Morgunblaðið - 14.06.1998, Blaðsíða 24

Morgunblaðið - 14.06.1998, Blaðsíða 24
24 SUNNUDAGUR 14. JÚNÍ 1998 MORGUNBLAÐIÐ SPRENGING GÆTI ORÐIÐ í TÍÐNI ALZHEIMER-SJÚKDÓMSINS Á NÆSTUÖLD Morgunblaðið/Golli ANTON Pjetur hefur reynslu af því að vera beggja vegna borðs enda á hann náið skyldmenni með aizheimer-sjúkdóm. ALZHEIMER-sjúkdómurinn veldur heilarýrnun. Heili alzheimer-sjúklings er til hægri á myndinni. Ef ekkert fæst að gert er útlitið heldur svart. Miðað við tíðnitölur í Bandaríkjunum þjást um 4.000 Islendingar af alzheimar-sjúkdómn- um. Spár gera ráð fyrir að algengi eigi eftir að tvöfaldast á næstu 20 — 3 árum. Anna G. Olafs- dóttir komst að því í spjalli við Anton Pjetur Þorsteinsson, aðstoðar- prófessor í öldrunar- geðlækningum við Rochester-háskóla, að horfur eru á því að úr rætist innan 15 ára. AMMA hafði alltaf verið svo em og skemmtileg. í fjölskyldu- boðum var hún hrókur alls fagnaðar enda kunni enginn að segja jafn skemmtilega frá fréttum líðandi stundar og atburðum úr lið- inni tíð. Börnin elskuðu ömmu og sjaldnast sátu gömlu hjónin ein heima í kotinu. Hvenær síga fór á ógæfuhliðina er erfítt að segja til um. Af og til fór að gleymast að sækja mjólk eða aðra nauðsynjavöru út á hom. Allir voru boðnir og búnir til að hlaupa undir bagga með gömlu hjónunum. Með tímanum þyngdist byrði gamla mannsins. Gamla konan virtist smám saman vera að missa allt raunveruleikaskyn. Með óljósum hætti skynjaði hún að ekki var allt með felldu og fór að draga sig inn í skel. Gamli maðurinn varð algjörlega ráðalaus enda gáfu læknamir ekki annað út á einkennin en að gamla konan væri farin að kalka, „enda langt komin á áttræðisaldurinn". Algengasta orsök elliglapa Einhvem veginn svona gæti saga alzheimer-sjúklings hafíst. Við þekkjum áreiðanlega flest svipuð dæmi enda er talið að alzheimer- sjúkdómurinn sé ein algengasta or- sök elliglapa (66%) í öllum heimin- um. Ef ekkert fæst að gert er hætt við. að opnist fyrir flóðgátt alzheimer-sjúkdómsins á næstu ár- um og áratugum. Anton Pjetur Þor- steinsson, aðstoðarprófessor við Rochester-háskóla, útskýrir hvers vegna. „Aðalástæðan felst í því að hlutfall alzheimer-sjúklinga eykst með aldrinum. Með hækkandi lífaidri, ekki aðeins í þróuðu löndun- um heldur úti um allan heim, fer tíðni alzheimer-sjúkdómsins því ört vaxandi. Núna er álitið að um 10% fólks yfir 65 ára eigi við svokölluð elliglöp að stríða. A aldrinum 65 til 74 ára er hlutfall alzheimer-sjúk- linga 4%, á aldrinum 75 til 84 ára 18% og í aldurshópnum 85 ára og eldri er hlutfallið komið upp í 48%. Japanir verða, eins og íslendingar, háaldraðir og er hlutfall japanskra alzheimer-sjúklinga yfir 95 ára aldri nálægt 80%. Hvergi í heiminum er því sérstaklega algengt að hitta 105 ára gamla skýra konu eða karl.