Morgunblaðið - 30.12.1998, Blaðsíða 47

Morgunblaðið - 30.12.1998, Blaðsíða 47
MORGUNBLAÐIÐ MIÐVIKUDAGUR 30. DESEMBER 1998 47 SLAGORÐIÐ, ísland úr NATO - herinn burt, fékk nýjan tón þessi árin. Ungliðarnir liundskömmuðu gömlu kommana fyrir að leggja þjóðmenning- una til grundvallar andstöðunni gegn hernum þegar hin raunverulega barátta snerist um bandarfska heimsvaldastefnu. um á hönd höfðu nú fengið pró- gramm í hendur sem bauð upp á allsherjarlausnir. Aldrei urðu klík- urnar fjölmennar, enda fyrst og fremt bundnar við menntaskólana, en þær bárust hins vegar mikið á. Forsíða Stúdentablaðsins 9. júní 1972 var prýdd eftirfarandi yfirlýs- ingu: „GEFIÐ HASSIÐ FRJÁLST og hættið að berjast við vindmyll- ur!“ Kannabisefni tóku að berast til landsins með hippamenningunni upp úr 1970. Hippamir hugðust segja neyslumenningunni stríð á hendur með því að sniðganga allar tískur og ganga þess í stað í drusl- um og hætta að fara í klippingu. Samfara þessu neyttu menn hass, LSD og hlustuðu á sýrutónlist til að gera upp við ríkjandi heimsmynd. Litið var á slíka neyslu sem leið til hugvíkkunnar. Poppsöngvarinn Björgvin Hall- dórsson svaraði því til þegar hann var inntur eftir því hvaða tíska það væri að vera með sítt hár, að um stefnu væri að ræða en ekki tísku. Með þeim orðum túlkaði hann hug- myndir róttækrar æsku um frjáls- legan lífstíl. Sítt hár, ski-autleg föt, rokktónlist, róttækni og almenn andstaða við keríið myndaði eins konar bræðing sem æskumenningin samanstóð af. Ungdómurinn tók þessa þætti vissulega misalvarlega en allir voru þeir mjög áberandi í fari hans. Róttækni verður að tísku Þegar komið var fram á miðjan 8. áratuginn fór að bera á upplausn ýmissa hugmynda sem kenndar eru við ’68-kynslóðina. Mönnum mátti vera orðið ljóst að sú stefna sem Björgvin hafði orð á var lítið annað en tíska. Menn hafa hins vegar deilt um hvort einhvern tíma hafi verið um eiginlega stefnu að ræða. Árni Bjömsson, þjóðháttafræðingur, heldur því fram að markaðsöflin hafi nýtt sér mótþróahneigð og aukna kaupgetu æskunnar í eigin þágu með því að skapa nýja tísku. Hann heldur því fram að hinni svokölluðu uppreisn æskunnar hafí verið komið á af markaðsöflunum enda hafi róttæklingarnir einblínt á „ytra róttæknitildur", einkum á sviði klæðaburðai- og afþreyingar. Fyrir honum var uppreisn æskunn- ar ekki „annað en sá eðlilegi mót- þrói, sem einhverntíma kemur yfir hvem heilbrigðan ungling og bein- ist gegn yfirráðum foreldra, kenn- ara, lögreglu og annarra valdhafa á hverjum tíma.“ Það væri óneitan- lega kaldhæðnislegt ef barátta sem gengi út á að sniðganga neyslusam- félagið^ yrði markaðsöilunum _ að bráð. Ég lít hins vegar svo á Árni fari villur vegar varðandi skilning á ’68 kynslóðina. Með hliðsjón af síð- asta kafla vísa ég til orða Guðmund- ar Hálfdanarsonar sagnfræðings þegar kemur að því að skilgreina „æskulýðsuppreisn" þessara ára. Hans skoðun er sú að ‘68 baráttan hafi fyrst og fremst verið andúð á valdi og forsjárhyggju. Æskan vildi ekki láta segja sér hvernig hún ætti að klæðast eða