Morgunblaðið - 30.12.1998, Blaðsíða 41

Morgunblaðið - 30.12.1998, Blaðsíða 41
MORGUNBLAÐIÐ MIÐVIKUDAGUR 30. DESEMBER 1998 41. ! R D A H L Á Morgunblaðið/Jóhannes Sigmundsson olti og brugðu sér meðal annars á yerdahl og Þórði Tómassyni. arpur dur iur Morgunblaðið/Árni Sæberg Jacqueline kona hans. „Fífldjarfir“ Norðmenn á fleka yfír Kyrrahaf Að stríðinu loknu tók Heyerdahl á ný að berjast fyrir kenningum sínum. Hann mætti harðri andspymu fræði- manna. Loks tók hann þá ákvörðun að styðja kenningu sína áþreifanlegum rökum. „Asamt fímm félögum mínum, fjór- um Norðmönnum og einum Svía, byggði ég balsaviðarflekann Kon-Tiki. Við sigldum á honum átta þúsund kíló- metra yfír Kyirhafíð, frá Perú til Pólý- nesíu og sýndum fram á að flekinn væri góður farkostur og að þetta væri hægt.“ Deilum um uppruna Pólýnesíu- manna var langt í frá lokið, þó að Heyerdahl segist reyndar sjaldan eða aldrei verða var við andstöðu virtra Tónleikar, plata og kvikmynd í bígerð Tek upp lög til að halda geðheilsunni , Morgunblaðið/Kristinn ÞOROLFUR Árnason, forstjóri Tals hf. sem er styrktaraðili tónleikanna, og Björk Guðmundsdóttir í höfuðstöðvum Tals hf. í gær. I S L A N D I fræðimanna núorðið. Fyrstur til að sættast á kenningu Heyerdahls eftir ferðina var sjálfur Lothi-op, sem haldið hafði fram að flekar af þessari gerð myndu sökkva í slíkri ferð. „Hann byggði meira að segja líkan af Kon- Tiki sem hann hafði á píanóninu heima hjá sér,“ segh’ Heyerdahl. Fréttin af ferð Heyerdahls barst um allan heim. Morgunblaðið sagði 12. ágúst 1947 frá þessum leiðangri „sex fífldjarfra Norðmanna“ (og gleymdi þar Svíanum) á frumstæðum bambus- fleka og rakti kenningar Heyerdahls í stuttu máli. Hann var orðinn heims- frægur og í heimalandinu var hann þjóðhetja. Frásögn Heyerdahls af leið- angrinum, sem kom fyrst út árið 1948, hefur verið þýdd á 64 tungumál. Barátta Heyerdahls iyrh’ kenningum sínum um uppruna Pólýnesíumanna hefur haldið áfram allt fram á þennan dag. Hann hefur fært fyrir þeim mörg fleiri rök en þau sem hér eru nefnd og hann hefur staðið fyiir fornleifarann- sóknum bæði í Suðui’-Ameríku og í Pólýnesíu til að renna stoðum undh’ hana. Hann þurfti meðal annars að berjast fyrir því að vera tekinn alvar- lega sem fræðimaðm’. „Þegar ég lagði fyrst fi’am kenningar mínar kom meðal annai-s fram andstaða vegna þess að ég var ekki talinn vera vísindamaður held- ur einhvers konar norskur víkingur og ævintýi’amaður sem ekkert vit hefði á þessu. Sumir andstæðinga minna þá, sem nú eru góðir vinir mínir, svöruðu fjölmiðlum þegar þeh- voru spurðir hvað Kon-Tiki-ferðin hefði sýnt fram á: Ekki annað en það að Norðmenn eru góðir sjómenn." Hugmynd Heyerdahls um uppruna Pólýnesíumanna er þó sú kenninga hans sem fengið hefur mestan hljóm- gi’unn. Síðar vildi hann einnig sýna fram á að ferðir hefðu getað verið famar til Ameríku frá Norður-Afríku löngu fyi’ir daga Vínlandsferða vík: inga eða „landafundar" Kólumbusar. í þessum tilgangi lét hann byggja tvo sefbáta, Ra I og Ra II, og sigldi þeim ásamt alþjóðlegri áhöfn þessa leið, og komst alla leið til