Morgunblaðið - 30.12.1998, Blaðsíða 52

Morgunblaðið - 30.12.1998, Blaðsíða 52
52 MIÐVIKUDAGUR 30. DESEMBER 1998 MINNINGAR MORGUNBLAÐIÐ + Marta Tliors fæddist í Reykjavík 28. mars 1918. Hún lést í Reykjavik 20. des- ember síðastliðinn. Foreldrar hennar voru Ólafur Thors, forstjóri Kveldúlfs og síðar forsætis- ráðherra og kona hans Ingibjörg Ind- riðadóttir Einars- sonar. Marta stundaði nám í pianóleik í Vínarborg á árun- um 1936-38. Á stríðsárunum starfaði hún við nýstofnað sendiráð í Washington hjá föð- urbróður sínum, Thor Thors. Hinn 9. janúar 1946 giftist Marta Pétri Benediktssyni, þá sendiherra í Moskvu, síðar bankastjóra og alþingismanni. Pétur var um þessar mundir skipaður sendiherra í París og stofnuðu þau sitt fyrsta heimili þar í borg. Dætur Mörtu og Pét- urs eru Ólöf, dómstjóri Héraðs- Kjarkur og áræði eru orðin, sem fyrst koma í hugann, þegar ég minn- ist tengdamóður minnar, Mörtu Thors. Kjarkur til að halda vel ígrunduðum skoðunum sínum fram og fylgja eftir réttlætiskennd sinni, við hverja sem var að eiga, og áræði til að takast á við ný verkefni, hvenær sem henni bauð svo við að horfa, allt fram á síðustu ár. En hún var fyrst og fremst heilsteypt kona, sterk, hjálpsöm og hlý. Ég varð þeirrar gæfu aðnjótandi K*,hð fá að búa í návist hennar í meira en 30 ár því fljótlega eftir að ég flutti úr foreldrahúsum til náms í Reykjavík, kynntist ég Ólöfu dóttur þeirra Péturs og fór að venja komur mínar á heimili þeirra. Pangað flutti ég 19 ára gamall og hef átt dagleg samskipti við Mörtu æ síðan. Pétur, tengdafaðir minn, lést fáum árum síðar, en Marta bjó í húsinu með okkur, þar til að hún veiktist alvar- lega fyrir fáum misserum. Heimili þeirra Péturs var einstak- lega fallegt, mikið bókasafn Péturs og flygill Mörtu sköpuðu umgjörð um alls kyns gamla muni og minjar, sem þau höfðu eignast á langdvölum sínum víðs vegar um Evrópu. Dæt- umar, Ólöf eiginkona mín og Guð- rún, sem alla tíð hefur verið mér sem systir, nutu mikillar umhyggju og alúðar foreldra sinna í hverju sem þær tóku sér fyrir hendur. Mér var tekið eins og kærum syni og naut í alla staði sama stuðnings og systurnar. Það var ómetanlegt að geta leitað til Mörtu með nánast hvað eina, hvort sem var í námi eða starfi. Hún var alltaf boðin og búin að leggja málum lið, ráðleggja, fræða eða skemmta. Heimilið var jafnframt ávallt opið vinum okkar allra. Síðar, þegar sjö systkinaböm mín að norðan komu til náms í Reykjavík og bjuggu hjá okkur Ólöfu, hvert af öðru, sum árin þrjú saman í senn í tvo til sjö vetur, varð Marta þeim eins og besta amma. Þau nutu góðs af samvistum við hana og það var gagnkvæmt, að þau vildu allt fyrir hana gera. Seint og um síðir þegar barnabörnin hennar komu í heiminn, fjórar stúlkur á fimm árum, tók hún ömmuhlutverkið mjög einarðlega, umhyggjan var mikil og samskipti þeirra falleg. Dætur okkar Ólafar, Marta María og Ingibjörg Guðný, nutu þess að eiga ömmu sína í sama húsi alla tíð og ófáar voru ferðirnar upp stigann, hvort sem löngunin eftir samneyti við ömmu var ástæð- ^an eða flúið var undan ofríki for- eldranna. Var þá oftar en ekki skipt um skap í miðjum stiga og kallað: >sAmma, amma mín, ég er að koma.