Morgunblaðið - 30.12.1998, Blaðsíða 53

Morgunblaðið - 30.12.1998, Blaðsíða 53
MORGUNBLAÐIÐ MINNINGAR MIÐVIKUDAGUR 30. DESEMBER 1998 58 að vissulega tæki hún lífinu alvar- lega. Megi Guð blessa hana. Kristján Karlsson. Fyrirboði, ekki skal ég segja um það, það var eitthvað sem sótti á huga minn í sumar og nú í vetur en það var hugmynd að tónsmíð fyrir fíðlu og píanó sem ég var að ljúka við að tónsetja nú fyrir nokkrum kvöld- um, ég hafði þá þegar valið því nafn, Amorita. Þetta áðurnefnda kvöld kom konan mín inn til mín þar sem ég sat við tölvuna mína og var að fullgera útfærslu mína á ofangreindu verki, þegar hún segir við mig: „Eg hef mikil sorgtíðindi að segja þér, Mai-ta Thors er látin.“ Mér féllust hendur og vai’ð algjörlega orðfall, það má segja að það hafi dregið úr mér allan mátt við þessa válegu frétt. Síðan þegar ég að lokum var búinn að jafna mig gerði ég mér fyrst grein fyrir að þai-na hafði ég misst annan af mínum kærustu vin- um sem ég hef verið svo lánsamur að eignast á lífsleiðinni, hinn fyrri var Jón Leifs og þó að ólík væru, veittu þau mér ómetanlegan styrk, hvort á sinn hátt. Jón með hvatningarorðum um að halda ótrauður áfram á þeirri braut sem ég hafði þegar markað mér, þó svo að margir hefðu álitið fremur neikvæða. Marta Thors hin- vegar með kærleik og ástúð sem aldrei verður gleymd né grafin. Marta Thors var einstæður per- sónuleiki, frá henni var svo mikil út- geislun. Eg er ennþá undrandi yfir þeirri umhyggju og hlýju sem hún sýndi mér, þá bráðókunnugum. Sennilega var það samvinna okkar á tónlistardeild Ríkisútvarpsins sem aldrei bai- skugga á. Hún sem píanó- leikari með háþróaða tónlistar- menntun og fluggáfuð, heimsborgari í fyllstu merkingu þess orðs. Þar fyr- ir utan var hún fagurkeri jafnt á list- ir og umhverfi eins og heimili hennar bar óskorað vitni, þai’ sem fegurð og listfengi voru alls ráðandi. Eg minnist með söknuði, en jafn- framt þakklæti, þeirra stunda sem við oft sátum saman í góðra vina hópi, hvort sem var í Landmanna- laugum eða sumarhúsi útvarpsins í Munaðarnesi. Þær samverustundir vóru ógleymanlegar. I mínum huga tel ég mig hafa notið mikillar gæfu fyi-ir að hafa orðið aðnjótandi þeirra forréttinda, svo ekki sé minnst á þær kvöldstundir heima hjá henni í Vest- urbrún, þar sem ég lék oft á flygilinn hennar og þá venjulega af fingrum fram, allt eftir því hvernig mér leið. Stundum fannst mér ég alveg eins geta verið í París, Vínarborg, Lund- únum eða New York. Þannig bar heimili hennar vott um alþjóðlega list og menningu, svo var einnig um menningu og listir sem íslenskai- voru. Þó að jólin séu hátíð ljóssins þá ber þó skugga á þau að þessu sinni, skugga sem þó mildast í minningu um yndislega manneskju sem hafði til að bera fegurð og göfgi jafnt innri sem ytri. Um leið og ég sendi fjölskyldu hennar minar innilegustu samúðar- kveðjur vil ég um leið þakka forsjón- inni fyrir þá gæfu sem mér hlotnað- ist með því að njóta vináttu hennar sem var hrein og fölskvalaus. Vin- áttu sem varðveittist í minningunni og mun aldrei gleymast. Vertu kært kvödd með þakklæti og vii-ðingu. Magnús Blöndal Jóhannsson. Mai-ta Thors var einstök kona. Hún var höfðingleg i fasi og stór í lund. Hún var fróð og víðsýn og það var skemmtilegt að heyra hana segja frá, enda hafði hún víða farið. Þótt ókunnugum virtist Marta fjarlæg bjó undir mikil mannleg hlýja. Hún hafði geislandi sjarma þegar vel lá á henni og var hlátur hennar smitandi. Það var á slíkri stundu sem hún heillaði litla