Morgunblaðið - 01.03.1998, Blaðsíða 31

Morgunblaðið - 01.03.1998, Blaðsíða 31
MORGUNBLAÐIÐ SUNNUDAGUR 1. MARZ 1998 31 að lesa fyrir ömmu sína ljóð. Þá opnuðust nýir heimar, ungt hjarta hreifst. Það hreifst af ljóðunum, en það hreifst mest af að skynja þessa sterku fegurðar- og sannleiksþrá sem í brjósti ömmu þess bjó. Hún var hrifnæm kona, gladdist yfír vel málaðri mynd, fallega ortu ljóði og öllu því sem sannleika og guðdóm geymdi. Nú er löngu lífi lokið. Amma komin í opinn faðm afa. Saman munu þau ganga í átt til ljóssins. 1 Smávinir fagrir, foldar-skart, fífill í haga, rauð og blá brekkusóley, við mættum margt muna hvert öðru að segja frá. Prýðið þið lengi landið það, sem lifandi guð hefir fundið stað ástarsælan, því ástin hans alstaðar fyllir þarfir manns. Faðir og vinur alls sem er! annastu þennan græna reit: blessaðu, faðir! blómin hér, blessaðu þau í hverri sveit. Vesalings sóley! Sérðu mig? Sofðu nú vært og byrgðu þig, hægur er dúr á daggamótt, dreymi þig ljósið, sofðu rótt (Jónas Hallgr.) Hildur Jóhannesdóttir. Mig langar að minnast í fáum orðum Margrétar Sigurjónsdóttur fóðursystur minnar. Magga frænka var næst elst tíu systkina og lést hún á 92. aldursári síðastlið- inn sunnudag. Hugurinn leitar þó nokkur ár aftur í tímann, staðurinn er Norð- urbraut 13 í Hafnarfirði, en þar hafði hún búið eiginmanni sínum Halldóri Sigurgeirssyni glæsilegt , heimili. Þar bjuggu þau ásamt dætrum sínum, þeim Hrafnhildi, Jónfríði og Margréti en sonur þeirra hjóna Þorleikur lést aðeins 1 átta ára gamall. Það var ávallt til- hlökkunai-efni mitt í æsku að heim- sækja Dóra og Möggu á Norður- brautina með foreldrum mínum enda höfðingjar heim að sækja. Oft gaukaði Magga að mér sætindum eða ávöxtum. Hús þeirra hjóna var virðulegt eldra hús í vesturbæ j Hafnarfjarðar og sériega vel við haldið bæði innan húss og utan. Heimilið bar vott um listhneigð Möggu, enda prýddu það falleg húsgögn, málverk og aðrir listmun- ir, en Magga málaði sjálf eins og nokkur systkina hennar. Einnig vann hún árum saman sem starfs- maður við listsýningar, bæði í Bogasal Þjóðminjasafnsins, í Nor- ræna húsinu, og í gamla lista- mannaskálanum við Austurvöll. Eg átti þess stundum kost að heim- sækja Möggu í vinnuna, þegar við faðir minn sóttum listsýningar og voru það skemmtilegar ferðir og fræðandi. Fyrir nokkrum árum seldu Dóri og Magga húsið sitt og fluttu á Hrafnistu í Hafnarfirði þar sem þau bjuggu síðustu æviár sín, en ekki eru nema rúmlega þiír mán- uðir síðan Dóri lést, hinn 8. nóvem- ber síðast liðinn, 95 ára gamall. A síðustu árum hafði heilsu Möggu hrakað mjög og var hún rúmliggj- andi hin síðustu misseri. Það var mikið lán að fá að kynn- ast Margréti Sigurjónsdóttur. Hún var sérlega falleg og góð kona og leið öllum vel í návist hennar. Ég kveð Margréti föðursystur mína með virðingu og þakklæti. Dætrum hennar, tengdasonum og öðrum ástvinum sendi ég innilegar samúð- arkveðjur og bið Guð að gefa þeim styrk í sorg þeirra. Ingimar Haraldsson. Handrit afmælis- og minningargreina skulu vera vel frá gengin, vélrituð eða tölvusett. Sé handrit tölvusett er æskilegt, að disk- lingur fylgi útprentuninni. Auðveldust er móttaka svokallaðra ASCII-skráa, öðru nafni DOS-textaskrár. Ritvinnslukerfin Word og Wordperfect eru einnig auðveld í úrvinnslu. Senda má greinar til blaðsins í bréfasíma 569 1115, eða á netfang þess (minning@mbl.is) — vinsamlegast sendið greinina inni í bréfinu, ekki sem viðhengi. Nánari upplýsingar má lesa á heimasíðum. Það eru vinsamleg tilmæli að lengd greina fari ekki yfir eina örk A-4 miðað við meðal- línubil og hæfilega línulengd - eða 2.200 slög. Höfundar eru beðnir að hafa skírnar- nöfn sín en ekki stuttnefni undir greinunum. Skarphéðinn Helgason fæddist í Forsæti í Vestur- Landeyjum 24. októ- ber 1915. Hann lést á St. Jósefsspftala í Hafnarfirði 18. febr- úar síðastliðinn. For- eldrar hans voru María Jónsdóttir, f. 21. október 1895, d. 18. júm' 1972, og Helgi Bjarnason, f. 12. júlí 1888, d. 1959. Systkini Skarphéðins eru: Guðjón, f. 20. júní 1917, d. 11. febr- úar 1981, Guðrún, f. 26. maí 1920, María Kristín, f. 17. júm' 1921, d. 11. desember 1964, Gróa Bjarney, f. 11. maí 1926, Bjarni, f. 29. maí 1930, og Guðfinna Jóna, f. 13. maí 1936. Eiginkona Skarphéðins var Ágústa Jónsdóttir, f. 11. maí 1906, d. 1. nóvember 1989. Sonur Ágústu og fóstursonur Skarp- héðins er Árni Rosenkjær, f. 28. Tengdafaðir minn og vinur er lát- inn. Þegar mér varð ljós þessi stað- reynd, greip mig mikill söknuður en jafnframt þakklæti, því nú var sú stund runnin upp sem Héðinn þráði mest og talaði oft um, hann kvaðst tilbúinn þegar Skaparanum þókn- aðist að taka hann tH sín. Það var árið 1954 að ég kynntist Héðni fyrst, þegar ég kom á heimili hans og Ágústu með Árna syni þeirra. Það var ekki laust við að ég bæri óttablandna virðingu fyrir honum í byrjun, því Héðinn var maður sem talaði tæpitungulaust og var auðsjáanlega vanari að stjórna en vera stjórnað. En með okkur tókst fljótt góð vinátta og betri tengdafóður gat ég ekki feng- ið, alltaf boðinn og búinn þegar hann gat hjálpað og í nærri fjögur ár bjuggum við Árni og Karl sonur okkar hjá þessum ágætu hjónum meðan við komum okkur upp hús- næði. Skarphéðinn var fæddur í For- sæti í V-Landeyjum og ólst þar upp, elstur af sjö systkinum. Hann fór fljótt að taka til hendi eins og títt var á þeim tíma og upp úr ferm- ingu fór hann í fyrsta skipti til sjós. í nokkur ár réð hann sig á vertíð í Vestmannaeyjum og var þar grunn- urinn lagður að stórum hluta ævi- starfsins. Héðinn bar hlýjar taugar til æskustöðvanna og óvíða taldi hann fegurra en í Landeyjunum, víðáttan mikil og svo fogur fjallasýn á aðra hönd og sjórinn á hina. Hann kunni heiti á öllum fjöllunum og það var gaman að fara með Héðni aust- ur og hlusta á hann segja frá ör- nefnum og kennileitum og rifja upp æskuárin, þegar hann lærði að synda í bæjariæknum eða hvernig fjárreksturinn fór fram á haustin. Haustið 1939 settist Héðinn á skólabekk í Vestmannaeyjum og lauk þaðan hinu minna fiskimanna- prófi 1941 og fór síðan í Stýri- mannaskólann þaðan sem hann út- skrifaðist 1944. I Vestmannaeyjum kynntist Héðinn Ágústu sem þá var ekkja með ungan son. Fluttust þau til Hafnarfjarðar haustið 1944 og bjuggu þar síðan. Ekki áttu þau Ágústa og Héðinn börn saman en Árna reyndist hann alla tíð besti faðir. Héðinn var togarasjómaður í tugi ára og lengst af var hann bátsmað- ur eða 1. stýrimaður. Útivistin var oft löng, langt að sækja á miðin og fréttir af skipunum oft litlar og er mér minnisstætt hvað oft var beðið í mikilli óvissu heima þegar vetrar- veðrin geisuðu. í lok sjöunda ára- tugarins ákvað Héðinn að söðla um og koma í land. Fannst honum margt hafa breyst á sjónum og ekki allt til hins