Morgunblaðið - 30.12.1998, Blaðsíða 8

Morgunblaðið - 30.12.1998, Blaðsíða 8
8 MIÐVIKUDAGUR 30. DESEMBER 1998 FRETTIR MORGUNBLAÐIÐ Rúmlega 70% and- víg útsvarshækkun GALLUP hefur látið gera skoðanakönnun um afstöðu manna til ákvörðunar meiinhlutans í borg- arstjórn um að hækka útsvarspró- sentuna í Reykjavík úr 11,24% í 11,99% og kváðust rösklega 70% aðspurðra ekki styðja hækkunina, en tæplega 30% sögðust vera henni fylgjandi. Tæplega 30% þeiira sem afstöðu tóku sögðust styðja hækk- unina en rösklega 70% styðja hana ekki. Meirihluti R-listakjósenda styð- ur hækkunina, eða ríflega 58% og tæplega 42% styðja hana ekki. Hins vegar styðja einungis tæp- lega 4% D-listakjósenda útsvars- hækkunina og rúmlega 96% styðja hana ekki. Rúmlega 16% tóku ekki afstöðu. Rúmlega 72% svarenda sögðust hafa vitað af samþykkt borgar- stjómar um útsvarshækkun, en tæplega 23% sögðust ekki hafa vitað af henni. Tæplega 32% þeirra sem vissu af samþykktinni styðja hækkun útsvars en 21% þeirra sem vissu ekki um hana. 35% sögðu að skattar væru nógu háir Fólk var spurt af hverju það styddi eða styddi ekki ákvörðun um útsvarshækkun. Af þeim sem ekki styðja hækkunina sögðu næst- um 35% að skattar væru nógu háir núna, rúmlega 14% sögðu að með hækkuninni væri R-listinn að svíkja loforð og því styddu þeir ekki ákvörðunina og tæplega 14% sögðu að ákvörðunin væri ekki rétt án þess að rökstyðja það. A hinn bóginn sögðu rúmlega 35% þeirra sem styðja hækkunina að hún væri nauðsynleg án þess að rökstyðja það, rösklega 22% sögðu að borgin væri að auka þjónustu og það kostaði aukin útgjöld og 14% sögðust styðja ákvörðunina vegna þess að nauðsynlegt væri að borga skuldir. I fréttatilkynningu segir að þessar niðurstöður séu unnar úr símaviðtalskönnun sem Gallup gerði 9. til 16. desember 1998. Úr- takið var 744 manns í Reykjavík á aldrinum 18-75 ára sem valdir voru með tilviljun úr þjóðskrá og af þeim svöruðu 66%. Vikmörk svara í þessari könnun eru á bilinu 2%-5%. Spurt var: Nýlega samþykkti borgarstjóm Reykjavíkur að hækka útsvarsprósentuna í Reykjavík úr 11,24% á þessu ári í 11,99% á næsta ári. Styður þú eða styður þú ekki þessa ákvörðun borgarstjórnar? Hvers vegna? Vissir þú eða vissir þú ekki af þess- ari samþykkt borgarstjórnar Reykjavíkur? Dómsmálaráðuneytið Ekkert at- hugavert við verklag lögreglu DÓMSMÁLARÁÐUNEYTIÐ hef- ur ekki í hyggju að aðhafast sér- staklega vegna beiðni Ungra sósía- lista um að Ijósmyndum sem tekn- ar voru af þeim við mótmæli fyrir utan bandaríska sendiráðið verði eytt, þar sem engin beiðni hefur borist ráðuneytinu. „Það hefur ekkert erindi komið til okkar um þetta mál og ég á ekki von á því að það verði tekið upp sérstaklega hér. Þetta hefur ekki verið í skoðun og er ekki í skoðun hér í ráðuneytinu. Við höfum ekki séð ástæðu til að skoða þetta verk- lag lögreglu eða annað sem því tengist," sagði Stefán Eiríksson í samtali við Morgunblaðið í gær. Ennþá jóla- svipur á öllu Morgunblaðið/Þorkell