Morgunblaðið - 30.12.1998, Qupperneq 72

Morgunblaðið - 30.12.1998, Qupperneq 72
72 MIÐVIKUDAGUR 30. DESEMBER 1998 MORGUNBLAÐIÐ sfílií ÞJÓÐLEIKHÚSIÐ simi 551 1200 Sýnt á Stóra sOiði kt. 20.00: BRÚÐUHEIMILI — Henrik Ibsen 3. sýn. sun. 3/1 uppselt — 4. sýn. fim. 7/1 örfá sæti laus — 5. sýn. sun. 10/1 nokkur sæti laus — 6. sýn. mið. 13/1 — 7. sýn. sun. 17/1 — 8 sýn. fös. 22/1 ' — 9. sýn. sun. 24/1. TVEIR TVÖFALDIR — Ray Cooney 9. sýn. í kvöld, mið., uppselt — 10. sýn. lau. 2/1 nokkursæti laus — 11. sýn. lau. 9/1 nokkursæti laus — 12. sýn. fim. 14/1 — lau. 16/1 — lau. 23/1. SOLVEIG — Ragnar Arnalds Fös. 8/1 - fös. 15/1. BRÓÐIR MINN LJÓNSHJARTA — Astrid Lindgren Sun. 3/1 kl. 14 - sun. 10/1 kl. 14 - sun. 17/1 kl. 14.00. Sýnt á Litla sOiði: ABEL SNORKO BÝR EINN — Eric Emmanuel-Schmitt í kvöld, mið., uppselt — lau. 2/1 — fös. 8/1 — lau. 9/1 — fim. 14/1 — lau. 16/1. Ath. ekki er hægt að hleypa gestum inn í salinn eftir að sýning hefst Sýnt á Smiðaóerkstœði kl. 20.30: MAÐUR í MISLITUM SOKKUM í kvöld, mið., uppselt — lau. 2/1 uppselt — sun. 3/1 — fim. 7/1 — fös. 8/1 — sun. 10/1 — fim. 14/1 — fös. 15/1 — lau. 16/1 — sun. 17/1. Miðasalan verður lokuð á gamlársdag og nýársdag. Opið aftur lau. 2. jan. kl. 13.00. Síml 551 1200. LEIKFELAG REYKJAVÍKUR 1897 1997 BORGARLEIKHÚSIÐ A SIÐUSTU STUNDU: Siðustu klukkustund fyrir sýningu eru miðar seldir á háffvirði. Stóra svið: eftir Sir J.M. Barrie lau. 2/1, kl. 13.00, örfá sæti laus sun. 3/1, kl. 13.00, nokkur sæti laus lau. 9/1, kl. 13.00, nokkur laus sæti sun. 10/1, kl. 13.00, örfá sæti laus. mniimi Gamanleikrit í leikstjórn Siguröar Sigurjónssonar mið. 30/12 kl. 20 uppselt fös. 15/1 kl. 20 og 23.30 uppselt lau. 16/1 kl. 20 og 23.30 uppselt mið. 20/1 kl. 20 uppselt : Miðaverð kr. 1100 fyrir karla kr. 1300 fyrir konur sun. 10/1 kl. 14 sun 17/1 kl. 14 Ath sýningum lýkur í febrúar Georgfélagar fá 30% afslátt Stóra svið kl. 20.00: MAVAHLÁTUR eftir Kristínu Marju Baldursdóttur í leikgerð Jóns J. Hjartarsonar Lau. 9/1. Stóra svið kl. 20.00 n í svttt eftir Marc Camoletti. 60. sýning mið. 30/12, uppselt, fös. 8/1, nokkur sæti laus. MÖGULEIKHÚSIÐ VIÐ HLEMM sími 562 5060 Möguleikhúsið óskar landsmönnum gleðilegs nýs árs og þakkar frábœrar móttökur á árinu sem er að líða SNUÐRA OG TUÐRA koma aftur í janúar! Miðasala alla daga frá kl 15-19, s. 551 1475 Gjafakort á allar sýningar Leikhópurinn Á senunni d; inn omm ingi Frumsýn. 3. jan kl. 20 uppselt 2. sýn. 7. jan kl. 20 uppseit 3. sýn. 8. jan kl. 20 4. sýn. 9. jan kl. 20 5. sýn. 14. jan kl. 20 uppselt 6. sýn. 17. jan kl. 20 uppselt Leikrit eftir Felix Bergsson í leikstjórn Kolbrúnar Halldórsdóttur KL. 20.30 sun 3/1 (1999) nokkur sæti laus ÞJONN í, SÍ(»«IMÍ lau 2/1 1999, kl. 20 NýÁRSÓANSLEiKUR Uppselt - Ósóttar pantanir í sölu! Tilboð til leikhúsgesta 20% afsláttur at mat fyrir leikhúsgestl í Iðnó Borðapöntun í síma 582 8700 HAFNARFJARÐAR- LEIKHÚSIÐ Wsturjiafa II. Harnarfinli. VIÐ FEÐGARNIR, eftir Þorvald Þorsteinsson, Aukasýning 8. janúar — allra síðasta sýning VÍRUS—Tölvuskopleikur 9. janúar Miðapantanir í síma 555 0553. Miðasalan cr opin milli kl. 16-19 alla daya nenia sun. FÓLK í FRÉTTUM Síðhærðasti