Barbados í seinni tilrauninni. Margir fræðimenn telja að sannanir fyrir því að slíkar ferðir hafi verið farnar fyrr á öldum séu veikar. Lýðhylli Heyerdahls Heyerdahl hefm- þó aldrei látið deig- an síga við andstöðu fræðimanna. Hann nýtur enda mikillar lýðhylli. Það hefur reyndar verið talið eitt mesta af- reksverk hans hversu vel honum hefur gengið að safna fé til ýmissa rannsókn- arverkefna. Hann er nú kvæntur Jacqueline Heyerdahl, fæddi’i Beer, sem er fyrrum Hollywoodleikkona og var eitt sinn kosin ungfrú Frakkland. Á sjötta og sjöunda áratugnum fór hún meðal annars með hlutverk í myndinni Made in Paris og Oskarsverðlauna- myndinni Pillow Talk. Þau hjónin kynntust á Kanaríeyjum, þar sem Heyerdahl hefúr búið undanfarin ár á bóndabýli frá sextándu öld. Hann segii’ að Kyrrahafstímabilinu í lífi sínu sé lokið, í þeim skilningi að sjálf- ur mun hann ekki taka framar þátt í rannsóknum eða leiðöngrum þai’. Áhugi hans hefúi’ enda beinst í auknum mæli að siglingum á Atlantshafí, sem meðal annai’s kemur fram í heimsókn hans til Islands. Hingað kom hann meðal annars til að ræða við íslenska fræðimenn um ferðii’ víkinga, en einnig til að dvelja á ís- lenskum bóndabæ. Þar vildi hann njóta friðai’ um jólin, en einnig telur hann að í sveitamenningunni geti enn ýmislegt hafa varðveist frá víkingatímanum. Vill koma á samböndum fræðimanna „Siglingar á Atlantshafinu eru auð- vitað ekki mín sérgrein, en ég vil hjálpa til við að koma á tengslum milli fræðimanna í ólíkum löndum. Eg held að með þeim samböndum sem ég hef aflað mér á ævinni geti ég hjálpa til við að safna saman upplýsingum sem kannski aldrei hafa verið birtar, eða sem fræðimenn í öðrum löndum hafa ekki getað haft aðgang að.“ Þau hjónin ferðast víða um heiminn, og hafa meðal annars hitt Fidel Kastró Kúbuleiðtogi að máli nokkrum sinnum. Líkt og Kastró heldur Heyerdahl, sem er 84 ára, góðri heilsu og þrótti. Sam- kvæmt áreiðanlegum heimildum Morgunblaðsins skokkar hann létti- lega upp stigann í gestaíbúð forseta- embættisins, þar sem Heyerdahlshjón- •in dvelja nú. Um drjúga hríð hafa ís- lendingar orðið að gera sér að góðu að lesa viðtöl við Björk Guðmunds- dóttur í erlendum tíma- ritum. Það var því kærkomið fyrir Pétur Blöndal að fá að hitta þessa fjallkonu íslensks tónlistarlífs og spyrja hana spjörunum úr. AÐ VARÐ uppselt á 20 mínútum á tónleika Bjark- ar Guðmundsdóttur 5. og 6. janúar í Þjóðleikhúsinu enda ekki á hverjum degi sem söng- konan raddfíma heldur tónleika hér- lendis. Hefur hún hugsað sér að halda aðra tónleika á Islandi í bráð? „Ég held ekki,“ svarar Björk vina- lega, brosii’ og brettir upp á nefíð á sér; bara af eðlislægri uppfundn- ingasemi. „Þetta hefur verið á tveggja ára fresti og það virðist ganga vel upp,“ heldur hún áfram og bætir við: „Nú er ég ekki að segja að ég ætli að halda tónleika eftir tvö ár.