“ A loftinu var glatt á hjalla, en þar ríkti samt mikill agi, undir kjörorð- inu „amma ræður“. Sambýli þessara þriggja kynslóða » var yndislegt, og það skapaði festu * n um leið vídd, sem erfitt er að skýra í orðum. Dætur Guðrúnar og dóms Reykjaness, gift Friðriki Páls- syni forsfjóra Sölu- miðstöðvar hrað- frystihúsanna, og Guðrún, forstöðu- maður Sjávarút- vegsstofnunar Há- skóla Islands, gift Ólafi Hannibalssyni varaþingmanni. Ragnhildur Paus, endurskoðandi í Ósló, er dóttir Pét- urs af fyrra hjóna- bandi. Árið 1956 komu þau Pétur heim og varð hann bankasfjóri við Landsbankann. Eftir lát Péturs 29. júní 1969, réðst Marta sem tónlistarfull- trúi hjá Ríkisútvarpinu og starf- aði þar til sjötugsaldurs. Síðustu þrjú ár átti Marta við erfið veikindi að stríða og naut þá hjúkrunar og umönnunar á hjúkrunarheimilinu Skjóli. títför Mörtu fer fram frá Dómkirkjunni í dag og hefst at- höfnin klukkan 13.30. Ólafs, þær Ásdís og Marta, hafa ekki síður notið umhyggju ömmu sinnar og áttu margar ógleymanleg- ar stundir með henni bæði heima og í sumarbústaðnum í Biskupstung- um. Missir dótturdætranna er mik- ill, en minningin er falleg og sterk. Eftir að Pétur dó árið 1969 hóf Marta störf á tónlistardeild Ríkisút- varpsins, en hún var afar vel að sér um tónlist og tónlistarsögu, enda nam hún tónlist og heimspeki í Vín- arborg á árunum fyrir stríð. Marta var þar góður liðsmaður og eignað- ist marga góða vini og trausta sam- starfsmenn, sem hún minntist oft með hlýju. Síðustu misserin bjó hún á Skjóli og naut þar einstakrar umönnunar. Henni var það vissulega þungbært að missa heilsuna og flytjast af heimili sínu, en hún tók því með skapstyrk og af æðruleysi. Á Skjól var gott að koma, enda ríkir góður andi á því stóra heimili. Öllum, sem þai- starfa og önnuðust Mörtu, er þakkað af alhug fyrir fag- mennsku og hlýju. Einnig þökkum við sérstaklega Aðalheiði Sigfús- dóttur, sem var Mörtu stoð og stytta og sannur vinur í veikindum hennar. Marta var stórlynd og bjó yfir svo miklum persónutöfrum að frá henni stöfuðu sterkir straumar, sem létu engan ósnortinn. Hún var einarður og umhyggjusamur vinur vina sinna og hún var líka fóst fyrir, þegar á þurfti að halda. Marta var góður mannþekkjari og fljót að átta sig á skaphöfn fólks. Fláræði, drambsemi og stærilæti þoldi hún síst, og í samskiptum við þá, sem henni líkaði ekki, beitti hún gjarnan ríkri og óvæginni kímni sinni svo að undan sveið. Marta hafði gott vald á fjölda tungumála, var vel lesin og bjó yfir mikilli reynslu af landsmálum og heimsmálum frá uppeldi í foreldra- húsum og eftir störf sín erlendis um langt árabil. Hún var ekki uppnæm fyrir smámunum og hafði einstakt lag á að greina aðalatriði frá aukaat- riðum. Marta hafði sterkar skoðanir á stjórnmálum og lagði þar sitt eigið mat á og lét ekki segja sér fyrir verkum. Kynni hennar af mörgum fulltrúum stórveldanna vestan hafs og austan á tímum kalda stríðsins höfðu vitanlega mikil áhrif á hana og hún fylgdist alla tíð með þróun mála í erlendum stjórnmálum sem inn- lendum. En hún var fyrst og síðast sannur íslendingur, stuðningsmaður frelsis og lýðræðis. Hin góðu slagorð Sjálfstæðisflokks hennar tíma, stétt með stétt og gjör rétt, þol ei órétt, voru henni eðlislæg og lýsa vel við- horfum hennar sjálfrar til þjóðmál- anna. Marta Thors var styrkur stólpi. Hún gerði alla sem henni kynntust að betri mönnum. Það munar um liðstyrk hennar til góðra verka í nýjum heimkynnum. Guð blessi minningu hennar. Friðrik Pálsson. Besta amma í öllum alheiminum. Elsku besta amma, nú ertu farin í burtu frá okkur. Þér líður nú samt örugglega vel því nú ertu komin upp í Himnaríki og svífur um í hvítum silkikjól með afa Pétri. Þú áttir gott líf, fallegar minningar, til dæmis frá áttræðisafmælinu á þessu ári. Og þegar við sögðum að þú værir feg- urðardrottning, en þú neitaðir því alltaf og sagðir að við værum mestu fegurðardrottningarnar. Þegar við vorum að spila sast þú alltaf í sólinni og Marta María sat í skugganum og sá í