Morgunblaðið - 30.12.1998, Qupperneq 32

Morgunblaðið - 30.12.1998, Qupperneq 32
32 MIÐVTKUDAGUR 30. DESEMBER 1998 MORGUNBLAÐIÐ Fréttagetraun ársins á mbl.is Ertu með á nótunum? Fylgistu með fréttunum? Spreyttu þig á fréttaget- raun ársins á mbl.is og þú gætir unnið ferð til Evrópu með Flugleiðum. FLUGLEIDIR Traustur tslenskur ferðafélagi vg>mbUs —ALL.TAf= EITTH\/AO NÝTT~ AÐSENDAR GREINAR Mál málanna á landsbyggðinni - byggðamál BYGGÐAÞRÓUN í landinu er mál sem varðar alla Islendinga. Byggð landsins er hluti menningar okkar og sögu. A lands- byggðinni hafa margir Islendingar alið allan sinn aldur, svo og þeirra forfeður, þó að þeim fari ört fækk- andi. í þeirri umræðu sem nú á sér stað um byggðamál og vanda landsbyggðarinnar sýnist mér lítið fara fyrir umræðu um þær breytingar sem bú- ferlaflutningar fólks af lands- byggðinni til höfuðborgarsvæðisins hafa í för með sér fyrir viðkomandi einstaklinga. En svo róttækar breytingar á lífi fólks eru líklegar til að valda einstaklingum margvís- legum erfiðleikum sem búast má við að þeir séu misjafnlega vel í stakk búnir að mæta. Væri rann- sókn á fyrrgreindum þáttum mikil- vægt innlegg í umræðuna um byggðamál. Urbætur í byggðamálum Eg leyfi mér að fullyrða að stjómmálamenn hafi staðið sig illa í að stemma stigu við búferlaflutn- Frumvarpið gerir til- lögur um jöfnun lífs- kjara í landinu, segir Elín M. Hallgrímsdótt- ir, en nánari útfærslur á þeim skortir enn. ingum af landsbyggðinni og að- gerðir þeirra hafi hingað til verið ómarkvissar og því ekki skilað ár- angri, eins og niðurstöður rann- sókna hafa ótvírætt leitt í ljós. Forsætisráðherra hefur nýverið lagt fram á Aiþingi athyglisverða þingsályktunartillögu um stefnu í byggðamálum til ársins 2001, sem er frekar knappur tími og mega menn halda vel á málum ef hún á að ná tilgangi sínum. I raun er þörf á stefnumótun til mun lengri tíma. Af greinargerð með tillögunni að dæma liggja víðtækar rannsóknir að baki henni, sem er vel. En fram kemur m.a. í afbragðsgóðum greinaflokki Stefáns Ólafssonar, prófessors við HI, í Morgunblaðinu nýlega, sem byggist á niðurstöðum rannsókna hans, sú skoðun að betur megi ef duga skal og þurfi að bregð- ast við vanda landsbyggðarinnar tafarlaust. Eins og hann bendir á eru atvinnumál og óánægja fólks með afkomu sína meginorsök fyrir flutningi fólks af landsbyggðinni, sem ekki kemur á óvart. Atvinnumál Ég dvaldi nýlega um tíma er- lendis. Þegar ég kom heim og fór að spyrja fólk um hagi þess hér á Norðurlandi eystra kom mér veru- lega á óvart hve margir voru óá- nægðir með launakjör sín og var þá samanburður við höfuðborgar- svæðið á sambærilegum eða sömu störfum jafnvel innan sama fyrir- tækis verulega óhagstæður. Það þarf engan að undra þótt fólk á landsbyggðinni sé óánægt með slíkt hlutskipti þar sem það telur sig engu lakari starfskraft en íbúa höfuðborgarsvæðisins. Ofan á bæt- ist að víða á landsbyggðinni er kostnaður við heimilishald mun meiri en á höfuðborg- arsvæðinu og má í því sambandi nefna verð- lag á nauðsynjavöru og húshitunarkostnað. Þennan ójöfnuð á lífskjörum verðm- að leiðrétta svo lands- byggðin verði sam- keppnishæf um vinnu- afl við höfuðborgar- svæðið. Fyrrgreint frumvarp gerir tillög- ur um jöfnun lífskjara í landinu en nánari út- færslur á þeim skortir enn. Menntamál Fram kemur hjá Stefáni Ólafs- syni að næstveigamesta ástæða brottflutnings af landsbyggðinni er litlir