Morgunblaðið - 14.06.1998, Blaðsíða 16

Morgunblaðið - 14.06.1998, Blaðsíða 16
16 SUNNUDAGUR 14. JÚNÍ 1998 MORGUNB LAÐIÐ ÍÞRÓTTIR Sigur- hátíðin stöðvuð ÍBÚAR Chicago-borgar voru uppteknir allan föstudaginn við að undirbúa sigurhátíð til að fagna enn einum NBA-titlinum. Mikið umferðaröngþveiti var í borginni allan daginn og máttu leik- menn Bulls hafa sig alla við að komast til United Center á rétt- um tíma. Leikmenn Utah Jazz létu ekkert af þessu hafa áhrif á sig i fimmta leik lokaúrslitanna og sigruðu í leiknum, 83:81. Chicago hefur þó enn forystu í viðureignum liðanna, en nú 3:2. Þegar litið er á tölurnar úr leikn- um kemur í ljós að það var fyrst og fremst léleg skotanýting flestra leikmanna Bulls sem Gunnar gerði gæfumuninn. Að Valgeirsson sama skapi var það skrifar frá frábær leikur „bréf- Bandaríkjunum berang<< Kar]s Malone hjá Utah sem renndi stoðum undir sigurinn. Leikurinn einkenndist allan fyrri hálfleikinn af slakri skotanýtingu. Staðan í hálfleik var 36:30 fyrir Chicago, sem er lægsta samanlagt stigaskor í sögu lokaúrslitanna. Leikmenn beggja liða áttu erfitt með að ná sér á strik, enda mikið í húfi. Þeir Toni Kukoc hjá Bulls og Karl Malone hjá Jazz voru langatkvæða- mestir í fyrri hálfleiknum, en í upp- hafi þess seinni tóku gestirnir aftur forystuna eftir góðan kafla. Utah hitti úr 17 af fyrstu 24 skotum sínum í seinni hálfleiknum og Chicago-liðið náði aldrei takti í sóknarleiknum á sama tíma. Utah náði sjö stiga forystu þegar um 90 sekúndur voru eftir, 78:71, en Chicago minnkaði muninn fljótt og leikurinn var í járnum síðustu sek- úndurnar. Chicago minnkaði muninn í 82:81 þegar fimm sekúndur voru eftir, en leikmenn Bulls voru of sein- ir að brjóta af sér til að stöðva klukk- una og áttu þvi aðeins tækifæri í lok- in í erfiðu færi en misstu marks. Sig- ur Utah, 83:81, var staðreynd og sanngjarn. Karl Malone átti frábæran leik fyrir Utah. Hann skoraði 39 stig og tók 9 fráköst. Hann var breyttur leikmaðui- frá fyrri leikjum - var ákafur í sókninni og lét hvert skotið af öðru vaða. Hann var hinn róleg- asti á blaðamannafundi eftir leikinn. „Það voru flestir búnir að gefa okkur upp á bátinn, en sem betur fer höf- íslenskir skylmingamenn taka þátt í HM í fyrsta skipti í haust um við ekkert látið fjölmiðla hafa áhrif á okkur og við unnum þetta fyrst og fremst á góðri liðsheild. Við settum loks rétt upp í sókninni og við spiluðum okkar bestu vöm í langan tíma,“ sagði hann. John Stockton stjómaði leik Utah mjög vel og vara- maðurinn Antoine Carr skoraði mikil- vægar körfur í lokin. Þjálfari Utah, Jerry Sloan, gerði nokkrar lykilbreyt- ingar á leik liðsins og þær gengu upp. „Við komum loks til leiks með réttu hugarfari og Karl Malone var aldeilis frábær. Hann fann sig strax í sókninni og eftir það gat enginn stöðvað hann,“ sagði hann í leikslok. Skotanýting Utah í seinni hálf- leiknum var lykillinn fyrir liðið. Leikmenn þess hittu úr 14 af 18 skotum sínum og þeir náðu loks fleiri fráköstum en Chicago. Dennis Rod- man náði engu sóknarfrákasti í leiknum. Liðinu tókst það sem það vildi, sem var að vinna einn leik í Chicago og fá allan sirkusinn aftur til Utah, þar sem það er erfitt viður- eignar. Bulls-liðið náði sér aldrei á strik í leiknum og leikmenn þess léku ekki af sömu orku og í undanfórnum þremur sigurleikjum. Aðeins Toni Kukoc og Michael Jordan náðu sér á strik í sókninni, en Scottie Pippen átti afleitan dag. Hann skoraði að- eins úr tveimur af 18 skotum sínum þrátt fyrir að Jordan skoraði 28 stig. Kukoc átti sinn besta leik í úrslita- keppni til þessa. Hann skoraði 30 stig og hitti úr 11 af 13 skotum. Hann hélt Bulls á floti í byrjun þegar hann skoraði 13 af fyrstu 14 stigum liðsins. Reuters KARL Malone átti stórleik með Utah Jazz, skoraði 39 stig. Hér er hann að selja knöttinn í körfuna, án þess að Luc Longley komi vörnum við. Tony Kukoc (7) horfir á. SKYLMINGAR Með þrenn verð- laun frá Finnlandi Her vaktar rafstöðvar ENN og aftur