“ Af hverju heldurðu tónleika núna á Islandi? „í tónleikaferðum hef ég venju- lega farið út um allar jarðir og haldið síðustu tónleikana hér heima þegar ég hef verið í bestri æfingu. Svo vildi þannig til að ég var að ræða þetta við Ása [Ásmund Jónsson] og Einar Öm [Benediktsson] og ákváðum við að slá tónleikum hérlendis saman við upptöku heimildamyndar um tón- leikaröðina." Stendur til að gefa hana út? „Já,“ svarar Björk. „Þess vegna fylgir sá böggull skammrifi að ég verð að flytja lögin á ensku. Ég er ekkert voðalega hrifin af ensku en það er alþjóðlegt tungumál." Það var einmitt eftir því tekið að síðustu tónleikar voi-u á íslensku. „Já, ég hef haft það íýrir reglu enda hafa allir tónleikar sem ég hef haldið á Islandi sjðustu tuttugu ár verið á íslensku. Ég vona að þjóðin fyrirgefi mér þetta hliðarspor." Miðarnir á tónleikana kosta 3 þúsund og verða að teljast ódýrir miðað við hversu fá sæti eru í boði. Þú ert ekki að græða á þessum tón- leikum. „Nei, það hefur einhvem veginn aldrei lent á stefnuskrá hjá mér; annað hefur gengið fyrir. Mér finnst það spurning um mannréttindi að ef fólk langar á tónleika hafi það ráð á því án þess að fara á hausinn. Ef Tal hefðu ekki tekið þátt í þessu hefðu miðarnir orðið tvöfalt dýrari.“ Þú heftir sagt í viðtali að með Debut, Post og Homogemc só ákveðnum kapitula lokið. Verður næsta piata frábrugðin? „Já, ég held það,“ svarar Björk. „Ég veit það samt ekki ennþá. Hún er ennþá á teikniborðinu, en þetta er eitthvað allt annað. Það má eiginlega segja að ég hafi verið að læra mína lexíu og finni núna þörfina til að halda áfram.“ Ertu byrjuð að vinna að næstu plötu? „Ég þarf alltaf að taka upp lög reglulega bara til að halda geðheilsu. Síðan veit maður kannski minna um hvar þau enda. Þau fara bara þangað sem þau vilja.“ Þú átt mikið af unnu efni. Heid- urðu að þú eigir eftir að nota það eða dagar það kannski uppi á nótnaborðinu hjá þér? „Það er nú þannig með lögin sem ég geri að flest þeirra verða að ein- hverju. Spurningin er bara hverju; hvort það verða lög fyrir aðra éða aðeins fyrh- mig. Fólk hefur svo ólík vinnubrögð. Ég þekki marga sem af- kasta ofsalega miklu og nota bara 10 prósent. Auðvitað hef ég fullan skiln- ing á því en sjálf vinn ég tiltölulega hægt og þá verður allt að einhverju. Ef til vill geri ég bara eitt lag á mán- uði að meðaltali og stundum ekki nema eitt lag á tveggja mánaða fresti en þá er það oft búið að bnigg- ast inni í mér mjög lengi.“ Ætlarðu að halda áfrarn að troða nýja vegslóða og koma aðdáendum þínum og gagnrýnendum sífellt í opna skjöldu? „Ætli ég haldi ekki áfram á sömu braut,“ svarar Björk. „Ég geri það aðallega af því mér fer svo ógeðslega fljótt að leiðast,“ bætir hún við með áherslu svo bragð er að. „Ég er með athyglisgáfu á við flugu. Ég þarf stöðugt að koma sjálfri mér á óvart og verð alltaf jafn hissa á að fólk sé ennþá forvitið. Ég er það eigingjörn að það hefur alltaf gengið fyrir að skemmta sjálfri mér.