Morgunblaðið - 30.12.1998, Page 39

Morgunblaðið - 30.12.1998, Page 39
MORGUNBLAÐIÐ MIÐVIKUDAGUR 30. DESEMBER 1998 39 bormanna, hefui’ sjálfsagt haft um þetta milligöngu. Hann er frönsku- mælandi og feliur ágætlega í hóp þennan, en vera má að hann hugsi með sér stundum að skreppa í heim- sókn til landa sinna á Vostok. En að því yrði nú ekki auðhlaupið, því hér er nokkuð langt á milli bæja. Þó höf- um við fengið eina heimsókn; 10. des- ember komu hér 10 manns á 7 geysiöflugum beltatækjum með alls 75 tonn af útbúnaði í eftirdragi. Þeir höfðu farið 1.200 km leið á 2 vikum frá frönsku strandstöðinni Dumont D’Umlle og stóðu hér við einn dag. Þótti okkur Norðurlandabúunum í búðunum skemmtilegt að hitta fyrir í þessum hópi ágætan Ástralíumann af sænskum og skoskum ættum, Gor- don Hellsten að nafni. Hann sagði fór þeirra hafa gengið vel á allan hátt, en að vísu hefði landslagið verið nokkuð einhæft á þessari löngu leið. Concordia-búðir eru í 3.230 m hæð yfir sjávarmáli og meðalhiti ársins er nálægt -t-50°C. En nú er hér komið sumar og er því heldur hlýrra, 25-30 stiga frost á daginn en 35-45 stig á nóttunni. Loftþiýstingur er um 650 Frá Suðurskautslandinu, Antarktíku. Myndin sýnir ástralskan leiðangur, sem lagði upp á suðurpólinn hinn 6. nóvember síðastliðinn frá Scott-stöð- inni. Einn Ástralanna í hópnum er sonur Sir Edmunds Hillary, sem kleif Everest fyrstur manna ásamt Serpanum Tensing. millibör og veðrabrigði nánast engin; síðan um miðjan nóvember hafa verið hér stöðugar stillur og sól skín í heiði dag hvern. Snjókoman er á fonni smágerðra ískristalla sem naumast verður vart við og árleg ákoma nem- ur aðeins um 5-10 cm snævar. Hér á bungunni hafa stopult verið sumarstöðvar sl. 40 ár, en ekki sést tangur né tetur af þeim lengur. Arið 1996 var tekið til við að byggja upp búðir þær, sem nú eru orðnar að dá- litlu þorpi. Gámum hefur hér verið raðað upp hlið við hlið og skilrúm fjarlægð og þannig innréttaðar vist- arverur, eldhús, matsalur og vinnu- salir vísindamanna. Stór braggatjöld hafa verið reist yfir borinn, verkstæði og vélageymslur. Svefnskálar eru einnig í braggatjöldum sem svo vel eru upphituð að svefnpokar eru með öllu óþarfir. Frá stórri rafstöð liggja rafkaplar í hvert hús og tjald og má segja að flest þægindi séu fyrir hendi. I búðunum starfa nú um 35 manns og má skipta þeim í þrjá flokka. Fyrst er að telja iðnaðar-, véla- og verkmenn margs konai', sem byggt hafa upp búðimar og sjá um að halda þeim við á allan hátt. Foringi þeiira er Italinn Marco Stefanoni, sem jafnframt er yfirmaður búðanna. Hann er vinsæll maður og vel liðinn og leggur sig fram um að leysa hvers manns vanda. Þá eru bormennirnir; tæknimenn og verkfræðingar sem axlað hafa þá ábyrgð að bora hér meir en 3 km langan ískjarna niður á botn jökuls- ins. Slíkt er ekki áhlaupaverk, en for- ingi bormanna, Frakkinn Laurent Augustin, er vongóður um að þetta takist á 3 árum. Hann er stillilegur maður og lætur ekki mikið yfír sér, en er hinn traustasti á allan hátt. For- maður okkar vísindamanna er Dan- inn Jörgen Peder Steffensen, sem margreyndur er í svipuðum verkefn- um á Grænlandsjökli. Hann er mála- maður góður, vel mæltur á ensku, þýsku og frönsku og hefur einnig lagt dálitla stund á íslenska tungu. Kemur málakunnáttan sér vel í þessum fjöl- þjóðahópi. Jörgen er einnig orðamað- ur mikill og heldur stöðugt uppi mikl- um samræðum um allt milli himins og jarðar. Vel hefur gengið að skipu- leggja hér visindastarfið undii- hans