“ Annars virðist konum hættara en körlum við að fá alzheimar-sjúk- dóminn. „Sumir þykjast væntanlega geta séð að munurinn tengist hærri lífaldri kvenna en karla. Þar með er ekki öll sagan sögð. Aðalástæðan felst í því að eftir tíðahvörf minnkar kvenlíkaminn framleiðslu á estró- geni. Minna magn af estrógeni veld- ur því að taugafrumurnar verða berskjaldaðri fyrir sjúkdóminum. Konur ættu því að íhuga að taka inn estrógen-lyf eftir tíðahvörf og alveg sérstaklega ef fjölskyldusaga er um alzheimer-sjúkdóminn." „Vel á minnst,“ segir Anton, „erfðir skyldu ekki gleymast því að ef nánir ættingjar eins og systkini eða foreldrar hafa fengið sjúkdóm- inn er áhættan alit að fjórfold. Ef Downs-syndrome manneskja lifír nógu lengi eru allar líkur á að alzheimer-einkenni fari að gera vart við sig á fertugsaldri. Aðrir áhættu- þættir eru genagallar á litningum 1, 14 og 21 svo ekki sé minnst á hugs- anlegan genagalla á litningi 19 í tengslum við kólesterol-burðar- próteinið Apo-E,“ segir Anton og tekur fram að aðeins hjá 2 til 3% alzheimer-sjúklinga sé um ríkjandi erfðir að ræða. Ekki er óhugsandi að þeim verði hægt að hjálpa með gena- lækningum framtíðarinnai'. „Hugs- anlegt er að hægt verði að hægja á þróuninni eða snúa henni við.“ Svartsýnustu spár gera ekki að- eins ráð fyrir sprengingu í tíðni sjúkdómsins heldur fari kostnaður- inn algjörlega úr böndunum á næstu árum og áratugum. „A eftir hjartasjúkdómum og krabbameini er alzheimer-sjúkdómurinn þriðji kostnaðarsamasti sjúkdómurinn í Bandaríkjunum í dag. Um leið skul- um við hafa hugfast að tíðni hjarta- sjúkdóma og krabbameins er í jafn- vægi eða fer minnkandi á meðan út- breiðsla alzheimer-sjúkdómsins eykst hröðum skrefum. Engum dylst heldur hvaða umskipti eiga eftir að verða í sjúklingahópnum. Nú er stærsti hópur alzheimer- sjúklinga af kreppukynslóðinni. Sú kynslóð hefur vanist því að lifa spart og gerir því ekki miklar kröf- ur. Öðru máli á eftir að gegna um barnasprengjukynslóðina. Barna- sprengjukynslóðin hefur alltaf feng- ið allt upp í hendurnar og á því ekki eftir að sætta sig við sömu meðferð og umönnun og þjóðir heims hafa komist af með síðustu áratugi." Hljóðlát vitsmunaskerðing Alzheimer-sjúkdómurinn felur í sér hljóðláta skerðingu á vitsmun- um og að minnsta kosti einni æðri hugarstarfsemi, t.d. tungumáli eða stærðfræðiþekkingu. „Oft tapast stjómun og samhæfíng heilastarf- semi mjög fljótt. Tapið lýsir sér í því að sjúklingurinn getur leyst ákveðið einfalt verkefni. A hinn bóginn virðist honum gjörsamlega frámunað að leysa án leiðsagnar verkefni í fleiri stigum. Sjúklingur- inn verður órólegur og þjáist af svefntruflunum," segir Anton og tekur fram að langoftast fylgi sjúk- dóminum geð- og persónuleikatrufl- anir. Hann nefnir dæmi. „Þekkt er þegar alzheimer-sjúklingar spinna upp vafasama ástæðu fyrir því að fela verðmæti inni hjá sér, gleyma því hvar verðmætin voru falin og saka svo ættingja um að hafa stolið verðmætunum frá sér.