Morgunblaðið - 30.12.1998, Blaðsíða 16

Morgunblaðið - 30.12.1998, Blaðsíða 16
16 MIÐVIKUDAGUR 30. DESEMBER 1998 MORGUNBLAÐIÐ VIÐSKIPTI Marel semur við sjávarútvegs- fyrirtæki á Nýfundnalandi Verðbréfaþing Tæknival hækkar um 17,2% HLUTABRÉFAVIÐSKIPTI námu 138 milljónum króna á Verðbréfaþingi Islands í gær. Verð hlutabréfa í Tæknivali hækkaði um 17,2%, úr 6,40 í 7,50. Gengi bréfa í Plastprenti hækkaði um 22,7% en aðeins ein viðskipti stóðu að baki þeirri hækkun. Urvalsvísitala Aðall- ista hækkaði um 1,04%. Mest viðskipti voru með bréf SÍF, alls 18 milljónir, FBA 17 milljónir, Opinna kerfa fyrir 15 milljónir og Eimskips fyrir 12 milljónir króna. Haraldur Böðvarsson hefur tilkynnt Verðbréfaþingi um sölu á hlutabréfum í Trygginga- miðstöðinni og Olíufélaginu samtals að söluverði 163,9 millj- ónir króna. Samkvæmt tilkynn- ingunni nemur áætlaður sölu- hagnaður félagsins um 90 millj- ónum króna. NÝVERIÐ gekk Marel hf. frá stærsta samningi sem fyrirtækið hefur gert til þessa. Samningurinn er við Fishery Products International á Nýfundnalandi um endurnýjun vinnslubúnaðar í eitt fiskvinnsluhúsa þess og er samn- ingsupphæðin hátt í tvö hundruð milljónir króna. Að sögn Geirs A. Gunnlaugsson- ar, forstjóra Marels, er um svipað vinnslukerfl að ræða og félagið hef- ur sett upp hjá Ishúsfélagi Vest- mannaeyja, Granda og fleiri físk- vinnsluhúsum hér á landi. Gert er ráð fyrir að sala Marel- samstæðunnar á vörum og þjón- ustu verði tæpir 3,8 milljarðar króna á árinu 1998, en það er um 10% lægra en árið 1997. Ekki er gert ráð fyrir að hagnaður verði af rekstri samstæðunnar í ár. Eins og fram kom í fréttatilkynn- ingu félagsins í ágúst sl. þá varð samdráttur í sölu Marel og Carni- tech í fiskiðnað íyrri hluta ársins. Þegar liðið hefur á árið hefur sala farið vaxandi í fískiðnað og er verk- efnastaða fyrirtækjanna í lok þessa árs mjög góð, afgerandi betri en í lok síðasta árs, að því er fram kem- ur í tilkynningu frá félaginu. Rekstur Marel USA, dótturfyrir- tækis Marel í Bandaríkjunum, hef- ur gengið mjög vel og hafa umsvifin tvöfaldast á árinu. Er því ljóst að Marel hefur fest sig vel í sessi sem einn helsti framleiðandi á flokkun- ar- og niðurskurðarbúnaði fyrir kjúklinga- og kjötvinnslur. Gengið frá sölu á vinnslukerfi fyrir kjöt Þá hefur enn frekari árangur náðst í sölu í kjúklinga- og kjötiðn- að annars staðar í heiminum og ný- ir markaðir bætast við. Að sögn Geirs er gert ráð fyrir að á árinu verði tæplega helmingm- af vöru- sölu Marel og Carnitech í annan iðnað en fískiðnað. Segir Geir að það markmið gangi samkvæmt áætlun. Einnig hefur verið unnið að þróun vinnslukerfis fyrir kjöt sem byggist á sömu aðferðum og flæði- vinnslukei-fl fyrir fisk og er slík lína nýjung við úrbeiningu á kjöti. Gengið hefur verið frá sölu á fyrsta slíka kerfínu til afhendingar á næsta ári. „Dótturfyrirtækið Marel Trad- ing hefur um nokkux-t skeið haft umsjón með rekstri tveggja rúss- neskra togara sem gerðir voi-u upp í Slippstöðinni á Akureyri ái-ið 1997. I tengslum við það var stofn- að sérstakt rekstrarfélag, Marel Ti-ust, í Rússlandi. Meðal annars vegna ástandsins í Rússlandi hafa vissir ei’fiðleikar verið tengdir þessum rekstri og er unnið að lausn