maður heims Andinn vildi lokkana síða EINS og tæpt var á í blaðinu í gær er Lu Seng La síðhærðasti maður heims. Hann er 77 ára Taílendingur sem tilheyr- ir fjallaþjóðflokki í Norð- ur-Taflandi. Nýlega var hann tilnefndur sem síð- hærðasti maður heims af bandarisku samtökunum Ripley, en hár Lu Seng La er 3,87 metrar að lengd. Ekki er að spyrja að því að túristar hafa flykkst til litla þorpsins Mon-Ngor í íjöllum Norð- ur-Taflands að skoða hadd karlsins. En af hverju skyldi Lu ekki hafa skorið hár sitt? Arlegur hárþvottur „Þegar ég var 18 ára varð ég leiður á axlasíðu hári minu og klippti það,“ sagði Lu í samtali við Reuters-fréttastofuna. „En þá varð ég alvarlega veikur og var við dauðans dyr. Það kom í mig andi látins manns sem vildi hafa samastað í likama mínum, en hann fór fram á að ég myndi ekki skera hár mitt framar." Eftir kröfum andans hefur Lu farið allar götur síðan og frá þeim tíma hefur hann verið jurtalæknir samfélagsins í litla þorpinu og segist fá uppskriftir að lyijum frá andauum. Galdra- Iæknar eru í miklum metum á þessum slóðum og eru taldir geta rekið illa anda úr fólki sem er veikt. „Eg hef líknað þúsund- um manna,“ segir Lu um leið og hann dregur að sér reykinn úr bambuspipunni sinni, en Lu er háður ópiumi eins og margir eldri íbúar þessa samfélags. Lu er ekki sá eini í íjölskyld- unni sem skartar síðu hári því eldri bróðir hans, Yi Tao, 82ja ára, hefur ekki klippt sig í 35 ár. Yngsti bróðirinn, Yoh Tao, sem er 67 ára, segist ekki þola sítt hár. „Það er óþægilegt," segir LU með hárið vafið um höfuðið eins og myndarlega lopahúfu. hann og bætir við að skallatíska sé honum meira að skapi. Lu þvær hár sitt aðeins einu sinni á ári og segir að það sé erfitt að láta hárið þorna svo hann vilji ekki vera í stöðugum hár- þvotti. En hann rúllar hárinu upp og hefur það eins og húfu á höfðinu. Dágóð tekjulind Lu var boðin góð greiðsla fyrir að koma fram í japönsku sjónvarpi fyrir nokkrum árum og sýna haddinn. Einnig greiða túristar honum oft ágætlega fyrir að fá að taka af honum myndir. Sonur Lu, Heu Saenglah, sem er oddviti þorpsins, segir að túristar greiði oft föður sinum dágóða fúlgu fyrir að leyfa myndatöku sem komi sér mjög vel og sé hin ágætasta tekjulind, en helsta tekjulind þorpsbúa er sala á appelsínum. „Við í fjöll- unum erum mjög ánægð þegar láglendisfólkið heimsækir okk- ur,“ segir hann. „I siðustu viku hlaust okkur sá heiður að for- sætisráðherrann Chuan Leekpai og sonur hans heimsóttu okk- ur,“ segir hann stoltur. Lu segir að hann hefði aldrei trúað því að síða hárið hans myndi afla honum slíkra vin- sælda og verða sú tekjulind sem það er. Núna hafa ættingjar sem búa í Bandaríkjunum boðið Lu að koma í heimsókn, en sonur hans vill ekki að hann fari. Lík- lega er sonurinn hræddur um að ópiumfíkn föðurins gæti orðið honum Þrándur í Götu í ókunnu landi. „Ég óttast að vandræði gætu skapast vegna þess að ópí- um er ólöglegt í Bandaríkjun- um,“ segir sonurinn og heldur fast við sinn keip að halda gamla manninum á heimaslóð- um. Morgunblaðið/Árni Sæberg NOKKRIR af þeim tónlistarmönnum sem verða á tónleikunum í kvöld í Háskólabíói. Landslið tónlistar- manna