stjóm og má segja að hann sé vel til þessarar forystu fallinn. Þegar þetta er ritað, um miðjan desember, er góð- ur skriður kominn á kjamaborun og vísindastörf og verður nánar sagt af því starfí í næsta bréfí. Nú líður að jólum og sól fer hér hækkandi á lofti, þótt hún lækki dag frá degi hjá ykkur sem þessar línur lesið heima á Fróni. Líklega er óhætt að spá því að jólin verði hér hvít, en þvi miður hefur hinn frábæri franski kokkur okkar ekki hangikjöt í sínu búri. En honum verður áreiðanlega ekki skotaskuld úr þvi að elda góðar máltíðir nú á næstunni. Undirritaður sendir landsmönnum öllum bestu jólakveðjur frá Suðurskautslandinu. Höfundur er jöklafi-æðingur, sem starfar á Suðurskautslandinu á veg- um Alfred Wegener-stofnunarinnar í Bremerhaven. Þar sem meðalhiti árs- ins er nálægft 4-50°C FRÁ CONCORDIA BÚÐUM Ekki þurfti lengi að sitja á rökstól- um þegar hinni nýju kjarnaborun var valinn staður á hásléttu Suður- skautsjökulsins. Bungukollurinn Dome C er tiltölu- lega nálægur strandstöðvum Frakka og Itala, sem í sameiningu hafa for- ustu á hendi í verkefni þessu og er því auðvelt um aðflutninga hingað. Og það var vel við hæfi að breyta nafni staðarins í Dome Concordia - vísar sú nafngift til samlyndis sem ríkt hefur varðandi staðarvalið og verkefnið í heild. Og fleira er á döf- inni en bomn ískjamans; verið er að hefja hér byggingu allstórrar stöðv- ar, sem mönnuð verður allan ársins hring í framtíðinni. Er stefnt að því að stunda hér margvíslegar rann- sóknir á jöklinum og andrúmsloftinu yfir honum, auk jarðeðlisfræðilegrar könnunar og stjarnfræðilegra athug- ana. Eins og kunnugt er hefui- Suður- skautslandið verið friðað fyrir náma- greftri og hvers kyns skipulagðri nýt- ingu. Stórþjóðimar hafa því lagt hér metnað sinn í vísindarannsóknir og hafa allar af nokkra að státa. Bretar minnast fomra frægðarferða, sem að nokkm voru nefndar í síðasta pistli og hafa haldið uppi öflugri starfsemi á strandstöðvum þeim, sem kenndar em við vísindamennina Faraday og Halley - þar uppgötvaðist hin árlega þynning ósonlagsins sem mjög hefur verið fjallað um á undanfómum ár- um. Frakkai- byggja á mikilli reynslu, sem rekja má til fjölda leiðangra und- ir stjóm Pauls Emils Victor á ámnum eftii- stn'ð, bæði hér, á Grænlandsjökli og víðar. Var fransk-íslenski Vatna- jökulsleiðangurinn árið 1950 einn þáttur í því umfangsmikla starfi. Einnig er rétt að minnast hér hins merka vísindamanns Jean-Baptiste Charcot, sem sigldi skipinu Pourquoi Pas? meðfram vesturströnd Antark- tíku-skagans árið 1909 og gerði þar merkar rannsóknir. Sama skip fórst í ofsaroki undan Mýram árið 1936 og lét Charcot þar lífið ásamt 44 skip- verjum sínum. Um starf Þjóðverja hefur áður ver- ið getið að nokkm; stolt þeirra er ís- brjóturinn Polarstern, eitt fullkomn- asta rannsóknaskip veraldai-, sem stöðugt er í fömm milli heimskauta. Víða hefur því verið siglt hér með- fram ströndum og nokkrum sinnum á Norðurpólinn að auki. Japanar minn- ast Nobu Shiraze, sem fáum Vestur- landabúum er kunnugur; hann gerði tilraun til að ná Suðurpólnum um svipað leyti og Amundsen og Scott, Einnig er rétt að minnast hér hins merka vísinda- manns Jean-Baptiste Charcot, sem sigldi skipinu Pourquoi Pas? meðfram vesturströnd Antarktíku- skagans árið 1909, segir Þorsteinn Þorsteinsson í íréttapistli sínum frá Suðurskautsjöklinum, og gerði þar merkar rannsóknir. Sama skip fórst í ofsaroki undan Mýrum árið 1936 og lét Charcot þar lífið ásamt 44 skipverjum