Morgunblaðið - 14.06.1998, Blaðsíða 41

Morgunblaðið - 14.06.1998, Blaðsíða 41
- MORGUNBLAÐIÐ SUNNUDAGUR 14. JÚNÍ 1998 4^ i : I 1 1 < j 4 I j 4 4 <1 4 4 j 4 4 j I 4 : =1 4 j 1 I 4 1 4 BRÉF TIL BLAÐSINS Munum aldrei vega að annarri kvennastétt Frá Ástu Möller: FÉLAG íslenskra læknaritara ger- ir í Morgunblaðinu 10. júní athuga- semdir vegna fréttar Morgun- blaðsins sem birtist nýverið um launakjör hjúkrunarfræðinga og nokkurra annan-a stétta. Fréttin byggðist á samantekt Félags ís- lenskra hjúkrunarfræðinga á samningum ýmissa starfshópa í starfí hjá ríki og Reykjavíkurborg, sem birtast mun í næsta tölublaði Tímarits hjúkrunarfræðinga og kemur þar margt athyglisvert í Ijós. I samantektinni eru tekin dæmi af samningum ýmissa há- skólamanna sem margir eru með sambærilega lengd menntunar og hjúkrunarfræðingar s.s. verkfræð- ingar, tæknifræðingar, náttúru- fræðingar, arkitektar og lögfræð- ingar. Þá eru tekin dæmi úr samn- ingi aðlögunarnefndar Starfs- mannafélags ríkisstofnana og Heilsugæslunnar í Reykjavík, þar sem lágmarkslaun heilsugæslurit- ara 2, launafulltrúa og matráðs- manns á Heilsuvemdarstöð m.v. 6 ára starfsreynslu eru tíunduð. I samantektinni eru heilsugæslurit- arar þeir einu sem telja má til kvennastétta. Hjúkrunarfræðingar eru kvennastétt og hefur haldið uppi harðri baráttu fyrir jafnrétti kynja í launum. Félag íslenskra hjúkrun- arfræðinga hefur margbent á það misrétti sem konur eru beittar í launamálum. Félagið fagnar því þegar stéttarfélög ná viðundandi samningum við vinnuveitendur sína. Sérstaklega fagnar félagið þegar kvennastétt, eins og lækna- ritarar, ná kjarasamningum við vinnuveitendur sína sem þeir eru sáttir við. Félag íslenskra hjúkrun- arfræðinga hefur aldrei og mun aldrei vísvitandi vega að annarri kvennastétt sér til framdráttar í baráttu hjúkrunarfræðinga fyrir bættum kjörum og jafnrétti kynj- anna í launamálum. Hins vegar áskilur félagið sér rétt til að skoða og skilgreina þá samninga sem gerðir hafa verið í nýju launakerfi, enda byggir nýtt launakerfi á hug- myndafræði um gagnsæi í launa- myndun og opið upplýsingaflæði, sem er sérstaldega mikilvægt með- an verið er að ná jafnvægi í kerf- inu. Samanburður á launum ýmissa starfsstétta hjá sama vinnuveit- anda er oft athyglisverður. Þar sem samningur Starfsmannafélags ríkisstofnana er hér til umfjöllunar er rétt að benda á eftirfarandi dæmi: Læknaritari með nokkurra ára starfsreynslu ákvað að fara í nám í hjúkrunarfræði og útskrifast í vor eftir fjögurra ára nám í há- skóla. Hann er 35 ára. Hjúkrunar- fræðingurinn hefur hug á að ráða sig til starfa við Heilsugæsluna í Reykjavík. Þar sem ekki hafa náðst samningar í aðlögunarnefnd Félags íslenskra hjúkrunarfræð- inga og Heilsugæslunnar í Reykja- vík fær hann laun skv. eldri kjara- samningi sem er kr. 93.034,-. Ef hann hins vegar kysi að ráða sig í sitt gamla starf sem heilsugæslu- ritari (læknaritari), væru grunn- laun hans að lágmarki 114.242, og fái