Morgunblaðið - 14.06.1998, Blaðsíða 34

Morgunblaðið - 14.06.1998, Blaðsíða 34
34 SUNNUDAGUR 14. JÚNÍ 1998 MINNINGAR MORGUNBLAÐIÐ Blómabúð Ír\ öai^ðskom v/ PostíVogsl<i»*kjMga>*ð Sími: 554 0500 Stefánsblóm Laugavegí 178 S: 561 0771 Persónuleg, alhliða útfararþjónusta. Áralöng reynsla. Sverrir Olsen, Sverrir Einarsson, útfararstjðri útfararsyöri Útfararstofa íslands Suðurhlið 35 ♦ Sími 581 3300 Allan sólarhringinn. 2 | I I S | 3 Fersk blóm og skreytingar við öll tœkifœri Opið til kl.10 öll kvöld Persónuleg þjónusta Fákafeni 11, sími 568 9120 | 3 I 3 3 Suðurlandsbraut 10 108 Reykjavík • Sími 553 1099 Opið öll kvöld til kl. 22 - eiitnig um helgar. Skreytingar fyrir öll tilefni. SIGURÐUR ÓLAFSSON + Sigurður Ólafs- son, húsasmiða- meistari, fæddist í Geirakoti í Fróðár- hreppi á Snæfells- nesi 1. ágúst 1914. Hann lést á Grund 4. júní síðastliðinn. Foreldrar hans voru Ólafur Gísla- son, bóndi, og Ólöf Einarsdóttir, hús- freyja. Börn þeirra auk Sigurðar voru Ingólfur, Helga, Katrín, Gísli, Krist- finnur, Einar, Jó- hanna og Guðbjörg, sem öll eru látin. Eftir lifa Anna, Ása, Ólína, Sigurborg, og Bjarni. Sigurður giftist Björgu Þorkelsdótt- ur frá Valdastöðum í Kjós 2. mars 1968. Fyrir átti Björg átta börn en tvö af þeim eru látin. Sigurður ólst upp í Geirakoti, en 1940 fluttist hann til Reykjavíkur og bjó þar siðan utan fárra ára sem þau Björg bjuggu í Ólafsvík. Utför Sigurðar fer fram frá Foss- vogskirkju á morg- un, mánudaginn 15. júní, og hefst athöfnin klukkan 18.30. Svoerþvífarið: Sá er eftir lifir deyr þeim sem deyr en hinn dáni lifir í hjarta og minni manna er hans sakna. Peir eru himnamir honum yfir. (Hannes Pétursson.) Með fáum orðum viljum við minnast Sigurðar sem var giftur móður okkar í 30 ár. Þessi hægláti maður lét ekki mikið yfir sér við fyrstu kynni. En þegar tímar liðu komumst við að því að hér var um vandaðan og samviskusaman mann að ræða. Hann ólst upp á barn- mörgu heimili þar sem þurfti að nýta og fara vel með alla hluti og fylgdi það honum alla tíð. Enda mundi hann tímana tvenna. Ungur fór hann að vinna öll venjuleg sveitastörf, meðal annars smíðaði hann bát sem hann og faðir hans reru oft á og drógu björg í bú. Okkur er minnisstætt er gamli maðurinn sýndi okkur stoltur mynd af bátnum, sem var mikil hagleikssmíð af hans hendi. Arið 1940 flutti hann til Reykja- víkur og vann við húsasmíðar sem lærlingur og tók síðan meistara- próf í því fagi. Um tíma vann hann hjá Arna Jónssyni og um langt skeið hjá JP- innréttingum. Þau hjón fluttu til Ólafsvíkur 1974 á heimaslóðir Sig- urðar og bjuggu þar í 10 ár. Þar gerði hann upp gamalt hús sem bar því glöggt vitni hve mikill völundur hann var. Sigurður og mamma voru miklir náttúruunnendur sem fengu aldrei nóg af fegurð landsins, enda voru útilegur og skoðunarferðir yfír sumartímann líf þeirra og yndi meðan heilsa þeirra leyfði. Hafa þau miðlað okkur af fróðleik sínum úr þessum ferðum um landið. Aðeins einu sinni fóru Sigurður og Björg saman til útlanda á hans löngu ævi að heimsækja Halldór, son sinn og fósturson, í Danmörku. Við sem fórum með þeim í þessa ferð eigum þaðan góðar minningar að geyma. Við systkinin erum Sig- urði þakklát fyrir hve vel hann hef- ur reynst móður okkar í þeirra sambúð. Margar góðar stundir höf- um við átt á þeirra hlýlega og fal- lega heimili og var þá margt skraf- að og oft stutt í glens og gaman. Sigurður var að mörgu leyti sér- stakur maður og verður ætíð minn- isstæður þeim sem kynntust hon- um. Að leiðarlokum viljum við þakka honum samfylgdina og biðja góðan Guð að styrkja móður okkar í sorg sinni. Minning þín mun lifa, Guð þig geymi. Kveðja börn og tengdabörn Bjargar. Fimmtudaginn 4. júní síðastlið- inn lágu skilaboð til mín þegar ég SIGRUN PÉTURSDÓTTIR + Sigrún Péturs- dóttir var fædd 28. ágúst 1911 á Akureyri. Hún