Morgunblaðið - 14.06.1998, Page 42

Morgunblaðið - 14.06.1998, Page 42
MORGUNBLAÐIÐ SUNNUDAGUR 14. JÚNÍ 1998 Tll leigu brúðarkjólar, samkvæmiskjðlar stuttir, síðir. Dragtir, hattar, fylgihlutir. Fyrir herra: Kjólföt, smókingar, ísl. hátíðarbúningurinn og jakkaföt. Fataleiga Garðabæjar, Garðatorgi 3, sími 565 6680. Opið laugardaga YFIRBREIÐSLUR ÁSÓFA Lífgar upp á gamla sófa og verndar nýja. M i . 1 j € Jt 1 Rúmgóðar geymsluhirslur • Rúmgóöir skápar Tveggja hellna gaseldavél • 50 mm kúlutengi • Svefnpláss fyrir 6+ • 12 volta rafkerfi • Varadekk, festing og varadekkshlíf • Ljósabúnaður skv. EES staðli • Skrúfaðir undirstöðufætur • Lokaður lyftubúnaður • Ryðvarinn undirvagn • og margt fleira r. 447.000 staðgreitt Hafðu samband - ýmsir lánamöguleikar TITAN Sportbúð - Títan • Seljavegi 2 SfMi 551 6080 • Fax 562 6488 í DAG skÆk Ilmsjún jtlargi'ir l’étursson og vinnur. STAÐAN kom upp í sveita- keppni í Lettlandi í vor. Al- þjóðlegi meistai’inn Janus Klovans hafði hvítt og átti leik gegn Prodpigora. 22. Dxf8+! _ Hxf8 23. Bxe6+ _ Kg7 (Eftir 23. _ Hf7 er 24. Hdl! Öruggasta vinningsleið hvíts, því hann getur beðið rólegur með að endurheimta drottninguna) 24.Bd4+ _ Hf6 25. gxf6+ _ Kh6 26. Hf3 _ Bxf6 27. Bxf6 _ g5 28. Bd4 _ g4 29. Hf6+ _ Kg5 30. Hafl og svartur gafst upp, því hann er óverjandi mát. MORGUNBLAÐIÐ birtir tilkynningai' um afmæli, brúðkaup, ættarmót og fleira lesendum sínum að kostnaðarlausu. Tilkynn- ingar þurfa að berast með tveggja daga fyrirvara virka daga og þriggja daga fyrirvara fyrir sunnudags- blað. Samþykki afmælis- barns þarf að fylgja af- mælistilkynningum og/eða nafn ábyrgðar- manns og símanúmer. Fólk getur hringt í síma 569-1100, Sent í bréfsíma 569-1329, sent á netfangið ritstj @mbl.is. Einnig er hægt að skrifa: Árnað heilla, Morgunblaðinu, Kringlunni 1, 103 Reykjavík. VELVAKAMH Svarað í síma 569 1100 frá 10-12 og 13-15 frá mánudegi til föstudags Heiður þeim sem heiður ber ÞÁ eru hátíðarhöldin vegna 60 ára afmælis sjó- mannadagsins að baki og var vel og myndarlega að þeim staðið sem er fagnað- arefni. Þótt margt hafí breyst á 60 árum minnir dagurinn á sem áður að öll hvílir afkoma og hagsæld okkar íslendinga á fisk- veiðum og siglingum og íramlagi sjómannastéttar- innar. Þessu má þjóðin ekki gleyma og ætlum mín með þessum línum er að þakka fyrii- einstæða sýningu sem upp var komið í tengslum við afmæli sjó- mannadagsins. Þetta er sýningin sem nú stendur yfir á tveimur hæðum Sjó- mannaskólans á meira en hundrað líkönum af skip- um og bátum. Má þar líta allt frá áraskipum og upp í nýjustu skuttogara, far- skip, varðskip, björgunar- Sumarvist á Flúðum ‘79-’82 FYRIR um 16-18 árum síðan, á árunum ‘79-’82, vorum við nokkrar stelpur í sumarvist á Flúðum. Við urðum allar perluvinkon- ur. Svo skiidu leiðir okkar. En mig langar að gera til- raun til að ná sambandi við þær. Eg man ekki full nöfn þeirra allra. En þeir heita Inga, Aðalheiður, Gúnda, Margrét Orlygsd., og Bergþóra Guðmundsdótt- ir. Eru þær vinsamlega beðnar að hafa samband við Diddu í síma 565 5805. Fossvogur - ruslageymsla? MIG langar tii að vekja athygli íbúa Fossvogs- hverfis