Morgunblaðið - 30.12.1998, Blaðsíða 55

Morgunblaðið - 30.12.1998, Blaðsíða 55
MORGUNBLAÐIÐ MINNINGAR MIÐVIKUDAGUR 30. DESEMBER 1998 5r + Willy Bluinen- stein fæddist á Landspítalanum 1. júní 1931. Hann Iést 20. desember síðast- liðinn og fór útför hans fram frá Akra- neskirkju 29. des- ember. Elsku pabbi. Nú þegar þú ert allur er svo margt sem fer um hugann og margs að minnast en samt erum við búnar að sitja með penna í hendi og reyna að átta okkur á því að við er- um að kveðja í hinsta sinn. Það er erfítt að átta sig á því að það skuli vera hin hinsta kveðja pabbi minn. Við sem þráðum það svo öll að eiga saman jólin og áramótin. Þótt við vissum að hverju stefndi er þetta samt svo sárt, það verður erfitt að njóta jólahátíðarinnar án þín, þú varst mikið jólabarn. Margs er að minnast þegar hugsað er til æsku- áranna. A aðfangadagsmorgun skiptir þú jólapóstinum á milli okkar systranna sem örkuðum síð- an með hann milli ættingja, honum var ekki kastað inn um lúgurnar heldur bönkuðum við upp á því þá fengum við líka alltaf nammi. Fyr- ir hátíðina vorum við allar klæddar upp eins, í heimasaumuðum kjól- um eftir mömmu. Þú hafðir ofan fyrir okkur því biðin var löng með- an mamma var í eldhúsinu. Okkur eldri systrunum er það sérstaklega minnisstætt þegar mamma var ófrísk að Brynju því þú sagðir alltaf hann. Við vorum vissar um að fá bróður og þú lofað- ir því að þegar hann fæddist ætti mamma að fá stærsta konfekt- kassa sem fyrirfyndist á Akranesi. Svo fæddist Brynja og þú varst svo. glaður og við komum til mömmu með stærðar konfekt- kassa, hann var svo stór, dugði í margar vikur, og myndin á kassan- um var römmuð inn og hékk lengi í stofunni okkar. Fyrstu árin áttum við engan bíl, en þú lést það ekki aftra þér frá því að ferðast og var fyrsta útileg- an farin fótgangandi upp í Akra- fjall. Þú barst okkur yfír móa og læki ásamt öllum farangri. En síð- an kom bíllinn og í okkar augum var þetta glæsivagn, ljósblár Volkswagen. Þetta var stór stund hjá fjölskyldunni, við stóðum í glugganum svo stoltar yfir þessum líka glæsilega bíl. Síðan var haldið í ferðalög, við þrjár aftur í, alltaf eins klæddar, toppurinn fullur af dóti og þegar við vorum komin út fyrir Berjadalsá þá var byrjað að syngja. Nú hefur þú pabbi minn lagt upp í langt ferðalag, enda þótti þér alltaf gaman að ferðast. Þú keyptir þér stóran bíl sem þú og mamma sváfuð í og þú varst ekki í rónni nema fara eitthvað um hverja helgi. Að keyra út af þjóð- veginum uppi á heiði að veiða, þar naust þú þín. Þú varst mikill skíða- maður og komst okkur öllum á skíði. A góðum degi hringdir þú: Kakóið er klárt, brauðið er smurt, verið tilbúin ég kem fljótlega. Þú hringdir í systurnar í Reykjavík og allir áttu að hittast í brekkunum, þetta voru yndislegir dagar. Síðastliðin fjögur ár hafa þó verið þér erfið, mikil sjúkrahús- lega og oft hefur þú haft ástæðu til að kvarta en það var ekki þinn stíll, þú barst höfuðið hátt og kvartaðir ekki, - það væri margt verra en það sem hrjáði þig. Alltaf stóð mamma þér við hlið með sinn innri styrk sem hún er öfundsverð af. Hún var stóra ástin í lífi þínu og þú vildir alltaf hafa hana hjá þér. Þið