lést í Reykjavík 27. mars siðastliðinn og fór útför hennar fram frá Akureyrar- kirkju 6. apríl. Það er með nokkrum trega, að ég minnist hennar Sig- rúnar vinkonu minnar og frænku. Því miður kynntist ég henni ekki fyiT en nú síðustu árin en er mjög þakklát fyrir þau kynni. Sigrún var mjög vinföst, trygglynd og hrein- skiptin. Alltaf tilbúin að hlusta og ræða málin. Hún var gestrisin svo af bar og góð heim að sækja. Enda átti hún marga vini, sem sakna hennar nú. Ég fór alltaf ríkari af hennar fundi. Það var oft hlegið dátt yfír kaffíbolla á heimili hennar í Stóragerðinu. En ekki var það kaffisopinn sem ég sóttist eftir, heldur persónan sjálf. „Ég geymdi hérna tertubita handa þér,“ var stundum sagt. Ég kom stundum egsteinar í Lundi . v/Nýbýlaveg SÓLSTEINAR 564 4566 við hjá henni, er ég kom úr vinnu og naut þess að sitja hjá henni. Hún var þá oftast með handavinnu, að prjóna á litla fætur eða hekla handa þeim fullorðnu. Sigrún naut þess sannarlega þegar smá- fólkið kom í heimsókn (þ.e. langömmubörn- in), að geta stungið mola í munn. Hún átti fallegt heimili, sjálf var hún alltaf fín og snyrtileg og hafði gaman af fallegum fötum. Sigrún varð snemma fyrir áfoll- um í lífinu. Missti ung föður sinn og seinna móður sína. Eiginmann- inn missti hún í blóma lífsins eftir aðeins fimm ára sambúð frá fjög- urra ára dóttur þeirra og fjórtán ára systur sinni, er þau hjón höfðu tekið í fóstur af kærleik og fómlysi eftir lát móður þeirra systra. Ekki voru styrkir þá eða barnabætur til að létta henni lífið. Varð hún því að treysta á guð og gæfuna og halda ótrauð áfram. Og þannig hófst bar- áttan og aldrei skyldi hún gefast upp. Vann hún hin ýmsu störf, þar til hún komst á saumastofu í Amaró á Akureyri. Mun hún þá hafa séð fram á bjartari tíma. Sig- nin sagði mér hversu erfitt hefði verið að yfirgefa Akureyri en þar bjó hún í mörg ár. Hún reyndi smám saman að sætta sig við orð- inn hlut, enda vel gerð kona. í Reykjavík byi’jaði nýtt líf í nýju umhverfi, en nú í nágrenni hennar nánustu. Ber þá hæst einkadóttur- ina Unni og hennar fjölskyldu sem var henni afar kær, að ógleymdum barnabörnunum, þeim Gunnhildi og Agnari, sem voru ömmu sinni afar handgengin. IRIS GUNBORG KRISTINSSON Marmari ♦ Granít ♦ Blágrýti ♦ Gabbró íslensk framleiðsla MOSAIK Hamarshöfdi 4 - Reykjavik sími: 587 1960 -fax: 587 1986 + Iris Gunborg Kristinsson fæddist í Braten í Austur- Gautalandi í Svíþjóð 21. septem- ber 1932. Hún lést á heimili dóttur sinnar í Reykjavík 12. maí siðastliðinn og fór útför hennar fram frá Akureyrar- kirkju 20. maí. Nýlega frétti ég að Gun, vinkona mín, væri látin. Kannski væri þó réttara að segja, að ljós hennar hefði slokknað. Sá kyndill sem hún bar logar hér ekki lengur, þessi kyndill gleði og vináttu, kyndiil frelsisins. Eflaust lýsir hann einhverjum öðr- um, annarstaðar, því að „í húsi föður míns eru margar vistarverur", og hvarvetna er þörf fyrir ljósið. Hún bar nafn Irisar, regnbogagyðju Hellena, sem hafði það hlutverk að sjá skýjunum fyrir vatni, og regn- boginn er sáttmálstákn guðs og manna. Og þegar regnboginn birtist á himni munum við minnast hennar. Hún hét Iris Gunborg fullu nafni, en var jafnan kölluð Gun eða Gunn. Um uppruna hennar veit ég lítið, nema að hún var sænsk. Kannski var hún frá Vermalandinu fagra, sem allir þekkja úr kvæðinu: „Aek, Vármeland du sköna / du harliga land.