Morgunblaðið - 30.12.1998, Blaðsíða 33

Morgunblaðið - 30.12.1998, Blaðsíða 33
MORGUNBLAÐIÐ MIÐVIKUDAGUR 30. DESEMBER 1998 33 AÐSENDAR GREINAR 2,4 milljarða fjárlaga- afgangur - 17 milljarð- ar í endurgreiðslur lána FJÁRLÖG ríkisins fyrir árið 1999 voru afgi-eidd á Alþingi sköramu fyi'ir jól. Samkvæmt þeim er gert ráð fyrir afgangi á rekstri ríkisins á næsta ári sem nemur ríf- lega 2,4 milljörðum króna og þarf að fara tæp tuttugu ár aftur í tím- ann til að finna hliðstæðu. Þetta jafngildir nær 11 milljarða afgangi miðað við þá uppgjörsaðferð sem notuð var allt fram á síðasta ár. En það er fleira sem er sérstakt við þessa fjárlagaafgreiðslu því að það mun vera nær einsdæmi í íslenskri hagsögu að fjárlög séu afgreidd með meiri afgangi en gert var ráð fyrir í fjárlagafrumvarpi. Yfirleitt er þróunin á hinn veginn þar sem útgjöldin aukast meira en tekjurn- ar í meðfórum Alþingis. Viðbótartekjur til almanna- ti-ygginga og byggðamála Samkvæmt endurskoðaðri þjóð- hagsspá sem birt var fyrr í þessum mánuði má ætla að tekjur ríkis- sjóðs verði meiri á næsta ári en áð- ur var áætlað. Þessum tekjum er að hluta varið til að styrkja afkomu íTkissjóðs og greiða niður skuldir. Auk þess hefur ríkisstjórnin ákveð- ið að verja umtalsverðum fjárhæð- um til þess að bæta kjör aldraðra og öryrkja, meðal annars til þess að hækka frítekjumörk. Þá er verulegum fjárhæðum varið til byggðamála og þar með til að jafna aðstöðumun á landsbyggðinni gagnvart höfuðborgarsvæðinu. Ennfremur er auknu fé varið til mennta- og samgöngumála svo fátt eitt sé nefnt. Skuldir ríkissjóðs greiddar niður Mörg rök eru fyrir því að ríkis- sjóður sé rekinn með afgangi eins og nú er. Við ríkjandi efnahagsað- stæður, sem einkennast meðal ann- ars af miklum umsvifum í efna- hags- og atvinnulífi og mikilli aukn- ingu þjóðarútgjalda, er mikilvægt að staða ríkisfjármála myndi mót- vægi við viðskiptahallann og stuðli að auknum þjóðhagslegum spam- aði. Ríkisstjórnin hefur reyndar beitt sér fyrir auknum þjóðhags- legum sparnaði með ýmsum öðmm hætti, meðal annars nú síðast með átaki til að efla viðbótarlífeyi'is- spamað landsmanna. Ekki skiptir síður máli að traust afkoma ríkis- sjóðs gerir kleift að greiða niður skuldir ríkissjóðs og grynnka þannig á vaxta- og greiðslubyrði næstu ára. Samkvæmt fjárlögum næsta árs er lánsfjárjöfnuður jákvæður um nær 17 milljarða króna. Þessi fjárhæð gengur öll til þess að greiða niður skuldir ríkissjóðs. Á árunum 1998 og 1999 er því áformað að verja rúmum 30 millj- örðum króna til lækkunar á skuld- um. Þessi fjárhæð svarar til ná- lægt 12% af heildarskuldum ríkis- sjóðs. Áætlað er að heiidarskuldir Á árunum 1998 og 1999, segir Geir H. Haarde, er áformað að verja rúmum 30 milljörðum króna til lækkunar á skuldum. ríkissjóðs lækki úr 46% af lands- framleiðslu á árinu 1997 í 34% á árinu 1999. Sala eigna til lækkunar skulda Eg vil vekja sérstaka athygli á því að á árunum 1998 og 1999 er áætlað að sala á eignum ríkisins skili 13-14 milljörðum króna í ríkissjóð. Þess- ir fjármunir ganga all- ir til þess að greiða niður skuldir ríkis- sjóðs. En auk þessara fjármuna fara 16-17 milljarðar króna úr reglubundnum rekstri ríkisins til þess að greiða niður skuldirn- ar. Það