fóruð og gerðuð allt sam- an, þér fannst hún alltaf svo glæsi- leg. I sumar (þegar þú slóst á létta strengi) sagðir þú: Svei mér ef hún mamma ykkar er ekki ungleg- ust af ykkur öllum. Það er huggun harmi gegn að eiga svona margar minn- ingar um þig og geta minnst þeirra, en um leið verður hið stóra skarð sem þú skilur eftir þig ekki fyllt og verðum við að læra að lifa með því. Elsku mamma, við vitum að þú átt bágt en við stöndum þétt að baki þér og styrkjum þig. Góður guð, styrktu okkur öll í sorginni. Hvíl í friði pabbi minn. Hildur María og Sigríður Ellen. í dag kveð ég tengdaföður minn og góðan vin. Þrek og hógværð eru orð, sem eiga við þegar hans er minnst. Það var gott að hafa þig í kringum sig og vita af því að þú fylgdist með öllu sem ég tók mér fyrir hendur og hvattir mig áfram í útgerðinni. Við gátum spjallað saman og notið samvista. Við átt- um sameiginleg áhugamál, það var sjórinn, ferðalög og útivera. Það leið aldrei sá dagur að þú spyrðir ekki um fiskirí og aflabrögð. Það var gott að hafa stuðninginn frá þér og finna þá trú sem þú hafðir á mér. Sjórinn var þér sérstaklega hugleikinn, enda varstu alinn upp við sjóinn vestur á Súgandafirði. Þú ætlaðh- alltaf að koma með mér einhvern tímann en vegna veikinda þinna varð aldrei úr því. Ferðalög áttum við líka sameiginleg, að kom- ast út úr skarkalanum fannst okk- ur toppurinn á tilverunni. Það var gaman og gott að ferðast með þér og fróður varstu um svo marga hluti, alltaf léttur og skemmtilegur. Eg er glaður fyi'ir þína hönd að þjáningum þínum skuli vera lokið en á eftir að sakna þess kæri vinur að fá ekki símtölin frá þér eða inn- litið og alla velvildina. Guð styi-ki þig Edda mín, þú átt alltaf skjól hjá okkur. Valdiniar. Tengdafaðir minn og góður vin- ur, Willy Blumenstein, er látinn eftir erfið veikindi. Mig langar að minnast þín í fá- einum orðum. Fyrir u.þ.b. tuttugu árum kom ég inn í fjölskyldu þína, er ég kynntist Hildi dóttur þinni. Ég man ætíð eftir því hvað þú tókst mér vel og varð strax mikill vinskapur á milli okkar. Þú varst mikill náttúruunnandi og margar urðu ferðimar er við Hildur og dæturnar fómm saman með ykkur Eddu um landið í útilegu og veiði- skap. Minnisstæðar eru ferðir í veiði í Hólmavatn eða norður á Skaga, einnig útilegu hringinn í kringum landið þar sem þið Edda fylgduð okkur eftir á L-300 bílnum, sem þið sváfuð alltaf í. Aðalatriðið í öllum þessum ferðum var að eiga góðai- stundir saman, og var yfir- leitt góð grillveisla og rauðvín toppurínn á góðum degi. Þú hafðir mjög gaman af að fara á skemmt- anir og ósjaldan bauðst þú okkur Hildi á kúttmagakvöld hjá Kiwan- is, en þá var oft glatt á hjalla. A vetuma vom það skíðaferðirnar sem áttu hug þinn allan og var þá gjarnan hringt á milli og spáð í veðrið og færið, og síðan tekin stefnan á Skálafell eða Bláfjöll þar sem við áttum góða daga saman. Nákvæmni og stundvísi var þér í blóð borin, enda líka skiljanlegt með þýskt blóð í æðum. Þitt við- kvæði var „allt verður að hafa sinn gang“. Það er okkur Hildi mjög minnistætt þegar þú heimsóttir okkur í Ái-múla við Kaldalón í sum- ar, en sá staður var þér mjög kær, einnig á Laugarvatn, og þá varstu