og skemmti- krafta I KVÖLD verður haldin áramóta- veisla í Háskólabíói þar sem fjöldi hljómlistarmanna og annarra skemmtiki’afta kemur fram og eru þetta stærstu tónleikar ársins. Allir sem fram koma gefa vinnu sína, bæði tónlistarfólk, rótarar, tækni- menn og aðrir og rennur ágóðinn til styrktar Félags krabbameinssjúkra bama á Islandi. Einar Bárðarson, skipuleggjandi tónleikanna, var spurður um tilurð tónleikanna. „Ég er að vinna í þessum tónleik- um af hugsjón eins og allir aðrir sem að þeim koma. En það sem kveikti hugmyndina að því að styrkja krabbameinssjúk börn eru veikindi lítils frænda míns sem veiktist fyrir tveimur árum. Þá kynntist ég þessum vágesti og sá hvaða áhrif þessi sjúkdómur hefur á líf fjölskyldunnar. A þeim tíma var ég ekki í neinni aðstöðu til að gera neitt nema sýna samúð en núna get ég lagt mitt af mörkum með hjálp þessara frábæru listamanna og ég er öllum sem standa að tónleikunum afskaplega þakklátur." Jóhannes í Bónus er kynnir kvöldsins F orsala á tónleikana hefur gengið vel og strax fyrsta daginn seldust 390 miðar. Kynnir kvöldsins er þekktur af öðrum vettvangi en tón- leikahaldi, því hann er enginn annar en Jóhannes Jónsson, verslunar- maður í Bónus. „Hann verður í nýju hlutverki í kvöld,“ segir Einar og hlær og bætir við að eflaust muni margir verða forvitnir að sjá Jó- hannes á þessum nýja vettvangi. Hljómsveitirnar sem fram koma í kvöld eru Skítamórall, Sálin hans Jóns míns, Helgi Björnsson, Land og synir, Buttercup, Páll Oskar & Casino auk skemmtikraftanna Rad- íusbræðra, Tvíhöfða og Sveins Waage. „Þetta eru stærstu tónleik- arnir sem haldnir hafa verið hér- lendis á þessu ári, því hvergi hefur verið boðið upp á annað eins lands- lið tónlistarfólks á einum stað og saman verður komið í kvöld,“ segir Einar. „Einnig er gaman að geta þess að Sálin mun spila órafmagnað í fyrsta skipti á ferlinum og ekki víst að tækifæri gefíst á næstunni að sjá meðlimi Sálarinnar endur- taka það.“ Tónleikarnir hefjast kl. 20 og hægt er að kaupa miða í Háskóla- bíói.
Qupperneq 1
Qupperneq 2
Qupperneq 3
Qupperneq 4
Qupperneq 5
Qupperneq 6
Qupperneq 7
Qupperneq 8
Qupperneq 9
Qupperneq 10
Qupperneq 11
Qupperneq 12
Qupperneq 13
Qupperneq 14
Qupperneq 15
Qupperneq 16
Qupperneq 17
Qupperneq 18
Qupperneq 19
Qupperneq 20
Qupperneq 21
Qupperneq 22
Qupperneq 23
Qupperneq 24
Qupperneq 25
Qupperneq 26
Qupperneq 27
Qupperneq 28
Qupperneq 29
Qupperneq 30
Qupperneq 31
Qupperneq 32
Qupperneq 33
Qupperneq 34
Qupperneq 35
Qupperneq 36
Qupperneq 37
Qupperneq 38
Qupperneq 39
Qupperneq 40
Qupperneq 41
Qupperneq 42
Qupperneq 43
Qupperneq 44
Qupperneq 45
Qupperneq 46
Qupperneq 47
Qupperneq 48
Qupperneq 49
Qupperneq 50
Qupperneq 51
Qupperneq 52
Qupperneq 53
Qupperneq 54
Qupperneq 55
Qupperneq 56
Qupperneq 57
Qupperneq 58
Qupperneq 59
Qupperneq 60
Qupperneq 61
Qupperneq 62
Qupperneq 63
Qupperneq 64
Qupperneq 65
Qupperneq 66
Qupperneq 67
Qupperneq 68
Qupperneq 69
Qupperneq 70
Qupperneq 71
Qupperneq 72
Qupperneq 73
Qupperneq 74
Qupperneq 75
Qupperneq 76
Qupperneq 77
Qupperneq 78
Qupperneq 79
Qupperneq 80

x

Morgunblaðið

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.