Morgunblaðið - 30.12.1998, Side 29

Morgunblaðið - 30.12.1998, Side 29
MORGUNBLAÐIÐ MIÐVIKUDAGUR 30. DESEMBER 1998 29 ____________LISTIR_________ Vestfirsk gamansemi MFA SÍMI 533 1818 • FAX 533 1819 Tveggja vikna skóli BÆKUR Gamanmál HUNDRAÐ OG EIN NÝ VESTFIRSK ÞJÓÐSAGA Eftir Gísla Hjartarson. Utg.: Vestfirska forlagið, Hrafnseyri, 1998, 112 bls. VESTFIRÐINGA þekki ég ekki marga, og því var mér ekki kunnugt um, að þeir væru miklir húmoristar. Og þó! Mig grunaði það. Þessi litla bók, sem hefur á milli spjalda hund- rað og eina gamansögu, færir heim sanninn um að Vestfirðingar hleypa ógjarnan fram hjá sér því, sem skringilegt er og hafa sjálfsagt gaman af að færa það í snjallt sögu- form með viðeigandi tilþrifum í stíl, eins og góðra húmorista er siður. Isfirðingurinn Gísli Hjartarson er bersýnilega næmur á þess háttar gamanmál og hefur safnað þeim saman um langt skeið. Margt af því hefur áður birst í vestfirsku blöðun- um, Vestfirska fréttablaðinu og ________Bækur_____________ Skáldsögur Líffærameistarinn Eftir Federico Andahazi. I þýðingu Kolbrúnar Sveinsdóttur. 222 bls. Mál og menning 1998. „FERLI kynferðislegrar örvunar hjá konunni hefst ekki í skynfærun- um er hún sér karlmann heldur sprettur það upp af sjátfu sér og á náttúrlegan hátt innvortis í líkama konunnar, nánai- tiltekið í líffærinu sem ég hef þegar líst fyrir yður.“ Þannig mælir líffærameistarinn Mattheus Kólumbus er hann flytur dómurum rannsóknarréttar í Padúu vörn sína, ákærður fyrir að ganga erinda djöfulsins vegna uppgötvunar sinnar á nýju líffæri kvenlíkamans, Amor Veneris. Þótt hann fullyrði að rannsóknir sínar hafi leitt í ljós að líffærið „ríki yfir vilja, ást og unaði kvenna,“ þá sé hann ekki handbendi djöfulsins og hafi ekki haft djöfulleg markmið að leiðarljósi með rann- sóknum sínum og uppgötvun. Skilj- anlega er kirkjunnar mönnum brugðið því þeii- sjá fyrir sér hvert uppnám yrði meðal kvenpeningsins ef þeim yrði skýrt frá tilgangi og staðsetningu hins munúðarfulla líf- færis, Amor Veneris. Hvert hið dul- arfulla líffæri er, skal lesendum látið eftir að uppgötva sjálfum af lestri bókarinnar enda ástæðulaust að hafa af þeim nautnina. Líffærameistarinn er ástarsaga, sagan eilífa af manninum sem leitar aðferðarinnar til að vekja ást kon- unnar sem hann elskar. Matteus Kólumbus verður ástfanginn af Monu Sofiu, fremstu vændiskonu Feneyja, og uppgötvun hans á Amor Veneris er ekki byggð á hreinni þrá eftir vísindalegri þekkingu heldur verður líffærið fyrir honum í leit hans að aðferð til að vekja ástarhug Monu Sofiu á sér. Leitin útheimtir að sjálfsögðu talsverðar tilraunir og þær verða til þess að nokkur fjöldi annarra kvenna fellir til hans ástar- hug og þannig komast kirkjunnar menn á snoðir um að ekki muni allt með felldu um vísindastörf Matteus- ar Kólumbusar. Sagan er samin af kunnáttu og að- alpersónur og atburðarás sett í sann- færandi samhengi við sögusviðið sem er Ítalía endurreisnartímans. Þetta er söguleg skáldsaga sem beit- ir frásagnaraðferð þeirra tíma, lærð- ur stíll ræðnanna við réttarhöldin er jafnkunnáttusamlega saminn og hann er þyngslalegur aflestrar. Aðr- ir kaflar sögunnar sem ekki eru jafn- þjakaðir af sögulega kón-éttum stíl eru bráðvel skrifaðir og njóta sín vel í þýðingu, þó ekki verði hér lagt mat á nákvæmni þýðingarinnar, vegna ókunnugleika við frumtextann. Otti Rómarklerka við afleiðingar kyn- ferðislegrar frelsunar kvenna og tví- skinningur í siðferðishugsun þar að lútandi eru eitt viðfangsefna sögunn- ar og eru gerð allnákvæm skil. Vestra, við allmiklar vinsældir. Gísli segir, að aldrei, utan einu sinni, hafi orðið leiðindi vegna birtingar þess- ara sagna. Hann tekur fram, að ekki megi „taka þessum sögum sem sagnfræði á nokkurn hátt. Sumar eru