Morgunblaðið - 14.06.1998, Blaðsíða 14

Morgunblaðið - 14.06.1998, Blaðsíða 14
14 SUNNUDAGUR 14. JÚNÍ 1998 MORGUNBLAÐIÐ Eyjarskeggjar verða meginlandsbúar ÞAÐ dugði ekkert minna en fimm daga þjóðar- veisla um síðustu helgi og svo hátíðarhöld í dag, þegar Stórabeltisbrúin verður formlega opnuð bílaumferð. Aður hafa lestarsamgöngur um brúna hafist og var þeim áfanga fagnað með tilheyrandi hátíðarhöldum. I dag mun Margrét Danadrottning opna brúna formlega fyrir bílaum- ferð, en mai-gt verður gert til há- tíðabrigða. Sérsaminn brúarsöngur hefur þegar hljómað undanfamar vikur. í dag verður frumflutt brú- arkantata eftir Bo Holten, sem stjórnar sjálfur frumflutningi á verki sínu, sem skrifað er fyrir kór, hljómsveit, herþotu og ferjulúðra. Danir kunna að skipuleggja hátíð og enginn efi á að margt verður eftirminnilegt. Þar með eru Sjá- lendingar, þessir fyrrverandi eyj- arskeggjar, orðnir meginlandsbúar og sjálfsímynd þessarar þjóðar, sem álítur sig eyjaþjóð, sem er annað en eyþjóð, mun kannski breytast með tímanum. Brúin mun ekki aðeins tengja Sjáland og Fjón heldur hafa afgerandi breytingar á búsetu- og um leið atvinnumögu- leika fólks, þar sem íbúar í ná- grenni brúarinnar geta nú sótt vinnu lengra en áður. Almenningshátið dögum saman Þjóðarhátíðin um síðustu helgi verður lengi í minnum höfð. Hinn 4. júní dóluðu 25 þúsund hjólreiða- menn sér yfir brúna þá 17 kíló- metra sem eru yfir Vesturbrúna, Sprogo og Austurbrúna og þurftu þá að sækja á brattann því brúin er 70 metra yfir yfirborði sjávar, þar sem hún er hæst. Svo mikill var áhugi almennings að þegar auglýst var að hægt væri að skrá sig þurfti fljótlega að loka listanum, svo færri komust að en vildu. Daginn eftir var komið að kappsfullum hjólreiðamönnum, þegar 34 þúsund hjólreiðamenn hjóluðu ýmist 75 eða 114 kílómetra. En þann daginn kom Friðrik krónprins og lagði blessun sína yfir brúna með því að sleppa 500 dúfum lausum. A eftir hjólreiðamönnunum tók við dagur hjólaskautafólks og hlaupara þegar tæplega þrjátíu þúsund hlauparar og sjö þúsund hjólaskautarar fóru 21 kílómetra leið yfir brúna. Á sunnudaginn var fór svo íýrsta bílalestin yfir brúna, þegar 200 skrautbílar af ýmsum gerðum keyrðu yfir brúna með MGB árgerð 1970 í broddi fylking- ar, en sá bíll var jafnframt vinning- ur í brúarhappdrættinu, er haldið var í tilefni opnunarinnar. Það var danski Rauði krossinn, sem hélt þessa hátíð, og búist var við að hún færði samtökunum um 100 milljónir íslenskra króna í ✓ I dag verður nýja Stórabeltisbrúin formlega opnuð fyrir bílaumferð. Sigrún Davíðsdóttir reifar framkvæmdirnar og áhrif þeirra. Reuters TUGIR þúsunda hjúlreiðamanna lijóluðu yfir Stórabeltisbrúna fyrr í mánuðinum. Siglingahæðin undir hana er 65 metrar og er hún næst- mesta hengibrú í heimi. neyðarhjálparsjóð þeiiTa. Þegar lestarsamgöngur í fyrra hófust vai- uppselt í fyrstu ferðina löngu fyrir- fram og fyrstu almennu gestirnir fögnuðu með kampavínsdrykku og sprengdu pappírspoka í hljómfóst- um takti. Brúnni hefur því verið fagnað rækilega nú þegar hún verður alveg opnuð. Umdeild brúargerð „Það er nóg að segja orðið „brú“ og allir verða æstir.“ Þannig lýsti kona nokkur andrúmsloftinu á vinnustað sínum fyrir nokkrum ár- um. Brúin hefur verið umdeild og skipt þjóðinni í tvær fylkingar, sem nú kannski tengjast aftur með brúnni, þegar hún stendur nú full- gerð í öllu sínu veldi. Nú segist þriðji hver Dani stoltur af brúnni en fyrir fimm árum fann aðeins tí- undi hver landsmaður til stolts vegna hennar. Um 70% segjast nú vera jákvæð í garð brúarinnar. Allt frá því á síðustu öld hafa verið uppi vangaveltur um brú milli Fjóns og Sjálands, enda vega- lengdín ekki mikil, þar sem skemmst er á milli. Undirbúningur framkvæmda hófst 1986, en fram- kvæmdir hófust 1988. Brúin er bæði ætluð lestar- og bílasamgöng- um og skiptist framkvæmdin í þrjá hluta, þar sem eyjan Sprogo er tengiliðurinn. Hin 6,8 km langa austurbrú frá Sjálandi til Sprogö er næstmesta hengibrú í heimi og siglingarhæðin undir hana er 65 metrar. Um brúna liggur fjögurra akreina vegur fyrir bíla og mótor- hjól. Undir brúnni eru 8 km járn- brautargöng og dýpið þar er mest 75 metrar. Frá Sprogo liggur svo 6,6 km löng vesturbrúin, sem bæði er bíla- og járnbrautarbrú. Framkvæmdir