Morgunblaðið - 30.12.1998, Side 18

Morgunblaðið - 30.12.1998, Side 18
18 MIÐVIKUDAGUR 30. DESEMBER 1998 VIÐSKIPTI MORGUNBLAÐIÐ Viltu hætta að reykja? Námskeið í reykbindindi verða haldin í Skógarhlíð 8 og hefjast 11. janúar og 22. mars. Hvort námskeiö stendur í 5 vikur (6 kvöldfundir) - Námskeiðsgjald er 7000 kr. - hjónaafsláttur. Innifalin er persónuleg ráögjöf fyrir þá sem þess óska. - Innritun í síma 562 1414. Sony Music Nær forystu á tónlistarmarkaði Los Angeles. Reuters. SONY Music Entertainment mun tryggja sér markaðsforystu í band- aríska tónlistariðnaðinum 1998 og hefur greinin rétt úr kútnum eftir tvö slæm ár með því að auka sölu hljómplatna um tæp 10%. Hinn 20. desember hafði sala bandarískra hljómplatna aukizt um 9%, í 672,5 milljónir úr 617,9 milljónum, að sögn SoundScan, sem fylgist með plötusölu. Sala á albúmum og litlum plötum til samans jókst um 4% í 780,4 millj- ónir á sama tíma. Bandaríkin telj- ast vera um 30% tónlistarmarkað- ar heims. Markaðshlutdeild Sony var mest, eða 17,4%, en kaup Seagram á PolyGram og samruni tónlistar- deildar Seagram og Polygram voru ekki tekin með í reikninginn. Á eftir Sony fylgdu Warner Music með 17,3% hlutdeild, Bertelsmann Music Group með 14,1%, EMI Music 14%, PolyGram 12,9% og Universal Music 10,9%. Oháðir framleiðendur höfðu 13,4% markaðshlutdeild. TILBOÐ #2 Vél sem er klár I alla vinnslu á ótrúlegu verði! «333 Mhz Pentium II « 64Mb 100 Mhz innra minni E 4,3 GB harður diskur ■4 MB AGPskjákort ■ 15" skjár með aðgerðum á skjá ■ 33.6 bás mótaid eða netspjald ■Tveggja mánaða Intemetáskrift ■Windows 98 uppsett á vél og á CD ■Windows lyklaborð ■Tveggja hnappa Miaosoft mús TILBOÐ #3 ■ 350Mhz Pentium II ■64 Mb 100 Mhz innra minni ■6,4 GB harður diskur ■8 MB 2D/3DAGP skjákort ■ 17" skjár með aðgerðum á skjá ■ 56 bás mótald eða netspjald ■Tveggja mánaða Internetáskrift ■Windows 98 uppsett á vél og á CD ■Windows lyklaborð ■Tveggja hnappa Microsoft mús <id' ENTEBPRIZE OKI ar Microsoti Tilboð sem ertginn slær við! S 333Mhz Intel Pentium II K 32Mb 100 Mhz innra minni ■ 4,3 GB harður diskur ■ 4 MB AGP skiákort ■ 15“ skjár með aðgerðum á skjá ■ 33.6 bás mótald eða netspjald I Windows 98 uppsett á vél og á CD I Windows lyklaborð ■Tveggja hnappa Microsoft mús S8 blaðsiður á mínútu Upplausn 600 x 600 pát ■ 100 blaða pappirsbakki ■ Prentreklar fyrir Windows fi Prentarakapall fylgir Sannkölluð hraðlest, mikið minni og stór skjár! PREIUTAÐU FLEIRI BT býður reikninga og gíróseðla prentara á frábæru verði! EPSON LX30Ó~ Ódýrasti reikninga- prentarinn á markaðnum. Tekur 3 rit. Microline 280 Reikningaprentari sem stenst álagið. Tekur 4 rit. Sterkur I? QQft Colorpage Live Pro I | fiUppiausn 600x1200 fi 30 bita litadýpt/J\ B Lita bleksprautuprentari I Tengdur í prentarap.VV » ■ Upplausn 720 pát ' tS ■ Ljósmyndagæoi ■ 4 bls. á min. í s/h og 2,5 i lit v Búðutil EPSON eigið styl“sc°l°r kynningar efni! OKIPAGEöw i Öflugur geislaprentari á ótrúlegu ■ 8blaðsíðurámínútu ■ Upplausn 600 x 600 pát ■ 100blaða pappírsbakki ■ Prentarakapall fylgir OKIFAX 360 ■ Faxtæki með innb. sima og simsvara ■ Skynjar hvort um fax eða tal er að ræða jv'VVi / -----. Hringid og fáid upplýsingar Siemens E10 t f ■Pyngd;165gr.