Morgunblaðið - 14.06.1998, Blaðsíða 33

Morgunblaðið - 14.06.1998, Blaðsíða 33
MORGUNBLAÐIÐ MINNINGAR SUNNUDAGUR 14. JÚNÍ 1998 33 FJÓLA GUÐMUNDSDÓTTIR + Fjóla Guð- mundsdóttir fæddist á Hell- issandi 21. júlí 1929. Hún lést á heimili dóttur sinnar og tengdasonar á Hellu 8. júní síðast- liðinn. Foreldrar hennar voru Guð- mundur Einarsson, f. 6. jan. 1899, d. 24. feb. 1932, og Krist- ín Jónasdóttir, f. 24. júní 1903, d. 5. maí 1971. Eftir lát föður síns ólst Fjóla upp í Flatey á Breiðafirði hjá Ingi- björgu Einarsdóttur, föðursyst- ur sinni, og Vigfúsi Stefánsyni. Fjóla giftist Guðmundi Guðn- asyni frá Eyri við Reyðaríjörð. Þau slitu samvistum. Guðmund- ur lést 1995. Börn þeirra eru: 1) Kristín Kævi, f. 14. okt. 1948, búsett á Hellu, maki Samúel J. Guðmundsson. Þeirra börn: Rúnar Geir, íris Björk og Fjóla Björk. Þau eiga eitt barnabarn. 2) Valey, f. 13. sept. 1950, bú- sett á Selfossi, maki Svavar I Valdimarsson. Þeirra börn: Guðmundur, Valdimar Þór, Davíð Örn og Guðni Þorberg. Þau eiga þrjú barnabörn. 3) Guðmundur, f. 24. mars 1954, búsettur á Húsavík, maki Ólína Steinþórs- dóttir. Barn þeirra Guðný Þóra. Áður átti Guðmundur Guðna Þór og Val- garð Þór. Hann á eitt barnabarn. 4) Halldór, f. 29. nóv. 1955, búsettur í Suðursveit, sambýl- iskona Inga L. Þor- steinsdóttir. Þeirra börn: Guð- mundur Steinar, Þórdís Fjóla og Vignir Már. Áður átti Hall- dór Kristínu Hörpu. Hann á eitt barnabarn. 5) Ingi Vigfús, f. 28. júlí 1957, búsettur á sambýli í Kópavogi. 6) Guðni Þorberg, f. 15. maí 1960, d. 17. feb. 1981. 7) Guðrún Unnur, f. 5. mars 1964, búsett í Reykjavík, maki Guðjón Þ. Gíslason. Börn þeirra: Björg og Tanja Dögg. títför Ejólu fer fram frá Foss- vogskirkju á morgun, mánu- daginn 15. júní, og hefst athöfn- in klukkan 15. Elsku mamma, baráttunni er lokið. Það eru komnir 15 mánuðir síðan þú greindist með krabba- mein. Okkur systkinin langar að kveðja þig með nokkrum orðum. Þú ólst upp í Flatey á Breiðafirði I og fórst ung til Reykjavíkur þar I sem þú starfaðir m.a. á Hótel Vík þar til að þú hófst sambúð með pabba. Eftir að við börnin fórum að koma í heiminn starfaðir þú ekki í utan heimilis í mörg ár, enda bar heimili þitt þess ætíð vitni, hvar sem þú bjóst, að þar fór mikil þrifnaðar- og hagleikskona. Þú prjónaðir og saumaðir bæði á þig og okkur börnin. Þú varst alltaf mikil hannyrðakona og heklaðir * ekki svo fáa dúka um ævina auk I þess að taka að þér saumaskap fyr- j ir aðra. Þú og pabbi bjugguð í Reykjavík til vors 1957. Þá fluttuð ; þið á Selfoss þar sem þið bjugguð í fjögur ár. Þaðan fluttUð þið í Arn- arbæli í Ölfusi þá komin með sex börn, Guðrún Unnur fæddist eftir að þið komuð þangað. Nærri má geta að oft hafi verið erfitt hjá þér á þessum árum þar sem pabbi vann I alltaf við trésmíðar eða sjósókn ut- an heimilis og þurfti hann oft að ^ sækja vinnu langt, meðal annars til I Austfjarða þegar lítið var um vinnu á Suðurlandi. Þá varst þú ein | heima með börn og bú. Bústofninn taldist kannski ekki stór en þó voru alltaf nokkrar kýr og á tíma upp í 200 hænur. Oft var vatnslaust því á veturna gat frosið í dælunni en á sumrin átti brunnurinn til að þorna upp. Þá þurfti að bera allt vatn ým- | ist ofan frá næsta bæ til drykkjar , eða úr Ölfusá til að brynna kúm, kæla mjólk og til þvotta. Árið 1967 I fékk Ingi Vigfús dagvist á Kópa- vogshæli svo við fluttum til Kópa- vogs. Tveim árum seinna fluttum við til Vestmannaeyja þar sem meira var um vinnu fyrir unglinga. 