betra. Starfaði hann fyrstu árin hjá Sambandi íslenskra samvinnufélaga en árið 1974 fór hann að vinna hjá Verðlagsstofnun og er þar þangað til hann lýkur starfsdegi sínum 1988. Líkaði hon- febrúar 1932. Eigin- kona hans er Guð- ríður Karlsdóttir, f. 24. aprfl 1938. Þeirra börn eru: 1) Karl, f. 5. október 1955, kona Selma Guðnadóttir, f. 22. febrúar 1957, og eiga þau þrjú börn, Skarphéðin Einar, Guðna Karl og Ey- dfsi Ýri. 2) Guðrún Hildur, f. 31. mars 1962, í sambúð með Ágústi ísfeld Ágústssyni, f. 20. nóvember 1963. 3) Agústa Ýr, f. 9. júlí 1963, maður Jóhann Við- arsson, f. 1. maí 1964, og eiga þau eina dóttur, Söndru Ýri. 4) Guðný Birna, f. 27. maí 1969, maður Sigurjón Einarsson, f. 16. aprfl 1968, og eiga þau eina dótt- ur, Hönnu Lind. Útför Skarphéðins fer fram frá Hafnarfjarðarkirkju á morgun og hefst athöfnin klukkan 13.30. um vel að vinna þar. Héðinn var sterkur persónuleiki, höfðingi á sínu heimili og hafði skoðanir sem hann lét óspart í ljós. Það var aldrei lognmolla þar sem hann var, en hann var líka sann- gjarn og vildi leysa málin. Alla ævi var hann vinstrisinnaður og studdi vel við bakið á „sínum flokki og sín- um mönnum". Hann stóð fast á sín- um skoðunum og var oft gaman að rökræða við hann. Héðinn var mikill bókamaður og voru frístundú á sjónum vel notað- ar í lestur. Hann var minnugur á það sem hann las og sjálfur átti hann gott safn bóka og lagði mikið upp úr að ég tengdadóttirin læsi bækur eftir ,höfuðskáldin“ hans, þá Halldór Laxness og Þórberg Þórð- arson. Og eitt af því fyrsta sem hann las fyrir barnabörnin sín var Sálmurinn um blómið eftir Þorberg. Það var gaman að vera með Héðni á góðum stundum og hlusta á hann fara með ljóð og texta. Þá var Biblí- an ekki ókunn honum. Þar var hann með öll svör á reiðum höndum og aldrei sagðist hann hafa farið að sofa á sjónum öðruvísi en að líta að- eins í Biblíuna. Árið 1989 deyr Ágústa og verða þá mikil þáttaskil í lífi Héðins. Þá var eins og stoðum væri kippt und- an honum, og hann átti þá ósk heitasta að komast í gott skjól. Varð honum að ósk sinni þegar hann komst á Hrafnistu í Hafnar- firði 1990 þar sem vel var hugsað um hann og átti hann þar gott ævi- kvöld. Fyrir það þökkum við Árni af alhug. Nú er komið að kveðjustund og vil ég þakka Héðni fyrir allt það sem hann var mér. Ég veit að hon- um líður vel og hann er kominn þangað sem hann vildi fara. Tengdadóttir. Elsku afi minn. Nú ertu loksins kominn til ömmu, búinn að bíða svo lengi og þrá það svo heitt að komast til hennar Gústu þinnar. Ég veit að það hafa verið fagnaðarfundir, hún amma hefur tekið vel á móti þér. Það er yndisleg tilfinning að rifja upp allar þær minningar sem ég á frá því þið amma bjugguð á Suður- götunni. Alltaf mátti maður koma og gista hjá ykkur. Maður þurfti bara að trítla niður brekkuna og þá var maður kominn til ömmu og afa. Þú varst alltaf tilbúinn að flytja þig inn í stofu og sofa á sófanum svo að litlu skottin þín gætu nú örugglega sofið vel og haft nóg pláss í stóra hjónarúminu. Fyrst skreið maður þó alltaf upp í sófann til þín og hlustaði á kafla úr Sálminum um blómið eða einhverri af bókunum hans Halldórs Laxness. Manstu allar ferðirnar niður á bryggju að skoða bátana, maður mátti meira að segja fara um borð í þá af því að maður var með honum SKARPHÉÐINN HELGASON afa sínum sem allir á bryggjunni þekktu. Og svo voru það nestisferð- irnar