“ Frést hefúr af fyrirhugaðri kvik- mynd Lars Von Triers þar sem þú verður í stóru hlutverki. „Frá mínum sjónarhóli er ég fyrst og fremst að búa til tónlist og mér finnst það rosalega spennandi. Lars hefur meira platað mig út í að leika líka. En ég held ég sé fyi’st og fremst fulltrúi laganna minna. Ég lít ekki beint á mig sem leikkonu og hef engan rosalegan metnað í þeim efn- um. Mér finnst ágætt að vera það heppin að vera að vinna við það sem mér finnst gaman að. En ég ætla ekki að vera með nein framhjáhöld og þykjast vera leikkona." I hvaða hlutverki verðurðu? „Ég er stelpa í myndinni sem er mjög innhverf og er ekkert voðalega góð í mannlegum samskiptum. Það bylur endalaus tónlist inni í hausn- um á henni og lýsir ákveðnum veru- leikaflótta. Ef hún lendir í erfiðum aðstæðum þá byrjar bara eitthvert lag í hausnum á henni. Þannig að hlutverkið er ekkert voðalega langt frá mér og ég þarf kannski ekki að leika neitt alltof mikið.“ Hafði liann þig í huga þegar hann skrifaði handritið. „Ég veit það bara ekki alveg,“ svarar Björk. „Ég las handritið og myndin er full af punktum sem eiga alveg við um mig og ég hef ekki einu sinni sagt bestu vinum mínum frá. Ég veit ekki hvort það er tilviljun eða eðlisávísun hjá honum eða hvað það er. Þú verður bara að spyrja hann að því.“ Hvenær hefjast tökur á mynd- inni? „Þær hefjast í Svíþjóð í apríl.“ Hvernig verður tónlistin? „Þetta er mjög innhverf tónlist sem gerist inni í hausnum á henni þannig að þetta er engin ákveðin stefna. Hún á sér stað í ímyndunar- aflinu og þar er engin sérstök landa- fræði. Þai’ er bara þykjustunniland. Mér finnst það fínt. Myndin á að gerast á sjötta áratugnum en út af þessum efnistökum er tónlistin ekki fastsett í tíma. Þetta er allt uppspuni í henni hvort sem er.“ Því hefur verið fleygt í fjölmiðl- um að þetta verði dansmynd og þú verðir einskonar Ginger Rogers. „Já,“ segir Björk og kímir. „Oft komast þessir sköpunarglöðu blaða- menn á skrið og eins og ég hef áður sagt er gaman að hafa svona jákvæð áhrif á þá.“ Ég tek eftir því að það liggur voðalega vel á þér. Ertu jólabarn? „Mér finnst ágætt að þú segir þetta,“ svarar Björk og brosir sínu barnslega brosi eins og hún hafi fengið pakka. „Ég held mér fínnist mest abstrakt að gera svona viðtöl. Það er eitthvað sem maður getur aldrei vanist. Raunar er það svolítið fyndið. Ég vona að þú móðgist ekki en þetta eru dálítið fyndnar aðstæð- ur.“ Mikið rétt, svarar blaðamaður. Hér sitjum við í fyllsta bróðerni og tölum saman án þess að þekkjast nokkuð og samt er ég að spyija þig allskenar spurninga, jafnvel per- sónulegrá, sem mér koma alls ekk- ert við. „Já, það er svolítill Tommi og Jenni í þessu; að minnsta kosti Ren og Stimpy eða South Park,“ segir Björk og hlær. „Ég heki að þessi hlað á starfi mínu sé mjög mikilvæg. Mestanpart er ég bara að semja lög á heimilinu mínu, sem er mjög heil- brigt og prívat, eða með bestu vinum mínum inni í stúdíói eitthvað að gramsa. Svo er ákveðin hlið á starf- inu mínu sem er gjörsamlega absúrd og ég held að maður vilji bara geta hlegið að því. Ef maður færi að taka þetta alvai’lega væri ekki langt í Klepp hjá manni.“ ítarlegra útgáfu af viðtalinu við Björk er að finna í Morgunblaðinu á Netinu eða mbl.is
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72
Blaðsíða 73
Blaðsíða 74
Blaðsíða 75
Blaðsíða 76
Blaðsíða 77
Blaðsíða 78
Blaðsíða 79
Blaðsíða 80

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.