var mælirinn fullur að mati knattpsymu- áhugamanna í Bangladesh er rafmagnið fór af stómm hlut- um landsinB þriðja daginn í röð sl. föstudag er bein út- sending stóð yfir frá heims- meistaramótinu í knattspyrnu. Bangladesh á ekki laudslið í keppninni en mikill hluti þjóð- arinnar fylgist með leikjum keppninnar. Mikill skortur er á rafmagni (landinu og þegar álagið eykst brennur kerfið hreinlega yfir. Hafa þúsundir áhugamanna farið að raf- stöðvum og látið ófriðlega til þess að mótmæla ástandinu. A.m.k. sjö era slasaðir eftir ólæti sem bmtust út á fostu- dagskvöldið og nímlega annar eins hópur er slasaður eftir læti fyrr í vikunni. Yfírvöld hafa óskað eftir því að her og lögregla verði á vakt nærri rafstöðvum næstu daga því ekki er von til þess að fram- boð af rafmagni aukist á með- an keppnin stendur yfir. Islenskir skylmingamenn unnu til verðlauna, bæði keppni einstak- linga og sveita á næst síðasta móti keppnistímabilsins í norður-evr- ópsku mótaröðinni í skylmingum með höggsverði sem fram fór í Finn- landi um síðustu helgi. Ragnar Ingi Sigurðsson var í öðru sæti í karla- flokki, Helga Magnúsdóttir hreppti þriðja sætið í kvennaflokki og karla- sveitin varð í þriðja sæti, á eftir Skotum sem unnu silfurverðlaun og Dönum sem báru sigur úr býtum. Fyrir síðasta mótið eru Ragnar Ingi og Helga í öðru sæti í heildarstiga- keppni í karla og kvennaflokki, en að sögn Nikolays Mateevs landsliðs- þjálfara eiga þau ekki möguleika á að vinna sína flokka þó þau yrðu bæði hlutskörpust á síðasta mótinu sem fram fer í London síðar í þessum mánuði. „Þess vegna ætlum við ekki að keppa á síðasta mótinu af sparn- aðarástæðum og eiga þá til góða er við fórum á heimsmeistaramótið í Sviss í október,“ segir Mateev. Ragnar sigraði í stigakeppni mótaraðarinnar á sl. keppnistímabili en hefur ekki náð að fylgja þeim ár- angri eftir í vetur. Eigi að síður seg- ist hann vera sáttur við sinn hlut. „Eftir að ég vann í fyrra má segja að ég hafi orðið sáttur og vilji fara að huga að nýjum markmiðum,“ segir Ragnar. Hann segir keppnina í Finnlandi hafi verið erfiða en skemmtilega. Alls voru 36 keppendur í karlaflokki og hann hafi auðveldlega komist inn í átta manna úrslit en þá hafi tekið við sterkari andstæðingar. I átta manna úrslitum vann Ragnar Skot- ann Cameron Hall, 15:7 og í fjögurra manna úrslitum Hollendinginn Van Wijnkoopp 15:10. „Ég var afslappað- ur í þessum viðureignum og hafði frumkvæðið allan tímann og þá var einbeitingin í lagi,“ segir Ragnar. Til úrslita barðist hann við Danann Jan Rasmussen. „Ég byrjaði illa og átti í vök að verjast, en loks þegai' mér tókst að reka af mér slyðruorðið var orðið um seinan," segir Ragnar um úrslitaleikinn sem hann tapaði 15:12. Mateev landsliðsþjálfari segir Helgu hafa sýnt mikla keppnishörku og staðið sig vel en alls reyndu 10 keppendur með sér í kvennaflokki. Helga hafi ekki stundað í íþróttina nema í rúm tvö ár en tekið miklum og hröðum framfórum. Auk Helgu hafn- aði Sigrún Geirsdóttir í 4. sæti og Guðrún Jóhannsdóttir í því áttunda. Átta sveitir voru skráðar til leiks í sveitakeppni, þar af tvær frá íslandi, karla og kvennasveit. í karlasveit- inni voru auk Ragnars Inga, Ólafur Bjarnason og Kristmundur Berg- sveinsson. Þeir kræktu í brons verð- laun en kvennasveitinni sem þær Helga, Sigrún og Guðrún skipuðu, hafnaði 7. sæti. „Nú er kominn tími til hjá okkur að setja ný markmið og því ætlum við ekki að senda okkar sterkasta fólk á keppnina um Norður-Evrópu- bikarinn á næsta tímbili heldur færa okkur skrefi nær þeim bestu og taka þátt í heimsbikarmótunum," segir Mateev landsliðsþjálfari en hann segir mikla grósku í skylmingaí- þróttinni hér á landi. „Reynsla okkar af þessum mótum er góð en við vilj- um endilega mæta sterkari keppend- um. f framtíðinni ætlum við að senda yngri keppendur á Norður-Evrópu- bikai'mótin til þess að öðlast reynslu.“ i I t I i t í t I t I I i r. I & I I
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.