á því að í Sorpu er móttaka fyrir garðúrgang. Borið hefur á því að fólk láti plastpoka með garðúr- skip o.fl. Handbragðið á þessum gripum er afburða fallegt og dæmi um að eitt líkan hafí kostað smiðinn á þriðja þúsund vinnu- stunda. Mörg er þessi dvergasmíð svo lifandi að mér fannst þegar ég skoð- aði sýninguna að um borð mundi vera dvergvaxin áhöfn, sem líklega væri niðri í lúkar eða kátu að fá sér kaffisopa. Þannig vaknar liðinn tími þegar sýningin er skoðuð og á það ekki síst við um líkönin af gömlu árabátunum, fískiskútunum og mótor- bátunum. Þarna má og líta líkön ýmissa nafnkunnra skipa, sem mikil saga og oft undarleg örlög tengjat. Ég vil því þakka að- standendum sýningarinnar það ágæta framtak að koma öllum þessum dýr- gripum saman á einn stað, en þar á Hannes Þ. Haf- gangi á auð svæði. En borgin sér ekki um að fjar- lægja þetta og ætti fólk því ekki að henda þessu þarna. íbúar Fossvogs - hættið að sóða út hverfíð okkar - höldum því hreinu. íbúi. Tapað/fundið Fjallahjól í óskilum FJALLAHJÓL, barna, fannst 29. maí við Islands- banka, Háaleitisbraut. Eigandi getur vitjað þess hjá lögreglunni. Lyklakippa týndist LYKLAKIPPA í dökk- grárri leðurbuddu týndist sunnudaginn 7. júní sl. Gengið var frá Hagamel um göngustíg niður á Ægi- stein fyrrv. forstjóri SVFÍ mestan heiðurinn af. Og ekki má gleyma að þakka þeim sem líkönin eða mód- elin hafa smíðað þolinmæð- isverk þeiira. Vil ég þá sér- staklega geta um Grím Karlsson , en hann á 62 lík- ön á sýningunni. Ég ítreka að hér er um sýningu að ræða sem afar vel er til þess fallin að minna á gildi hafsins og sjómennskunnar fyrir þjóð okkar og það ættu foreldr- ar að nýta sér og bregða sér með börn sín niður í Sjómannaskóla einhvern næstu daga, en sýningin er opin frá kl. 14-18 til 21. júní nk. Enginn verður fyrh' vonbrigðum með þá heim- sókn. Þessi sýning er sann- kallaður viðburður og væri satt að segja óskandi að alls ekki þyrfti að taka hana niður! Sjómaður. síðu út að Steinbyrgi sem þar er og til baka gang- stéttina meðfram húsaröð- inni við Ægisíðu um Eini- mel að Reynimel. skilvís fínnandi vinsamlega hringi í síma 551 9612. Dýrahald Kettlingar og stálpaðar kisur óska eftir heimili NOKKRIR gullfaUegir kettlingar óska eftir góðu heimili. Einnig vantar nokkrar stálpaðar kisur heimili. Ahugasamir hringi í Ölmu í síma 565 5257. Páfagaukur týndist BLÁR páfagaukur týndist frá Áifaskeiði og flaug í átt að Setbergi í Hafnarfirði sl. miðvikudag. Viti ein- hver um gauksa er hann beðinn að hringja í síma 565 1185. Víkverji skrifar... ^SLENZKA lýðveldið á afmæli í vikunni. Það verður 54 ára 17. júní. Lýðveldisstofnunin var stór stund í hugum sérhvers Islendings. Ekki er úr vegi, í tilefni af þjóðhá- tíðardegi, að rifja upp nokkur merk ártöl úr seinni tíma sögu okk- ar, tengd baráttunni fyrir efna- hagslegu og stjórnarfarslegu full- veldi. 1) Arið 1904: Heimastjóm, stjórnarráð í Reykjavík, fyrsti ís- lenzki ráðherrann [Hannes Haf- stein]. 2) Árið 1918: ísland full- valda ríki en í sambandi við Dan- mörku um einn og sama konung. 