Morgunblaðið - 30.12.1998, Blaðsíða 15

Morgunblaðið - 30.12.1998, Blaðsíða 15
MORGUNBLAÐIÐ VIÐSKIPTI MIÐVIKUDAGUR 30. DESEMBER 1998 15 VÖRUSKIPTI VIÐ ÚTLÖND Verðmæti innflutnings og útflutr igs i jan. - nóv. 1997 og 1998 (fob virði í milljónum króna) 1997 jan.- nóv. 1998 jan.- nóv. Breyting á föstu gengi* Útflutningur alls (fob) 1 18.939,8 122.400,1 +5,0% Sjávarafurðir 85.653,9 91.525,8 +9,0% Landbúnaðarvörur 1.652,1 1.962,3 +21,2% Iðnaðarvörur 26.079,8 27.207,2 +6,4% Ál 13.725,2 16.228,3 +20,6% Kísiljárn 3.407,7 2.899,1 -13,2% Aðrar vörur 5.554,0 1.705,0 -68,7% Skip og flugvélar 4,282,4 328,5 - Innflutningur alls (fob) 1 18.941,2 149.572,8 +28,3% Matvörur og drykkjarvörur 10.382,7 13.655,7 +34,2% Hrávörur og rekstrarvörur, ót.a. 30.598,5 37.978,3 +26,6% Óunnar 1.412,5 1.591,9 +15,0% Unnar 29.186,0 36.386,4 +27,2% Eldsneyti og smurolíur 9.562,0 7.740,2 -17,4% Óunnið eldsneyti 279,2 319,5 +16,8% Bensín, þ.m.t. flugvélabensín 1.881,7 1.580,2 -14,3% Annað unnið eldsn. og smurolíur 7.401,2 5.840,5 -19,5% Fjárfestingarvörur 29.322,3 38.663,3 +34,5% Flutningatæki 15.787,0 24.114,8 +55,8% Fólksbílar 7.898,9 10.287,7 +32,9% Flutn.t. til atv.rek. (ekki skip, flugv.) 2.219,8 2.838,7 +30,5% Skip 1.857,4 3.824,7 - Flugvélar 158,1 3.502,5 - Neysluvörur ót.a. 23.095,9 27.152,7 +19,9% Vörur ót.a. (t.d endursendar vörur) 192,8 267,8 +41,7% Vöruskiptajöfnuður -1,4 -27.172,7 * Miðað er við meðalgengi á vöruviðskiptavog; á þann mælikvarða er meðah/erð erlends gjaldeyris í janúar-nóvember 1998 2,0% lægra en árið áður. Heirríld: HAGSTOFA ÍSLANDS Vöruskiptin við útlönd fyrstu 11 mánuði ársins Ohagstæð um 27,2 milljarða HALLI var á vöruskiptum við útlönd sem nemur 27,2 milljörðum króna fyrstu ellefu mánuði þessa árs og er það nokkur breyting miðað við sama tímabili í fyrra en þá stóðu vöruskiptin í járnum, að því er fram kemur í fréttatilkynningu frá Hag- stofu Islands. Fluttar voru út vörur fyrir 122,4 milljarða króna á tímabil- inu frá janúar til nóvember 1998, en inn fyrir 149,6 milljarða króna fob. Verðmætaaukning vegna álútflutnings I nóvembermánuði voru fluttar út vörur fyrir rúma 10,4 milljarða og inn fyi’ir tæpa 14,4 milljarða króna fob. Vöruskiptin í nóvember voru því óhagstæð um 3,9 milljarða en í nóvember 1997 voru þau hagstæð um 0,4 milljarða á föstu gengi, sam- kvæmt fréttatilkynningunni. Heildarverðmæti vöruútflutnings fyrstu ellefu mánuði þessa árs var 5% meira á föstu gengi en á sama tíma árið áður. Aukninguna má meðal annars rekja til álútflutnings en á móti kemur að í fyrra var seld úr landi flugvél en engin slík sala hcfur átt sér stað á þessu ári. Utfluttar sjávarafurðir voru 75% alls útflutningsins og var verðmæti þeirra 9% meira en á sama tíma árið áður. Pessa aukningu má einkum rekja til útflutnings á frystum flök- um. Heildarverðmæti vöruinnflutn- ingsins fyrstu ellefu mánuði þessa árs var 28% meira á föstu gengi en á sama tíma árið áður. Mestan þátt í aukningunni á innflutningur á hrávöru og rekstarvöru, fjárfesting- arvöru og á flutningatækjum. Þessii- liðir skýra 80% heildaraukningar vöruinnflutningsins, samkvæmt til- kynningu Hagstofunnar. Aukin umsvif hjá flugfélaginu Luxair Hefur áætlunarflug til Islands í mars FLUGFÉLAGID