hann metnar 200 kennslustund- ir til viðbótar t.d. í tölvunámi, eru grunnlaun hans 124.916,-. Með þessum samanburði eru hjúkrun- arfræðingar ekki að vega að læknariturum, þeir fagna árangri þeirra í launamálum. Hins vegar eru hjúkrunarfræðingar að benda á það misræmi sem skapaðist í eldra launakerfi og er að koma upp á yfirborðið í nýju launakerfi. Stjórnvöld geta ekki lofsungið gildi menntunar í orði en síðan gjaldfellt hana bókstaflega á borði. ÁSTA MÖLLER forroaður Félags íslenskra hjúkrunar- fræðinga OROBLU öllum OROBLU sokkabuxum mánudag og þriðjudag í Lyfju Lágmúla og Setbergi. Ráðgjafi verður í Lyfju Setbergi mánudaginn 15. júníkl. 14.00-18.00 fyrir OROBLU og Anita meðgönguundirföt OROBLU leggur línurnar LYFJA Lágmúla 5 Sfmi 533 2300 Staðarbergi 2-4 Hafnarfirði s. 555 2306 www.mbl.is * e^a/ór> innanlands á stéttarfélagsfargjaldi! í sumar bjóðast einstök tilboð til félagsmanna í stéttarfélögum. Tilboðin eru samkvæmt samningum sem Ferðanefnd stéttarfélaganna hefur gert við eftirfarandi aðila: -Flugfélag íslands . lægsta verð á'flugi sem völ er á ! -Hótel Esja, Hótel Loftleiðir, Fosshótelin, Lykilhótelin og Hótel Edda um allt land . herbergi fyrir tvo á verði fyrir einn -Europcar/Bílaleiga Akureyrar . einstakt verð á bílaleigubílum ! -Norræna afsláttur í nokkrar brottfarir ferjunnar I I -Langferðabifreiðar BSI hálendishátíð fjölskyldunnar ! Stéttarfélagsverð í áætlunarflugi hjá Flugfélagi íslands: ► Frá Reykjavík -4 Áfangastaður Fullorðnir verö m. skatti Börn verb m. skatti Akureyri Egilsstaðir Hornafjörður Húsavfk ísafjörður vestmannaeyjar 6.730 6.730 6.730 6.730 6.730 5.730 4.866 4.866 4.866 4.866 4.866 3.866 Einnig er veittur afsláttur á flugi frá Akureyri og frá Reykjavík um Akureyri. Barnaafsláttur miðast við börn 2 -11 Sra. Fargjöldin skal greiða aö fullu viö bókun. Breytingargjald er kr. 900 fyrir hverja bókun. O Farmiðarnir eru seldir á öllum sölustöðum Flugfélags íslands og hjá umboðsmönnum þess um allt land. Einnig er hægt að kaupa miða í gegnum síma með greiðslukorti. f* O Lágmarksdvöl er þrjár nætur og hámarksdvöl er einn mánuður. Ferðina þarf að þóka þremur sólarhringum fyrir brottför. O Fargjaldið gildir fyrir félagsmenn og fjölskyldur þeirra (þ.e. þá sem halda heimili saman). Aðildarfélög: Alþýðusamband íslands, Bandalag háskólamanna, Bandalag starfsmanna ríkis og bæja, Bændasamtök íslands, Farmanna- og fiskimannasamband íslands, Samband ísl. banka- manna, Félag íslenskra hjúkrunarfræðinga, Biaðamannafélag íslands, Kennarasamband íslands, Vélstjórafélag íslands, Kjarafélag Tæknifræðingafélags íslands, Stéttarfélag verkfræðinga, Félag bókagerðamanna, Verkstjórasamband íslands, Prestafélag íslands, Félag íslenskra lyfjafræðinga, Félag aðstoðarfólks tannlækna og Landssamband aldraðra. flusturstrætl 12: 569 1010 Hótel Saga Akranes: 431 3386 Akurayrl: 462 7200 Einnig umboðsmenn um fand aitt. www.samvinn.is í-
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.