gegnum spilin þín og sagði, að þú værfr með krókódíl, þá fórst þú að hlæja og sagðir að það væri rétt. Svo bjóstu líka til besta ostabrauð í heiminum. Þú varst alltaf svo glöð og skemmtileg. Oft þegar við vorum uppi í ömmubústað fórum við í sund og þú komst með okkur og fylgdist með okkur af bakkanum og passaðir að allt væri í lagi. Þú hlóst þegar Marta hélt fyrir nefið í rennibraut- inni og Ásdís stökk af stökkbrettun- um. Það var líka gott að sitja hjá þér í sófanum þegar þú hélst á okkur og spjallaðir. Það urðu allir svo sorgmæddir þegar þú dóst. Það er nú heldur ekkert skrítið því að þú varst svo góð. Það var næstum því að það hafi komið flóð, það var grátið svo mikið. Þú skildir líka alltaf allt, sem við sögðum þér. Þú valdir þér góðan dag til að deyja svona rétt fyrir jólin, svona fyrir afa Pétur. Þín barnabörn, Marta María, Ásdís, Ingibjörg Guðný og Marta. Að heilsast og kveðjast er lífsins saga og í dag kveðjum við Mörtu Thors. Við frændsystkinin nutum þeirra forréttinda að kynnast Mörtu er við bjuggum hjá Ólöfu og Friðriki frænda á Vesturbrúninni á námsár- um okkar. Samverustundirnar með Mörtu voru margar og urðu þær fljótt að okkar skemmtilegustu fróðleiks- og frásagnarstundum. Við kynntumst þarna konu sem hafði lifað viðburða- ríku lífi. Hún opnaði fyrir okkur reynsluheim sinn með afburða frá- sagnarlist þar sem glettnin átti sinn fasta sess. Það var gaman að um- gangast Mörtu, hún hafði alltaf eitt- hvað til málanna að leggja, skarpar skoðanir, skemmtileg sjónarhorn og ógleymanleg tilsvör. Við erum öll ríkari sem áttum þess kost að kynnast henni og fyrir það erum við þakklát. Valdís, Páll, Skúli, Guðný, Einar, Bergþór og Ingunn. Glóð yfir Esju með hæverskum undrafínum tónbrigðum yfir hvítum hömrum og djarfar fyrir brúnleitu stáli, skyggðum skriðum og tálguð- um klettastöllum undir þar sem gisnar snælín, og glóðin hvikaði og andaði vært í mjúkum skýjagráma með blíðum tilbrigðum einsog bros, svo hvarf glóðin; ég vissi af henni áfram og hvert hún vísaði. Hún minnti mig þessi glóð á það hvemig hún brosti stundum og oft þannig að lengi eimdi eftir Marta frænka mín, svo milt og hlýtt úr djúpum hugarfylgsnum án þess að fjölyrða um hugrenningar sínar. Þar duldi hún næmleika og auðsæran- lega viðkvæmni og líka stórt og mik- ið skap sem var tamið, og ríkast í lundinni að meiða ekki aðra. Þannig hugsa ég til þessarar frænku minnar á göngu þegar ég horfi til fjalla og veit að það er meiri snjór í loftinu. Og jólin að koma. Eg finn svip hennar og þetta bros hennar anda blíðu í hug mér, þetta bros sem var oft einsog það væri annaðhvort að vakna eða hjaðna úr einhverju djúpi sem átti margt ósagt en kom einsog til að þíða ein- hverja hélu eða hrím í kringum sig, og eitthvað í þeirri græðandi nær- veru gat stundum minnt mig á sam- eiginlega ömmu okkar Margréti Þorbjörgu sem þurfti ekki að tala til að nærvera hennar mildaði í kring- um sig með orðfáu frjómætti. Þegar ég er að reyna að kveðja þessa sérstæðu konu og koma orð- um að þvl hvernig mér varð við and- látsfregn hennar, vakna margskonar minningar, einkum frá kynnum við hana í París og þá kviknar eitt af öðru af samskiptum við hana og bónda hennar Pétur Benediktsson, og ekki sízt af samstilltri rausn þeirra og höfðingsskap, andrúms- loftinu sem þau vöktu með örlæti og gáfum sem féllu svo vel saman á heimili þeirra. Og þó ég sé á göngu minni í dag að hugsa um þá frjóu þögn sem mér fannst búa í djúpi þessarar konu þá var hún á bak við orðin og fasið. Og vissulega var hún vel talandi kona og skemmtileg í orðræðum. Þau voru bæði, hvort um