möguleikar til menntunar. Óhætt er að fullyrða að stofnun Háskólans á Akureyri er einhver áhrifaríkasta aðgerð ríkisvaldsins til að draga úr fólksflutningi frá landsbyggðinni og sýna kannanir að 67% útskrifaðra nemenda þaðan eru búsett á Norðurlandi. Mögu- leikar fólks, víða á landinu, til náms hafa stóreflst á síðustu misserum með möguleikum á fjarkennslu og nýjungum á sviði upplýsingatækni. Mikilvægt er að leggja aukna áherslu á símenntun starfsfólks og á það ekki síst við um heilbrigðis- sviðið, þar sem ég þekki best til, en örar framfarir á sviði vísinda og tækni gera það að verkum að end- ur- og símenntun starfsfólks er grundvöllur góðrar og skilvirkrar heilbrigðisþjónustu. í tillögu forsætisráðherra er stefnt að námi á háskólastigi á Austur- og Vesturlandi, sem er mjög þarft framfaraspor í átt til jöfnunar möguleika íbúa þeirra landshluta á háskólanámi borið saman við íbúa annarra landshluta, og er einnig líklegt til að draga úr brottflutningi ungs fólks. Samgöngur Samgöngur eru mikilvægur þáttur varðandi búsetu á lands- byggðinni. Að mínu mati eru sam- göngumál víða á landinu í góðu lagi, sem dæmi um það þá eru um- ferðarhnútar nær óþekkt fyrirbæri hér. Vissulega eru staðir þar sem úrbóta er þörf. Nærtækasta dæmið fyrir mig er að taka vegasamgöng- ur til Siglufjarðar, sem þarf að endurnýja, og tel ég farsælast, með tilliti til kostnaðar, að gera þar nýj- an veg yfir Lágheiðina. Auknar áherslur á samstarf byggðarlaga um þjónustu svo og möguleika til atvinnusóknar og náms milli þeirra kalla á öruggar samgöngur og góð fjarskipti. I títtnefndri þingsálykt- unartillögu er m.a. gert ráð fyrir bættum og hagkvæmari almenn- ingssamgöngum til þess að mæta þeirri þörf. Lokaorð Öfugt við það sem margir telja sýna rannsóknir að meirihluti íbúa landsbyggðarinnar vill búa áfram úti á landi og einnig að nokkur hluti höfuðborgarbúa vill gjarnan flytja út á land. Sú þróun sem hefur átt sér stað í byggðamálum er því á skjön við vilja þjóðarinnar. Mikilvægt er að kjörnú' fulltrúar þjóðarinnar á Alþingi taki byggða- mál og tillögu þar að lútandi til al- varlegrar skoðunar og hrindi án tafar af stað aðgerðum sem snúa megi við þeirri öfugþróun sem átt hefur sér stað í byggðamálum mörg undanfarin ár. Höfundur er hjúkrunarfræðingur. Elín M. Halldórsdóttir
Qupperneq 1
Qupperneq 2
Qupperneq 3
Qupperneq 4
Qupperneq 5
Qupperneq 6
Qupperneq 7
Qupperneq 8
Qupperneq 9
Qupperneq 10
Qupperneq 11
Qupperneq 12
Qupperneq 13
Qupperneq 14
Qupperneq 15
Qupperneq 16
Qupperneq 17
Qupperneq 18
Qupperneq 19
Qupperneq 20
Qupperneq 21
Qupperneq 22
Qupperneq 23
Qupperneq 24
Qupperneq 25
Qupperneq 26
Qupperneq 27
Qupperneq 28
Qupperneq 29
Qupperneq 30
Qupperneq 31
Qupperneq 32
Qupperneq 33
Qupperneq 34
Qupperneq 35
Qupperneq 36
Qupperneq 37
Qupperneq 38
Qupperneq 39
Qupperneq 40
Qupperneq 41
Qupperneq 42
Qupperneq 43
Qupperneq 44
Qupperneq 45
Qupperneq 46
Qupperneq 47
Qupperneq 48
Qupperneq 49
Qupperneq 50
Qupperneq 51
Qupperneq 52
Qupperneq 53
Qupperneq 54
Qupperneq 55
Qupperneq 56
Qupperneq 57
Qupperneq 58
Qupperneq 59
Qupperneq 60
Qupperneq 61
Qupperneq 62
Qupperneq 63
Qupperneq 64
Qupperneq 65
Qupperneq 66
Qupperneq 67
Qupperneq 68
Qupperneq 69
Qupperneq 70
Qupperneq 71
Qupperneq 72
Qupperneq 73
Qupperneq 74
Qupperneq 75
Qupperneq 76
Qupperneq 77
Qupperneq 78
Qupperneq 79
Qupperneq 80

x

Morgunblaðið

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.