Morgunblaðið - 30.12.1998, Blaðsíða 80

Morgunblaðið - 30.12.1998, Blaðsíða 80
■ Gleðilega# hátíð ÍJ Verzlunarmannafélag Reykjavíkur Drögum næst 15. janúar HAPPDRÆTTI HÁSKÓLA ÍSLANDS vænlegast til vinnings MORGUNBLAÐW, KRINGLAN1,103 REYKJAVIK, SÍMI6691100, SÍMBRÉF 5691181 PÓSTHÓLF3040, NETFANG: RITSTJ@MBL.IS, AKUREYRI: KAUPVANGSSTRÆTI1 MIÐVIKUDAGUR 30. DESEMBER 1998 VERÐ í LAUSASÖLU 125 KR. MEÐ VSK Morgunblaðið/Árni Sæberg LÖNG röð myndaðist fyrir utan Þjóðleikhúsið áður en miðasala hófst í gærdag og náði hún út að Lindargötu. Gosi tal- ið lokið JARÐVÍSINDAMENN telja líkur benda til að eldsumbrot- um í Grímsvötnum sé lokið. Páll Einarsson, prófessor, sagði í samtali við Morgunblað- ið í gær að órói hefði ekki kom- ið fram á jarðskjálftamælum frá klukkan 14 á mánudag, að frátalinni smáhviðu í hádeginu í gær. „Pannig að eftir öllum sólarmerkjum er þessu lokið.“ Páll sagði þó ekki útilokað að enn gætu mælst hrinur á svæð- inu. Gosið hófst í Grímsvötnum hinn 18. desember. Samkvæmt tilkynningu, sem Almannavamir ríkisins sendu frá sér í gær, hefur verið aflétt þeim viðbúnaði, sem verið hef- ur hjá stofnuninni frá upphafí gossins. Fellt hefur verið úr gildi bann við ferðum innan 5 km radíuss frá eldstöðinni. Pó brýna Almannavamir ýtrastu aðgæslu fyrir ferðamönnum í nágrenni eldstöðvarinnar enda megi búast við breytingum á jöklinum og jafnvel sprungum næst eldstöðinni. Uppselt á tónleika Bjarkar á 20 mínútum Ákveðið að sameina SALA á aðgöngumiðum fyrir tónleika Bjarkar Guðmundsdótt- ur í Þjóðleikhúsinu 5. og 6. janú- ar hófst klukkan 13 í gærdag og voru þá um 300 manns í biðröð fyrir utan Þjóðleikhúsið. Nokk- urrar óánægju gætti með að ekki fengu allir miða enda seld- ust miðarnir upp á 20 minútum. „Það voru 500 til 600 miðar í boði og það hefði mátt taka það skýrar fram í upphafi að það yrði takmarkað magn fáanlegt," segir Ásmundur Jónsson, einn af aðstandendum tónleikanna sem Smekkleysa stendur fyrir í sam- SH í Tókýó Verð á karfa aldrei hærra HLUTDEILD Sölumiðstöðvar Hraðfrystihúsanna í innflutn- ingi karfa til Japans fyrstu tíu mánuði þessa árs er 34%, en var 23% á sama tímabili í fyrra. Verð á úthafskarfa hefur aldrei verið hærra á Japansmarkaði en á þessu ári og virðist slæmt efnahagsástand í landinu hafa lítil áhrif á daglega neyslu al- mennings á karfa. Að sögn Jóns Magnúsar Kristjánssonar, framkvæmda- stjóra söluskrifstofu SH í Tókýó, er áætlað að heildarinn- flutningur karfa til Japans nemi 45-48.000 tonnum á þessu ári. Þar af er hlutdeild SH um 17.000 tonn. „Verð á úhafskarfa hefur aldrei verið hærra en á þessu ári,“ segir Jón Magnús. „Pað verður að teljast á skjön við efnahagsástandið í Japan. Við höfum ekki fundið mikið fyrir kreppu,“ segir Jón Magnús. ■ SH með þriðjung/Bl vinnu við Ríkissjónvarpið og Tal hf. Hingað til hafa 5 til 6 þúsund manns sótt tónleika með Björk hérlendis en Þjóðleikhúsið tekur aðeins um 500 manns í sæti og var því fyrirséð að hörgull yrði á miðum, að sögn Ásmundar. Auk þess fengu aðstandendur og styrktaraðili tónleikanna ein- hverja miða fyrirfram og ekki nýtast öll sætin í salnum vegna kvikmyndaupptöku og tækni- búnaðar en til stendur að gera heimildarmynd um tónleikana og sjónvarpa síðari tónleikunum í beinni útsendingu í Sjónvarp- inu. „Það voru nokkur stór fyrir- tæki sem keyptu töluverðan Qölda af miðum [í miðasölunni] og við hugleiddum það ekki fyr- irfram að takmarka íjölda seldra miða á hvern og einn,“ segir Ásmundur. Þegar í gær voru farin að ber- ast tilboð á miðum á svörtum markaði. Meðal annars barst vefsetri