3) Árið 1944: Island lýðveldi með eig- in þjóðhöfðingja. Fyrsti forseti lýð- veldisins var Sveinn Bjömsson, sem gegnt hafði starfi ríldsstjóra frá hemámi Danmerkur. 4) Árið 1948: Lög um vísindalega verndun fiskimiðanna umhverfis landið. Með þessum lögum [ríkisstjórn Stefáns Jóhanns Stefánssonar] var lagður grunnurinn að útfærslum fiskveiðilögsögunnar 1952, 1958, 1972 og 1975, sem og að veiðisókn með hliðsjón af veiðiþoli helztu nytjastofna sjávar. Land- grunnslögin, útfærslur fiskveiði- lögsögunnar og fiskifræðileg veiði- stýring tengjast ótvírætt barátt- unni fyrir efnahagslegu fullveldi þjóðarinnar. 5) Árið 1949: Oryggi landsins tryggt með aðild að Atl- antshafsbandalaginu, vamar- bandalagi lýðræðisþjóða. 6) Árið 1969: Island aðili að Fríverzlunar- samtökum Evrópu, EFTA. Alþingi samþykkti síðan 1993 aðild að Evr- ópska efnahagssvæðinu, EES, þ.e. tollfrjálsum markaði EFTA og EES. Þar með var tryggður toll- frjáls aðgangur sjávarvöru að mik- ilvægasta markaði okkar, Evrópu- markaðinum. XXX AÐ VAR ekki fyrr en 19. júní árið 1915 að íslenzkar konur fengu kosningarétt til þrngs. Það er ekki nema meðalævi Islendings frá þeim tíma. Konur hafa sótt í sig veðrið síðan, einkum á seinni aldar- helmingnum. Kjör Vigdísar Finn- bogadóttur sem forseta lýðveldis- ins kórónaði jafnréttisárangur þeirra. Með tilskipun konungs frá 8. marz 1843 var kosningaréttur ís- lendinga bundinn við kyn, karlkyn, 25 ára aldur, óflekkað mannorð, ti- tekna lágmarkseign í fasteignum eða öðram verðmætum og/eða lífs- tíðarábúð á þjóð- eða kirkjujörð. Árið 1903 fengu þéttbýlisbúar, þurrabúðarmenn og lausamenn, kosningarétt, ef þeir guldu fjórar krónur eða meira í árlegt útsvar. Árið 1915 var skilyrðið um út- svarsgreiðslur fellt niður. Þá fengu og konur, sem fyrr segir, og hjú, kosningarétt, fyrst í stað bundinn við 40 ára aldur, en lækkaði fljót- lega niður í 25 ár. I ljósi framansagðs þarf engan að undra að 19. júni er ár hvert baráttudagur fyrir réttindum ís- lenzkra kvenna. XXX OSNINGARÉTTURINN, einn mikilvægari þátta al- mennra mannréttinda, telst einn og samur hjá konum og körlum nú orðið. Hann er hins vegar ekki sá sami hjá öllum. Menn hafa mismun- andi vægi sem kjósendur - eftir bú- setu. Kjósendur í Reykjavíkur- og Reykjaneskjördæmum hafa „hálft atkvæði“, máski minna, miðað við vægi atkvæða í sumum kjördæm- um öðrum. Víkverji dagsins er alls ekki sáttur við að vera hálfdrætt- ingur sem kjósandi til þings. Það er skoðun Víkverja að landsmenn eigi að vera jafnir gagnvart landslög- um. Einkum og sér í lagi kosninga- lögum. Þeirri jafnstöðu vill hann ná með því að skipta landinu upp í ein- menningskjördæmi með sem svip- aðasta kjósendatölu. Þannig verða bezt tryggð eðlileg tengsl milli þingmanns og kjósenda. Þannig verður ábyrgð þingmanns gagnvart umbjóðendum sínum bezt undir- strikuð. Kosningar í einmennings- kjördæmum eru og miklu skemmti- legri og tvísýnni en í stórum kjör- dæmum - að ekki sé nú talað um eitt landskjördæmi - þar sem lung- inn úr flokksvöldum frambjóðend- um verður nánast sjálfkjörinn. Göngum inn í nýja öld með jafnan kosningarétt og einmenningskjör- dæmi í farteski!

x

Morgunblaðið

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.