lýsir vel andartakinu þegar sá kaldi raunveraleiki blasir við að ástvinur okkar er skyndilega kallaður á brott. Við leggjumst til hvíldar að kvöldi öragg um að nýr dagur rísi að morgni og beri með sér eril hvunndagsins. Jólakveðj- urnar til vina og ættingja hafa ver- ið skrifaðar, jólagjafimar og jóla- kertin hafa verið keypt. En að kvöldi dagsins loga kertin fyrir ut- an hvert hús í litlu bæjarfélagi sem harmi er slegið. Á kaldranalegan hátt eram við minnt á hverfulleik Hfsins, gleði gærdagsins verður í einni sviptingu að djúpri sársauka- fullri sorg í hjörtum okkar. Þeir sem eftir sitja skilja ekki tilgang- inn með að hrifsa burt ástkæran eiginmann og föður tveggja bama. Vanmáttur lífsins gagnvart dauð- anum er algjör en trúin á eilíft líf veitir huggun. Kærleikur guðs birtist okkur mannfólkinu sterkast í sorg, nándin er djúp í faðmlagi, tárum og léttum strokum á vanga til þeirra sem syi’gja. Við voram fjórar ungHngsstelp- ur sem bundust vináttuböndum fyrir tuttugu og átta áram og þá var mikið hlegið, sungið og sprell- að. Þegar við kynntumst svo Sigga nokkram áram seinna var hann kallaður Siggi sæti, ekki vegna út- litsins heldur var hann svo einstak- lega sætur í sér. Hann var alltaf til- búinn að rétta fram hjálparhönd með sannri gleði sem einkenndi sterkt hans fas alla tíð. Siggi og Gunna vinkona okkar urðu hjón sem vora frá upphafi samheldin í að byggja sér fallegt heimili og bjarta framtíð. Ást þeirra gaf þeim tvö mannvænleg börn, Þröst og Evu sem sitja nú í móðurfaðmi hnuggin og þögul í hjai*ta. Siggi var þeim hlýr og traustur faðir og ófeiminn við að sýna þeim tilfinn- ingar. Við viljum þakka Sigga gleðina sem hann færði okkur svo oft í hreinleika sínum og við kjósum að trúa því að hún skíni nú sem falleg stjarna á himnum til okkar, til þín Gunna og bamanna eins og stjam- an í eftirfarandi ljóði. Ég horfði í gegnum gluggann á grafhljóðri vetramóttu, og leit eina litla stjömu þar lengst úti í blárri nóttu. Hún skein með svo blíðum bjarma, sem bros frá liðnum ámm. Hún titraði gegnum gluggann, sem geisli í sorgartámm; (Magnús Asgeirsson.) Minning um góðan dreng mun lifa. Við vottum Gunnu, Evu Þresti okkar dýpstu samúð, einnig öðram aðstandendum og vinum. Björg, Hanna Dóra og Lísa. Ég vildi ekki tráa tíðindunum þegar Guðrán kona Hafþórs hringdi til okkar í vinnuna 15. des- ember og sagði okkur að Hafþór mágur minn væri látinn. Efst í huga mínum vora böm hans, þó einkum Eva Björg, sem var að vinna hjá okkur í jólafríi sínu, ful% tilhlökkunar að fara heim að halda jólin hátíðleg með fjölskyldunni. Síðar kom efinn og vantrúin, hvern- ig gat þetta gerst? Hann, sem aldrei hafði kennt sér meins og var svo ungur. En eins og síðar kom á daginn gera hjartasjúkdómar ekki alltaf boð á undan sér. Það era ótal ljúfar minningar sem þjóta um hugann þegar ég hugsa um Hafþór. Þær síðustu frá helginni áður en hann lést, þegar hann fór á jólahlaðborð með okkur Guðmundi og starfsfólki okkar. Þá sagði hann okkur m.a. brandara um sveitamanninn sem kom í bæinn og kynntist tækninni. Hann var auð:í vitað sjálfur sveitamaðurinn, og gerði óspart grín að sjálfum sér. En það var einmitt léttleikinn og kímn- in sem einkenndi hann svo mjög. Hann þreyttist aldrei á því að stríða mér þegar við hittumst eða hann hringdi. Annars vora símtölin mörg og löng á síðkvöldum þegar þeir bræðumir spjölluðu um tor- færana, jeppa, bílaíþróttir og úti- vist, enda vora þetta sameiginleg áhugamál þeirra. Guðmundur og Hafþór vora mjög góðir vinir, endír' aðeins fjórtán mánuðir á milH þeirra. Þeir brölluðu margt saman í gegnum tíðina, og móðir þeirra hafði mjög gaman af að segja mér frá prakkarastrikum þeirra í æsku. Þá kallaði hún þá um tíma Knold og Tot eftir prökkuranum í dönsku blöðunum sem seinna fengu nöfnin Binni og Pinni upp á íslensku. Hafþór var ætíð hress og já- kvæður, gat talað við alla og leit á alla sem jafningja sína, hvort sem um var að ræða böm eða fullorðna, enda náði hann vel til fólks. Hann var hjálpsamur, ætíð tilbúinn að rétta hjálparhönd þegar hennar var þörf, og taldi það ekki eftir sér. Hann var mikill fjölskyldumaður, og ekki einungis faðir bamanna sinna heldur einnig vinur þeirra. Elsku Gunna, Eva Björg og Þröstur, missir ykkar er mikill, megi ljós Drottins lýsa ykkur í sorginni og bænin veita ykkur styrk. Kæri Hafþór, megi kærleik- ur Drottins verða þér leiðarljós um alla eilífð. Far þú í friði, friður Guðs þig blessi, hafðu þökk fyrir allt og allt. Gekkst þú með Guði, Guð þér nú fylgi, hans dýrðarhnoss þú hljóta skalt. (V. Briem) Sólrán Sævarsdóttir. t Ástkær eiginmaður minn, faðir okkar, tengda- faðir og afi, ÞÓRHALLUR GUÐJÓNSSON húsa- og skipasmíðameistari, Keflavík, verður jarðsunginn frá Keflavíkurkirkju laugar- daginn 2. janúar kl. 14.00. Þeim, sem vilja minnast hans, er vinsamlegast bent á Krabbameinsfélag íslands. Steinunn Þórleifsdóttir, Hulda Bjarnadóttir, Jóhann Geirdal, Guðjón Þórhallsson, Guðveig Sigurðardóttir, Lárus Þórhallsson, Hrönn Gestsdóttir, Magnea Ólafsdóttir og barnabörn.
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72
Blaðsíða 73
Blaðsíða 74
Blaðsíða 75
Blaðsíða 76
Blaðsíða 77
Blaðsíða 78
Blaðsíða 79
Blaðsíða 80

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.