orðinn mikið veikur, en eljan, dugnaðurinn og æðruleysið sem þú sýndir var undravert. Síðustu dag- ana sem þú lifðir þá varst þú að skipuleggja hvernig þú kæmist tii okkar um áramótin, en ég veit að þú verður með okkur í anda þínum. Vertu sæll, kæri vinur. Elsku Edda, Hiidur, Ellen og Bi'ynja, algóður guð veiti ykkur styi’k í sorg ykkar. Grímur Halldórsson. Elsku afi minn. Leiðinlegt finnst mér að hafa misst þig svona rétt um jólin. Þú sem varst alltaf svo góður og blíður við alla. Þú sem komst með okkur í Armúla í sumar og fórst í göngu á hverjum morgni niður að hliði. Og síðan komstu líka á Laugarvatn. Við tókum Dior, hundinn okkar, með og þú bauðst til að passa hann ef við færum eitt- hvað. Þú og amma sváfuð alltaf í bílnum, og afi, þú elskaðir stóra bílinn þinn. Alltaf þegar ég kom í bíiinn spurðir þú mig: Má bjóða þér ópal? Nei, ekki varstu leiðin- legur. En þegar þú þurftir að fara á spítalann komum við eins oft og við gátum tii að heimsækja þig. Og þegar við komum á spítalann spurðum við þig hvernig þér liði. Þú sagðir alltaf: Ja svona slarkfær. Ekki varstu að segja að þér liði illa. Þegar leið á og þú fórst að hósta vildirðu ekki láta okkur vita, held- ur fórst inn á kiósett til að hósta þar. Afi, ég elska þig mjög mikið og finnst leiðinlegt að þurfa að missa þig. Ég vona að þú og hinir englarnir hafið haldið skemmtileg jól. Guð geymi þig. Þín Dagný. Elsku afi, það er undarleg til- finning að vera að kveðja þig í hinsta sinn. Ég mun sakna þín sárt, betri afa hefði ég ekki getað óskað mér. Hlýju var alltaf hægt að finna hjá þér og alltaf tókstu vel á móti mér. Mér er það svo minnistætt hversu gaman mér þótti að koma og kyssa þig á kinn- ina þegar ég var yngri því þú kitl- aðir mig alltaf með skegginu þínu. Veiðiáhugann gafstu mér líka, það skipti ekki máli hvort maður veiddi marga og stóra fiska heldur bara stemmningin við það að vera úti í vatni daglangt og veiða. Alltaf varst þú búinn að fara út í garð og tína orma eftir rigningu og kenndir þú mér að krækja þeim á öngulinn án þess að deyja úr hræðslu og hvernig maður byggi best um þá í plastdollunum þínum með öndun- argötum. Þegar ég hugsa til baka þá er nú ekki hægt að komast hjá því að minnast allra skíðaferðanna sem þú fórst með okkur í. Þú varst svo góður skíðamaður og varst harður á því að hita ætti upp í diskalyft- unni nokkrar ferðir áður en við færum yfir í stólinn. Og þá var það heldur ekki hraðinn sem skipti máli heldur fallegur og mjúkur skíðastíll. Og ekki vantaði glæsi- leikann í sviginu þínu. Elsku afi, seinustu tvö árin hef ég búið í Danmörku og ekki hitt þig eins mikið og ég hefði viijað en hugur minn var svo títt hjá ykkur ömmu og ef ég var spurð að því hvers ég saknaði á Islandi þá kom- uð þið alltaf upp í huga mínum. Núna er ég bara þakklát fyrir að hafa flutt heim og getað hitt þig nokkram sinnum áður en þú yfir- gafst þennan heim. Minningin um þig mun ætíð lifa sterkt í hjarta mínu. Elsku amma, mikill er missir þinn og megi Guð veita þér styrk í sorg þinni. Edda. Elsku afi minn. Það er erfitt að vita til þess að nú ertu farinn frá okkur, en ég veit að nú er veikind- um þínum lokið og þér