sig, mikilshátt- ar höfðingjar sem alla hlutu að snerta með ólíkum hætti. Beggja naut ég langt umfram það sem hér er við hæfi að rekja. Aðsópsmiklar gáfur Péturs og vopnfimi í orðræð- um og skoðanaskiptum knúðu mig oft til að snerpa mín eigin viðhorf og þegar umbrotin í þeim leikum og glæringarnar espuðu geðsmuni mína kom umburðarlyndi frænku minnar með mildinni sem sefaði og örvaði til víðsýnni þanka og meiri þroska. Með viðleitni hennar til að skilja þá ólgu í frænda hennar bryn- varða þótta sem stóð hennar eigin mildi og geðprýði svo fjarri. Það var sama hvort híbýli þeirra voru full af gestum af ýmsu þjóð- erni, eða þau fylltu hús sitt íslenzku fólki, vistuðu í heimsmiðjunni við ólíkar aðstæður og ástæður, það var þeim báðum í brjóst lagið að láta öll- um líða vel nærri sér og tendra fjör, vekja gleði, jöfn við alla og nærgæt- in. Við andlátsfregn Mörtu er ekkert lát á minningum sem koma í ýmsar gáttir hugarins og leita orða. Orðin eru ekki auðgripin til þeirra erinda, og það færist kyrrð yfir það svip- þing, ómandi friður. Það ljómar innra af minningu um þessa fágætu konu sem var stór í hæversku sinni. Glóðin yfir Esju bjarmaði áfram í huganum eftir að hún dvínaði og hvarf. Og svo veit ég að muni áfram um minningu Mörtu, og með þá vissu sendi ég samúðarkveðju til dætra þeirra Péturs,. Ólafar og Guð- rúnar og annarra vandamanna. Thor Vilhjálmsson. Mér er ljúft að minnast með nokkrum fátæklegum orðum nýlát- innar vinkonu minnar, Mörtu Thors. Ég kynntist Mörtu fyrst að ráði er við hjónin fluttum til Parísar árið 1954 en áður höfðum við þekkst lítil- lega í Menntaskólanum í Reykjavík. Maðurinn minn, Hans G. Ander- sen, hafði þá verið skipaður sendi- herra hjá NATO og var þetta fyrsti póstur okkar í utanríkisþjónustu ís- lands en upphaf að nær fjörutíu ára starfi á erlendri grund. Á þessum tíma voru tveir sendiherrar starf- andi fyrir ísland í París, sem svo seinna var sendiráð, enda flutti svo NATO til Belgíu síðar eins og kunn- ugt er. Að flytja til lands eins og Frakk- lands með tvö ung börn, stofnsetja heimili og allt sem búferlum fylgir, er vægast sagt erfitt. Frönskukunn- átta takmörkuð, aðeins gamla menntaskólafranskan, meira eða minna rykug. Það sem í raun auð- veldaði þetta allt saman var, að á staðnum voru fyrir yndisleg hjón, sem sé sendiherrahjónin Marta og Pétur Benediktsson. Tóku þau á móti aðkomufólkinu og greiddu götu okkar á allan hátt. Var þetta upphaf að einlægri ævilangri vináttu okkar allra. Pétur Benediktsson var sem sé þá sendiherra íslands hjá Frakklands- stjórn og í fleiri löndum, hans síðasti póstur á löngum glæstum ferli í ut- anríkisþjónustunni, áður en hann hélt heim til íslands til annarra starfa að eigin ósk. Heimili sendiherrahjónanna í París var rómað fyrir glæsileik. Þar réð ríkjum hlýlegt andrúmsloft og sérlega góður smekkur, mest ráð- andi sjaldgæft safn fallegra muna sem hjónin höfðu eignast á ferðum sínum víða um lönd. I þessu and- rúmslofti naut Marta sín vel. Hún var glæsileg kona, mjög sérstök, sterkur persónuleiki svo af bar og fór það ekki fram hjá neinum sem henni kynntist. Hún var gædd al- hliða gáfum og þá ekki síst á músik- MARTA THORS sviðinu. Lagði hún stund á nám í pí- anóleik í Vínarborg og víðar og var góður píanisti. Marta og undirrituð glímdu stöku sinnum við fjórhentai- tónsmíðar af léttara taginu og var hún mér auðvitað miklu fremri á því sviði enda spilaði ég ávallt auðveld- ari partinn. Marta gegndi í mörg ár með glæsibrag hinu vandasama starfi konu sendiherra, sem seint verður metið til fullnustu. Það starf er þó mjög stór þáttur