Morgunblaðið - 30.12.1998, Blaðsíða 10

Morgunblaðið - 30.12.1998, Blaðsíða 10
10 MIÐVIKUDAGUR 30. DESEMBER 1998 MORGUNBLAÐIÐ FRÉTTIR Baráttan við berkla verður að vera alþjóðleg Erfitt að ráða við lyfjaþolna berkla Morgunblaðið/Ásdís ÞORSTEINN Blöndal yfírlæknir á lungna- og berklavarnadeildinni. Tíðni berkla í nokkrum Evrópulöndum Ríki Rúmenia Rússland Litháen Lettland Hvíta-Rússland Portúgal Úkraína Eistland Ungverjaland Pólland Búlgaría Slóvakía Spánn Tékkland Austurríki Þýskaland Belgía Frakkland Finnland írland Holland Bretland Sviss Danmörk Ítalía Grikkland Lúxemborg ísrael Svíþjóð Noregur (SLAND Fjöldi nýrra tilfella á ári á hverja 100 þús. íbúa Hækkandi tíðni í 24 Evrópulöndum FJÖLDI berklatilfella fer vaxandi í Evrópu- löndum samkvæmt samantekt á vegum Evrópusambandsins. Voru þau 315.892 árið 1996 í 50 löndum en árið 1995 276.811 í 46 löndum. Tíðnin var allt frá núlli í Mónakó og San Marínó upp í 195 í Georgíu af 100 þúsund íbúum. Á fslandi er tíðnin 4,1. Tíðni nýrra berklatilfella var undir 20 á hverja 100 þúsund íbúa í 21 landi sem öll eru i Vestur-Evrópu nema Tékkland og ísrael. Tíðnin er yfir 20 í 29 löndum sem eru í austurhluta Evrópu nema Portúgal og Spánn. Miili áranna 1995 og 1996 lækkaði tíðnin í 18 löndum, var svipuð í 5 löndum en hækkaði í 24 löndum. Tíðnin jókst um yfir 10% i 12 löndum og eru flest þeirra fyrrverandi Sovétlýðveldi. Berklar eru alþjóðlegt vandamál og í Evrópu koma fram yfir 300 þúsund ný tilvik árlega. Jóhannes Tómasson fræddist um sjúkdóm- inn hjá Þorsteini Blöndal yfírlækni. BERKLUM hefur ekki verið útrýmt í heiminum. Þeir eru sums staðar á undanhaldi, annars staðar í sókn og enn annars staðar er fjöldi nýrra til- fella svipaður frá ári til árs. Hérlend- is eru þeir á undanhaldi og koma upp 10 til 15 ný tilfelli á ári hverju og tíðnin ein sú lægsta í heiminum. Berklar eru yfirleitt læknaðir með lyfjum en það sem er uggvænlegt, síðustu árin er að komið hafa fram lyfjaþolnir berklar, tegund sem er illvjðráðanleg. A lungna- og berklavarnadeild Heilsuverndarstöðvarinnar er mið- stöð berklalækninga hérlendis. Yfir- stjóm þeirra er í höndum farsótta- læknis, sem er Haraldur Briem, en Þorsteinn Blöndal er yfirlæknir deildarinnar. Með honum starfa Ástríður Stefánsdóttir aðstoðar- læknir og Dagmar Jónsdóttir hjúkr- unarfræðingui-. Skipta má berklalækningum í þrjú áhersíusvið: 1. Finna og greina nýja berkla- sjúklinga áður en þeir ná að dreifa sjúkdómnum. 2. Finna nýsmitaða sem em í sam- vistum við sjúklinga sem greinast. 3. Berklaskoða þá sem koma hing- að til lands frá ákveðnum löndum, ekki síst þeim löndum þar sem berklar era í sókn og/eða lyfjaþolnir berklar ríkjandi. Berklar era sýking í lungum, sem getur einnig náð til annarra líffæra, og meðal einkenna eru hiti, hósti og uppgangur. Þorsteinn segir að heim- ilis- og heilsugæslulæknar séu í dag einna mikilvægasti greiningaraðil- inn. Þar sem berklar eru orðnir svo fátíðir koma þeir ef til vill seint upp í huga þeirra en helst að granur vakni ef og þegar ekki tekst að vinna á sýkingu með lyfjameðferð. Sé grun- ur vakinn era sjúklingar sendir í berklapróf hjá Iungna- og berkla- Iækningadeildinni. Ef í ljós kemur að prófið er neikvætt er eitthvað annað á ferðinni en sé það jákvætt er tekin lungnamynd og segir Þorsteinn þá venjulega ekki leyna sér ef berklar eru á ferð. Þeir séu mjög sérstakir útlits á röntgenmynd og því auðvelt að greina þá frá öðrum lungnasjúk- dómum. Sex mánaða meðferð Berklar eru venjulega meðhöndl- aðh’ með þremur tegundum sýkla- lyfja þar sem hugsanlegt er að eitt þeirra sé óvirkt. Meðferð tekur sex mánuði og kostar kringum 120 þús- und krónur. Þarf sjúklingur að koma í viðtal til læknis mánaðarlega með- an á meðferð stendur. Þegar nýr sjúklingur greinist verður að kanna hvort hann hefur