sannar, aðrar logn- ar, en flestar hafa þær gengið manna á milli hér vestra Engin dulnefni eru hér við- höfð, heldur eru per- sónur sagnanna ávallt nefndar réttum nöfn- um. Það er nú skemmst frá að segja, að fiestar eru þessar sögur góðar, sumar bráðfyndnar, svo að maður skellir upp úr við lest- minn. Sjaldnast eru sögumar svo bundnar við stað eða tíma, að maður geti ekki haft gaman af þeim, án þess að þekkja til aðstæðna eða per- sóna. Þó bregður því að sjálfsögðu fyrir. Og ég býst raunar við, að margar þeirra veki meiri kátínu hjá heimamönnum og þá rifjist líka sitthvað upp, sem hér er ekki birt. Þetta litla kver er snyrtilega útgefið. Fremst í bók kynnir út- gefandinn safnandann með nokkrum orðum. Þá kemur inngangur safnandans, þar sem hann segir frá tildrög- um söfnunar sinnar og viðbrögðum við fyrri birtingu sagnanna. Síð- an eru sögumar sjálfar, tölumerktar og vel upp settar. Og að lokum er nafnaskrá, sem líklega er fremur óvenjulegt um bók af þessu tagi, en engu að síður vel til fundið. Þetta er bók, sem gaman er að grípa til í svartasta skammdeginu. Hún kemur manni í létt og gott skap. Sigurjón Björnsson Hjartarson Vilji, ást og unaður Hvernig kvenþjóðin, í líki hinnar sið- prúðu Inezar Torremolinos, bregst við kemur róti á söguna og snýr túlk- un klerkanna við; í stað þess að Amor Veneris fylgi frelsun er ekki síður hætt við að líffærinu dularfulla fylgi meiri ánauð en nokkru sinni fyrr. Lýsingar á líkamlegum athöfnum eru afskaplega myndrænar, nokkuð berorðar, stundum ógeðfelldar en tæpast erótískar þrátt fyrir söguefn- ið. Upp er dregin sterk og lifandi mynd af kynferðislegri spillingu meðal aðalsins og kii'kjunnar manna; lengst er gengið þegar Mona Sofia á barnsaldri er sett til að þjónusta af- gamlan kardínála með skelfilegum afleiðingum. Hvort höfundur setur fram siðferðisboðskap á þennan hátt með öfugum fonnerkjum í þeim til- gangi að ganga fram af lesanda er óvíst, hugsanlega sér hann sig bara í því hlutverki að lýsa atburðum, segja sögu; okkar er að leggja siðferðilegt mat á efnið og ákvarða hvar við stöndum gagnvart svo hlutlægri frá- sögn. Hávar Sigurjónsson fyrir trúnaðarmenn stéttarfélaga MENNTUN FYRIR ALLA BRAND- WUNDENSPRAY SPBAY Wn-BRULURES * Kælifroðan kælir brennda svæðið og heidur því í ákjósanlegu hitastigi í allt að 20 mínútur Notkun: * Beinið brúsanum að brennda svæðinu * Haldið brúsanum í io sentimetra fjarlægð og spreyið þar til froðan er um 1/2 sentimeter á þykkt * Endurtakið eftir þörfum Varúð: * Aðeins á minni brunasár (i. stigs bruna) * Forðist snertingu við augu, slímhúð eða opin sár allir ættu að KYNNA SÉR MEÐ- FERÐ BRUNASÁRA! Pj Nícorette innsogslyf samanstenaur af mtinnstykki sem i er sett rúr sem inniheldur nikotin. Nicorette innsogslyf er ætla> til a- au'velda fólki a hætta a- reykja. Algengur skammtur er a.m.k. 6 rör á dag en tló ekki fleirl en 12 á dag í a.in.k. 3 mánun og venjulega ekki lengur en 6 mánu'i. Nicoretfe innsogsl’ getur valdr aukaverkunum eins og stingandi/svi'andi tilfinning í höt*i. Höfu-verkur. Brjóstsvi'i og óglé'i Hósti og erting i munni og hálsi. Aukin flvaglát. Vi' samtimis inntöku á gestagenöstrógen lyfjum getur. eins og vi* reykingar. veri' aukin hætta á bló tappa Nikótin getur valdi> brá-urn eitrunum hjá bórnum og er efni- flví alls ekki ætla' bómum yngrt en 15 ára nema i samrá i vi- lækm. Gæta skal varu'ar hja fleim sem hala hjarta- og æ'asjukrJóma. tiunga-ar konur og konur me- bam á brjósti ættu ekki a' nota lyfi> nema í samrá'i vi lækni. Lesi' vándlega lei'beinlngar sem fylgja hverri pakkningu lyfsins. IMarka'Sleyfishafi: Pharmacia & Upjohn AS. Danmörk. Innflytjandi: Pharmaco hf., Hörgatúni 2. Gar abær.

x

Morgunblaðið

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.