líður mun betur í anda þínum. Þú munt alltaf vera ofarlega í huga mínum. Það sem mér er einna minnisstæðast WILLY BLUMENSTEIN um þig er hversu mikið ég hlakkaði til að vakna á jóladag og punta mig upp og fara svo til ykkar ömmu í mat. Þú tókst alltaf glaðlega á móti mér og faðmaðir mig innilega. Einnig þegar þú komst og passaðir okkur systurnar þegar mamma og pabbi fóra til útlanda. Þú varst alltaf til í að passa okkur og varst alltaf voða góður. Síðastliðið ár varstu búinn að vera mikið veikur en þú stóðst þig alltaf eins og hetja í öllum þínum veikindum, lést mann aldrei finna hversu veikur þú varst eða hversu illa þér leið. Ég elska þig af öllu hjarta og mun ég aldrei gleyma því hversu góður og yndislegur afi þú hefur verið mér. Kristín María. Elsku afi og alnafni, mér var bragðið þegar mér bárust hinar hörmulegu fréttir af andláti þínu. Við höfðum hist daginn áður og rætt um gengi mitt í prófunum og þá leist þú bara ágætlega út. Þú hafðir barist hetjulegri baráttu við sjúkdóminn undanfarin ár en alltaf skein lífsgleðin í augum þínum og engan bilbug á þér að finna. Ég hélt alltaf í þá von að betri dagar væra framundan því við áttum svo mikið eftir að gera saman. Þegar ég fæddist var ég fyrsti strákurinn í fjölskyldunni og er svo lánsamur að vera alnafni þinn, enda kallaðir þú mig alltaf „nafna“. Þegar ég var skírður þá þurfti að sækja um leyfi fyrir nafninu en séra Jón stóð ekkert í því, þess vegna fékk ég þetta nafn sem ég er svo stoltur af. Það var alltaf mikið og gott sam- band á milli okkar, og gerðum við mikið saman. Þegar ég var tíu ára fórst þú með mig í Kerlingarfjöll á skíði, ég átti að læra að skíða og var þér mikið í mun að ég skíðaði failega. Á hverju ári fórum við tveir og amma í ótal skíðaferðir og sé ég þig núna fyrir mér í bláa skíðagallanum þeysast niður skíða- brekkurnar alsæll með lífið og til- veruna. Þær era margar minning- arnar sem rifjast upp úr þeim ferð- um. Þú barst hag minn alltaf fyrir brjósti, fylgdist ávallt með mér hvort sem ég var að keppa á golf- mótum, hestamannamótum eða í skóianum og alltaf hvattir þú mig áfram til dáða. Ég er glaður yfir því, afi minn, að hafa hitt þig áður en stundin rann upp, og er innilega þakklátur fyrir allar samverastundirnar, sem eru mér ómetanlegar. Minningarn- ar verða vel varðveittar í huga mín- um um ókomin ár. Elsku amma, guð styrki þig í sorginni. Það er erfitt að hugsa sér þig án afa, en þú varst honum ómetanlegur styrkur og gerðir allt eins vel og hægt er að hugsa sér til að létta á honum og hjálpa í veik- indunum. Willy Blumenstein. Kæri afi minn, nú eru komin jól og enginn afi, enginn sem faðmar mann og spyr, hvað er að frétta af þér Geir minn, hvernig gengur í skólanum. Það var alltaf gott að kúra á dýnunni á gólfinu hjá þér. Einu sinni fór ég að veiða með þér, þú fékkst stærsta fiskinn en sagðir mér að aðalatriðið væri ekki að fá stóran fisk heldur að njóta útiverunnar. Á gamlársdag fórum við alltaf saman að selja Kiwanisrakettur og eftir árangur dagsins gafst þú mér alltaf rak- ettupoka, sem var mér alltaf mjög dýrmætt. Sofðu vel afi minn. Þinn Geir. Blómabúáiii öai^ðskom v/ 1-ossvogskiJ<jugar3 