Morgunblaðið - 14.06.1998, Blaðsíða 56

Morgunblaðið - 14.06.1998, Blaðsíða 56
T|N|T| Express Worldwide 580 1010 , íslandspóstur hf Hraðflutningar SS.Lausnir Nýherja fyrir Lotus Notes íllill Premium Partnor MORG UNBLAÐIÐ, KRINGLAN1,103 REYKJAVIK, SÍMI5691100, SÍMBRÉF 5691181 PÓSTHÓLF3040, NETFANG: RITSTJ@MBL.IS, AKUREYRI: KAUPVANGSSTRÆTI1 SUNNUDAGUR 14. JÚNÍ 1998 VERÐ í LAUSASÖLU 125 KR. MEÐ VSK Breki frá Vestmannaeyjum til viðgerðar í Reykjavík eftir eldsvoða í vélarrúmi Alltaf mikil hætta á " ferðum þegar eldur er í skipi á rúmsjó „ÞEGAR eldur kemur upp í skipi á rúmsjó er alltaf mikil hætta á ferðum og manni bregð- ur illilega þegar það gerist. Okk- ur lánaðist hins vegar að loka öllu í vélarrúminu og kæfðist eldurinn á rúmum klukkutíma," sagði Magni Jóhannsson, skip- stjóri á Breka VE 61, í samtali við Morgunblaðið. Siglir dró 'Breka til Reykjavíkur og lagðist Breki að bryggju um tíuleytið í gærmorgun, sólarhring eftir að eldurinn kom upp. Hilmar Sigurðsson fyrsti vél- stjóri var í dyrum vélarrúmsins þegar eldurinn kom upp. Magni skipstjóri segir að hitamælir hafi rokið upp og síðan hafi reykur og eldur gosið upp, líklega við smur- olíurör. „Þá fór brunavamakerfi skipsins í gang með merki um það að eldur- inn sé í vélarrúmi og þá veit skipshöfnin hvað "~"gera skal og hún brást öll vel og rétt við öllu og ekkert fum var á mönnum. Það er lykilat- riði í svona ástandi. Vélstjórinn var á leiðinni niður, var nánast í dyrunum og fyrstu við- brögðin voru að loka .öllu þama niðri enda fylltist þar allt af reyk. Síðan þurfti að gera manntal og kanna hvort ekki væri allt í lagi með mannskapinn.“ Ollu lokað og eldurinn kæfður Magni sagði að einu viðbrögðin við þessar aðstæður væru að loka öllu og reyna að kæfa eldinn, loka lúgum, loftrásum og þétta allar smugur til að súrefni kæmist ekki að eldinum. „Síðan urðum við að bíða rólegir þar til við töld- um óhætt að kíkja í vélarrúmið og leið rúmlega klukkustund þar til við fómm að athuga ástandið." Magni segir að þá hafi vélstjór- inn farið niður með reykköfunar- búnað og í öryggislínu og þá hafi verið óhætt að opna og lofta út. Það hafi tek- ið hátt í þrjá tíma. Reykur barst um allt skip- ið, í íbúðir og brú en skipverjum tókst að lofta vel út og segir Magni að skemmdir hafi því ekki orðið aðrar en vegna elds og sóts í vélarrúminu. MAGNI Jóhannsson hefur verið skip- stjóri á Breka nokk- uð á sjötta ár. Morgunblaðið/Jim Smart LÖGREGLAN ræðir við nokkra úr áhöfn á bryggjunni í gærmorgun. Sent var út neyðarkall strax og eldurinn kom upp og segir Magni það ekki hafa verið afturkallað fyrr en ljóst var að eldurinn var slokknaður. Verksmiðjutogarinn Siglir var um 28 mílur undan og sneri strax til aðstoðar. Hann var kominn á vettvang um tveimur tímum síðar. Magni sagði að eftir að ljóst varð að Breki yrði ekki keyrður á eigin vélar- afli hefði verið ákveðið að Sigiir tæki skipið í tog til Reykjavíkur. „Vélin var í sjálfu sér gangfær en samt var nokkuð ótryggt hvað gæti gerst í framhaldinu og þess vegna ákváðum við að keyra hana ekki.