þegar smitað út frá sér og því verður að gera berklapróf á þeim sem hann umgengst mest. Venjulega nær það til heimilismanna viðkomandi og reynist þeir allir já- kvæðir er hringurinn stækkaður og leitað til dæmis á vinnustað. Jákvæði hópurinn, þ.e. þeir sem hafa berkla- smit án þess að hafa virka berkla era síðan teknir í meðferð til að girða fyrir frekara smit og tekur sú með- ferð einnig nokkra mánuði. Auk þeirra 10 til 15 nýju berklatilfella á ári hérlendis era milli 100 og 200 manns teknir í meðferð vegna hugs- anlegs berklasmits. Helmingur nýrra berklatilfella hérlendis kemur upp meðal innflytj- enda eða nýju íslendinganna, eins og Þorsteinn kýs að kalla þá. Segir hann mikilvægt að gera berklapróf á þeim útlendingum sem hingað leita í atvinnuskyni eða búsetu, ekki síst ef þeir koma frá löndum þar sem berkl- ar eru enn algengari en hérlendis. Stjórnvöld setja það skilyrði fyrir þá sem leita eftir atvinnu- og dvalarleyfi hérlendis og era frá löndum utan Evrópska efnahagssvæðisins að þeir framvísi læknisvottorði. Slíkar skoð- anir hafa farið fram hjá ýmsum læknum og er berklaprófið eitt nokkurra prófa sem viðkomandi verða að gangast undh’. Að tilhlutan Hai’aldar Briem far- sóttalæknis og farsóttaráðs er sú hugmynd uppi að lungna- og berkla- vamadeildin annist sem flestar þess- ar skoðanh’ svo þær séu sem mest á einni hendi. Þorsteinn segir að stundum geti verið erfiðleikum bundið að fá fram alla sjúkrasögu og nauðsynlegustu atriði um aðstæður viðkomandi fólks þegar í ljós komi að berklasmit sé á ferðinni. Bæði geti tungumálaerfiðleikar verið á ferðinni og fólki frá fjarlægum löndum finnist menningarheimur okkar framandi og það sé því hreint ekki tilbúið að opinbera alla sögu sína fyrir læknum sem séu eins konar ígildi yfirvalda. Berklar virða því engin landamæri og með síauknum samskiptum milli heimsálfa geta þeir, og hafa, dreifst um lönd þrátt fyrh’ að einstök lönd hafi svp gott sem kveðið þá í kútinn. Hvað Islendinga varðar er ástæðan annars vegar áðurnefndir innflytj- endur sem koma hingað frá löndum þar sem berklar eru útbreiddir. Hins vegar era íslendingar æ meira á ferðinni sjálfir og segir Þorsteinn nokkurra mánaða dvöl í slíku landi geta boðið heim hættunni á berkla- smiti. Fer það nokkuð eftir aðstæð- um og nefnir hann að stutt dvöl á ráðstefnu á lúxushóteli í Asíu eða Af- ríku hafi tiltölulega litla hættu í fór með sér en dvelji menn t.d. í tvo-þrjá mánuði í slíku landi og deili kjörum og aðstæðum með heima- mönnum sé dæmi um að Islendingar hafi náð í berklasmit. Af þessum sök- um segir Þorsteinn að baráttan við berklana sé alþjóðleg og á síðari ár- um hafi bæði Alþjóða heilbrigðis- málastofnunin og ýmis mannúðar- samtök tekið upp baráttu sem nær yfir lönd og álfur. Það sem vekur nýjan ugg í brjóst- um þeirra sem fylgjast með berklum er hins vegar sú staða að komnar era fram berklategundir sem eru lyfja- þolnai’. Þær verða með öðrum orðum vart læknaðar með þeim lyfjum sem læknar þekkja í dag. Hlutfall lyfja- þolinna berklatilfella fer vaxandi og þarf ekki að fara lengra en til Eist- lands, Lettlands og Rússlands til að finna 11,7%, 22% og 7,3% hlutfall en í Hollandi er það 1,1%, 0,9% í Frakk- landi og 1,9% í Englandi og Wales. Þorsteinn segir að reynt sé að ráða niðurlögum þessara berkla með því að gefa fjórar til átta tegundir mjög sterkra lyfja saman. Eitt tilvik lyfjaþolinna berkla hérlendis Síðustu 12 árin hefur aðeins eitt tilvik af lyfjaþolnum berklum komið upp hérlendis. Tókst að lækna það með þessari fjöllyfjameðferð. Lyf við berklaveiki komu ekki fram fyrr en um 1950 og fram að því varð að hafa sjúklinga í einangrun í lengri tíma. Má skipta í þrennt hvernig sjúklingunum með lungna- berkla farnaðist á fimm árum: þriðj- ungur lést, þriðjungm’ læknaðist og þriðjungur var