koma fram yfirleitt. I því sambandi má nefna að þéring- ar lögðust af. Unga tolkið vildi í stuttu máli sagt geta notið lífsins á eigin forsendum. Ut frá þessum anda mynduðust tveir hliðar- straumar sem annars vegar má kenna við neyslugranna hippa en hins vegar við róttæka sósíalista. Þessir hliðarstraumar náðu ekki sérlega vel saman eins og fram hef- ur komið. Meginhópurinn lagði hins vegar mest upp úr að njóta lífsins eins og ungu fólki er tamt. Það sem sameinaði æskuna var fyrst og fremst sú æskulýðsmenning sem þegar hefur verið gerð grein fyrir. Ut frá þessum skilningi reið unga fólkið á vaðið með því að skapa sér eigin menningu. Upphaflega ögraði hún viðteknum sjónarmiðum en tók þar næst að festast í sessi. Mark- aðsöflin eru ekki þekkt fyrir að láta snuða sig til lengdar og hlutu því að ganga á lagið og aðlagast nýjum að- stæðum. Þar sem unga fólkið vildi upp til hópa njóta lífsins voru fæstir á því að sniðganga neyslusamfélag- ið. Því var hvorki um það að ræða að markaðsöflin hefðu skapað nýja tísku né að þau hefðu stolið bylting- unni. Það er hins vegar augljóst að æskulýðsmenningin varð að tísku en það breytir því ekki að viðhorfin til samfélagsins höfðu breyst. Hug- arfarsbreyting hafði átt sér stað sem markaðist af andstöðu við vald- ið. Það leiddi til aukins fi’jálsræðis sem kom hvað skýrast fram í klæðaburði manna og framgöngu. Hin sósíalísku viðhorf höfðu á hinn bóginn staðnað þegar hér er komið sögu. Kommúnistaklíkumar koðnuðu niður og frjálshyggja ruddi sér leið inn í menntaskólana og varð leiðandi í umræðunni. Því var haldið fram að „fótvísi framvarðarins eftir fræðanna hljóðan hefði orðið [’68-] hreyfingunni að fjörtjóni." Vinstri- mennska fór úr tísku og upp úr 1980 misstu talsmenn hennar meiri- hlutann i Háskólanum. Hún átti sitt blómaskeið á fyrri hluta 8. áratug- arins og náði hámarki haustið 1975 þegar 5000 námsmenn mótmæltu fyrihugaðri skerðingu námslána á Austurvelli með þeim árangri að horfið var frá henni. Nýir árgangar ungs fólks tóku að gagnrýna ’68-kynslóðina fyrir að þykjast hafa svör á reiðum höndum. Lífsstíll hennar og hin sósíalísku sjónarmið fóru úr tísku og hún varð hluti af því kerfi sem þeir róttæk- ustu höfði barist gegn. Hún gekk hins vegar inn í það með frjálslynd- ara hugarfari en fyrri kynslóðir. Næsta tískusveifla birtist í pönkinu sem leit nöprum augum á hippa- menninguna. Afstaðan gegn valdinu fékk þar með á sig ýktari mynd sem sýnir vel þá arfleifð sem ’68 rót- tæknin skyldi eftir sig. Arfur ’68-kynslóðarinnar Á tíu ára afmæli ’68-kynslóðar- innar 1978 gerðu vinstri menn bar- áttuna að umtalsefni á síðum Stúd- entablaðsins. Þar er því haldið fram að 68-hreyfingin hafi skotið „rótum í HI þótt því fari fjarri að frelsis- bylgjan hafi markað djúp spor í skólanum." Þess er ennfremur getið að andinn innan HI markist fyrst og fremst af doða. Fjárhagur FS (Fé- lagsstofnun stúdenta) var orðinn mjög slæmur þegar hér var komið sögu. Almenn óstjórn einkenndi reksturinn enda var litið á bókhald og hagnað sem smáborgaralegt