1970 fórst þú aftur út á vinnumark- aðinn og þá í fiskvinnslu. Þar brást þér ekki bogalistin frekar en ann- ars staðar og varðst fljótt ein af ( þeim bónushæstu. Fjölskyldan j varð fyrir þeirri miklu sorg 17. feb. , 1981 að Guðna Þorberg tók út af Heimaey VE í miklu óveðri, ásamt öðium ungum pilti, þá tæplega 21 árs gamall. Árið 1988 slituð þið pabbi samvistum og fluttist þú þá til Húsavíkur. Þar bjóst þú þar til í janúar í fyrra þegar sjúkdómur þinn uppgötvaðist, þá fluttist þú til Reykjavíkur þar sem þú fórst í lyfja- og geislameðferð. Þú tókst þínum veikindum af æðiuleysi og ( dugnaði enda trúuð kona. Þú hafðir ( góða söngrödd og spilaðir bæði á gítar og munnhörpu. Þú naust þess að syngja hvort sem voru jólasálm- ar eða í góðra vina hópi. Þá söngst þú gjaman millirödd sem fáir gerðu eins vel. Eins áttir þú gott með að yrkja ljóð og liggja eftir þig mörg fögur kvæði sem þú ortir á á merkisdögum fjölskyldunnar. Þú gafst þér líka alltaf tíma til að hlusta á okkur systkinin og styðja við bakið á okkur. Far þú í friði, friður Guðs þig blessi, hafðu þökk fyrir allt og allt. Gekkst þú með Guði, Guðnúþérfylgi, Hans dýrðarhnoss þú hljóta skalt. (V.Briem.) Elsku mamma, við vonum að þér líði vel núna. Guð geymi þig. Kveðja frá okkur systkinunum. Kolbrún, Valey, Guð- mundur, Halldór og Ingi. Elsku mamma. Þú varst bæn- heyrð, þrautum þínum er lokið. Það er erfitt á stundu sem þessari að setjast niður og skrifa í fáum orðum um þinn sterka persónu- leika og blíðlyndi þitt. Minningam- ar era svo margar og góðar og þær geymi ég í hjarta mínu. Hafðu hjartans þökk fyrir allt og allt, elsku mamma. Guð geymi þig. Kæri minn faðir, ég kalla á þig, komdu og vertu mér hjá. Sendu mér styrk, og sjáðu um mig, við því sem er mig að hrjá. Hann mun ávallt hjá mér vera, herrann semégann. An hans vil ég ekkert gera, enda fátt ég kann. Bráðum lýkur þessu hjali það er komið kvöld. Við erum bara tvö á tali, Guð minn hefúr völd. (F.G.) Unnur. Það er mér bæði ljúft og sárt að setjast niður og skrifa nokkur minningarorð um hana tengdamóð- ur mína, sem ég mat mikils alla tíð. Eg kynntist Fjólu fyrir rúmlega 30 árum þegar ég kom ungur maður í heimsókn til tilvonandi tengdafor- eldra minna í Arnarbæli í Ölfusi. Þá var tekið vel á móti mér sem og alla tíð síðan. Fjóla var einhver sú ljúfasta og besta manneskja sem ég hef hitt um ævina. Hún var mik- il hagleikskona, saumaði bæði á sín og annarra böm, einnig prjónaði hún og heklaði mikið, enda bar heimili hennar þess vott að þar var enginn aukvisi á ferð í þeim mál- um. Aldrei kom maður svo í heim- sókn að ekki væri hlaðið borð með öllum kræsingum sem hugsast gat. Fjóla var bráðvel gefin kona og vel að sér um hin ýmsu mál, þau vora ófá skiptin sem hún leiðrétti mig og fleiri í íslenskri tungu, enda var það hennar dægradvöl til margra ára að ráða krossgátur. Þær era svo ótal margar minn- ingarnar sem leita á hugann á stundu sem þessari, minningar sem ég mun ætíð geyma í hjarta mér. Mér er svo minnisstætt þegar þau hjónin komu í heimsókn til okkar til Danmerkur þegar við bjuggum þar. Þetta var fyrsta ut- anlandsferð hennar og naut hún hennar til fullnustu. Það var yndis- legt að fara með hana í skoðunar- ferðir um bæinn og út í skóg. Það var barnsleg gleði sem skein úr augum hennar, enda var allt svo nýtt og framandi fyrir henni og ég veit að hún var mjög ánægð með ferðina þegar þau sneru aftur heim. Þau hjónin slitu samvistum fyrir nokkram áram og fluttist Fjóla þá frá Vestmannaeyjum til Húsavík- ur. Fyrir rúmu ári greindist hún með þann illvíga sjúkdóm krabba- mein og fluttist hún þá til Reykja- víkur vegna þeirrar læknishjálpar er hún þurfti við. Aldrei heyi’ðist hún kvarta eða kveinka sér yfir hlutskipti sínu, heldur hélt hún sinni sálarró allt fram til þess síð- asta