“ Hvaðan hefði hún annars get- að verið? Hún var tímalaus og stað- laus, hafin yfir tímann, yfir þjóðemi og dægurmál. Hún var síung, og elt- ist ekki á meðan ég þekkti til henn- ar, þrátt fyrir veikindi sem hrjáðu hana um tíma, en hún virtist komast yfir. Eins og Pallas Aþenu skaut henni upp á Akureyri, í fylgd með ungum Eyfírðingi, Gunnlaugi P. Kristins- syni, samvinnumanni af hugsjón, er sótt hafði skóla austan Kjalar. Ekki veit ég hvort það er tilviljun, að nöfnum þeirra svipar saman, en hitt þykist ég vita, að þau voru eðlislík á ýmsan hátt og óvanalega samrýnd. Gunnlaugur sýndi henni mikla ástúð og nærgætni í veikindum hennar. Hann hefur lengi verið konsúll Svía á Akureyri. Kynni okkar Gun hófust á Nátt- úrugripasafninu, þar sem hún vann nokkur ár í hlutastarfi. Þar naut hún sín vel, eins og alls staðar þar sem hún tók til hendinni, en þó líklega nokkru betur, því að þar komst hún í kynni við fjölbreytni sköpunar- verksins, og kynntist fólki sem var kom í vinnuna um að ég ætti að hringja í ömmu og fékk þá þær fréttir að Siggi væri látinn. Þá fór ég að hugsa um stundirnar sem við áttum saman og komst að því að þær voru alltof fáar. En þær eru minnisstæðar heimsóknirnar til ömmu og Sigga. Á meðan amma lagaði kaffi og setti á borð sátum við Siggi gjarnan og ræddum póli- tík og önnur mál, sem höfðu verið í fréttum undanfarið. Það var stutt í stríðnina og átt- um við það til að stríða hvor öðrum svolítið, þegar svo bar undir. Siggi var glaðlyndur og góður við alla og þá sérstaklega við ömmu, sem nú á um sárt að binda. Við reynum þó ÖU að styðja við bakið á henni á þessari erfiðu stundu og biðjum góðan Guð að blessa hana. Ó, hve ssell er sá, er treysti sínum Guði hveija tíð, hann á bjargi hús sitt reisti, hræðist ekki veðrin stríð. Hann í allri segir sorg: Sjálfur Drottinn min er borg, náð og fullting hans mig hugga, hans ég bý í vemdar skugga. I það skjól vér flýjum, faðir, fyrst oss þangað boðið er, veginn áfram göngum glaðir, glaðir, því vér treystum þér. Ein er vonin allra best, á þér sjálfúm byggð og fest, að þú sleppir engu sinni af oss kærleikshendi þinni. (B. Halld.) Alfreð Gústaf Maríusson (AIli). Síðast heimsótti ég Sigrúnu á gamlársdag, hún fylgdi mér til dyra þó erfitt ætti um gang. Hún kvaddi mig alveg sérstaklega þá. Þegar ég kom út, fannst mér þetta vera ef til vill síðasta kveðjan. Það reyndist vera svo. Sigrún veiktist 3. janúar sl. og var flutt á Land- spítalann, en þaðan átti hún ekki afturkvæmt. Ég heimsótti hana á Landspítalann en þá gat hún ekki tjáð sig. Þó færðist bros yfir andlit- ið og þannig man ég hana. Ég sendi öllum aðstandendum samúð- arkveðju. Eg kem svo að finna þig, kem víst um hæl, mín kvöldsól er minni og minni. Eg vóx af að kynnast þér, vertu nó sæl, nó vermist ég minningu þinni. (Höf.ók.) Ég kveð þessa elskulegu frænku mína með hjartans þökk fyrir mig og mína. Guð blessi minningu góðrar konu. Elín S. Kristinsdóttir. svolítið „utan við heiminn". Hún var jafn áhugasöm um blóm og fléttur og trú og heimspeki, og forvitin um allt. Kaffitíminn var fljótur að líða, þegar hún var viðstödd. Síðasta ára- tuginn eða svo var hún bókavörður á Fjórðungssjúkrahúsinu, og ók bóka- vagni sínum í hverja sjúkrastofu. Sjúklingar hlökkuðu til þeirrar stundar þegar Gun birtist í dyrun- um, alltaf jafn glaðleg og vingjarn- leg, með spaugsyrði á vörum, og tók að leiðbeina þeim við bókavalið. Hún gaf sér góðan tíma að ræða við sjúk- lingana, stundum um erfið mál. Þannig varð hún vinur fjölda manna, sem þarna dvöldust. Þó hún væri stundum ekki vel hress var ljós hennar alltaf jafn bjart, og fyrr en varði var hún orðin ein af sjúkling- unum. Allt hefur sinn enda í henni veröld, jafnvel það sem okkur finnst vera tímalaust. Á þessu fagra vori slokknaði kyndill Gunborgar, á heimili Kristínar dóttur hennar í Reykjavík, sem hafði verið henni stoð og stytta í árlöngu dauðastríði. Þá er gott að minnast þess, að Kristín hefur lagt fyrir sig málara- list og sérhæft sig í innsæismyndum og hinni ævagömlu Maríumynda- hefð (ikonum). Þannig heldur ljósið áfram að berast til okkar sem eftir lifum. Ég votta Gunnlaugi og dætrum þeirra innilega samúð mína. Helgi Hallgrímsson.
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.