þeirra. Þær aðgerðir sem gx-ipið var til í rekstri Marel á árinu hafa skilað sér í því að fastur kostnaður hefur lækkað, framleiðni aukist og fram- legð frá i-eksti-i vaxið. Jáfnft-amt hefur Marel selt hlutafé sem félagið átti í íyi-ii-tækinu Flögu hf. sem skilar söluhagnaði. Aftur á móti hafa fjái-magnskostnaður og óregluleg gjöld orðið meix-i en gert hafði verið ráð fyrir,“ að því er fi-am kemur í frétt frá Marel. Aætlað að skila hagnaði 1999 Gei-t er ráð fyi-ir aukinni veltu á næsta ári sem byggist m.a. á auk- inni sölu og gerð tilboða síðari hluta ái-sins í ár ásamt aukningu á sölu í annan iðnað en fiskiðnað. Á síðari hluta þessa árs hefur Mai-el hafið kynningu á nýrri línu rafeinda- og hugbúnaðar. Búnaður þessi býður upp á fjölmargar tæknilegar nýj- ungar, sem styrkja mai-kaðsstöðu íyrii-tækisins enn frekar. Áætlun fyrir næsta ár gerir ráð fyrir auk- inni veltu og að hagnaður verði af rekstx-i samstæðunnar. General Electric Co ræðir við tvo nýja risa London. Reuters. BREZKA fyrirtækið General Electric Co Plc hefur lengi verið nefnt í sambandi við íyrirtækja- samruna og nú er sagt að það standi í sambandi við bandaríska flugiðnaðarrisann Lockheed Mart- in Corp og franska stórfyrirtækið Thomson. Blaðið Sunday Telegraph í Bret- landi sagði að GEC ætti í viðræð- um við Lockheed um stofnun her- gagnafyrii-tækis að verðmæti meira en 25 milljarðar punda. Lengi hefur verið lagt fast að fyrirtækjum í evr-ópskum flugiðn- aði að sameinast til að keppa við bandaríska í'isa á borð við Boeing og Loekheed Martin. Blaðið Sunday Times beindi at- hyglinni annað og sagði að Thom- son-CSF hefði fengið samþykki frönsku i-íkisstjórnarinnar til að taka höndum saman með Marconi dótturfyrirtæki GEC. GEC tilkynnti viku áður að land- vai-na- og flugiðnaðanxmsvif verði aðskilin frá aðalfyrirtækinu, ef til vill í því skyni að sameina þau dótt- urfyi-ii-tækinu Marconi Electronics Systems. GEC hefur vei-ið á höttunum eft- ir samningi sem geti gert Mai-coni að öflugu fyi-irtæki á heimsmæli- kvarða og tilkynning fyrirtækisins leiddi til bollalegginga um hvort GEC stefndi að samningum við Bi-itish Aerospace GEC kvaðst enn kanna nokkrar leiðir og ekki búast við niðui-stöðu- á næstunni. Daginn eftir samþykktu GEC og þrjú önnur evrópsk fyrirtæki - Lagax-dere í Frakklandi, * Daim- lerChi-ysler Aerospace (Dasa) í Þýzkalandi og Finmeccanica á Ital- íu - að sameina starfsemi vegna smíði gervihnatta og skotpalla og er það fyrsta áþx-eifanlega skrefið í átt að langþráðri samþjöppun í evx-ópskum flug- og landvamaiðn- aði. í flugiðnaðinum hefur verið fylgzt með samnxnaviðræðum Bx-it- ish Aerospace og Dasa, sem hafa oi-ðið flóknari en ella síðan GEC leitaði hófanna á síðustu stundu hjá BAe. Auglýsing um innlausnarverð verðtryggðra spariskírteina ríkissjóðs FLOKKUR INNLAUSNARTÍMABIL INNLAUSNARVERÐ* Á KR. 10.000 GKR. 1979-l.fl. 25.02.99 kr. 7.827,10 FLOKKUR INNLAUSNARTÍMABIL INNLAUSNARVERÐ* ÁKR. 10.000,00 1981-1.fl. 1986-1.fl. B 1989-1.fl. A 2,5 ár 25.01.99-25.01.00 10.01.99- 10.07.99 10.01.99- 10.01.00 kr. 289.005,30 kr. 26.591.00 kr. 23.746,90 *) Innlausnarverð er höfuðstóll, vextir, vaxtavextir og verðbætur. Innlausn spariskírteina ríkissjóðs fer fram í