ENN er jólasvipur yfir borg og bæ og verður svo vonandi nokkra daga enn. Hægt er að fanga svipinn á ýmsan hátt til dæmis með því að draga ljósin á Skólavörðustíg í Reykjavík saman með sterkum lins- um ljósmyndarans eins og hér er gert. Ekki spillir að hafa bakhjarl sem turn Hallgrimskirkju er þar sem hann gnæfir yfir mannlífinu. Sýknudómi um ölvun- arakstur áfrýjað RÍKISSAKSÓKNARI hefur ákveðið að áfrýja úrskurði Héraðsdóms Suðurlands sem sýknaði mann af ákæru um ölvunarakstur á grundvelli neyðarréttar fyrr í þessum mánuði. Málsatvik voru þau að mað- urinn var farþegi í bíl sem kona ók þegar bifreið þeirra valt skammt frá Þjórsárdals- laug í júlí síðastliðnum. Vegna líkamlegs og andlegs ástands konunnai- ákvað maðurinn að aka bifreiðinni til byggða en blóð- og þvagsýni sýndu að ölvun hans var yfír leyfilegum mörkum. Sýknaður fyrir Héraðsdómi Suðurlands Héraðsdómur Suðurlands ákvað að meta skyldi þá hátt- semi sem maðurinn sýndi af sér miðað við aðstæður og úr- skurðaði að hann hefði ekki verið óhæfur til að stjórna ökutækinu Ljósmyndasafn Reykjavíkur Skáldað um ljósmyndir IKVÖLD, miðviku- daginn 30. desember, verður haldinn fyrir- lestur í Ljósmyndasafni Reykjavíkur sem nefnist Skáldað um ljósmyndir. Það er Gunnþórunn Guð- mundsdóttir sem heldur fyrirlesturmn. „Ég mun fjalla um rit- höfundinn Michael Onda- atje sem er kanadískur en upprunalega frá Sri Lanka. Þessi rithöfundur er meðal annars þekktur fyrir að hafa skrifað Enska sjúklinginn sem þekkt kvikmynd hefur verið gerð eftir.“ Gunnþórunn segir að hún muni sýna í fyrir- lestrinum hvemig Onda- atje notar ljósmyndir í tveimur verka sinna, ljóðasafni og sjálfsævisögu. „Hann leik- ur sér með væntingar lesandans til ljósmynda og spilar með heim- ildagildi þeirra og ég mun leitast við að skýra út hvernig hann ger- ir þetta á mismunandi hátt í skáldverkinu og í sjálfsævisög- Gunnþórunn Guðmundsdótfir ► Gunnþórunn Guðmundsdóttir er fædd í Þýskalandi árið 1968. Hún lauk BA-prófi í almennri bókmenntafræði og þýsku frá Háskóla íslands árið 1992 og lauk MA-prófi í evrópskum sam- unni.“ Hún segir að í ljóðabókinni, The collected works of Billy the kid, birti hann nokkrar myndir sem allar virðast vera frá tímum Billys. „Þegar nánar er að gætt kemur í ljós að sumar myndimar hefur Ondaatje tekið sjálfur af vinum sínum í búningum frá þeim tíma sem sagan gerist. Við fyrstu sýn virðast ljósmyndimar gefa verkinu heimildagildi. Svo kemur á daginn að þar er verið að fjalla um trú okkar á ljós- myndir, hvað við tökum þær alltaf alvarlega og trúum þeim betur en mörgum annars konar heimildum." - Hvað með myndirnar í sjúlfsævisögu hans? „Sjálfsævisagan heitir „Runn- ing in the family“ og í henni birt- ir hann einnig nokkrar ljósmynd: ir, en þar er yfírbragðið annað. I þeirri bók er hann að leita upp- mna síns á Sri Lanka. Ljós- myndimar þjóna þar hefðbundn- ari tilgangi en í ljóðabókinni. Þær gefa mynd af umhverfínu og ættingjum hans. Bókin lýsir tveimur ferðum sem hann fór til Sri Lanka og þegar þangað er komið leitar hann í ýmiskonar heimildum, ræðir við ættingja, rýnir í kirkjubækur og skoðar myndir. Myndimar fá mikið vægi í bókinni sem ein aðal heimild hans, sérstaklega þegar líf for- eldra hans og þeirrar kynslóðar er tekið fyrir.