“ Skipin héldu af stað um fimmleytið síðdegis á föstudag og voru komin inn á Faxaflóann um 8 leytið í gærmorgun. Hafnsögubátar, meðal þeirra Magni, tóku við Breka undan Gróttu og komu Breka að bryggju um 10-leyt- ið. Breki var er nýkominn úr mánaðarklössun í Hafharfirði þar sem fara þurfti yfir skrúfu- búnað og stýri skipsins og var þetta fyrsta veiðiferðin eftir það, en skipið á eftir um 450 tonna karfakvóta á Reykjaneshryggnum. Skemmdir ekki fullkannaðar „Við lentum hins vegar í brasi með trollið og ætluðum að fara að snúa til Reykjavíkur til að fá það lagað og halda síðan beint á hrygginn aftur,“ sagði Magni í gærmorgun. Hann sagði ómögulegt að segja nokkuð um skemmdirnar, í vélarrúminu væri nú allt í sóti og skít og fyrst þegar búið væri að hreinsa væri hægt að gera sér grein fyrir því. Vonast hann til að skipið komist á veiðar sem fyrst. „Við verðum vonandi sem styst í Reykjavík." Lögreglan, fulltrúar rannsóknanefndar sjóslysa og tryggingafélaga fóru strax um borð til að taka skýrslur og skoða ummerki. A grundvelli þeirra rannsókna verða sjópróf síðan haldin á næstunni og þá fremur í Vest- mannaeyjum en Reykjavík. Breki er 599 tonn og var smíðaður á Akureyri árið 1975. Morgunblaðið/RAX Gæsin lítið fyrir gesta- komur VARPTÍMINN stendur nú sem hæst, ekki síst í Hvallátnim á Breiðafirði þar sem þessi mynd var tekin í vikunni. Grágæsin á myndinni er augljóslega í hinu versta skapi yfir því að vera trufluð. Hún sat þó sem fastast enda væntanlega stutt í fyrstu brestina á eggjunum. Þorvaldur Björnsson, æðarræktandi í Hvallátrum, sagðist hafa fylgst með þessari gæs og fleirum á eyjunni, en hann hefði ekki hugmynd um hvað hún ætti mörg egg. Hún væri svo grimm og fylgin sér ef menn gerðust nærgöngulir að það þyrði eng- inn að fæla hana af eggjunum. Kostar allt að 830 þús. að reka bíl KOSTNAÐUR við að eiga og reka bíl sem kostar 2 milljón- ir króna er samtals 637.600 kr. á ári sé bflnum ekið 15 þúsund km á ári. Kostnaðurinn er 408.780 kr. sé miðað við bíl sem kost- ar 1.050.000 kr. Mestur er rekstrarkostnaðurinn 830.960 kr. af bíl sem kostar 2 milljón- ir kr. og er ekið 30 þúsund km á ári. ■ Rekstrarkostnaður/D2 Eigandi Norðuráls segir álverið geta skilað fullum afköstum í haust Landsvirkjun vildi ekki „lána“ Norðuráli orku NORÐURÁL lýsti sig reiðubúið til að fá orku „lánaða" frá Landsvirkj- un næsta haust og bera alla ábyrgð og kostnað af að bæta Landsvirkjun það upp, lenti orkufyrirtækið í vanda. Kenneth Peterson, eigandi álversins, sagði að Landsvirkjun hefði ekki viljað feta þessa braut, sem væri alþekkt annars staðar. Landsvirkjun hefur ekki talið sig geta afhent meiri orku fyrr en um áramót. Norðurál fór fram á að Lands- virkjun flýtti afhendingu orku til ál- versins á Grundartanga, svo unnt yrði að taka öll 120 kerin, sem tryggja 60 þúsund tonna ársfram- leiðslu, í notkun hvert á fætur öðru, í stað þess að fyrirtækið þyrfti að bíða orkuafhendingar um áramót fyrir 60 ker, þegar orka frá stækk- aðri Kröfluvirkjun, endumýjaðri Búrfellsvirkjun og orkuverinu á Nesjavöllum bætist í sarp Lands- virkjunar. „Norðurál getur byrjað að taka síðari hluta keranna í notk- un í ágúst,“ segir Kenneth Peterson. „Undanfama átján mánuði höfum við þróað lausn á orkuvandanum. Við fengjum þá orku sem við þyrft- um, en ef Landsvirkjun lenti í vanda myndum við annaðhvort draga úr framleiðslu eða bera kostnað af rekstri gufuaflsvirkjana, sem eru dýrari í rekstri en vatns- fallsvirkjanir. Ábyrgðin og kostnað- urinn væri okkar, ekki Landsvirkj- unar.“ Peterson segir að Norðurál hafi fengið ráðgjafa frá Bandaríkjunum, sem unnu að þessu máli. „Við feng- um þessa ráðgjafa nokkrum sinnum til landsins og gerðum áætlun um hvernig þetta gæti gengið upp, báð- um til hagsbóta. Þetta var gert í fullu samráði og samstarfi við Landsvirkjun. Niðurstaðan varð samt sú, að Landsvirkjun kaus að reyna þetta ekki, vegna þess að þetta hefur ekki verið gert hér áð- ur. Þetta hafa þó önnur orkufyrir- tæki gert í áratugi." ■ Frá upphafi til álvers/10
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.