afgreiðslu Seðlabanka íslands, Kalkofnsvegi 1, og liggja þar jafnframt frammi nánari upplýsingar um skírteinin. Reykjavík, 30. desember 1998 SEÐLABANKIÍSLANDS Morgunblaðið/Ásdís HALLDÓR Blöndal, samgönguráðherra, sagði er hann afhenti Herði viðurkenninguna að ævistarf Harðar Sigurgestssonar sem forstjóra Eimskips og stjórnarformanns Flugleiða væri snar þáttur í sam- göngusögu Islendinga. Hörður Sigurgestsson maður ársins í íslensku viðskiptalífí Gjörbreytt viðskipta- umhverfi á Islandi HÖRÐUR SIGURGESTSSON, for- stjói-i Eimskips hf., tók í gær við viðurkenningu Fijálsrar vei-slun- ar en hann var tilnefndur maður ársins 1998 í íslensku viðskipta- lífi. Er þetta í ellefta skiptið sem Fxjáls verslun gengst fyrir vali og tiinefningu manns ársins í ís- lensku viðskiptalífi. í ávarpi Magnúsar Hreggviðs- sonar, formanns dómnefndar Fijálsrar verslunar, við afhend- ingu viðurkenningarinnar kom meðal annars fram að þegar upp- haflega var farið að velja mann ársins í íslensku viðskiptalífi hafi tilgangurinn fyrst og fremst verið sá að freista þess að vekja athygli á og skapa jákvæða umræðu um þá aðila sem telja mátti frum- kvöðla í íslensku viðskiptalífi. Aðila sem höfðu á einn eða annan hátt skarað fram úr og þá oftast byggt upp rekstur sinn að eigin frumkvæði, á eigin forsendum og með eigin fé. f ár hafi þótt ástæða til þess að víkka sviðið út og horfa einnig til atvinnustjórnenda. „Ég hygg að á engan sé hallað þótt það sé fullyrt að enginn atvinnu- stjórnandi á Islandi hefur náð jafn frábæi-um árangri í störfum sín- um og Hörður.“ Áhersla lögð á menntun starfsfólks Hörður Sigurgestsson sagði í ávarpi er hann tók við viðurkenn- ingunni að hans mat sé að ein meginástæðan fyrir að árangpir hefur náðst í Eimskip sé að félag- ið hafi lagt mikla áherslu á að hagnýta menntun, þekkingu og reynslu við val á starfsfólki f leið- andi stöður. „Ein mikilvægasta forsenda hagvaxtar og sterkari samkeppnisstöðu er aukin mennt- un í víðtækustu merkingu þess orðs. Á þeim vettvangi er meiri athygli en oftast áður. Þar er enn hægt að vinna marga sigra.“ Hörður benti á það sem hann telur að hafi skipt mestu máli fyrir Eimskip og önnur fyrirtæki landsins í viðleitni til að ná betri árangri á síðari árum. „Það er gjörbreytt viðskiptaumhverfí hér á landi. Minni og minni afskipti rikisvaidsins af öllum hugsanleg- um og óhugsanlegum tilvikum hafa valdið algjörum umskiptum. Frelsi eánstaklinga og fyrirtælga hefur leyst úr læðingi krafta, sem áður voru óþekktir og ónýtt- ir. Þessi þróun hefur skapað ný og ótvírwð tækifæri. Aukiu áhersla á lausnir markaðarins er ríkur þáttur í jákvæðri hagþróun síðustu ára, sem einnig hefur eflst af virkari þátttöku í alþjóða viðskiptum. Hér gætir nýrra við- horfa og leiðtoga í stjórnmálum. Ekki hefði ég látið mér detta það í hug fyrir nokkrum árum, að nær þriðjungur þjóðarinnar myndi skrifa undir hlutabréfa- kaup í ríkisbanka. Vonandi verð- ur hér framhald á,“ sagði Hörður Sigurgestsson, er hann tók við viðurkenningunni.
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72
Blaðsíða 73
Blaðsíða 74
Blaðsíða 75
Blaðsíða 76
Blaðsíða 77
Blaðsíða 78
Blaðsíða 79
Blaðsíða 80

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.