í starfrækslu eins sendiráðs og hvílir mikil ábyi-gð einatt á maka sendiherra í hvívetna. Eftir lát Péturs, eiginmanns Mörtu, starfaði Marta í mörg ár í músik- deild Ríkisútvarpsins. Ég læt hér staðar numið, aðrir munu fjalla um lífsferil Mörtu að öðru leyti. Ég kveð að endingu góða vinkonu, konu sem varð mér mikils virði í lifinu, konu sem ég bar ávallt mikla virðingu fyrh’ vegna mann- kosta hennar. Að endingu sendi ég mínar inni- legustu samúðarkveðjur til dætr- anna tveggja, Ólafar og Guðrúnar, og fjölskyldna þeirra beggja. Ástríður H. Andersen. Hún var gáfuð og skemmtileg, hlý og glaðvær og hafði fágætt eyra fyr- ir gamni af hvaða tegund sem var; hún gat tekið meinlegri fyndni sem hverjum öðrum fimleik máls og það kom sér vel, því að hún var lengst- um nærri orrahríð stjórnmála. Henni var lagið að taka hlutum með réttum viðbrögðum: það var alltaf svolítill ávæningur af ósýnilegu leik- sviði kringum hana. Ekki svo að skilja að hún tæki ekki lífið alvar- lega. í „raunverulegu“ leikhúsi var hún afar næm á falskar nótur. Hún sótti leikhús mikið hvar sem hún átti heima og það var gaman að tala við hana um leiklist. Á sendiherraárum þeirra hjóna Péturs Benediktssonar og hennar í París var ég svo Iánsamur að búa tvívegis stuttan tíma á heimili þeirra á Avenue d’Eylau. Þar vóru tvær smádætur, Ólöf og Guðrún. Ég er lítill uppeldisfræðingur en veit þó, að ég hefi varla orðið vitni að þvílíkri ástúð og mér liggur næst að segja hugvitssemi sem Martha auðsýndi dætrum sínum. „Maður reynir það bezta,“ sagði hún, „en hvað veit maður." Þessi athugasemd var lík henni, hún virtist örugg og stundum stórlát en ofmetnað átti hún ekki til. Tónlist var líf hennar og yndi og hún hafði ung stundað tónlistarnám. Eiginmaður hennar lézt ekkert eyra hafa fyrir tónlist en það var öðrum þræði gamansöm fyrirtekt hans. Hann hafði að vísu meiri áhuga á bóklestri. Sjálf las Martha mikið, nýjai’ bókmenntir einkum enskar og skiptist á bókum við móður sína Ingibjörgu, sem var þekkt fyrir áhuga á bókmenntum og lét meira til sín taka í þeim efnum en almennt mun vitað. Martha hafði ekki oftrú á mann- eskjunni - ég gizka á að kynni henn- ar af stjórnmálum hafi átt einhvern þátt í því. En hún var svo hjartahlý að hún fyrirgaf flest, örlát og við- kvæm, „ég sem er ekki annað en ein titrandi tilfinning,“ sagði hún, en var kempa þegar á reyndi. Hið auðuga bókaherbergi Péturs Benediktssonar í París (og seinna í Reykjavík) var dásamleg vistarvera. Yfirleitt sátum við Pétur þar á kvöldin og langt frameftir þennan tíma í París (og reyndar stundum síðar). Oft tók Martha þátt í okkar langa spjalli og þá var glatt á hjalla. Einhvern tíma á seinni árum sagði hún við mig: „Ég ætla að skrifa end- urminningagrein um samtöl ykkar Péturs á Eylau.“ „Já,“ sagði ég, „og sjálfa þig um leið.“ „Nei, nei,“ sagði Martha, „ég var bara hlustandi." En það var nú öðru nær. Réttara væri að hún var oft lífið og sálin í þessu spjalli, um sögu, bókmenntir, stjóm- mál og hvaðeina. Einhvern tíma komum við Pétur heim góðglaðir og vórum búnir að koma okkur fyrir í bókaherberginu, þegar Martha leit inn og virti okkur fyi’ir sér. „Hvort viljið þið heldur mjólk eða kampa- vín?“ spurði hún alvarleg. „Ef við segjum kampavín," svöruðum við, „er þá nokkur von að við fáum mjólk?“ Án frekari orða sótti Martha kampavín. Sjálf var hún kampavín í samskiptum við fólk, þó
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72
Blaðsíða 73
Blaðsíða 74
Blaðsíða 75
Blaðsíða 76
Blaðsíða 77
Blaðsíða 78
Blaðsíða 79
Blaðsíða 80

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.