bjástur. Ríkisvaldið neyddist því til að leggja fram fé til að rétta rekst- urinn við. Þegar vinstri menn misstu stjórnartaumana upp úr 1980 tók raunhæfari hagsmunabar- átta við sem leiddi til mikillar upp- byggingar innan Háskólans. Það hafði komið í ljós að róttæklingamir höfðu borist talsvert af leið í baráttu sinni gegn auðvaldinu. í grein sem birtist í Heimsmynd 1986 er gerð úttekt á unga fólkinu og það borið saman við ’68-kynslóð- ina. Því er haldið fram að efnis- hvggjan sé í fyrirrúmi. Námsfólk leggi sig eftir að tileinka sér praktíska menntun auk þess sem lítið annað komist „að hjá þeim en fatnaðurinn sem þau klæðast, lík- amsrækt og ljósaböð." Þegar þessi ritgerð er skrifuð á því herrans ári 1998 er ekki annað að sjá en fyrr- greind orð eigi hvað best við. . Jón Ásgeir Sigurðsson heldur því fram að bjartsýni hafi umfram allt einkennt tímabilið eftir 1970 en hann var þá í broddi fylkingar innan námsmannahreyfingarinnar. Oft hefur verið haft að orði að þá hafi svonefnd „lýðræðiskynslóð" vinstri manna komið fram. Óskar Guð- mundsson vill meina að „sú stað- reynd að Alþýðubandalagið hrakti ’68-kynslóðina af höndum sér sé hin stóra ógæfa vinstri manna á ís- landi.“ Er þar um að ræða fólk sem stefnir að sameiningu vinstri afl- anna en þeirra helsta afrek hlýtur að teljast sigur R-listans í borgar- stjórnarkosningunum 1994. Jón Ásgeir leiðir getum að því að þeir sem voru við nám á þessum tíma séu félagslega virkari en aðrir. Röksemdarfærslan er sú að þeir lokuðust „ekki inn í þröngu hags- munapoti, heldur vai’ ætíð reynt að sjá hlutina í stærra samhengi" um leið og sanngjörnum hagsmuna- kröfum sé fylgt eftir af miklum krafti. Hér vísar Jón Ásgeir til þess anda sem ríkti meðal ungs fólks á þessum árum. í dag er aftur á móti svo komið að ungt fólk virðist upp til hópa fremur áhugalaust um mál- efni samfélagsins. I dag er ‘68-kynslóðin orðin mið- aldra og ætti samkvæmt því að ráða ríkjum í þjóðfélaginu í dag. Því hlýt- ur að vera forvitnilegt að litast um og sjá hvernig er umhorfs. Ég held að Guðmundur Andri Thorsson, rit- höfundur, hafi hitt naglann á höfuð- ið í grein sem hann birti 1993 en þau orð virðast eiga jafn vel við í dag. Við grípum niður í hugleiðingu hans um hvað orðið hafi um bar- áttufólk þessara ára: Og allt í einu rann það upp fyrir mér: það er ekkert þetta fói-nfúsa hugsjónafólk sem manni kemur fyrst í hug þegar minnst er á ’68- kynslóðina á Islandi. Það er eitt- hvað allt annað lið búið að helga sér þetta ár vegna þess að hugsjóna- fólkið lenti ýmist úti á afvegum með uppreisn sína eða söðlaði um af of- stæki þess sem aðeins er fær um að sjá eina hlið á málum hverju sinni, eða er að mjaka einhverju í ein- hverja átt, svo enginn sér. Upp- reisnargleðin hefur nú á annan ára- tug verið annars staðar - hægra megin. Ki’afturinn og sigurgleðin - vissan káta - hefur verið þeim meg- in þar sem menn trúa því að gróða- vonin sé hreyfiafl framfaranna; að framfarirnar séu mældar í hagvexti; að samtak og framtak séu andorð. Þó svo ‘68-kynslóðin sé ef til vill