er því annað- hvort misskilningur eða útúrsnúningur þegar ýmsir þingmenn stjórnarandstöðu halda því fram að tekj- ur af sölu eigna fari til þess að fjármagna aukin útgjöld. Hið rétta er að þess- um tekjum er alfarið varið til þess að lækka skuldir ríkisins og þar með lækka vaxta- og greiðslubyrð- ina á næstu árum. Þetta eru veiga- mikil rök enda geta vonandi allir verið sammála um nauðsyn þess að okkur beri skylda til að lækka skuldir ríkissjóðs eins hratt og við getum þannig að við veltum skuldabagganum ekki yfir á kyn- slóðir framtíðarinnar. Hagstæður alþjóðlegur samanburður Samanburður á stöðu ríkisfjár- mála er ekki einungis hagstæður þegar horft er inn á við heldur einnig með tilliti til stöðunnar í okkar helstu nágrannaríkjum. Þannig er Island eitt örfárra aðild- arríkja OECD þar sem ríkissjóður skilar afgangi. I flestum ríkjanna er hins vegar halli sem nemur á bilinu 1-2% af landsframleiðslu. Jafnframt er skuldastaða hins op- inbera betri hér en víða annars staðar. I þessu felst hins vegar ekki að við getum leyft okkur að slaka á þeirri ábyrgu efnahags- stefnu sem hér hefur verið fylgt að undan- fórnu. Við þurfum að hafa í huga að íslenska hagkerfið er afar smátt á alþjóðlegan mælikvarða og því er- um við berskjaldaðri fyrir hugsanlegum ytri áföllum en aðrar þjóðir. Þess vegna er mikilvægt að nýta þann meðbyr sem við höfum í efnahagsmálum til þess að búa í haginn fyrir framtíðina. Grunnur að áframhaldandi stöðugleika Niðurstaða fjárlaga fyrir árið 1999 er til þess fallin að efla þjóð- hagslegan sparnað og draga úr við- skiptahalla. Áætlað er að viðskipta- halli verði 5 milljörðum króna minni á næsta ári en í ár. Jafn- framt er með fjárlögunum lagður gi-unnur að áframhaldandi stöðug- leika í efnahagslífinu, eflingu at- vinnulífs og bættum kjörum al- mennings í landinu. Eg hef lagt áherslu á að lækkun skulda ríkis- sjóðs eigi að vera forgangsatriði í ríkisfjármálum enda er það eitt brýnasta verkefni sem við stöndum frammi fyrir í efnahagsmálum. Með samþykkt fjárlaga fyrir árið 1999 er stigið enn eitt mikilvægt skref í þá átt. Höfimdur er fjármákiráðherra. Geir H. Haarde Dagvistar- vandinn í Reykjavík BORGARYFIRVOLD hafa falið Dagvist barna að hafa umsjón og eftirlit með dagmæðrastarfseminni og sjá um veitingu dagmæðraleyfa, sbr. lög um félagsþjónustu sveitar- félaga og reglugerð um starfsemi dagmæðra. Auk þess á stofnunin að sjá um útborgun á niðurgreiðsl- um daggæslugjalda, sem renna nú beint til dagmæðra. Það er pólitísk ákvörðun að styrkja dagmæðra- starfsemina á þennan hátt og var hugsunin sú að foreldrar borguðu sambærileg gjöld fyrir þessa þjón- ustu og fyrir dvöl í leikskóla. Reykjavíkurborg hóf fyrst sveit- arfélaga árið 1996 að greiða niður gjöld fyrir öll börn hjá dagmæðr- um, þ.e.a.s. ekki eingöngu fyrir börn námsmanna og einstæðra for- eldra. Niðurgreiðslan fyrir hjón og sambúðarfólk er nú kr. 10.000 á mánuði og kr. 21.600 fyrir hina hópana. Svo hefur verið litið á að dag- mæðrakerfið gæti með tilstyrk gæsluleikvalla brúað bilið fyrir for- eldra sem era að bíða eftir leik- skólaplássi fyrir börn sín. En nú er Bleik brugðið. Dagmæður anna ekki eftirspurninni og sumir for- eldrar þurfa að sætta sig við