stúlku fyrir næstum þrjátíu árum. Hún var ásamt fjöl- skylduvininum Ólafi Þórðarsyni í heimsókn hjá foreldrum mínum í bú- stað fyrir austan fjall - og gott ef Citroén-inn stóð ekki fyrir utan með húsvagninn hans Ólafs aftaní. Eg laðaðist strax að Mörtu og þegar ég uppgötvaði að hún bjó skammt frá foreldrum mínum var það fastmæl- um bundið að ég kæmi í heimsókn við fyi-sta tækifæri. Upp frá þessu fór ég að venja komur mínar á Vesturbrún 18. Marta tók mér ævinlega með mikilli ástúð. Hún talaði við mig eins og jafningja og bauð upp á te með sítrónuspeið að frönskum sið. Syst- urnar Ólöf og Guðrún tóku litlu stúlkunni einnig opnum örmum sem brátt leið eins einni af fjöskyldunni. Heimili Mörtu var rótgróið menn- ingarheimili og bar sterk merki áhugamála þeh'ra Péturs og þess hve víða þau höfðu dvalið erlendis. Þegar ég kynntist Mörtu var skammt frá láti Péturs Benedikts- sonar. Mikil og náin vinátta hafði verið milli foreldra minna og þeirra Péturs og Mörtu um langt skeið. Virðingin við minningu Péturs var slík, bæði á heimili mínu og hjá Mörtu, að mér varð fljótlega Ijóst hve mikið hún hafði misst við fráfall hans. Er ég lít til baka til uppvaxtai'ái'- anna finnst mér það hafa verið mitt stærsta lán að kynnast á unga aldri mörgum einstökum manneskjum af þeirri kynslóð sem nú er að hverfa. Ein þeirra var Mai'ta Thors. Henni og fjölskyldu hennai- bast ég vináttu- böndum sem hafa haldist alla tíð síð- an og nú á kveðjustundu minnist ég hennar með mikilli virðingu og þakk- læti. Salvör Nordal. Það fór undireins vel á með okkur. Að forgöngu Kristjáns Karlssonar hafði ég verið fenginn til þess að skrifa æviþátt um eiginmann henn- ar, Pétur Benediktsson, í Andvara. Þetta var vorið 1988. Marta tók mér eins og hún ætti í mér hvert bein. Þessa vor- og sumardaga kynntist ég meðfæddri gestrisni hennai’ og fyrh'- mennsku, smitandi glaðværð hennar og skarpri greind. Það mæltist svo með okkur að ég skrifaði bók um ævi Péturs og störf þegar ég kæmi heim frá námi í út- löndum. Við gerð ævisögunnar kynntist ég Mörtu betur - og ekki síst í ýmsum skyndimyndum frá lið- inni tíð. Hún kom mér fyrir sjónir sem einstaklega lífsglöð kona og hugrökk, búin fjölþættum gáfum. Marta varð snemma ritari föður síns, Ólafs Thors, og var honum alla tíð mjög náin. Hún hafði mikinn áhuga á stjórnmálum og fylgdist með þeim frá fyrstu hendi allt frá æskuárum fram yfli' miðjan aldur. Hún var einbeitt í skoðunum og stóð fast með sínum mönnum, föður sín- um og eiginmanni. Hún vai' listfeng eins og hún átti kyn til og stundaði nám í píanóleik í Vínai’borg. Henni var létt um að læra tungumál og talaði, auk Norð- urlandamála, ensku, þýsku og frönsku reiprennandi. Hún vann fyr- ir sér sem ritari um skeið og gat hraðritað jöfnum höndum á íslensku og ensku. Fyrstu árin eftir að hún gekk að eiga mann sinn, reyndi mjög á hana, en þá voru þau Pétur á linnulausum ferðalögum um stríðshrjáða Austur- Evrópu. Marta var úrræðagóð, ekki síður en Pétur, kom bílum í gang, saug úr þeim bensínstíflur, skaut fugla sér og öðrum til matar - ekkert óx henni í augum. Hún vai' ham- ingjusöm, hafði fundið mann sem hún gat elskað og var henni samboð- inn. I París og á Vesturbrún bjó Marta fjölskyldu sinni fagurt heimili - án alls íburðar. Gestrisni þeirra hjóna og greiðvikni var annáluð. „Hlýrra heimili var ekki til,“ sagði Kristján Albertsson. „Við, námsfólkið í París 'á sínum tíma, dáðum þau hjónin Mörtu og Pétur Benediktsson," sagði Valtýr Pétursson. En þrátt fyrir