Luxair í Lúxem- borg hefur ákveðið að taka upp reglubundið áætlunai-flug á milli Keflavíkur og Lúxemborgar. Flugið hefst 28. mars á næsta ári og verður flogið tvisvar í viku í sjö mánuði, eða til 28. október. Félagið mun nota 121 sæta vél af gerðinni Boeing 737-500 í verkefnið og verður flogið á fimmtudögum og sunnudögum. Gert er ráð fyrir að á fimmtudögum fari vélin frá Lúxemborg klukkan 14:35 að staðartíma og lendi í Kefiavík klukkan hálf fimm. Henni er síðan snúið aftur rúmum hálftíma síðar eða klukkan 17:05. A sunnudögum er gert ráð fyrir að lenda í Keflavík skömmu fyrir miðnætti og áætluð brottför er klukkan hálf eitt aðfar- anótt mánudags. Eins og komið hefui- fram hafa Flugleiðir ákveðið að hætta flugi til Lúxemborgar 9. janúar næstkom- andi en félagið hefur haldið uppi áætlunarflugi á milli Islands og stórhertogadæmisins í 43 ár. Rene Rausch, blaðafulltrúi Luxa- ir, sagði á kynningarfundi í gær að niðurstaða markaðsrannsókna félagsins hefði sýnt fram á rekstrar- grundvöll á flugleiðinni yfir háannatíma ársins, sem ákveðið hefur verið að mæta. Hann benti á að ferðamannastraumur til íslands og frá hafi farið vaxandi undanfarin ár, auk þess sem fjölmargar ís- lenskar fjölskyldur væru búsettir í Lúxemborg og nágrenni. „Þetta fólk á ættingja og vini á íslandi og samgangur á milli landanna af þeim sökum því talsverður." Aðspurður um fargjöld, sagði Rauseh of snemmt að segja nokkuð til um þau með vissu að svo stöddu, en fullyrti að þau yrðu ekki langt frá verðskrá Flugleiða. Rausch sagði félagið hafa verið að auka umsvif sín á síðustu árum með áherslu á Lúxemborg sem tengi- flugvöll á milli áfangastaða innan Evrópu. Félagið á nú sem stendur fimm Boeing 737-500-vélar auk fjögmTa Fokker 50-flugvéla. Þá hefur Luxair fengið afhentar þrjár af átta 50 sæta farþegaþotum af gerðinni Brazilia EM-4, sem þykja henta vel á styttri leiðum. Ætti að skila viðunandi nýtingu Einar Sigurðsson, framkvæmda- stjóri stefnumótunar- og stjómun- arsviðs Flugleiða, sagðist fagna þessari ákvörðun forsvarsmanna Luxair. Hann ítrekaði að ákvörðun Flugleiða um að hætta áætlunar- flugi til Lúxemborgar hafi fyrst og fremst verið viðskiptaleg ákvörðun, þar sem sýnt var að áfangastaður- inn féll ekki að þeirri tíðni og vélastærð sem félagið gerir að HUGBUNAÐARFYRIRTÆKIÐ Memphis hefur gert þriggja ára samning við breska markaðs- rannsóknarfyrirtækið MORI um sölu á markaðshugbúnaðarforritinu Survey Explorer. Þá hefur fyrir- tækið gert þróunarsamning við markaðsrannsóknarfyrirtækið Ipsos um viðbætur á forritinu. Unnur S. Eysteinsdóttir, fram- kvæmdastjóri Memphis, sagði í samtali við Morgunblaðið að samn- ingar hefðu verið undirritaðir skömmu fyrir jól. Hún vildi ekki ræða samningana en sagði þá nema um 5 milljónum króna á ári. Að sögn Unnar eru bæði MORI og Ipsos meðal virtustu markaðs- rannsóknarfyrirtækja á Bretlandi. Er Mori áttunda stærsta fyrirtækið á sviði markaðsrannsókna í Bret- landi. Survey Explorer er framleiddur í samvinnu við Gallup á íslandi, sem hefur einkaleyfi á hugbúnaðinum hér á landi. I forritinu er hægt að vinna með flókin markaðsgögn á einfaldan hátt. „f upphafi gerir MORI samning við Memphis um notkun á forritinu fyrir sína viðskiptavini í Bretlandi, en