Bjarkar tilboð frá manni með netfang Ríkisendur- skoðunar og Alþingis þar sem átta miðar voru boðnir á 150 dollara stykkið eða á um 10.800 krónur sem er rúmlega þrisvar sinnum hærra en upphaflega verðið. Björk Guðmundsdóttir segir í miðopnuviðtali í Morgunblaðinu í dag að ekki standi til að halda aðra tónleika hérlendis á næst- unni. Hingað til hafí hún haldið tónleika á Islandi á tveggja ára fresti og það hafi gengið ágæt- lega upp. Þá talar hún lítillega um næstu plötu sem hún segir vera á teikniborðinu og kvikmynd leikstjórans Lars von Triers þar sem hún verður í aðalhlutverki auk þess að semja og flytja tón- listina. ■ Tek upp lög/41 Islandssfld og SIF UNDIRRITAÐ hefur verið sam- komulag milli stjórna SÍF hf. og Íslandssíldar hf. um samruna fé- laganna. Samruninn gildir frá og með fyrsta október síðastliðnum. Hið sameinaða félag verður rekið undir nafni SÍF. Hluthafar ís- landssíldar fá sem gagngjald fyrir hlutabréf sín í Islandssíld hlutabréf í SÍF. Reiknað er með að heiidar- upphæð þessa hlutafjár sé um 65 milijónir króna að nafnvirði í SÍF hf. Árleg velta Islandssíldar er um 1,5 milljarðar króna. Heildarvelta SÍF-samstæðunnar eftir samrun- ann verður því um 20 milljarðar. „Þetta mun styi’kja stoðir félag- anna beggja,“ segir Gunnar Örn Kristjánsson, framkvæmdastjóri SÍF, í samtali við Morgunblaðið. „Með þessu móti erum við komnir Árleg velta SIF um 20 milljarðar eftir samrunann með nánast allar gerðir kældra sjávarafurða sem eru undirstaða starfsemi okkar. Við erum með salt- fiskinn og bætum nú saltsíldinni við og það hentar starfsemi SIF vel og styrkir viðskiptasambönd okkar, bæði við framleiðendur og kaupend- ur erlendis," segir Gunnar Öm. „Velta Islandssíldar er um 1,5 milljarðar króna á ári að meðtalinni sölu á eftirfiakaðri sfld,“ segir Finn- bogi Jónsson, stjómarformaður ís- landssíldar. „Við teljum þessa veltu einfaldlega of litla til að reka um hana sjálfstætt sölufyrirtæki. Þess vegna óskaði stjórn íslandssfldar eftir viðræðum við SÍF um samein- ingu fyi-irtækjanna. Við teljum SÍF mjög ákjósanlegan samstaifsaðila. Starfsemi Íslandssíldar og SÍF fer ágætlega saman á margan hátt. Starfseminni sem slíkri verður breytt, en öllum starfsmönnum fs- landssfldar verður boðið starf áfi’am. Þetta er gert til að auka hag- kvæmni í rekstrinum. íslandssfld og Sfldarútvegsnefnd áður hafa náð góðum árangri við sölu saltsíldar undanfarin ár. Við teljum að með þessu eigi að nást jafnmikill árang- ur og í framtíðinni jafnvel enn meiri vegna hins víðtæka sölunets sem SÍF býr yfir og með minni tilkostn- aði en áður,“ segir Finnbogi. ■ Mun styrkja/B2 Örn Arnarson sundmaður kjörinn fþróttamaður ársins 1998 Geysilega ánægður ORN Arnarson, sundmaður í Sund- félagi Hafnarfjarðar, var í gær- kvöldi útnefndur fþróttamaður árs- ins 1998 hjá Samtökum íþrótta- fréttamanna. Kvaðst hann geysi- lega ánægður með heiðurinn. Að lokinni verðlaunaathöfn á Hótel Loftleiðuin bauð Iþrótta- og ólymp- íusamband íslands upp á veitingar og var Erni boðið að fá sér fyrstu sneiðina af „íþróttaköku“ ársins. Hann skar fyrstu sneiðina handa Ólafi Ragnari Grímssyni, forseta Islands. Fyrir aftan þá er Ellert B. Schram, forseti ISI, en Ivar Bene- diktsson, formaður Samtaka íþróttafréttamanna, og Björn Bjarnason, menntamálaráðherra, bíða líka eftir kökusneið frá Erni. ■ Örn / C1
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72
Blaðsíða 73
Blaðsíða 74
Blaðsíða 75
Blaðsíða 76
Blaðsíða 77
Blaðsíða 78
Blaðsíða 79
Blaðsíða 80

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.