í sinni vissu um að vel yrði tekið á móti henni þegar yfir lyki. Elsku Fjóla mín, þegar ég nú kveð þig í hinsta sinn langar mig fyrir mína hönd og fjölskyldu minnar að þakka þér fyrir allt og allt. Megi góður Guð geyma þig og varðveita um alla eilífð. Börnum hennar, systkinum og öðrum ættingjum sendi ég mínar innilegustu samúðarkveðjur. Margs er að minnast, margt er hér að þakka. Guði sé lof fyir liðna tíð. Margs er að minnast, margs er að sakna. Guð þerri tregatárin stríð. (V. Briem) Samúel Guðmundsson. Það var seint á árinu 1968 að ég hitti í fyrsta sinn Fjólu Guðmunds- dóttur, þessa prúðu og lítillátu konu, þessa kattþrifnu og myndar- legu húsmóður sem síðar varð tengdamóðir mín. Þá tók hún mér opnum örmum og lét mér h'ða eins og ég væri einhver „himnasending" eins mjósleginn og óframfærinn og ég var nú í þá daga. Já, þá og alla tíð síðan leið mér eins og heima hjá mér á hennar heimili, og heima er jú alltaf best. í fari Fjólu var hið jákvæða oftast ofan á þótt hún fengi sinn skammt og ríflega það af erfiðleikum í sínu lífi. Ég hef aldrei í gamni né alvöra getað heimfært hina víðfrægu tengdamömmubrandara uppá Fjólu af hvaða tagi sem þeir era, hún var einfaldlega ekki þannig. Þau fáu skipti sem ég rétti henni hjálparhönd eða lagði henni lið í einhverju smáu var þakklætið langt umfram verðleika gjörnings- ins. í góðra vina hópi þar sem söng- ur var viðhafður, var það upplifun að hlusta á Fjólu syngja. Fór satt að segja lítið fyrir manni þegar hún hóf upp sína fallegu rödd sem hún hafði afburðagóða stjórn á. Margt gæti ég sagt um Fjólu lof- samlegt og hallað þó hvergi réttu máli, en ég held að það hefði sært lítillæti hennar og hógværð og ég veit að það væri ekki í hennar anda. Þó get ég ekki sleppt því að nefna hvernig hún af staðfestu, ró- lyndi og æðruleysi tók sínum veik- indum sem hún að lokum varð að beygja sig fyrir. Allan tímann með aðra í huga og vildi að sem minnst væri fyrir sér haft. Bar aldrei á torg sínar þjáningar, sagði bara: „Það er ekkert að mér.“ Ég hef verið stoltur af mörgu í fari tengdamóður minnar en gleggst hef ég séð verðleika hennar meðan hún barðist við sjúkdóm sinn. Þar kom hennar innri maður berlega í ljós. Þessa fátæklegu kveðju til Fjólu vil ég svo enda með því að hvetja alla henni tengda og skylda í sorg sinni að muna eftir styrk og æðru- leysi Fjólu í sínum þjáningum, og mun þeim þá vel famast. Elsku Fjóla, Selfossgreinin af þínum meið biður Guð að geyma þig- Svavar Valdimarsson. Elsku amma mín. Nú hefur þú loksins fengið hvfld eftir langa og stranga baráttu. Baráttu við krabbamein, sem þú greindist með snemma á síðasta ári. Þú varst ekki gömul þegar faðir þinn dó og þurftir því að fara í fóst- ur til Flateyjar á Breiðafirði. Þeg- ar þú varðst eldri fluttist þú til Sel- foss þar sem þú hittir hann Guð- mund afa minn. Með honum eign- aðist þú síðan sjö börn. Seinna slit- uð þið tvö samvistum og þú fluttir til Húsavíkur og bjóst þar í átta ár. En síðan fórstu til Reykjavíkur til að komast undir læknishendur. Það skemmtilegasta sem þú gerðir var að syngja og þú hafðir mjög gaman af Ellý Vilhjálms. Svo réðstu krossgátur í gríð og erg. Þú varst alltaf svo létt í lund og hafðir góða kímnigáfu. Þú hugsaðir alltaf fyrst og fremst um aðra. Nú vona ég innilega, elsku amma mín, að þér líði vel uppi hjá Guði. Far þú í friði, friður Guðs þig blessi, hafðu þökk fyrir allt og allt. Gekkst þú með Guði, Guð þér nú fylgi, hans dýrðarhnoss þú hljóta skalt. (V. Briem.) Þín Björg. Hin langa þraut er liðin, nú loksins hlaustu friðinn, og allt er orðið rótt, nú sæll er sigur unninn, og sólin björt upp