félagslega virkari en aðrir, svo vísað sé til orða Jóns Ásgeirs, er ekki að sjá að þeir sem höfðu sig mest í frammi meðal róttæklinganna séu nú við stjórnvölinn. Þar með er ekki sagt að núverandi ráðamenn séu af allt öðru sauðahúsi. Þeir hafa ef- laust tileinkað sér í einhverjum mæli þær frjálslyndiskröfur sem ‘68-róttæklingarnir börðust fyrir. Þeir hafa alltént orðið að taka mið að þeim sjónarmiðum þar sem tíð- arandinn hefur gert tilkall til þess. Má í því sambandi benda á að völd stjórnmálamanna eru langtum minni í dag en þá var vegna aukinn- ar valddreifingar og margbreyti- legri hagsmuna. Ég lít því svo á að „yfirvaldið“ sé ekki eins óskorað í dag og áður. Forsjárhyggjan hefur í auknum mæli orðið að víkja fyrir frjálslyndi. Það liggur vissulega ljóst fyiir að hörðustu róttæklingarnir náðu ekki að knýja fram þær grundvallar- breytingar sem þeir höfðu hug á eftir sósíalískum eða kommúnískum leiðum. Er það að vonum þar sem fæstir hinna róttæku höfðu áhuga á þeirri múlbindingu sem þær hug- myndir buðu upp á. Það er ekki auðvelt að greina orsakir þeirrar samfélagsþróunar sem orðið hefur síðan ’68 var og hét. Mestu máli skiptir þó að 68-kynslóðin sem alin var upp við mjög einsleita heims- mynd gerði uppreisn gegn valdinu með þeiri’i afleiðingu að öll viðtekin gildi eru nú frekar dregin í efa en áður. Það hefur aftur leitt til fjöl- skrúðugra mannlífs þar sem um- burðariyndi hefur aukist. Það er ekki eins varhugavert að vera öðru- vísi lengur. Æskan er frjálslegri og félagslegri í fasi. í þessu sambandi má vísa til ’68 Hugarflug úr viðjum vanans þar sem því er haldið fram að ’68-upp- reisnin hafi í víðasta skilningi verið „uppgjör við löngu staðnaða menn- ingarlega og pólitíska yfirbyggingu samfélagsins“, auk þess sem hún hafi gert dægurmenningu alþýð- unnar að fjöldamenningu. Ég lít svo á að bókarhöfundum hafi tekist að reifa kjarna málsins með þeim um- mælum þó sú bók sé annars fremur brokkgengur minnisvarði ’68-kyn- slóðarinnar. Meginmálið er að með ’68-kynslóðinni er fólk ekki tilbúið að láta segja sér fyrir verkum á sama hátt og áður. Menningin á að koma að neðan frá fólkinu. Það er ekki menningarpostula að skapa þjóðinni umgjörð. Menn höfnuðu aftur á móti ýms- um ódýi’um lausnum 68-kynslóðar- innar. Þjóðskipulaginu verður ekki breytt og menn vilja ekki segja skil- ið við neyslumenninguna. Krafan í dag er umbætur innan ramma nú- verandi þjóðskipulags. Menn hafa áttað sig á því að án markaðarins fær sú menningarflóra ekki þrifist sem aukið frjálslyndi gerir kröfu til. Stjómmálamönnum er hins vegar veitt miklu meira aðhald en áður þekktist. Með frjálsari fjölmiðlun hafa skoðanaskipti orðið opnari og beinskeyttari. Sú samfélagsmynd sem blasir við í dag er menningarleg fjölhyggja sem í sinni ýktustu mynd leiðir til algerrar afstæðishyggju. I efna- hags- og stjórnmálum virðast menn hins vegar hafa komist á snoðir um fremur algildar lausnir. Aukin vel- megun hefur leitt til sterkari ein- staklingshyggju sem gerir aftur kröfu til fjölbreytilegi’ar afþreying- ar. ’68-kynslóðin