^; 1.80 klst. i bið og 61 MW l Lithium rafhlaða K180 númera minni HF L: Númerabirting ofl. lUokia 6110 jpyngd: 137 gr. jÆ[70 klst. f bið og 5 klst «250 númeraminni ,m Númerabirting, I módem, daqbók r reiknivél ofL ofl. Mokia 5110 ■ Þyngd: 167 qr. ■ 270 klst. í bio og 5 klst ■ 250 númeraminni ■ Auka frontur fylgir j BNúmerabirting, M reiknivél, vekjara- m ■Taska og handfrjáls . búnaður fylgir! BT • Skeifunni 11 • S: 550-4444 • Fax: 550-4441 & Reykjavíkurvegi 64 Hf • S: 550-4020 • Fax: 565-0069 Daimler samruni borgar sig Frankfurt. Reuter. Telegraph. DAIMLER-CHRYSLER segir að afkoman á næsta ári muni sýna fyrsta ávinninginn af 42 milljarða dollara samruna Daimler-Benz í Þýzkalandi og Chrysler í Band- aríkjunum í nóvember. I yfirlýsingu frá Daimler- Chrysler segir að bráðabirgðamat sýni að sala hafí aukizt um 13% í um 260 milljarða marka 1998, saman- borið við 229 milljarða marka sam- eiginlegan hagnað Daimler-Benz og -Chrysler 1997. Sala jókst á flestum sviðum og sló fyrri met í bíladeild. Sölutekjur juk- ust einnig af flugvélaiðnaði, fjár- málaþjónustu og umsvifum í járn- brautaverkfræði. Daimler-Chrysler birti engar tölur um hagnað, en sagði að búizt væri við að hann væri kominn á „verulega hærra stig“ en sameiginlegur hagnaður fyrirtækj- anna 1997. „Búizt er við að á komandi ári komi fyrstu jákvæðu áhrif samrun- ans í ljós,“ sagði í sameiginlegri yf- irlýsingu frá stjórnarformönnunum Júrgen Schrempp og Robert Eaton. „Samrunanefndir okkar hafa hafizt handa um að skilgreina starfsmögn- unarverkefni okkar og það starf er vel á veg komið. Árangur þess mun koma í ljós í afkomutölum 1999.“ Fyrirtækið hefur spáð því að sameiginlegur sparnaður á næsta ári verði um 1,4 milljarða dollara og muni aukast í 3 milljarða dollara á þremur til fimm árum. 13.000 ný störf Sérfræðingar telja að Daimler- Chrysler muni skila rúmlega 10 milljarða marka nettóhagnaði 1998 miðað við 7,2 milljarða marka sam- eiginlegan hagnað 1997. Fyrirtækið býst við að bráðabirgðatölur um af- komuna verði birtar í febrúarlok eða marzbyrjun. Daimler-Chrysler sagði að 13.000 hefðu verið ráðnir í ný störf 1998 og starfsmönnum fyrirtækisins í heim- inum hefði fjölgað í 434.000. Rúmur helmingur starfar í Þýzkalandi og þriðjungur í Bandaríkjunum. ---------------------- Isuzu segir upp fólki Tókýó. JAPANSKI bfiaframleiðandinn Isuzu hefur ákveðið að segja upp 4.000 starfsmönnum og grynnka á skuldum samkvæmt áætlun um endurskipulagningu, sem á að auka hagnað. Áætlunin á að gera Isuzu kleift að ná því marki að selja bfla fyrir 6,1 milljarð dollara innanlands og skila 86 milljóna dollara hagnaði fyrir skatta á fjárhagsárinu 2000. Isuzu er í eignatengslum við General Motors í Bandaríkjunum og mesti vörubílaframleiðandi heims. General Motors hefur ákveðið að auka hluta sinn í Isuzu í 49% úr 37,5%.

x

Morgunblaðið

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.