Morgunblaðið - 14.06.1998, Blaðsíða 23

Morgunblaðið - 14.06.1998, Blaðsíða 23
MORGUNBLAÐIÐ SUNNUDAGUR 14. JÚNÍ 1998 23 GUÐFINNA með bankafólki One Valley Bank of Clarksburg í Banda- ríkjunum - og nokkrir verðlaunagripir sem fengust í kjölfar gæða- stjórnunar. Myndin birtist í blaðinu Bank Management sept./okt. 1994. Hagnýtt nám í Viðskiptaháskólanum VIÐSKIPTAHÁSKÓLINN í Reykjavík mun annars vegar brautskrá nemendur með BS- gráðu í viðskiptafræði og hins veg- ar í tölvufræði. Hann verður í 5 hæða byggingu í Ofanleiti 2 og get- ur rúmað fimm hundruð nemend- ur. Skólinn er sjálfseignarstofnun og skipar Verzlunarráð Islands stjórn skólans. Hann verður aðskil- inn Verzlunarskóla Islands og hef- ur eigið háskólaráð. Tíu ára gamall Tölvuháskóli Verzlunarskóla Islands verður að Tölvufræðideildinni en að auki verður þriðja árinu bætt við námið. Áherslan verður á verklega þjálfun nemenda og hagnýtt nám sem nýt- ist strax að því loknu. Tveggja ára hagnýtt nám í kerfisfræði verður þungamiðja Tölvufræðideildarinn- ar. Sérstaða skólans verður að fengist er við raunhæf verkefni. Þriðja árið verður svo fræðilegra og felur m.a. í sér tvö stærðfræði- námskeið og opnar nemendum möguleika á framhaldsnámi. Viðskiptadeildin er nýmæli en eftir tveggja ára nám í henni fá nemendur diploma, en þriðja árið gefur BS-gráðu og er lögð megin- áhersla á það nám í deildinni. Á öðru og þriðja ári fá nemendur að sérhæfa sig á einu eftirtalinna sviða: 1) Markaðsfræði og alþjóða- viðskipti, 2) Rekstur og reiknings- hald, 3) Stjórnun og starfsmanna- hald. Aðall Viðskiptadeildarinnar verður, eins og í Tölvufræðideild- inni, hagnýtt nám og verklegt. Fastráðinn verður kjarni kenn- ara við skólann til að sjá um kennslu og stjórnun, en einnig verður leitað til fólks sem hefur önnur aðalstörf og það beðið um að halda námskeið. Það er gert til að miðla reynslu af viðskiptalífinu og fagþekkingu til nemenda. Einnig verður leitast við að hafa erlenda kennara sem geta miðlað af reynslu í atvinnu- og skólalífi. Viðskiptaháskólinn verður rann- sóknarháskóli og munu kennarar að jafnaði vera með rannsóknar- skyldu. Á næsta skólaári mun önn- in kosta 49 þúsund krónur fyrir nemendur, en ríkið borgar að mati menntamálaráðuneytis u.þ.b. 300 þúsund krónur með hverjum ein- staklingi og leigir einnig húsnæðið. Það greiðir 500 krónur á hvern fermetra á mánuði. Hús Viðskiptaháskólans er um 4.000 fermetrar á fimm hæðum. Það er fyrsti áfangi af þremur á þessari lóð. Aðbúnaður nemenda og kennara verður eins og hann gerist bestur og er alls staðar gert ráð fyrir tölvutengingum. Þrjár stofur verða með 25 tölvum hver og svo verða nokkrar minni stofur. Á fyrstu hæð verður mötuneyti og fyrirlestrasalur fyrir hundrað manns. Á annarri hæð verður bókasafn, upplýsingamiðstöð með gagnabönkum og 60 manna fyrir- lestrasalur. Á hinum eru kennslu- stofur, vinnuaðstaða, herbergi fyr- ir verkefnavinnu nemendahópa, skrifstofa rektors o.fl. Áætlað er að 75 nemendur hefji nám á 1. ári í Viðskiptadeild í haust og um 120 á 1. ári í Tölvu- fræðideildinni. Nemendur í Við- skiptaháskólanum sem byrja að hausti þurfa ekki að ákveða fyrst í stað hvort þeir hyggist vera tvö eða þrjú ár. Meginmunurinn á Tölvufræði- deild Viðskiptaháskólans og tölv- unarfræði við Háskóla íslands ligg- ur í tveggja ára námi f kerfisfræði, sem jafnvel má kalla starfsnám, en námið í HÍ er á hinn bóginn akademískt með áherslu á undir- stöðugreinar eins og stærðfræði. Nemar í tölvunarfræði við HÍ taka á fyrstu önn þijú námskeið í stærð- fræði og eitt í tölvufræði. Aðal- markmið tveggja ára náms í kerfis- fræði er hins vegar að búa nem- endur undir að ganga í störf hjá hugbúnaðarfyrirtækjum og í tölvu- deildum fyrirtækja. Stefnt er að því að nemendur fái atvinnu á sviðum sfnum strax að lokinni skólagöngu og að þeir verði eftirsóttir starfskraftar í fslensku atvinnulífi. Guðfinna Bjarnadóttir rektor segir að mælikvarðinn á gæði skólans verði víðtækt gengi nemenda að loknu námi. víkurborgar um að gera vinnuferla nútímalegri. Hún hefur einnig unnið með Hagkaup. „Óskar Magnússon er sterkur stjórnandi og þama ríkir „kýlum á það“-kúltúr.