Morgunblaðið - 14.06.1998, Blaðsíða 21

Morgunblaðið - 14.06.1998, Blaðsíða 21
MORGUNBLAÐIÐ SUNNUDAGUR 14. JÚNÍ 1998 21 LISTIR Berg’ljót í hlut- verki drottningar LEIKKONAN Bergljót Arnalds leikur aðalhlutverkið í leikritinu „Dóttir sjávarkonungsins" (The Sea-King’s Daughter) eftir orkneyska skáldið George Mackay Brown en verkið hefur verið gefið út á snældu og geisladisk af skoska fyrirtækinu Saltire Society. Höfundur verksins, ljóðskáldið George Mackay Brown, lést fyrir tveimur árum og er verkið gefið út til minningar um þetta höfuðskáld Orkneyja. Félagið Saltire Society stendur vörð um skoska menningu og gefur m.a. annars út skáldsögur á snældum en þetta er í fyrsta sinn sem ráðist hefur verið í að gefa út leikrit. Verkið fjallar um þriggja ára stúlku, dóttur Eiríks 2. konungs yfir Noregi, sem varð drottning yf- ir Skotlandi á 13. öld. Þegar hún var sjö ára var ákveðið að sameina Skotland og England með því að gifta hana Englandsprinsi. A leið- inni frá Noregi til Englands fékk hún lungnabólgu og dó. Verkið gerist á ferð drottningar til Eng- lands. Um borð í skipinu upplifir drottningin unga frelsið í fyrsta sinn og lætur sig dreyma um að losna undan skyldum sínum við hirðina og lifa fábrotnu lífi. Ograndi hlutverk Bergljót segir hlutverk drottn- ingarinnar ungu erfiðasta hlutverk sem hún hefur tekið sér fyrir hendur fyrir framan hljóðnema og lýsir það sér einkum í tjáningu veiks barns með röddinni einni. „Eg þarf að halda mínum íslenska hreim, sem má þó ekki vera of sterkur, og í lokaatriðinu þar sem barnið er með óráði og deyr að lokum, kemm- stærsta ögrunin fram í hlutverkinu því ég hef ekki líkamann til að tjá líðan þess eða ungan aldur, heldur eingöngu röddina," segir Bergljót. „Þá verð- ur maður að passa að allt komi fram, en þó má ekki gera of mikið, ekki hósta of mikið, ekki gráta of mikið og þess háttar.“ Dóttir sjávarkonungsins var áð- ur flutt á Edinborgarhátíðinni 1993 og fór Bergljót þá einnig með hlutverk drottningarinnar. Sýn- ingin hlaut mjög góða dóma og því var meðal annars ákveðið að ráð- ast í þetta tilraunaverkefni. Þegar Bergljót lék hlutverkið á Edin- borgarhátíðinni var hún á öðru ári í leiklistarnámi sínu. „Verkið er ljóðrænt og ég vann hlutverkið mjög vel á sínum tíma. Til gamans má geta þess að eftir eina æfing- una lét strætisvagnabílstjóri mig borga barnafargjald og er það lýsandi fyrir það hversu sokkin ég var ofan í hlutverkið,“ segir Bergljót. Upptökur á leikritinu fóru fram í Edinborg í nóvember síðastliðn- um og má geta þess að andlit Bergljótar prýðir kápuna á geisla- plötunni. Þá hefur Signý Onnars- dóttir fatahönnuður hannað kjól úr hreindýraskinni sem leikkonan klæddist á útgáfudeginum. Leikstjóri verksins er Marillyn Gray en hún leikstýrði einnig sýn- ingunni þegar hún var sett upp á sínum tíma á Edinborgarhátíðinni. RAFVÖRUR ÁRMÚLI 5 • RVK • SÍMI 568 6411 Ragnar Lár sýnir í Gall eríi Sölva Helgasonar BERGLJÓT Araalds leikkona. RAGNAR Lár heldur myndlistar- sýningu í Galleríi Sölva Helgason- ar í Lónkoti í Skagafirði. Sýningin stendur til 19. júlí. Ragnar er fæddur 1935. Hann nam við Handíða- og myndlista- skólann í Reykjavík að gagnfræða- prófi loknu. Fyrstu einkasýningu sína hélt hann í Reykjavík 1956, en síðan hefur hann haldið margar sýningar heima og erlendis. Ragn- ar hefur myndskreytt margar bækur, einkum barnabækur, gert hreyfimyndir iyrir sjónvarp, stundað blaðamennsku og auglýs- ingateikningar. Ragnar hefur samið og teiknað sjö barnabækur, m.a. „Moli litli flugustrákur". Ragnar gaf út Spegilinn um ára- bil ásamt Asa í Bæ og þekkt er blaðafígúra hans „Boggi blaða- maður“, sem birtist í Vísi, Dag- blaðinu og síðar í Tímanum, sam- tals um tíu ára skeið. Sú sýning á verkum Ragnars Lár, sem sjá má í Galleríi Sölva Helgasonar, sýnir þversnið af verkum hans í gegnum tíðina. líkja eftir okkur Nám við Viðskipta- og tölvuskólann leiðir til starfs Við byggjum á 23 ára reynslu og hefð og erum í takt við þarfir atvinnulífsins Vl OSKlPTA- 0G TÖLVOSKÓLJMM Faxafeni 10 • Framtíðin • 108 Reykjavík Sími: 588 5810 • Bréfasími 588 5822 Skólinn býður upp á bestu aðstöðu fyrir nemendur sem þekkist á landinu. Komið í heimsókn og sannfærist 'Hú er keítiö Á AÍÍA lp.nfsin.enn að A-ulov Vetjiemcl tstens'k.p.fdncs.ns tneö fví cu> sttjöjn- fÁ’WK-Ve.rkje.fni shdtcs- ftretjf’incjfl.rinncvr sevn ber keitiö „lslensk.cs- fdnp.nn í pnc(yep-i.“ Miði er Ýnöcjvsle-i'k.ií OflM.sile.cjir VinnincjíX-r -'Va, íslenska fánann í öndvegi Drcsið 11- Í“n‘ 5'ktítci'fire.tjjfinjin
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.