áfram smitandi og með virka berkla. Áður en lyfjameðferðin kom til var stundum gi-ipið til þess að höggva sem kallað var, þ.e. að taka nokkur rif þannig að lungað féll saman. Við það pressaðist sýkti staðurinn saman og bakteríur höfðu ekki lengur vaxt- arskilyrði. Þessi meðferð læknaði kannski berklana en menn misstu að nokkru leyti starfsgetu sína. í dag er ennþá mögulegt að beita skurðaðgerð við berklum og þá eink- um þegar lyfjaþolnir berklar eiga í hlut. Er þá sýkti hluti lungans num- inn brott og ná sjúklingar yfirleitt fullum bata eftir slíka aðgerð. Mfm Morgunblaðið/Jón Svavarsson Barnaspítalinn fær haus á ómsjá NEISTINN, styrktarfélag hjart- veikra barna, gaf Barnaspítala Hringsins í gær sérstakan haus á ómsjá og er um að ræða viðbót við búnað sem spítalinn eignaðist fyrir um tveimur árum. Tæki þetta er fyrst og fremst ætlað til skoðunar á fyrirburum, nýburum og ófæddum börnum. Hróðmar Helgason hjartalæknir á Land- spitala tók við gjöfinni, en með honum á myndinni eru þau Krist- ín Kristjánsdóttir, Atli Dag- bjartsson, Gunnlaugur Sigfússon og Valur Stefánsson, formaður Neistans. Endurgreiðslur vegna tannviðgerða aukast BREYTINGAR verða gerðar á reglugerð um sjúkratryggingar vegna tannviðgerða um áramót. Ingibjörg Pálmadóttir heilbrigðis- ráðherra mun undirrita reglugerðar- breytinguna í dag, en hún eykur réttindi unglinga, elli- og örorkuþega og þroskahamlaðra. Áætlað er að kostnaðaraukinn við breytingarnar nemi 70-80 milljónum króna. Reynir Jónsson tryggingatann- læknir sagði að reglugerðin hækkaði greiðsluhlutdeild 16 ára unglinga úr 50% í 75% til samræmis við það sem væri hjá öðrum börnum. Ennfremur myndu sjúkratryggingar taka þátt í tannlæknakostnaði 17 ára unglinga, en það gera þær ekki í dag, og yrði greiðsluhlutdeildin 75%. Þar með tækju almannatryggingar þátt í tannlæknakostnaði allra barna upp að sjálfræðisaldri. Reynir sagði að réttindþ elli- og örorkuþega yrðu aukin. I fyrsta lagi yrði þátttaka trygginganna í tannlæknakostnaði langlegusjúk- linga, sem ekki hefðu vasapeninga, hækkuð úr 75% i 100%. í öðru lagi yrði réttur þeirra elli- og örorku- þega sem væru með skerta tekju- tryggingu hækkaður úr 50% í 75%. I þriðja lagi fengju þeir sem ekki ná tekjutryggingu 50% endur- greiðslu, en þeir fá enga endur- greiðslu í dag. Reynir sagði að í dag fengju tveir hópar þroskahamlaðra 90% endur- greiðslu vegna tannlæknakostnaðar, en nú væri bætt við einum flokki barna sem fengju umönnunarbætur. Endurgi-eiðsluhlutfall þessa hóps yrði 90% í stað 75%. Þá væri í reglu- gerðinni að finna ákvæði um að ekki þyrfti að sækja um endurgreiðslu fyrir þessi böra fyrr en þátttaka trygginganna vegna þessa kostnaðar væri komin yfir 30 þúsund krónur á ári, en þetta mark er 20 þúsund á ári ídag. Reynir sagði ennfremur að reglu- gerðin gerði ráð fyrir að heimilt yrði að greiða fyrir tannplanta í tann- lausa elli- og örorkuþega. Þetta ákvæði verður þó skilyrt. Kostar 70-80 milljónir „Áætlað er að þetta kosti 70-80 milljónir til viðbótar á ári miðað við þær forsendur að þörfin verði svip- uð og verið hefur. Síðast voru gerð- ar breytingar á þessari reglugerð fyrir tveimur árum og miðuðu þær að því að auka aðhald. Þær leiddu til þess að kostnaður trygginganna við tannlækningar minnkaði 1997 og 1998. Við gerum ráð fyrir að kostn- aður almannatrygginga við tann- lækningar verði á árinu 1999 sá sami og hann var 1996. Það má því segja að við séum að skila til baka þeim sparnaði sem náð var með breytingunum 1996. Ég tel að breytingarnar hafi leitt til þess að við séum að nýta peningana betur,“ sagði Reynir.
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72
Blaðsíða 73
Blaðsíða 74
Blaðsíða 75
Blaðsíða 76
Blaðsíða 77
Blaðsíða 78
Blaðsíða 79
Blaðsíða 80

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.