“ Þekkingarhagkerfi og gæði kennslustunda Hún segist stundum hafa óskað sér að vera menntamálaráðherra Bandaríkjanna vegna þess að þar liggur margt fyrir. „í nokkrum fylkjum geta 20% fullorðinna ekki unnið störf sem krefjast lestrar. Eg myndi setja árangursmælikvarða í skólana og ef öll börn væru ekki orðin læs níu ára gömul færu þau eingöngu í lestrarkennslu sem ekki myndi linna fyrr en þau yrðu læs. Lestur er nefnilega forsenda þess að geta verið með í samfélaginu. Þetta er mesta skömm Bandaríkj- anna. Lestur er hins vegar styrkur okkar.“ Guðfinna segist aldrei hafa litið á sig sem ráðgjafa, heldur sem mentor eða kennara, og þess vegna eigi það vel við hana að vera rektor Viðskiptaháskólans. „Ég held að hagkerfi næstu aldar verði þekking- arhagkerfi og arðbærasta fjárfest- ing einstaklings verði í menntun sinni og þekkingu. Það verður það dýrmætasta sem hann getur veitt sér og hann mun þurfa að endur- nýja sig lífið á enda.“ Hún telur því brýnt að tíminn sem í skólagönguna fer sé vel nýtt- ur. Það er synd að vera tvístígandi í skóla og eyða jafnvel árum í ómark- visst nám. „Námið þarf að vera út- hugsað. Ég mun leggja metnað minn í að nemendur geti hámarkað gæði tímans sem þeir nota hér,“ segir hún. Hvaða mælikvarða ber að leggja á háskólann? Guðfinna segist hafa kynnt sér Tölvuháskóla Verzlunarskólans áð- ur en hún tók nýja hlutverkið að sér. „Mér til ánægju byggir hann á hagnýtingu náms og viðtökumar í atvinnulífinu eru góðar og viðkvæð- ið að nemendur hans gætu sest strax við tölvurnar og byrjað að vinna.“ í september gengur hann inn í Viðskiptaháskólann og skilur alveg við Verzlunarskólann með nýrri skólanefnd. Fyrir nokkru var gerð könnun meðal stúdenta í Háskóla Islands og í ljós kom að þeir reiknuðu allt eins með að þurfa að starfa í útlönd- um m.a. vegna lágra launa hér. Guðfinnu fmnst þetta vond tilhugs- un. „Hvaða vinnumöguleika eigum við að bjóða unga fólkinu? Ég vil búa nemendur undir störf í hærri launakantinum. Mér er nefnilega minnisstæð könnun í Iowa-fylki sem sýndi að unga fólkið þar kom ekki aftur heim eftir nám. Það má ekki henda okkur - og þess vegna vil ég mæla árangur námsins og spyrja eins og ég gerði á útskriftinni hvort þau hafi nú þegar fengið vinnu og hver launin verði. Og það er góður mælikvarði á gæði skólans." Guðfinna segir að skólinn verði sífellt að kanna hvort hann sé sam- keppnishæfur og að hann verði að vera í sífelldri þróun. „Við þurfum sífellt að vera að breyta og þróa,“ segir hún, og muna að skólinn er fyrir nemendur sína.“ Hún segir sérstöðu skólans felast m.a. í hag- nýtum verkefnum en nemendur fá alvöruverkefni sem þeir vinna fyrir fyrirtæki í landinu og glíma því við raunveruleg vandamál í náminu. Það þarf að vinna fyrir virðing- unni með ástundun Hún segist ætla að vera í góðu sambandi við nemendur og muni hin glæsilega bygging Ormars Þórs Guðmundssonar arkiteks vera um- gjörð fyrir manneskjulegt um- hverfi. „Það verður einnig hlustað á nemendur og fundað reglulega með þeim. En ögun og harka verður í náminu og þeim hjálpað að verða að hæfari einstaklingum - því virðing- unni þarf að vinna fyrir.“ Iðnaðarmenn keppast við að ljúka við byggingu Viðskiptaháskól- ans og umsóknarfresturinn í hann rennur út á morgun. „Besta leiðin til að spá í framtíðina er að skapa hana og skipuleggja," segir Guð- finna Bjarnadóttir rektor, „það er lífsspekin mín.“ SUMARHUS A HJOLUM Til sölu Sunline Camper 26 feta vel búið hljóhýsi á tveimur hásing- um. í því er glæsileg svefnaðstaða með tvíbreiðu hjónarúmi, sal- emisaðstaða með sturtu og ríkulega útbúin setustofa/eldhús. Sem búnað þar má nefnd örbylgjuofn, ísskápur, hljómflutnings- tæki o.fl. UPPLÝSINGAR í SÍMA 575 1230/ 575 1200 Glæsilegt úrval sígildraborðstofuhúsgagna Margir litir. Mismunandi skápar og stólar. Raðgreiðslur [| Stökktu til Costa del Sol 1. jÚIÍ trá kr. 39.932 Nú seljum við síðustu sætin þann 1. júlí til Costa del Sol og þú getur nú nýtt þér einstakt tilboð okkar til að komast í sólina á þennan einstaka áfangastað. Þú bókar núna og staðfestir ferðina, og 4 dögum fyrir brottför hringjum við í þig og látum þig vita hvar þú gistir. Verð kr. 39.932 M.v. hjón með 2 börn, 2-11 ára, 2 vikur, 1. júlí Verð kr. 49.960 M.v. 2 í studio/íbúð, í 2 vikur 1. júlí. HEIMSFERÐIR 5k 1 Austurstræfi 17, 2. hæð ♦ sími 562 4600
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.