Morgunblaðið - 30.12.1998, Page 32

Morgunblaðið - 30.12.1998, Page 32
32 MIÐVTKUDAGUR 30. DESEMBER 1998 MORGUNBLAÐIÐ Fréttagetraun ársins á mbl.is Ertu með á nótunum? Fylgistu með fréttunum? Spreyttu þig á fréttaget- raun ársins á mbl.is og þú gætir unnið ferð til Evrópu með Flugleiðum. FLUGLEIDIR Traustur tslenskur ferðafélagi vg>mbUs —ALL.TAf= EITTH\/AO NÝTT~ AÐSENDAR GREINAR Mál málanna á landsbyggðinni - byggðamál BYGGÐAÞRÓUN í landinu er mál sem varðar alla Islendinga. Byggð landsins er hluti menningar okkar og sögu. A lands- byggðinni hafa margir Islendingar alið allan sinn aldur, svo og þeirra forfeður, þó að þeim fari ört fækk- andi. í þeirri umræðu sem nú á sér stað um byggðamál og vanda landsbyggðarinnar sýnist mér lítið fara fyrir umræðu um þær breytingar sem bú- ferlaflutningar fólks af lands- byggðinni til höfuðborgarsvæðisins hafa í för með sér fyrir viðkomandi einstaklinga. En svo róttækar breytingar á lífi fólks eru líklegar til að valda einstaklingum margvís- legum erfiðleikum sem búast má við að þeir séu misjafnlega vel í stakk búnir að mæta. Væri rann- sókn á fyrrgreindum þáttum mikil- vægt innlegg í umræðuna um byggðamál. Urbætur í byggðamálum Eg leyfi mér að fullyrða að stjómmálamenn hafi staðið sig illa í að stemma stigu við búferlaflutn- Frumvarpið gerir til- lögur um jöfnun lífs- kjara í landinu, segir Elín M. Hallgrímsdótt- ir, en nánari útfærslur á þeim skortir enn. ingum af landsbyggðinni og að- gerðir þeirra hafi hingað til verið ómarkvissar og því ekki skilað ár- angri, eins og niðurstöður rann- sókna hafa ótvírætt leitt í ljós. Forsætisráðherra hefur nýverið lagt fram á Aiþingi athyglisverða þingsályktunartillögu um stefnu í byggðamálum til ársins 2001, sem er frekar knappur tími og mega menn halda vel á málum ef hún á að ná tilgangi sínum. I raun er þörf á stefnumótun til mun lengri tíma. Af greinargerð með tillögunni að dæma liggja víðtækar rannsóknir að baki henni, sem er vel. En fram kemur m.a. í afbragðsgóðum greinaflokki Stefáns Ólafssonar, prófessors við HI, í Morgunblaðinu nýlega, sem byggist á niðurstöðum rannsókna hans, sú skoðun að betur megi ef duga skal og þurfi að bregð- ast við vanda landsbyggðarinnar tafarlaust. Eins og hann bendir á eru atvinnumál og óánægja fólks með afkomu sína meginorsök fyrir flutningi fólks af landsbyggðinni, sem ekki kemur á óvart. Atvinnumál Ég dvaldi nýlega um tíma er- lendis. Þegar ég kom heim og fór að spyrja fólk um hagi þess hér á Norðurlandi eystra kom mér veru- lega á óvart hve margir voru óá- nægðir með launakjör sín og var þá samanburður við höfuðborgar- svæðið á sambærilegum eða sömu störfum jafnvel innan sama fyrir- tækis verulega óhagstæður. Það þarf engan að undra þótt fólk á landsbyggðinni sé óánægt með slíkt hlutskipti þar sem það telur sig engu lakari starfskraft en íbúa höfuðborgarsvæðisins. Ofan á bæt- ist að víða á landsbyggðinni er kostnaður við heimilishald mun meiri en á höfuðborg- arsvæðinu og má í því sambandi nefna verð- lag á nauðsynjavöru og húshitunarkostnað. Þennan ójöfnuð á lífskjörum verðm- að leiðrétta svo lands- byggðin verði sam- keppnishæf um vinnu- afl við höfuðborgar- svæðið. Fyrrgreint frumvarp gerir tillög- ur um jöfnun lífskjara í landinu en nánari út- færslur á þeim skortir enn. Menntamál Fram kemur hjá Stefáni Ólafs- syni að næstveigamesta ástæða brottflutnings af landsbyggðinni er litlir möguleikar til menntunar. Óhætt er að fullyrða að stofnun Háskólans á Akureyri er einhver áhrifaríkasta aðgerð ríkisvaldsins til að draga úr fólksflutningi frá landsbyggðinni og sýna kannanir að 67% útskrifaðra nemenda þaðan eru búsett á Norðurlandi. Mögu- leikar fólks, víða á landinu, til náms hafa stóreflst á síðustu misserum með möguleikum á fjarkennslu og nýjungum á sviði upplýsingatækni. Mikilvægt er að leggja aukna áherslu á símenntun starfsfólks og á það ekki síst við um heilbrigðis- sviðið, þar sem ég þekki best til, en örar framfarir á sviði vísinda og tækni gera það að verkum að end- ur- og símenntun starfsfólks er grundvöllur góðrar og skilvirkrar heilbrigðisþjónustu. í tillögu forsætisráðherra er stefnt að námi á háskólastigi á Austur- og Vesturlandi, sem er mjög þarft framfaraspor í átt til jöfnunar möguleika íbúa þeirra landshluta á háskólanámi borið saman við íbúa annarra landshluta, og er einnig líklegt til að draga úr brottflutningi ungs fólks. Samgöngur Samgöngur eru mikilvægur þáttur varðandi búsetu á lands- byggðinni. Að mínu mati eru sam- göngumál víða á landinu í góðu lagi, sem dæmi um það þá eru um- ferðarhnútar nær óþekkt fyrirbæri hér. Vissulega eru staðir þar sem úrbóta er þörf. Nærtækasta dæmið fyrir mig er að taka vegasamgöng- ur til Siglufjarðar, sem þarf að endurnýja, og tel ég farsælast, með tilliti til kostnaðar, að gera þar nýj- an veg yfir Lágheiðina. Auknar áherslur á samstarf byggðarlaga um þjónustu svo og möguleika til atvinnusóknar og náms milli þeirra kalla á öruggar samgöngur og góð fjarskipti. I títtnefndri þingsálykt- unartillögu er m.a. gert ráð fyrir bættum og hagkvæmari almenn- ingssamgöngum til þess að mæta þeirri þörf. Lokaorð Öfugt við það sem margir telja sýna rannsóknir að meirihluti íbúa landsbyggðarinnar vill búa áfram úti á landi og einnig að nokkur hluti höfuðborgarbúa vill gjarnan flytja út á land. Sú þróun sem hefur átt sér stað í byggðamálum er því á skjön við vilja þjóðarinnar. Mikilvægt er að kjörnú' fulltrúar þjóðarinnar á Alþingi taki byggða- mál og tillögu þar að lútandi til al- varlegrar skoðunar og hrindi án tafar af stað aðgerðum sem snúa megi við þeirri öfugþróun sem átt hefur sér stað í byggðamálum mörg undanfarin ár. Höfundur er hjúkrunarfræðingur. Elín M. Halldórsdóttir

x

Morgunblaðið

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.