“ Allt að 40% sjúklinga greinast með þunglyndiseinkenni og 20% þjást af svæsnu þunglyndi. „Jafnvel enn hærra hlutfall skyldmenna, eða um 50%, fær ákveðin einkenni þunglyndis eða kvíðasjúkdóma. Eg er þarna að aðallega að tala um þann sem umönnunin lendir á, oft aldraðan maka eða náinn ættingja, enda hafa börnin yfirleitt nóg á sinni könnu,“ Fimm sjúkdómsstig Sjúkdómnum er gjarnan skipt í fimm stig, mildan, meðalsvæsinn, svæsinn, fulla umönnun og karlæg- an. „Þú þarft að hlusta vel eftir og athuga sjúklinginn til að komast að einkennum alzheimer-sjúkdóms á fyrsta stigi. Sjúklingurinn þjáist af vægu minnisleysi og dómgreindar- skorti. Oft á tíðum er hann farinn að sinna sjálfum sér og nánasta um- hverfí verr en áður,“ segir Anton og vekur athygli á því að ættingjar hafi tilhneigingu til að kenna aldrinum um. Sú greining eigi sjaldnast við enda fylgi almennri öldrun ekki svo mikil vitsmunaskerðing. „Sjúkling- arnir eiga oft á tíðum erfitt með að segja fyrir um hvaða ár, mánuður eða dagur er þegar komið er á ann- að stig. Fólk á erfitt með að halda í nýjar upplýsingar og þarf að fá að- stoð við daglegar athafnir. Aðeins oflærðar staðreyndir, á borð við nafn og heimili, standa eftir á þriðja stigi. Skammtímaminnið er fokið út í veður og vind og algengt er að nánum skyldmennum sé ruglað saman. Eins og nafnið ber með sér þarf fólk fulla umönnun á fjórða stigi. A fímmta stigi vita sjúklingar tæpast í þennan heim né annan.“ Almenna reglan er að hrörnunin verður hraðari eftir því sem lengra líður á sjúkdómsferilinn. „Oft eru sjúklingar talsvert lengi á milda stiginu, síðan tekur við nokkuð hröð hrörnun og svo hægir á framgangi sjúkdómsins undir lokin,“ segh- Anton og tekur fram að oft hafi sjúkdómurinn verið í gangi í 2 til 3 ár áður en greining fari fram. „Eftir greiningu lifír meðalsjúklingur svo í um 5 ár. Heildarferlið er því oft um 8 ár. Annars eru dæmi um að sjúk- dómurinn hafi dregið fólk til dauða á tveimur árum. Aðrir hafa gengið með sjúkdóminn í 20 ár,“ segir hann og bætir því við að alzheimer-sjúk- dómurinn sé fjórða algengasta dán- arorsökin í Bandaríkjunum um þessar mundir. Óþekkt oi-sök Anton segir að því miður sé ekki vitað hvað valdi sjúkdómnum. Ann- að vandamál felist í því að læknar hafí ekki haft sérstakan áhuga á að greina sjúkdóminn enda hafi með- ferðarúrræðin verið fá hingað til. Nú þurfi að gera átak í greiningu sjúkdómsins enda sé sífellt verið að þróa betri meðferðarúrræði og koma þurfi í veg fyrir að skaðinn sé skeður þegar greining fari fram. Flókið ferli fer í gang þegar alzheimer-sjúkdómurinn hreiðrar um sig í heilanum og veldur því að heilafrumur fara að tína tölunni. „Yfirleitt eiga sér stað að minnsta kosti þrjú mismunandi ferli á sama tíma. Hið fyrsta er að Beta-Amyloid prótein klofnar, fellur út á yfirborð heilafrumanna og myndar þar eins konar silkiútfellingar. Útfellingarn- ar hafa í för með sér beinan taugaskaða og óbeinan með bólgu- svörun. Annað er að við myndun taugatrefjaflækja skaðast flutnings- kerfi heilafrumanna. Heilafrumurn- ar eiga því erfíðara með að losa sig við úrgangsefni og afla sér næring- ar. Afleiðingarnar eru einn liðurinn í því að heilafrumumar deyja smám saman. Hið þriðja er að álag vegna tæringar og frjálsra radicala eykst og styður við þróunina." Þróun lyfjameðferðar Anton hefur sjálfur átt hlut í þró- un nýjustu lyfjanna við alzheimer- sjúkdómnum. „Eftir læknanám á íslandi hélt ég í framhaldsnám í j ( I I f I l L f 1 V ■ I s I í I c t I l r
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.