lagði vissulega mikið upp úr því að njóta lífsins enda hefur það eflaust verið helsta ástæðan fyrir baráttu hennar. Slík barátta hlýtur alltaf að eiga rétt á sér svo framarlega sem heiðarleg- um aðferðum er beitt. Við erum ekki frjáls þjóð í sjálfstæðu landi nema hvert og eitt okkar eigi jafnan rétt til þess sem lífið býður upp á. Hver og einn vill jú skapa sér sína eigin hamingju án tilskipana frá öðrum. Ég lít því svo á að barátta ’68-kynslóðarinnar hafþ í megin- dráttum verið til góðs. Ýmsum ytri einkennum hennar hefur verið kastað fyrir róða en inntakið stend- ur eftir. Valdið er í dag ekki eins einskorðað við kerfið þar sem það hefur í auknum mæli færst til þjóð- arinnar. Það er formið sem deyr en andinn lifir. Heimildaskrá Prentaðar heimilir Arni Bjömsson: „Umræða. Sjálfsblekk- ing 68-kynslóðarinnar“. Mannlíf, 8. tbl. 1987, bls. 76-78. Bjöl, Erling: Vors tids kulturhistorie. 3. bind 1945-86. Vore dage. Kaupmanna- höfn, 1986. Fraser, Ronald o. fl.: 1968 A Student Generation in Revolt. London, 1988. Gestur Guðmundsson: Rokksaga íslands. Frá Sigga Johnnie til Sykurmolanna 1955-1990. Reykjavík, 1990. Gestur Guðmundsson: „Stjómmál. Hvemig fór róttækni úr tísku“. Mann- líf, 6. tbl. 1987, bls. [49J-50. Gestur Guðmundsson og Kristín Ólafs- dóttir: ‘68 Hugarflug úr viðjum van- ans. [Reykjavík], 1987. Guðmundur Andri Thorsson: „Bömin sem átu byltinguna". Heimsmynd. 4. tbl. 1993, bls. 40-1. Gunnlaugur Astgeirsson: „Framboðs- flokkur 1971. 0-flokkurinn“. Saga. Tímarit sögufélagsins. 1992, bls. 245- 300. Hollander, Paul: Political Pilgrims. Tra- vels of Western Intellectuals to the Soviet Union, China, and Cuba 1928- 1978. Lanham, New York og London, 1990. Jón Ólafur ísberg: Stúdentsárin. Saga stúdenta og stúdentaráðs. Reykjavík, 1996. Jón Asgeir Sigurðsson: „Við börðumst fyrir lýðræði og jafnrétti til náms“. Sæmundur. Málgagn SÍNE. 1. tbl. 1992, bls. 8-9. Laqueur, Walter: Europe since Hitler. The Rebirth of Europe. Har- mondsworth, New York o. fl., 1984. Stúdentablaðið 1968-78. Therborn, Göran: European Modemity and Beyond. The Trajectory of European Societies, 1945-2000. London, Thousand Oaks og New Del- hi, 1995. „Unga kynslóðin ’86“. Heimsmynd l.tbl. 1986, bls. 78-83. Wegs, J. Robert: Europe since 1945. A Concise History. London og Basingstoke, 1984. Óprentaðar heiniildir og viðtöl Björn Gísli Erlingsson: Æskumenn í upp- reisnarhug 1967-73. BA ritgerð í sagn- fræði. Reykjavik, 1995. Guðmundur Hálfdanarson, viðtal við höf- und, Reykjavík 22.04.1998. Leifur Reynisson: ímyndunaraflið tii valda: Barátta ’68-kynsióðarinnar fyrir bættum heimi. BA ritgerð i sagnfræði. Reykjavík, 1998. Óskar Guðmundsson, viðtal við höfund, Reykjavík 21.03. 1998. Pétur Leifsson: Boðuð var bylting: Yfirlit um vinstra umrótið á 8. áratugnum. BA ritgerð í sagnfræði. Reykjavík, 1996.
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72
Blaðsíða 73
Blaðsíða 74
Blaðsíða 75
Blaðsíða 76
Blaðsíða 77
Blaðsíða 78
Blaðsíða 79
Blaðsíða 80

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.