Morgunblaðið - 14.06.1998, Blaðsíða 25

Morgunblaðið - 14.06.1998, Blaðsíða 25
MORGUNBLAÐIÐ SUNNUDAGUR 14. JÚNÍ 1998 25 Skrambiim.... Hvert var ég aftur ad fara? Öl| ai fll m a L ' "74 1 i ná ^ Jt 0 ENGINN er óhultur. Jafnvel „súpermann“ hlýtur að eldast! geðlækningum við Rochester-há- skóla árið 1989. Að því loknu tók ég undirsérgrein í öldrunargeðlækn- ingum og hef starfað við rannsóknir á því sviði undanfarin þrjú ár. Rannsóknimar fara fram innan alzheimer-miðstöðvar við Rochest- er-háskólann. Alls taka á bilinu 30 til 40 miðstöðvar við helstu háskóla í Bandaríkjunum þátt í rannsóknun- um. Okkar miðstöð er mjög virk enda höfum við verið með í flestum rannsóknum á sjúkdómnum undan- farin ár. Ég er aðstoðarprófssor við háskólann og meðstjómandi í rann- sóknarverkefni í tengslum við með- ferð vegna vitsmuna- og hegðunar- truflana hjá öldmðum. Við metum áhrif nýrra lyfja á alzheimer-sjúk- linga og höfum komið nærri þróun meira og minna allra nýrra lyfja á markaðnum í dag.“ Anton minnir á að aukinn skiln- ingur á sjálfum sjúkdómsferlinum gefi ákveðnar vísbendingar um hvaða leiðir sé hægt að fara í þróun meðferðarinnar. „Við þróun á með- ferðinni var byrjað á því að h'ta til Parkinsons-sjúkdómsins. Aðalein- kenni Parkinsons-sjúkdómsins er gífurlegur skortur á dópamíni í ákveðnum hlutum heilans. Meðferð- in felst meðal annars í því að gefa dópamínforvera til að minnka ein- kennin. Hið sama var reynt að gera í tengslum við alzheimer-sjúkdóm- inn. Mestur skaðinn verður á acetýlkólín boðefnakerfinu og var gerð tilraun til að gefa forverana lecithin eða kólín. Því miður voru áhrifin engin svo leitin hélt áfram. Við reyndum því næst að nota beina hvata fyrir kólinerga-kerfið. Auka- verkanimar urðu of miklar og því var enn reynt að finna nýja leið. Nú var litið á hvað gerðist þegar kóhnið losnaði út í bilið á milli taugafrum- anna. Niðurbrotspróteinið kólínesterasi brýtur kólínið mjög hratt niður. Efni fannst til að hamla því og fyrsta lyfið með því efni var sett á markaðinn undir heitinu tacrine árið 1992. Vandinn fólst í því að lyfinu fylgdu miklar aukaverkan- ir, t.d. lifrareitrun. Þar fyrir utan var erfitt að fá sjúklingana til að taka lyfið fjórum sinnum á dag. Þrátt fyrir þokkalega virkni fyrir ákveðinn hóp náði lyfið því aldrei al- mennum vinsældum." Uppúr stóð að lyfið hafði áhrif og í framhaldi af því fór fjöldinn allur af lyfjafyrirtækjum að þróa svokall- að annarrar kynslóðar lyf. „Fyrsta annarrar kynslóðar lyfið hefur verið selt undir heitinu aricept í Banda- ríkjunum frá því í janúar á síðasta ári. Lyfið hefur fengið ágætar við- tökur enda þola flestir lyfið ágæt- lega og aðeins þarf að taka lyfið inn einu sinni á dag. Ef tekið er mið af samanburðarhópi samsvarar lyfið að meðaltali um 6 mánaða bata á Tíðni alzheimer eftir aldri 65- 75- eldri en 74 ára 84 ára 85 ára sex mánaða tímabili. Um 25% ein- staklinga hafa mun betri svörun og nemur batinn oft vel yfir eins árs sjúkdómsgangi. Eftir batann heldur sjúkdómurinn áfram að versna. Okkur sýnist engu að síður að lyfin hafi ákveðin langtímaáhrif, þ.e. hægi á sjúkdóminum. Ekki verður heldur fram hjá því litið að þriðji hluti sjúklinganna virðist fá mjög htið skammtímasvar.“ Sérfræðingar bjartsýnir Nokkrir íslenskir öldrunarlæknar hafa notað lyfið á undanþágu frá því síðasta haust. „Nú hefur lyfið verið samþykkt og verður því væntanlega komið á markað hér á landi seinni- hluta sumars eða í haustbyrjun. Tvö önnur lyf með svipaða virkun hafa verið lögð fyrir lyfjanefnd í Banda- ríkjunum og munu sennilega vera komin á markað þar í haust eða byrjun næsta árs,“ segir Anton og tekur fram að fjöldinn allur af svip- uðum lyfjum sé í þróun. Enn sé von á mun áhrifaríkari lyfjum. „Nú er ég að tala um allt aðra tegund af lyfjum. Ég er að tala um að lyfin hafi áhrif á sjálfan sjúkdómsgang- inn, hamli tæringu, minnki bólgu- svar og hvetji boðefni til að koma í veg fyrir röskun á sjálfum prótein- búskapnum. Ef okkur tekst að framleiða shkt lyf gætum við trú- lega hjálpað flestum með alzheimer- einkenni í framtíðinni og minnkað áhættuna hjá öðrum. Við sérfræð- ingamir erum almennt mjög bjart- sýnir á að okkur takist á næstu 15 áram að ná settu marki, enda er ekki svo langt í land. Enn um sinn munum við hins vegar styðjast við lyfin á markaðinum og algengt er að sjúklingum sé ráðlagt að taka inn E- og