upp að Bransbæ með saft í flösku og brauð, það þótti manni nú ekki amalegt ferðalag. Ekki var nú heldur erfitt að blikka hann afa sinn í að spila við mann, alltaf varstu til- búinn að spila, kenndir manni að verða aldrei tapsár því þá væri ekk- ert gaman að spila við mann, en lúmskan gi’un hef ég nú samt um að þú hafir nú stundum gefið svolítið eftir í spilamennskunni. Elsku afi minn, ég veit að þó að þér hafi liðið vel á Hrafnistu síðast- liðin ár, innan um allt það yndislega fólk sem þar er, þá var það nú orðin óskin þín að fá að fara að leggja af stað í hina óþekktu ferð sem þíður okkar allra. Mér finnst það ekki koma mér á óvart þegar ég hugsa um það að drottinn skuli kalla þig til sín á svipuðum tíma og eitt af þeim skáldum sem þú unnir hvað mest, Halldór Laxness. Ykkai- bíð- ur augsýnilega mikilvægara verk- efni á æðri stöðum nú. Elsku afi, að lokum þakka ég all- ar þær yndislegu stundfr sem ég átti með þér um ævina, alla þá hlýju og ástúð sem þú gafst mér í vega- nesti fram í lífið. Megir þú hvíla í friði í faðmi ömmu og drottins. Guðný Birna. „Lestu þessa bók, drengurinn minn, þú færð þá frekar umflúið ör- lög hinna Heimdellinganna á nótt hinna löngu hnífa.“ Gerpla var ekki fyrsta eða eina bókmenntaverkið, sem fóstri minn til sjós, Skarphéð- inn, hafði haldið að mér, enda óþreytandi í uppeldishlutverkinu, bæði á menningarsviðinu og í þeirri veiku von, að honum tækist að skapa í mér róttækling. „Mínir menn lesa svona bækur,“ hélt hann áfram og 17 ára togarapjakkur á Vestfjarðamiðum mændi á tröllvax- inn stýrimann skipsins. Datt ekkert betra og róttækara í hug, sem þakklætisvott fyrir bókarlánið, en stynja upp: „Getum við þá bara ekki tekið einn Rússa.“ Hélt svo áfram við nánari tilhugsun um nótt hinna löngu hnífa: „Ég skal svo hafa egg og fínirí fyrir þig í nætur- kokkaríinu í nótt.“ „41 pund, 42 pund,“ taldi stýri- maðurinn í áhöfnina nokkrum mán- uðum seinna í sölutúr í Grímsby. Seðlar breska heimsveldisins flutu mér um lófa og nú skildi ég fyrst orðatiltækið „vellauðugur". Ég átti heiminn, hestburðir af súkkulaði og ávöxtum stóðu til boða, ásamt öðru, sem við templarar nefnum ekki. „Keyptu nú eitthvað þarft og fallegt handa henni mömmu þinni,“ sagði Héðinn og setti upp fjarrænan svip, sem auðvitað þýddi það, að án hans hjálpar yrði ekkert vit í viðskiptun- um. Tók svo upp þykkt seðlabúnt frá sjálfum sér, ljómaði allur og sagði: „Og handa þessu, þú veist, sem þú átt á leiðinni." Skarphéðinn hafði komið sem bjartur sólargeisli inn í líf mitt nokkrum árum áður þegar systir mín varð tengdadóttir hans. Pabbi var þá nýlega látinn og tímarnir daprir. Persóna Skarphéðins, fyrir mér, hreinlega ljómaði af krafti og manngæsku. Fæddur í Rangárþingi eins og mamma og tók undireins þvílíku ástfóstri við okkur systkin- in, að mér fannst hann alltaf eiga okkur með húð og hári og allt sem okkur var tengt. Hann var sífellt að velta afkomu minni fyrir sér í upp- vextinum, útvegaði mér vinnu í frí- um og hlóð á mig gjöfum. Skarphéðinn bókstaflega elskaði pólitík, var mjög róttækur og sér- lega fylginn sér í orðum. Hann var fæddur að Forsæti í Landeyjum elstur margra systkina og byrjaði sjóróðra frá Vestmannaeyjum um fermingu. Fór svo í Stýrimanna- skólann og giftist Ágústu sinni Jónsdóttur frá Gamla Hrauni á Eyrarbakka. Hún átti einn son fyr- ir, Árna Rosenkjær, sem Skarphéð- inn gekk