Símii 55Ö 0500 Svo fór um síðir, að Willy Blu- menstein, félagi okkar í Kiwanis- klúbbnum Þyrli á Akranesi, varð að lúta í lægra haldi fyrir sláttu- manninum mikla liðlega 67 ára aTP' aldri. Barátta hans við erfið veik- indi hafði staðið um nokkurn tíma og verið tvísýn. En Willy stóð lengur en stætt var. Mætti hann á fundi fram undir það síðasta og tók þátt í starfinu meðan minnstu kraftar leyfðu. Þegar hann var bundinn af sjúkrahúsvist var einnig fylgst með af lifandi áhuga. Aðdáun í hans garð var því óskipt meðal félaga er beðið var lykta hans hinstu glímu. Við leiðarlok láta Kiwanisfélagar á Akranesi í ljós djúpa virðingu og^ þökk til félaga, sem tekið hefur þátt í starfinu frá upphafi og rækt verk sín og skyldur af einstakri samviskusemi og kostgæfni. Willy var háttvís, fágaður og snyrtimenni í allri framkomu. Þessir eiginleikar áttu ríkan þátt í farsælum sam- skiptum hans við aðra félaga, sam- fara jákvæðum viðhorfum og fórn- fysi í þágu Kiwanisstarfsins alla tíð. Willy gekk til liðs við Kiwanis- hreyfinguna fyrir tæpum þrjátíu áram sem stofnfélagi í Kiwanis- klúbbnum Þyrli. Hann var nokkuð eldri en þorri félaga, raunar ald- ursforseti hin síðustu ár, en þessa^^ aldursmunar gætti á engan hátt. Kom þetta hvað skýrast fram er Willy var forseti klúbbsins staifs- árið 1988-89, með miklum sóma. Við hlið sér hafði hann ávallt eigin- konu sína, Eddu Elíasdóttur, sem var eiginmanni sínum samstiga og mjög áhugasöm fyrir klúbbstarfinu og innan Sinawik. Frá klúbbfélög- um era henni og aðstandendum færðar samúðarkveðjur við fráfall eiginmannsins. Á þeim tíma sem Kiwanisklúbb-^ urinn Þyrill hefur starfað hafa margvíslegustu verkefni verið leyst af hendi, bæði inn á við og út á við í þágu bæjar- og samfélags. Hve oft hefur vel til tekist, að ým- issa áliti, má þakka atorku og áhuga margra góðra félaga. Einn úr þessum hópi er Willy Blumen- stein, án nokkurs vafa, og er hans þar nú sárt saknað. Félagar höfðu borið þá von í brjósti, að honum yi’ði lengri lífdaga auðið. En þegar kallið er komið eru honum færðar bestu þakkir fyrir einlæga vináttu og óbugandi viljaþrek í starfi að sameiginlegum áhugamálum. Minningin um góðan dreng og hógværan mun lengi vaka í vitunc^. þein-a, sem nutu þess að eiga Willy að félaga og vini. F.h. Þyrilsfélaga, Guðmundur Vésteinsson. Elsku afi minn, mig langaði bara að segja þér hvað þú varst góður afi, sóttir mig á leikskólann á stóra bflnum og leifðir mér alltaf að sitja frammi í og svo fóram við í göngutúr upp í skógrækt. Þú áttir alltaf handa mér Cocoa-Puffs í skápnum þínum og sagðir ömmu alltaf að ég væri svo góð. Nú ertu orðinn engill og munt alltaf passa mig. Með hjálp fjöl- skyldunnar mun minningu þinni ávallt haldið á lofti. Sigríður Edda. Persónuleg, alhliða útfararþjónusta. Áralöng reynsla. Sverrir Olsen, útfararstjóri Sverrir Einarsson, útfararstjóri Utfararstofa Islands Suðurhlíð 35 ♦ Sími 581 3300 Atlan sólarhringinn. www.utfararstofa.ehf.is/
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72
Blaðsíða 73
Blaðsíða 74
Blaðsíða 75
Blaðsíða 76
Blaðsíða 77
Blaðsíða 78
Blaðsíða 79
Blaðsíða 80

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.