sínum. en hafði ekki erindi sem erfiði. Nú reka Japanir stöðina Syowa og hafa verið við boranir á bungu þeirri, er þeir nefna Dome Fuji. Og ekki vilja Kínveijar lengur láta sitt eftir liggja, hafa sett á stofn stöðvar er nefnast Zongshan og Mikli Múr og tilkynntu nýlega áform um djúpbomn á bungunni Dome Argus, í 4.000 m hæð yfir sjávar- máli. Bandaríkjamenn hafa hér mjög mikil umsvif. Þeir ráða einir yfu’ Herkules-flugvélum með skíðabúnaði og eiga því auðvelt með alla flutninga á jökulinn. Frá stöð þeirra á Suður- pólnum er það einna helst að frétta, að hópur eðlisfræðinga tók nýlega upp á því að leita þar lausnar á fræði- legu vandamáli varðandi kjamahvörf i sólinni - svo undarlega sem það kann að hljóma. Bræddar voru holur niður á 2 km dýpi í jöklinum og komið þar fyrii’ mælitækjum, sem ætlað er að greina ummerki um svokallaðar fiseindii’, sem myndast við kjarna- sammna í iðmm sólar og geisast fi’á henni út í geim. Ekki er þeim er þetta ritar kunnugt um árangur þessai’ar merku tilraunar. Það vekur annai’s furðu að þetta öfluga stórveldi, sem hér eyðir mun meira fé til rannsókna en nokkur önnur þjóð, skuli ekki hafa ráðist í boran djúpkjarna á Suður- skautslandinu sl. 30 ár, því rannsókn slíkra kjarna er nú mjög ofarlega á baugi í visindaheiminum. Ræður þar líklega mestu mikil samkeppni um rannsóknafé; fer þá stundum þannig að nokkrir rannsóknahópar bítast af mikilli hörku um fé til svipaðra verk- efna með þeim afleiðingum að enginn fær neitt. Hefur víst fátt breyst í Washington síðan kynnt vom áform um fyrsta bandaríska Suðurskautsleiðangur- inn árið 1836 - urðu þá svo miklar deilur uppi að við lá að allt færi út um þúfur. En þó sigldu þrjú skip af stað 1838 undir stjóm Charles Wilkes og er sá leiðang- ur nú talinn allmerkur; m.a. vai’ hluti strand- lengju Austur-Antark- tíku kortlagður. Wilkes notaði fyrstur manna heitið „Antarctic Continent" á ensku máli. Af Rússum er það að segja að engir standa þeim hér á sporði í seiglu og úthaldi. Það er býsna viðeigandi að þessi þrautseiga þjóð, sem vel þekkh- frosthörkur og erfiðleika margs kon- ar, skuli nú um áratugi hafa rekið rannsóknastöð á kaldasta stað jarð- arinnar, Vostok. Þai’ hafa þeir borað frægan ískjai-na, 3.600 m langan, sem nær langleiðina niður á botn og segir að nokkru sögu veðurfars á jörðinni sl. 400.000 ár. Og einn merkasti þáttur í rannsóknasögu Suðurskautslandsins er rússneskur - Thaddeus Bellingshausen stjórnaði siglingu skipanna Vostok og Mfrnyi umhvei’fis álfuna árin 1819-1821 og hefur að líkindum verið fyi-sti mað- urinn er leit land þetta augum. Um alla jörð má greina ummerki um endalok kalda stríðsins og Suður- skautslandið er þai’ engin undan- tekning. Vostok stöðin, sem opnuð var á ný í fyrra, er nú að talsverðu leyti rekin fyrir bandarískt fé og smám saman eykst hér samvinna Rússa og Vesturlandamanna. Og hér í búðum okkar stendur olíutankur nokkur með áletmðum einkennis- stöfum Sovetn'kjanna sálugu; CCCP, eins og ekkert sé sjálfsagðara. Rúss- inn Krassiliev, sem starfar hér i hópi Þorsteinn Þorsteinsson Meðlagsgreiðendur Meðlagsgreiðendur, vinsamlegast gerið skil hið fyrsta og forðist vexti og kostnað. Skrifstofan verður opin 31. desember kl. 8.30—12.00. Innheimtustofnun sveitarfélaga, Lágmúla 9, 108 Reykjavík, sími 568 6099, fax 568 6299. MFA SÍMI 533 1818 • FAX 533 1819 Tveggja vikna skóli fyrir trúnaðarmenn stéttarfélaga MENNTUN FYRIR ALLA

x

Morgunblaðið

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.