það að barnið þeirra dvelji hjá dagmóður, sem er kannski með óleyfilega mörg börn, og önnur börn fá ekki pláss. Um þetta hefur verið fjallað í blöðum og kallað eftir ábyi’gð Dag- vistar barna. Er þá vísað til ákvæða í lögum um leikskóla sem segja að sveitarfélögum beri skylda til að sjá foreldrum fyrir leikskóladvöl börnum þeirra til handa að loknu fæðingarorlofi. Þetta ákvæði er túlkað á þann hátt að svo framarlega sem sveitarfé- lögin standa sig ekki í þessu þá beri þeim skylda til að sjá til þess að börnin fái annars konar gæslu á meðan beðið er eftir leikskóla- plássi. Lögin segja ekkert til um hvaða tímamörk era á því mikla verkefni, en það er aftur á móti stefna borgarstjórnar Reykjavíkur að öll börn eins árs og eldri eigi kost á því að dveljast í leikskóla eða í annarri daggæslu. Það hefur hingað til ekki verið vilji dagmæðra í Reykjavík að ger- ast starfsmenn borgarinnar heldur hafa þær viljað halda stöðu sinni Það er hlutverk okkar starfsmanna og stjórn- enda Dagvistar barna, segja Bergur Felixson og Steinunn Hjartar- dóttir í seinni grein sinni, að velta upp möguleikum og koma með hugmyndir um þjónustu við borgarbúa í dagvistarmálum. sem sjálfstæðir verktakar. Síðustu árin hefur borgin þó komið meira inn í starfsemina, bæði með æ meiri fjárstuðningi í formi niður- greiðslna eins og áður er getið og aukinni þjónustu af hálfu dag- gæsluráðgjafa sem era ráðnir sér- staklega til að sinna þessu verk- efni. Foreldrar gera sífellt meiri kröfur um gæði þeirrar þjónustu sem þeir þurfa að borga fyrir og því hafa daggæsluráðgjafar okkar vissulega fengið að kynnast. Erind- um til þeirra frá foreldrum barna hjá dagmæðrum fjölgar dag frá degi. Til að bregðast við þeim vanda sem við stöndum frammi fyrir þarf að finna lausn á því hvernig dag- mæði'akerfið geti virkað þannig að foreldrar þurfi ekki „að þakka fyrir að fá yfirleitt inni fyrir barnið sitt og kyngja því sem þeir eru ekki sáttir við“, svo vitnað sé í blaða- grein eftir móður sem birtist hér í blaðinu. En hvað er til ráða? Það má hugsa sér að styrkja starfsemi dagmæðra á þann hátt að þeim sé gert auðveldara að vinna tvær og tvær saman og njóta þannig stuðnings og aðhalds hver frá annarri. Breytingar á niður- gi'eiðslum í þá vera að tekið sé tillit til aldurs barna koma einnig til greina. Barnafjöldi hjá dagmæðrum undanfarin 10 ár hefur verið frá 850 börnum upp í 1.100 börn eins og nú er og fjöldi dagmæðra rúm- lega 200. Sá fjöldi er ekki nægur til að mæta eftirspum eins og áður segir. Við höfum ekki trú á að með núverandi kerfi og í því atvinnuá- standi sem við búum við í dag tak- ist að laða það marga að störfum dagmæðra að það leysi vandann, en það verður engu að síður að leggja dagmæðram og foreldram barnanna lið og bæta þjónustuna. En það er að okkar mati áfram- haldandi uppbygging leikskóla, sem skiptir höfuðmáli ef ná á þeim markmiðum sem stjórnvöld hafa sett. Vandinn er hins vegar sá að þótt við fengjum 10 leikskóla í hendurnar á morgun yrði nánast útilokað að við gætum mannað þá. Starfsmannamál Það hefur lengi ver- ið vandamál í leikskól- unum að fá starfsfólk í vinnu. Bæði er al- mennur skortur á leikskólakennuram og öðra uppeldismennt- uðu fólki og einnig er