glaðvært yfirbragð voru miklar andstæður í skapgerð hennar. Hún var ýmist rómantísk eða raunsæ, skilningsrík og dómhörð á víxl, mild og ströng. Hún gat verið hrókur alls fagnaðar, en naut þess jafnframt að vera ein með sjálfri sér, stundum langtímum saman, ekki síst úti í íslenskri náttúru. Sorgir og vonbrigði lífsins gengu oft nærri henni en unnu aldrei á lífs- gleði hennar, þegar upp er staðið. Fáh’ sögðu skemmtilegar frá. Og þannig mun hún ævinlega lifa í hug- skoti mínu - hlæjandi dátt, augun geislandi, með hái’beitta athugasemd á vörum. Jakob F. Ásgeirsson. + Magmis Guð- laugsson var fæddur á Búðum í Hlöðuvík á Horn- ströndum 29. janú- ar 1924. Hann lést á heimili sínu 22. des- ember síðastliðinn. Foreldrar hans voru Guðlaugur Hallvarðsson frá Skjaldarbjarnarvík, búndi á Búðum frá 1916 til dánardags 1941, og kona hans Ingibjörg Guðna- dúttir frá Hælavík. Magnús giftist Ingibjörgu Magnúsdúttur frá Húlum í Reykhúlahreppi, Barðastrand- arsýslu, árið 1951. Þau eiga fiinm börn: 1) Orn B. Magnús- son vélgæslumaður, f. 11.10. 1951, kona hans er Guðlaug Guðsteinsdúttir, kennari. 2) Svanhvít Ingibjörg Magnús- dúttir, f. 13.8. 1953, maður hennar er Skúli Júnsson, sím- smiður. 3) Hrafnhildur Magnús- dúttir, f. 8.9. 1955, maður henn- Kæri frændi! Ekki bjóst ég við því að þinn tími væri kominn. Það var svo margt sem ég átti eftir að ræða við þig um Hornstrandir og Indriða draug í Hlöðuvík og sýna þér mynd- ir úr síðustu Hornstrandaferðum mínum. Eftir samtal okkar í sumar í síma hafði ég alla vega reiknað með því, að við ættum eftir að lyfta glös- um í Búðabæ í Hlöðuvík einu sinni enn Indriða til heiðurs. En enginn veit ævi sína fyrr en öll er. Leiðir okkar Magga frænda hafa lengi legið saman. Kynni okkar byrj- uðu árið 1956 þegar ég flutti ásamt foreldrum mínum og ömmu úr móð- urætt úr Hafnarfirði í Kópavoginn. Faðir minn Hallvarður Guðlaugsson og Maggi frændi höfðu þá byggt myndarlega húseign að Hófgerði 1, hæð og ris. Við bjuggum á neðri hæðinni, en Maggi frændi, Ingibjörg kona hans og börnin Örn, Svanhvít og Hrafnhildur á þeirri efri. Síðar áttu eftir að bætast í barnahópinn Magnús og Kristín. Þegar við fluttum í Kópavoginn var ég 9 ára gamall. Mér er ennþá minnisstætt tímabilið í Hófgerðinu. Það var gott tímabil. Kópavogurinn sem bæjarfélag var í frummótun. Kársnesskólinn var að hefja göngu sína, kirkjan var á byggingai’stigi og holtið í kringum hana tilvalið leik- svæði fyrir bófahasar af ýmissi gerð. Rútstúnið var einnig ósnortið leik- svæði að ógleymdum fótboltavellin- um við Vallargerði, þar sem ýmsir fengu að reyna frumraun sína. Þetta var umhvei’fí okkar krakkanna í Hófgerðinu og nálægum götum. Þetta var gott umhverfi, tiltölulega frjálst og lítt mótað. A þessum árum lékum við okkur talsvert saman ég og Örn sonur Magga frænda ásamt öðrum krökk- um úr hverfinu. Maggi frændi var alla tíð mjög geðgóður maður og léttur í lund. Óllum strákapörum okkar sýndi hann skilning, en reyndi samt að vanda um við okkur alvar- legur á svip, „við værum meiri bölv- aðir asnarnir að láta svona“. En aldrei var langt í glettnina og stráks- skapinn og ekki er ég grunlaus um, að hann hefði sjálfur viljað vera þátttakandi í prakkaraskapnum. A unglingsárum mínum skilja leiðir að nokkru. Þá flyt ég með for- eldrum mínum í austurbæinn í Kópavogi. Auðbrekku 21. Samt hitti ég Magga frænda alltaf annað slag- ið. Gamlársdagur var alla vega nokkuð fastur liður í þeim endur- fundum. Þannig var mál með vexti, að faðir minn, Maggi frændi og þrír aðrir trésmiðir, þeir Hannes Helga- son, Finnbogi Jónasson og Benedikt Davíðsson, en þeir höfðu lengi starf- að saman, tóku upp þann sið að „visitera" hver annan á gamlársdag og lyfta glösum í tilefni dagsins. Sá siður helst enn þann dag í dag. Þá voru auðvitað ýmsar krásir á borð- um s.s. gosdrykkir, hákarl og harð- ar er Svavar Bald- ursson, smiður. 