C-vítamín til að hægja á tær- ingu. Fyrir konur hefur svo verið mælt með estrógen-notkun eftir tíðahvörf. Stundum hefur verið ávísað á bólgueyðandi lyf og seyði af laufum ginko-trésins. Frakkar hafa jafnvel komist að því að rauð- vín hafi jákvæð áhrif,“ segir Anton. Anton leggur áherslu á að breyta þurfi neikvæðu viðhorfi lækna og heilbrigðisstarfsmanna til sjúk- dómsins. „Ég hef áður minnst á hvers konar grundvallaratriði er í því fólgið að greina sjúkdómins eins fljótt og hægt er. Greiningin er heldur alls ekki flókin ef leitað er að höfuðeinkennum. Ég vil hvetja fólk til að leita til læknis hafi það áhyggjur af minnis- eða vits- munatapi hjá sjálfum sér eða að- standendum til að hægt sé að hefja meðferð snemma ef ástæða er til. Þar fyrir utan skiptir verulegu máli að styðja sjúklingana og fjölskyld- una, tala um sjúkdóminn, veita stuðning í gegnum ferlið og huga að því að þjóðfélagið búi vel að sjúk- íingunum. Þá er ég að tala um heimahjúkrun, hvfldarvistun og elli- heimilispláss. Síðast en ekki síst þarf að tryggja að sjúklingurinn hafi tækifæri til að hitta aðra. Oft fara ættingjar sjúklinga að skamm- ast sín fyrir traflaða hegðun sjúk- lingsins og hætt er að gera ráð fyrir sjúklingnum í fjölskylduboðum. Þar með hættir sjúklingurinn að fá þann stuðning og hvata sem felst í því að sýna sig og sjá aðra. Ég hef sjálfur reynslu af því að eiga náið skyldmenni með alzheimer á háu stigi. Sú reynsla hefur fært mig hinum megin við borðið og hjálpað mér til að skilja betur hlið aðstandenda. Læknar verða að gefa sér góðan tíma til að sinna aðstand- endum af natni enda era aðstand- endumir oft grundvöllur þess að sjúklingunum líði vel. Um leið og illa fer að ganga hjá nánasta aðstand- anda eða aðstandendum fer sjúk- lingurinn í langtímavistun. Oftast er raunin svo auðvitað sú að sjúkling- amir fara í langtímavistun þegar sjúkdómurinn ágerist enda er ekki eðlilegt að sjúkdómurinn komi í veg fyrir að aðrir geti lifað nokkum veg- inn eðlilegu lífi. Annars verður aldrei of oft lögð áherslu á fræðslu. Að nánustu skyldmenni viti hvað er í gangi og séu undirbúinir undir það hvernig súkdómurinn eigi eftir að hegða sér. Fram þarf að fara undir- búningur á ýmsum sviðum, tilfinn- ingalega, fjárhagslega, lagalega og huga verður að því hvað eigi að gera í framtíðinni, t.d. varðandi viðhorf til líknarmeðferðar. Ef afi þinn er orð- inn karlægur og veit hvorki í þennan heim né annan og fær lungnabólgu. A að gefa honum sýklalyf eða ekki, á að láta náttúruna fá sínu fram- gengt? Mér hefur heyrst að þessi umræða sé ekki enn farin af stað hér nema á meðal þröngs hóps,“ segir Anton Pjetur en hann hélt fyr- irlestur um nýjungar í meðferð á alzheimer-sjúkdómnum á lyflækna- þingi á Akureyri í gær. Ársfundir Lífeyrissjóðs starfsmanna ríkisins verða haldnir mánudaginn 15. júní 1998 á Grand Hótel Reykjavík, Sigtúni 38. Fundur fyrir sjóðfélaga hefst kl. 16.30. Allir sjóðfélagar eiga rétt til fundarsetu á ársfundi. Fundur fyrir forsvarsmenn launagreiðenda hefst kl. 13.30. Á fundinum verður fjallað um skýrslu stjórnar, ársreikninga, tryggingafræðilega úttekt, fjárfestingarstefnu, aðild launagreiðenda að LSR, réttindamál sjóðfélaga o.fl. LSR NMT TS-400 SPECTROIMIC ----^------ - Handsími / Bílasfmi - Sæti f mælaborð með innbyggðum handfrjálsum búnaði (hendur á stýri) -120 klst. rafhlaða - 250 númera minni m/nafni - Vatns- og höggvarinn - Klukka/dagatal/minnisbók - Vekjari - Gott valmyndakerfi - (slenskar leiðbeiningar í sveit... Innifalið: Festing f bfl með 12V hleðslutæki, handfrjálsri ^ notkun og tengingu f. loftnet og ioftnetskapli. ,1 „ Hraðhleðslutæki fyrir 230V. X 120 klstyi200 mAh NiMH rafhlaða. j • - Einfalt valmyndakerfi .. £ 0 - Klukka, dagsetning og vekjari -100 númera minni m/nafni - Þyngd 200 gr. - Titrari í stað nringingar « 5 l ■U - Tölvutengjanlegur 1 1 - SMS skilaboð .90 »0 Innifalið: Hraðhleðsiutæki og 30 klst NiMH rafhlaða. innifalið: Boðtækl. beltisfeitlng rafhlaða og keðja f belti. rn niPocKET I uLLJosel-l. Símbodinn PB-2219 - Geymir 15 númer - Klukka, vekjari og dags. - Titrari - 20 mismunandi tónar - 2 mismunandi númer - Aðeins 55 gr. m/rafhlöðu cr 0) Qx 0) n ffl ístel Síðumúla 37 108 Reykjavík $.588*2800 Leitin að réttu eigninni hefst hjá okkur Vsttvangur fólks i fasteignaleit .mbl.is/fasteignir
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.