í föðurstað. Héðinn var yf- irmaður á togurum í áratugi, vann svo hjá verslunardeild Sambands- ins og síðast hjá Verðlagseftirlitinu. Með Skarphéðni opnaðist mér al- veg nýr heimur. Hann vai- óþreyt- andi að bjóða mér um borð í skipin sín, tók mig með ef kippa þurfti milli hafna, hafði lausn á öllum fjár- hagsvanda og atvinnumálum, réð mig á togara með sér 17 ára og út- vegaði mér svo alltaf frítt far á milli, þegar ég var að læra í Englandi. Skarphéðinn hafði svo gaman af að ræða pólitík, að það bókstaflega sást á svipnum eða á handahreyf- ingunum, hvað hann naut þess mik- ið. Röddin var eins og þrumuguðinn sjálfm’ og þegar hann virkilega tók á, þá skalf sko sannarlega allur „Vatnsdalur" eða Hafnarfjörður, togarinn, landið og miðin. Klikkti svo út með einhverju álíka, að nótt hinna löngu hnífa kæmi víst aftur og þá tækju hans menn þetta ör- ugglega að sér. Leit svo virðulega í kringum sig, hvort nokkur væri til andmæla. í fjölskylduboðum tókum við venjulega smásyrpu í upphafi. Þá vorum við reknir útí horn eða í ann- að herbergi fyrir hávaða og minntir á loforð frá síðasta boði, um að ekki yrði minnst frekar á pólitík. Svo var annað loforð tekið af okkur um næsta boð og þá fengum við fyrst spilin. Spiluðum svo fram á rauða nótt rússa, marías, ólsen, manna eða vist, eftir því hvað okkur gekk að skrapa aðra með í spilamennsk- una. Skarphéðinn var einstaklega bamgóðm- maður og algjört tryggðatröll. Fjöldi manna varð sýólstæðingar hans, bæði á sjón- um, ekki síst, sem yfirmaður á stór- um fiskiskipum í áratugi, og einnig í félags- og stjórnmálum. Engum duldist að allt, sem hann sagði, var meint frá innstu hjartans rótum. Þess vegna gátu allir bókstaflega elskað hann, þótt þeir sumir væru gjörsamlega andstæðir honum í pólitík. Skarphéðinn missti konu sína fyrir nokkrum árum. Þá var honum mjög brugðið, en æskti þess að komast á Hrafnistu í Hafnarfirði. Þar naut hann jmdislegrar aðhlynn- ingar, en hluti af gamla heimilinu var í herberginu hans, myndir og munir, húsgögn og bækumar hans kæru. Við heimsókn tók hann oft upp mynd eða hlut og fór með kvæði eftfr skáldið sitt kæra Þor- stein Erlingsson eða vitnaði í Hall- dór Laxnes. Þá var þetta orðið, eins og fyrir nær hálfri öld, þegar ég kynntist honum fyrst og æ síðan. Kom jafnvel klökkvi í röddina, þeg- ai’ hann fór með eitthvað, sem höfð- aði sérstaklega til hans. Ég þakka mínum ástkæra fóstra og félaga, hjálparhellu og átrúnað- argoði samferðina. Systur minni og mági, systkinum Skarphéðins, börnum þeirra og barnabörnum, öllum vinunum, félögunum og vandamönnum votta ég mína dýpstu samúð. Alvaldur góður Guð gefur og tekur, því erum við hans, hvort sem við lifum eða deyjum. Sá styrki faðir leggi Skarphéðin minn nú sér að hjarta og gefi honum sinn frið. Guðlaugur Tryggvi Karlsson. Skila- frestur minning- argreina, EIGI minningargrein að birt- ast á útfarardegi (eða í sunnu- dagsblaði ef útfor er á mánu- degi), er skilafrestur sem hér segir: I sunnudags- og þriðju- dagsblað þarf grein að berast fyrir hádegi á fóstudag. í mið- vikudags-, fimmtudags-, föstu- dags- og laugardagsblað þarf greinin að berast fyrir hádegi tveimur virkum dögum fyrir birtingardag. Berist grein eftir að skilafrestur er útrunninn eða eftfr að útför hefur farið fram, er ekki unnt að lofa ákveðnum birtingardegi.
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.