runnin á bak við dimma dauðans nótt. (V. Briem.) Elsku amma mín. Með þessum fáu línum langar mig að þakka þér fyrir allt sem þú hefur gefið mér. Eg man vel eftir því þegar þú flutt- ir norður, þá áttum við heima í Laugarholtinu og fyrstu árin þín á Húsavík bjóstu á neðri hæðinni hjá okkur. Þú varst svo góð og gafst svo mikið af þér, hugsaðir fyrst og fremst um hag annarra, þó sér- staklega bamanna þinna. Ef það var eitthvað vont í matinn uppi stökk ég bara niður, hringdi upp og sagði að amma væri búin að bjóða mér í mat. Svo fluttir þú í Arnahús- ið og áfram kom maður í heimsókn alltaf eftir skóla. Svo ef pabbi var á sjó og mamma á næturvakt fékk ég stundum að sofa í bólinu hjá ömmu. Næst lá leið þín upp í Stóragarð og þaðan á Garðarsbrautina. Það var alveg sama hvar þú bjóst, alltaf átt- irðu jafn fallegt og hlýlegt heimili sem stóð mér ávallt opið. Ef maður kíkti í heimsókn var ekki nóg að segja hæ, heldur var það faðmlag og koss sem gilti, eins þegar maður fór. Um áramótin ‘96-’97 veiktistu og fluttist suður til að fá bót meina þinna og gekk það ágætlega. Fyrst um sinn bjóstu hjá Unni en fluttist síðan í þína eigin íbúð. Ég kom frekar oft suður í alls konar stúss og var þá hefð fyrir því að fara til ömmu í mat já eða ristað brauð og rækjusalat. Maður var varla kom- inn inn úr dyrunum þegar þú byrj- aðir: „Ertu ekki svöng? Viltu ekki fá þér eitthvað að borða?“ Og þú gafst ekki upp fyrr en maður sett- ist og þú horfðir á mann stinga matnum upp í sig, þá varstu ánægð. En, elsku amma, svona varst þú alltaf jafn yndisleg og góð. Þegar ég hafði samband suður og spurði þig hvemig þér liði sagðirðu alltaf: „Mér líður vel, en þér?“ Þú varst ótrúlega sterk og barðist á móti þessu af fullum krafti. Þegar ég vissi að þú værir orðin mjög veik ætlaði ég að hringja og heilsa upp á þig en gerði það ekki. Ég ætlaði að gera það daginn eftir, þegar þú værir búin að hvfla þig og værir aðeins hressari, en vegir Guðs eru órannsakanlegir og af því varð ekki, því miður. Ég sakna þín sárt en veit að afi og Guðni tóku vel á móti þér og þið erað hamingju- söm á ný og vakið yfir okkur öllum. Elsku amma mín, ég kveð þig núna með tárin í augunum en bara í bili, við sjáumst seinna. Takk fyr- ir allt, en eins og þú kvaddir alltaf: „Guð geymi þig ávallt, litla vina, bless bless.“ Nú legg ég augun aftur, ó, Guð þinn náðarkraftm- mín veri vöm í nótt. Æ, virst mig að þér taka, mér yfir láttu vaka þinn engil, svo ég sofi rótt (Pýð. S. Egilsson). Góða nótt, þín Guðný Þóra. Handrit afmælis- og minningargreina skulu vera vel frá gengin, vélrituð eða tölvusett. Sé handrit tölvusett er æskilegt, að disk- lingur fylgi útprentuninni. Auðveldust er móttaka svokallaðra ASCII-skráa, öðru nafni DOS-textaskrár. Ritvinnslukerfin Word og Wordperfect eru einnig auðveld í úrvinnslu. Senda má greinar til blaðsins í bréfasíma 569 1115, eða á netfang þess (minning@mbl.is) — vinsamlegast sendið greinina inni í bréfinu, ekki sem viðhengi. Nánari upplýsingar má lesa á heimasíðum. Það eru vinsamleg tilmæli að lengd greina fari ekki yfir eina örk A-4 miðað við meðal- línubil og hæfilega línulengd - eða 2.200 slög. Höfundar eru beðnir að hafa skírnar- nöfn sín en ekki stuttnefni undir greinunum. 9« w Þegar andlát ber að höndum Útfararstofa kirkjugarðanna ehf. Sími 551 1266 Allan sólarhringinn + Innilegar þakkir færðar öllum þeim sem sýnt hafa okkur samúð og vinarhug við fráfall og út- för okkar ástkæra SIGURÐAR SIGURÐSSONAR, Efstalundi 1, Garðabæ. Fyrir hönd ættingja og tengdafólks, Lilja Hreinsdóttir, Sigurður Halldórsson.
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.