4) Magnús Magnússon stýrimaður, f. 29.1. 1961, sambýliskona hans er Ingibjörg Sigurðardúttir, matráðskona. 5) Kristín Magnús- dúttir kennari, f. 24.2. 1963, maður hennar er Jún Kristúfer Arnars- son, garðyrkjumað- ur. Magnús úlst upp á Búðum í Hlöðuvík til 19 ára aldurs, en fluttist þá til Súðavíkur og stundaði sjú- mennsku um tíma. Þá fluttist hann til Reykjavíkur og húf nám í húsasmíði árið 1946. Magnús stundaði síðan iðngrein sína í 30 ár, en gerðist þá eftir- litsmaður og húsvörður hjá Landsvirkjun og vann þar til sjötugs. Utför Magnúsar fer fram frá Grafarvogskirkju í dag og hefst athöfnin klukkan 15. fiskui’, að ógleymdum sterkari veig- um. Ég man hversu spenntur maður var að bíða eftir því að hersingin kæmi til okkar. Og auðvitað fékk maður nokkra _ mola af þessu allsnægtarborði. I slíkum „selskap" vai’ Maggi frændi hrókur alls fagn- aðar. Þá var auðvitað margt látið fjúka og ýmis skot látin vaða, en allt í gamni gert. Leiðir okkar Magga frænda liggja síðan saman í meir en áratug hjá Byggingarsamvinnufélagi atvinnu- bifreiðarstjóra (BSAB). Hann vann þar sem trésmiður, en ég sem hand- langari trésmiða. Þess má næni geta, að margt óþvegið var oft látið vaða í slíkum samskiptum, þó að allt hafi auðvitað verið í góðu. Árin hjá BSAB voru skemmtilegt tímabil. Þetta vai’ góður vinnustaður, góður vinnuandi og margar litríkar persón- ur sem komu við sögu. Menn eins og Maggi frædi áttu líka sinn þátt í því að gera þetta að góðum vinnustað. Maggi frændi hafði róttækar þjóð- félagsskoðanir og skipaði sér í fylk- ingar vinstra megin í íslenskum stjórnmálum. Þegar ég var sem mest upptekinn við „bjarga“ heimin- um um og upp úr 1968, þá leitaði ég oft til Magga frænda með pólitísk hugðarefni mín og fékk þar ævinlega góðar viðtökm-. Maggi frændi fylgd- ist vel með starfi okkar í Fylking- unni og vai- áskrifandi að málgagni okkar Neista. Auðvitað gat hann sett ofaní við mig, ef honum þótti, að við í Fylkingunni værum að gera einvher asnastrik, einhver „taktísk“ mistök, en alltaf var það með góðum huga sagt, því að „vinur er sá sem til vamms segir“. Á árunum 1977 og 1978 hófu faðir minn og Maggi frændi byggingu á bústað í Hlöðuvík á Hornströndum. Þetta vai’ gamall draumur, sem þeh- bræður höfðu lengi alið með sér. Sumarið 1978 var bústaðurinn fok- heldur og sumarið eftir var hafist handa við að klæða hann að innan og innrétta. Fyrst í stað taldi ég þessar framkvæmdir hið mesta óráð, eða „rómantískt“ rugl, eða sorglegt dæmi um gamla menn, sem væru að leita til átthaganna á nýjan leik. 1982 lét ég svo fyi-st verða af því að fara til Hornstranda og þá átti ég svo sannarlega eftir að skipta um skoð- un. Strax þá varð ég svo heltekinn af svæðinu, að þaðan hef ég síðan ekki átt afturkvæmt. Síðan 1982 hef ég nánast verið þarna hvert einasta sumar með örfáum undantekning- um. Við Maggi frændi höfum átt saman margar dýrðlegar stundir í Búðabæ í Hlöðuvík. Þegar hann er annarsvegar, þá er andi Indriða alltaf nálægur, enda var Maggi frændi óspar á að skenkja Indriða dýrustu veigar til að þóknast duttl- ungum hans. Maggi frændi var afar bókhneigð- ur maður. Hann