MORI er með starfsemi í 13 löndum víðs vegar um heiminn. Þá felur þróunarsamningurinn við Ipsos í sér að gerðar verði viðbætur á forritinu til þess að mæla áhorf á þætti hjá sjónvarpsstöðvunum BBC og ITV,“ segir Unnur. „Samingamir við MORI og Ipsos eru góð auglýsing fyrir Memphis og við gerum okkur vonir um að fleiri samningar við erlend stórfyrirtæki fylgi í kjölfarið. Bandarískir fjár- festar hafa sýnt fyrirtækinu áhuga en við stefnum á að koma okkur á framfæri vestra. Til að svo geti orðið þarf að auka hlutafé Memphis um 200 milljónir króna.“ Morgunblaðið/Jón Svavarsson FLUGFÉLAGIÐ Luxair hyggst taka upp reglubundið áætlunarflug á milli Islands og Lúxemborgar frá og með mars næstkomandi. Á mynd- inni sjást Einar Sigurðsson lijá Flugleiðum t.v. og Rene Rausch, blaða- fulltrúi Luxair, kynna rekstrareinkenni á flugleiðinni á blaðamanna- fundi í gær. mestu út á yfir Atlantshafið. „Dag- leg flugáætlun okkar til Lúxem- borgar á Boeing 757 vélum félags- ins, sem taka tæplega 200 farþega í sæti, stóðst einfaldlega ekki tekju- legan samanburð við aukna tíðni til Parísar og Frankfurt. Luxair mun bæði gera út minni flugvél en við, auk þess að fækka ferðum umtals- vert frá því sem nú er, sem ætti að tryggja þeim viðunandi nýtingu á leiðinni." Að sögn Einars koma Flugleiðir til með að taka þátt í markaðssetn- ingu og sölu farmiða fyrir Luxair hér á landi jafnframt því sem félag- ið muni áfram hafa sjálfstætt starf- andi sölumann í Lúxemborg á sín- um vegum, eftir að skrifstofum Flugleiða í Lúxemborg verður lokað. Ford segir upp fólki í Brasilíu Detroit. FORD bílafyrirtækið hefur ákveðið að segja upp 2.800 verkamönnum í Brasilíu, eða 35% starfsliðsins, sem er skipað 8.000 mönnum. Astæða uppsagnanna eru efnahagserfiðleikar Brasilíu. Flestum verður sagt upp í Sao Bemardo bílaverksmiðjunni í nágrenni Sao Paulo. Hugbúnaðarfyrirtækið Memphis Samningar við tvö erlend markaðsrannsóknarfyrirtæki ZJ/n arcíansfeiÁur 2j oníaÁíuS6sins Zontaklúbbur Selfoss heldur nýórsfagnað laugardaginn 2. janúar 1999 ú Hótel Örk. Hótíðin hefst kl. 19:00 með fordrykk. Glæsilegur kvöldverður • Fordrykkur: Zontasæla • Suðrænt solat m/rækjum, olívum og fetoosti • Nautakjötsseyði m/grænmetisstrimlum og ostastöngum • Grísasneið „Gordon Bleu" fyllt m/skinku og gráðosti með snöggsteiktu grænmeti, ofnsteiklum kartöflum og rauðvínssósu • Nougat ís mAaromellusósu Dagskrá • Einsöngur Signý Sæmundsdóttir • Undirleikari Anna Guðný Guðmundsdóttir • Danssýning frá Dansskóla Jóns Péturs og Köru • L'fandi Vínartónlist, Veislutríóið ásamt Sigrúnu Eðvaldsdóttur fiðluleikara • Dansleikur, hljómsveit hússins Miðapantanir á Hótel Örk i sima 483 4700 Happdrætti, Rosemarie 486 6055 spennandi vinningar Bryndís 482 1022 og 482 1624 Björg 482 4075 Toril 486 8819 Verð aðgöngumiða kr. 5.300 Með gistingu kr. 6.800 (Hótel Örk býður upp á sértilboð á gistingu í tengslum við dansleikinn) Takið með ykkur gesti Samkvæmisklæðnaður Dönsum saman (Vínarvalsa) ú nýju óri Með kveðju Zontaklúbbur Selfoss
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72
Blaðsíða 73
Blaðsíða 74
Blaðsíða 75
Blaðsíða 76
Blaðsíða 77
Blaðsíða 78
Blaðsíða 79
Blaðsíða 80

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.