annmörkum háð að ráða Sóknarfólk með reynslu og nánast lág- marksþekkingu til að- stoðarstarfa á deild- um til að fylla í þau störf á fardögum sem era á haustin og einnig um áramót. Starfskjör og laun faghópa og annarra starfsmanna okkar hafa heldur ekki verið til að laða fólk til starfa á „góðæristím- um“. Lágmarkslaun eru frá 70 þúsundum og upp í rúmar 90 þús- und krónur á mánuði eftir þriggja ára sérnám sem er á háskólstigi. Á þessum málum þarf að taka. Það starfsfólk sem nú vinnur á leikskólunum eru mest konur (97%) á aldrinum 20 til 40 ára, en starfsmenn okkar era nú um 1.600 talsins. Eðli málsins samkvæmt eru mikil afföll vegna barneigna og veikinda, en umgangspestir eiga greiða leið í leikskólum. Mað- ur spyr sig stundum hvernig í ósköpunum þetta gangi upp, því bæði foreldrar og við sem vinnum á skrifstofunni vitum að það er unnið ótrúlega gott starf í leik- skólunum af aldeilis frábæru starfsfólki. í þessu sambandi er ekki hjá því komist að vísa til ábyrgðar landsstjórnarinnar hvað varðar lengingu fæðingarorlofs þannig að litlu börnin þurfi ekki nauðsynlega að fara að heiman fyrr en við eins árs aldur og sömuleiðis að tryggja að hinn nýi Uppeldisháskóli geti menntað þann fjölda fagfólks sem nauðsynlegur er á hverjum tíma til þess að mæta eftirspurninni. Ríkissjóður sleppur nokkuð vel frá kostnaði vegna leikskóla- rekstrar og hefur bara af honum hagnáð, þannig að það litla sem um er beðið og snýr að fjölgun nemenda ætti ekki að vera ofverk ríkisstjórnar í góðæri. Hvað varð- ar lengingu fæðingarorlofs þá hef- ur ríkissjóður illu heilli engan hagnað af því og kostnaður af því væri verulegur. Alvörumál sem varðar alla Það er hlutverk okkar starfs- manna og stjórnenda Dagvistar barna að velta upp möguleikum og koma með hugmyndir um þjónustu við borgarbúa í dagvistarmálum. Það er markmiðið með þessari grein að upplýsa almenning sem best um stöðu mála og greina frá þeirri skoðun okkar að „dagvistar- vandamálið" verður ekki leyst með skjótri patentlausn á næstu mán- uðum. Fyrir dyrarn stendur að gera þriggja ára áætlun um uppbygg- ingu leikskóla á vegum Dagvistar barna og verður haft að leiðarljósi að a.m.k. öll tveggja ára börn í borginni fái þá leikskólaþjónustu sem óskað er eftir á þessu tímabili og helst börn frá 18 mánaða aldri. En það verða fleiri að koma að málinu. Uppeldi og menntun barna er ekki einkamál foreldra. Oll þjóð- in ber ábyrgð og það hefur Alþingi staðfest með lagasetningu. Stjórn- völd hafa lagt grunn að mjög góðu leikskólakerfi, en það vantar herslumuninn í þjónustu við for- eldra ungra barna. Stjórnmála- menn velja leiðir og raða verkefn- um í forgang, en starfsfólkið er eft- ir sem áður reiðubúið að vinna öt- ullega að því að gera Island að fyr- irmyndarríki hvað varðar að styðja foreldra við menntun og uppeldi barnanna ef við fáum nauðsynleg- an stuðning til þess. Bcrgur er forstöðumaður og Stein- unn þjónustustjóri Dagvistar barna í Reykjavík. Fréttagetraun á Netinu ý§> mbl.is \mrAf= gitthvað nýtt~
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72
Blaðsíða 73
Blaðsíða 74
Blaðsíða 75
Blaðsíða 76
Blaðsíða 77
Blaðsíða 78
Blaðsíða 79
Blaðsíða 80

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.