eru heilu ári á eftir áætlun. Níu manns hafa látið lífið við brúarbygginguna. Heildar- kostnaður reiknaður í verðlagi 1988 er 21,6 milljarðar danskra króna, sem er fjórðungi meira en upphafleg áætlun gerði ráð fyrir. Áhrif á atvinnulíf og búsetuinynstur Brúin verður þó ekki galopin, því við hana verður heimtur vegartoll- ur. Sett hefur verið upp margfalt kerfi til að innheimta hann og verð- ur það aðeins gert öðrum megin, Fjónsmegin. Þar verður komið upp rafrænum kerfum, svo þeir bíleig- endur, sem keyra reglulega um geta verið með kort í bílunum, sem skannari nemur í þar til gerðum hliðum og þeir þurfa þá ekki að nema staðar. Brúartollur var í fyrstu áætlaður 250 krónur danskar, um 2.500 ís- lenskar krónur, en var lækkaður í 200 krónur. Tollurinn á að fara í að greiða niður skuldir og vexti, sem nú nema um 38 milljörðum danskra króna. Um leið og tollur- inn var lækkaður var ákveðið að brúin yrði greidd upp á 30 árum í stað um 14 ára, sem fyrst var reiknað með. Bílferð til Óðinsvéa með ferju og tilheyrandi bið tók um 3 klukku- stundir en með brúnni tekur hún um P/2 klukkustund. Jámbrautar- ferðin milli Óðinsvéa og Kaup- mannahafnar tók álíka langan tíma, en tekur nú fimm stundar- fjórðunga. En brúin hefur einnig víðtækari afleiðingar á samgöngur. Bíla- og lestasamgöngur við Jót- land verða nú mun greiðari og það mun breyta samkeppnisaðstöðu jámbrautanna við flugfélögin, sem stunda innanlandsflug. Oryggið umdeilt Öryggisatriði á brúnni hafa verið mikið hitamál undanfarin ár, eftir að brúin var farin að taka á sig mynd. Lestimar fara um göng, áð- ur en farið er upp á brúna og ör- yggi þar hefur verið umdeilt. Varð- andi bílasamgöngur hefur verið vakin athygli á að uppi á brúnni getur orðið mjög stormasamt, svo líklegt er að stundum muni þurfa að loka brúnni vegna veðurofsa. Einnig hefur verið bent á að koma þurfi upp viðbúnaði á brúnni ef skyndilega skellur á stormur og eins þurfi að hugsa fyrir að vara fólk við að fara ekki út úr bílum sínum uppi á brúnni í hvassviðri. Þá þurfi einnig að hugsa fyrir hvað gera eigi ef bílar bili í slæmu veðri. Hræðsla við brúna og göngin virðist ekki leggjast jafnt á bæði kynin. Skoðanakannanir hafa sýnt að þriðja hver kona þjáist af ótta við jarðgöng en aðeins tíundi hver karl. Reynslan frá Ermarsunds- göngunum milh Bretlands og Frakklands sýnir þó að hræðslan minnkaði eftir að göngin vora tekin í notkun, þó slys í göngunum yki hana aftur. Yfii'völd fúllvissa almenning um að öryggið sé eins og best verði á kosið. Lestarferð um göngin tekur aðeins átta mínútur, en ökuferðin yfir tekur um hálftíma eftir að- stæðum. Breytt búsetumynstur og sjálfsmynd Áhrif brúarinnar munu vísast } seytla fram næstu áratugina. Það . tekur fólk tíma að átta sig á nýjum möguleikum eins og þeim sem opn- í ast með brúnni. Þeim gæti fjölgað, sem kjósa að búa í Óðinsvéum, þar sem er ódýrara að búa, þó þeir starfi í Kaupmannahöfn. Þetta gæti haft áhrif á fasteignamarkað- inn á báðum stöðum og einnig á eftirspurn eftir ýmiss konar þjón- ustu. Heimspekingar, félagsfræðingar I og mannfræðingar fá hér einnig ) nýtt rannsóknarefni, þar sem vænta má ýmissa rannsókna á þeim áhrifum, sem þessi nýja teng- ing hefur á lífsskilyrði á þessum slóðum og aðrir munu efalaust gera úttekt á breytingum á efna- hagsskilyrðum og áhrifum þeirra á lífið á þessum slóðum. Næsta og kannski þarnæsta brú En dönskum brúarframkvæmd- * um er ekki lokið með þessari. | Næsta danska bráin er Eyrar- sundsbráin, sem mun tengja Kaup- mannahöfn og Málmey árið 2000. Þar tengjast tvær þjóðir um eitt svæði og það verður ný reynsla, sem skapa á borgunum tveimur ný skilyrði. Fehmerbrúin frá Suður- Sjálandi yfir til Þýskalands er stöðugt umhugsunarefni stjóm- ) málamanna. Reynslan af nýju brán- | um tveimur mun vísast vega þungt þegar ákvarðanir verða teknar um * slíka framkvæmd og þá hvort nýja bráin verður sú örvun fyrir atvinnu- og efnahagslífið, sem vænst er. Þegar ævintýraskáldið H.C. Andersen sigldi frá Fjóni til Sjá- lands 1819 fannst honum hann kominn út á heimshöfin. Vegfar- endum nútímans er vísast ofar í huga að Stórabeltisbráin tengir ) Sjáland evrópska veganetinu og | gerir eyjarskeggja að meginlands- ^ búum.
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.