Morgunblaðið - 01.03.1998, Side 27

Morgunblaðið - 01.03.1998, Side 27
MORGUNBLAÐIÐ SUNNUDAGUR 1. MARZ 1998 27 „Ef eitthvað bil- ar þá fáum við það í hausinn - ef til vill eftir að einhver annar hefur fengið það í hausinn í bók- staflegri merk- ingu.“ SIÐASTA HRAÐLESTRARNÁMSKEIÐIÐ..! ffl Viltu marefalda lestrarhraöann oe auka afköst í starfi? ffl Viltu marefalda lestrarhraðann og auka afköst í námi? Ef svarið er jákvastt skaltu skrá þig strax á síðasta hraðlestrar- námskeið vetrarins sem hefst funmtudaginn 5. mars n.k. Skráning er í síma 565-9500. HF</\ÐLJESTTCAJRSJKÓI_J>JIS[ VIO bjóðum útflytjendum og Innflytjendum ð Bandaríkjamarkað ýmsa þjónustu. - Geymsluhúsnæði undir sendingar og sýnishorn - Aðstoö vlð útréttingar og fyrirgreiðslu - Einstaklingar og fyrirtæki - íslenskur tengiliður BEN ELECTRICu 1815 Harrison Avenue Bay Shore, N.Y. 11706 Simi: 00-1-516-586-1168 Fax: 00-1-516-586-1152 Mörg jára í eldinum Pétur Bjömsson á 80% hlut í Is- berg Ltd. í Hull auk þess að vera stærsti einstaki hluthafinn í Isfelli, en þar á hann innan við helming hlutafjár. Hjá ísberg Ltd. í Hull vinna 12 starfsmenn og jafnmargir hjá dótturfyrirtæki Isbergs í Grims- by. Þá rekur ísberg einnig dóttur- fyrirtæki í Færeyjum. Pétur flutti heim í íyrra, án þess að nokkuð væri dregið úr umsvifunum ytra. Hann segist hafa snúið ferðamunstrinu við frá því sem áður var. Nú dvelur hann erlendis um það bil eina viku í hverj- um mánuði og lítur eftir fyrirtækjum sínum. Þessi umsvif í mörgum löndum og á mörgum sviðum eru ekki alveg nóg fyrir Pétur. Hann er líka í útgerð, en vill þó aðspurður ekki gera mikið úr því. „Við Magnús Guðmundsson, hægri hönd mín í Hull, eigum tvær trillur á aflahámarki sem gerðar eru út frá Þorlákshöfn," sagði Pétur. „Þetta er svona aðeins til að vera með.“ íslenski fískurinn bestur Enn sem fyrr fæst Isberg einkum við innflutning á ísfiski til Englands. Töluverð brejding hefur orðið í þeim innflutningi hin síðari ár, að sögn Péturs. Dregið hefur úr innflutningi frá Islandi en Isberg hefm- bætt sér það upp með sölu á fiski frá Færeyj- um. „Það hefur verið ævintýralegt fiskirí í Færeyjum undanfarin tvö ár,“ sagði Pétur. „Það er líkt og á Vestfjörðum nú. Menn eru að sjá meiri afla á hvern línubala en elstu menn muna. Færeyingamir eru að fá bæði þorsk og ýsu í miklum mæli.“ Það er mun styttra að sigla frá Færeyjum tíl Englands en frá ís- landi. Af því leiðir sú spurning hvort færeyski fiskurinn sé þá ekki þeim mun betri þegar hann kemur á markað í Hull eða Grimsby? „Það verður nú að segja eins og er að góður íslenskur fiskur tekur flestu öðru fram,“ sagði Pétur. „Holdgerðin er önnur og nýtingin betri. Islenski fiskurinn er með hlut- fallslega minni haus og geymist bet- ur í ís en sá færeyski." Færeyski fiskurinn elst upp í hlýrri sjó og vex eitthvað hraðar en sá íslenski sem getur valdið því að hann sé lausari í sér. Pétur segir að það sé ekki sama hvar við ísland fiskur er veiddur með tílliti til nýtingar. Hann segir að besta nýting fáist úr fiski sem veidd- ur er við suðurströndina og suðaust- urströndina. Skýringin er sú að fisk- urinn er feitur og nýtingin batnar eftir því sem fiskurinn er betur hald- inn. Ætla sér stærri hlut í síðustu viku var verið að leggja síðustu hönd á glæsileg húsakynni ísfells ehf. við Fiskislóð. Það fyrsta sem mætir gestum í anddyrinu og gefur tóninn er skúlptúr eftir Grím Marinó Steindórsson, sem sýnir pattaralegan karfa í þaraskógi. Verkið fylgdi með í kaupunum á veiðarfæradeild LÍÚ og sómir sér vel þar sem allt snýst um sjósókn og veiðarfæri. Þegar spurt var um hvar þeir bræður ætluðu næst að bera niður fóru þeir að hlæja. „Ætli það sé ekki um nóg að hugsa á næstunni,“ sagði Hólmsteinn. „Við ætlum að styrkja stöðu okkar á þessum markaði." Pét- ur tók undir þau orð og sagði að það væri helsta markmið Isfells að auka markaðshlutdeild sína, án þess að slá af gæðakröfum. LSTIL - ENI PowerBook l400cs • 166 MHz PowerPC 603e-örg|örvi • 16 Mb vinnsluminni, stækkanlegt í 64 Mb • Skyndiminni 128 k • 1,3 Gb harðdiskur • 8-hraða geisladrif • 16 bita tvíóma hljóð • 2 PCMCIA-raufar Localtalk • 11,3" litaskjár (horn í horn) 800 x 600 pát. • 3,5" diskadrif ■ n 179.900 Macintosh PowerBook-fartölvan er sérlega handhæg og með auka- skjákorti má tengja hana við stóran skjá, þannig að óþarfi er að afrita sífellt gögn á milli tölva. Svo má setja í hana mótald og tengja við GSM-síma, til að vera í góðu sambandi við umheiminn hvar og hvenær sem er. Fislétt en feykiöflug fartölva! Apple-umboðið Skipholti 21, 105 Reykjavík, sími: 511 5111 Netfang: sala@8pple.is Veffang: http://www.apple.is

x

Morgunblaðið

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.