hafði mikið yndi af ljóðum og gerði talsvert af því að MAGNUS GUÐLA UGSSON setja saman tækifærisvísur. Bókleg- an áhuga Magga frænda má e.t.v. skoða í tengslum við það umhverfi sem hann elst upp við norður við dumbshaf. Myrkrið og norðaiw__________ hraglandinn hefur eflaust líka ýtt undh’ bókhneigð manna. I þjóðfélagi okkar í dag krydda menn á borð við Magga frænda til- veruna. Án slíkra manna væri lífíð fátæklegra. Kæri frændi! Einhvern tíma á óræðum stað og óræðum tíma munum við tveir hittast ásamt Ind- riða sjálfum og lyfta glösum með veigum sem eru Indriða þóknanleg- ar. Ég vil þakka þér samfylgdina, kæri frændi, og óska þér góðs geng- is á nýju tilverustigi. Guðmundur J. Hallvarðsson. Þegar ég fékk þá frétt núna fyrir jólin, að félagi minn og vinur, Magn- ús Guðlaugsson, hefði bm’t sofnað þá um morguninn, komu margar minn- ingar upp í hugann. Minningar fi’á ýmsum tímum. Frá fyrstu árum okkar kynna fyr- ir um fimmtíu árum, þegar við vor- um báðir rétt að ljúka okkar starfs- námi og samtímis að stofna okkar heimili og fjölskyldui’. Þau höfðu þekkst í æsku á sínum uppeldisslóð- um á Hornströndum, kona mín Guð- ný Stígsdóttir og Magnús og rifjuð- ust oft upp mörg skemmtileg atvik frá þeim dögum, þegar fundum okk- ar bar saman. Við fregnina um fráfall Magnúsar*" rifjuðust ekki síður upp margar minningar frá þeim árum þegai’ við Magnús tókum báðir, ásamt mörg- um öðrum eftirminnilegum félögum, þátt í að breyta Trésmiðafélaginu úr hinu gamla iðngildaformi í það að verða virkt iðnsveina- og verkalýðs- félag. En á þeim árum fengum við félagar Magnúsar margt gott ráð frá honum, bæði í óbundnu og bundnu máli, enda var hann alla tíð einn af hinum virkustu í „Liðinu“ svokall- aða. Hann var líka oft fulltrúi þess í ýmsum nefndum og ráðum félagsins. Og á seinni stigum þegar við bárum orðið ábyrgð á rekstri félagsins, bæði skipulagi baráttunnar, tóm- stunda og menningarstarfinu, þá kom það fyrir nokkrum sinnum að Magnús orti heilu bragina í léttum dúr, um menn og málefni, sem sungnir voru á árshátíðum félagsins og gerðu þar mikla lukku. Meðan við Magnús vorum svo líka vinnufélagar úti á hinum almenna vinnumarkaði, ásamt þeim Hallvarði bróður hans, Finnboga Jónassyni og Hannesi Helgasyni, urðu samvisth- okkar allra ennþá meiri. Við unnum saman, fórum út að skemmta okkur saman og í ferðalög saman, bæði ein- h’ sér „fimmkallai-nir“ og í fjöl- skylduferðir. Öll eigum við góðar minningar frá þeim fjölmörgu sam- verustundum sem við rifjum upp og þökkum. Magnús Guðlaugsson var mikið snyrtimenni í öllum sínum athöfnum og smiður góður í þess orðs íyllstu merkingu. Hann horfði líka stundum svolítið sposkur á okkur félaga sína ef við vorum að „gösla“ einhverju af í miklum flýti og vönduðum ekki nóg til verksins að hans mati. Það var gott að eiga Magnús að félaga og vini og er nú skarð fyrir skildi í „fimmkalla“ hópnum. En um leið og við hinir þökkum góða samfylgd og reynum að halda’ merkinu á lofti í hans anda, þá fær- um við konu hans, Ingibjörgu Magn- úsdóttur, sem einnig er góður félagi okkar, og börnum þeirra innilegustu samúðarkveðju frá okkur félögum. Benedikt Davíðsson. Sérfræðingar í blómaskrevtingum við öll tækifæri I Wl blómaverkstæði 1 IBinna I Skólavörðustíg 12, á horni Bergstaðastrætis, simi 551 9090
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72
Blaðsíða 73
Blaðsíða 74
Blaðsíða 75
Blaðsíða 76
Blaðsíða 77
Blaðsíða 78
Blaðsíða 79
Blaðsíða 80

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.