“ - Fjallar ekki doktorsritgerðin þín einmitt um sjálfsævisögur? „Jú, ég er einmitt um þessar mundir að skrifa doktorsritgerð um nútíma sjálfs- ævisögur frá ýmsum löndum." Gunnþórann segir að hún sé að skrifa um hvernig ýmsir rithöfundar hafa notfært sér aðferðir skáldskaparins til að skrifa um eigið líf. „Síðasti kaflinn í ritgerðinni fjallar einmitt um notkun á ljós- myndum í sjálfsævisögum.“ Hún bendir á að síðustu tutt- ugu ár hafí verið gerðar margar tilraunir með sjálfsævisögu- ■ formið og á þeim vettvangi hafí Frakkar kannski verið hvað ötul- astir. „Sjálfsævisagan er þess eðlis að hún getur rúmað margar aðferðir og í raun bókmenntateg- anburðarbókmenntum frá Háskólanum í Kent árið 1995. Gunnþórunn stundar nú dokt- orsnám í Royal Holloway Lundúnaháskóla, þar sem hún leggur stund á bókmenntafræði. Sambýlismaður hennar er Dagur Gunnarsson blaðamaður og ljósmyndari. undir og er oft skemmtilegur spegill á það sem er að gerast í menningarlífinu á hverjum tíma. Því hef ég einkum valið mér höfunda sem hafa gert tilraunir með þetta form, leikið sér með það og fundið nýjar leiðir til að skrifa um lífshlaup sitt. Þar kennir ýmissa grasa og þetta era ekki endilega ævisögur eins og við þekkjum þær, þar sem sagt er frá ævi mannsins frá því hann fæddist og þangað til hann kemst á fullorðinsár. Stundum er kannski bara fjallað um nokkur atvik, örfá minningarbrot með ýmsum hætti eða leitað upp- runans. Þá er mjög algengt að fjallað sé um foreldra eða jafnvel farið lengra aftur í ættir þegar verið er að fínna út upprunann og hvemig hann tengist nútím- anum.“ Gunnþórann segir að til dæmis hafi verið mikil gróska í sjálfsævisögum kvenna og minni- hlutahópa sem hafa notfært sér form sjálfsævisögunnar til að koma reynslu sinni og sjónarmið- um á framfæri. - Hversvegna valdirðu þetta ritgerðarefni? „Það var eiginlega fyrir algjöra tilviljun. Ég hef þó alltaf haft mestan áhuga á nútíma bókmenntum. Þegar ég var í meist- aranámi kynntist ég sjálfs- ævisögunni og þeim tilraunum sem átt hafa sér stað undanfarið á því sviði. Fræðin sem tengdust þessum straumum í sjálfsævisög- unni heilluðu mig. Þetta form er skemmtilegt af því það rúmar svo margt og er sveigjanlegt og fjölbreytt og speglar oft vel þær hræringar sem eiga sér stað í samfélaginu.“ Fyrirlestur Gunnþórunnar hefst klukkan 20 í kvöld og er hann öllum opinn og aðgangur ókeypis. Leikur sér með vænting- ar lesandans til Ijósmynda
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72
Blaðsíða 73
Blaðsíða 74
Blaðsíða 75
Blaðsíða 76
Blaðsíða 77
Blaðsíða 78
Blaðsíða 79
Blaðsíða 80

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.