Morgunblaðið - 01.03.1998, Blaðsíða 6

Morgunblaðið - 01.03.1998, Blaðsíða 6
6 SUNNUDAGUK 1, MARZ 1998 ERLENT MORGUNBLAÐIÐ Hussein ætlaði ekki fram af - bara á ystu nöf Aðdragandi Flóastríðs- ins 1991 minnir á at- burði síðustu daga, seg- ir Elín Pálmadóttir sem rifjar upp samræð- ur háttsettra manna sem hún varð vitni að í Damaskus um þau mál. SADDAM Hussein íraksfor- seti féllst á sáttatillögxi Kofis Annans fram- kvæmdastjóra Sameinuðu þjóðanna - á síðustu stundu. Fór fram á ystu nöf. Alveg eins og fi’amkvæmdastjórinn og þeir sem tækifæri hafa haft til að fylgjast með fyrri viðbrögðum hans máttu vita. Eða vonuðu a.m.k. í umræðu undanfarinna daga hefur hér borið svolítið á skorti á bakþönkum. M.a. var í síðdegisþætti útvarpsins kvartað undan því að upprifjun skorti, sem ýtti þessum skrifara til að rifja upp hvers vegna hann var alltaf sannfærður um að einmitt svona hlyti atburðarásin að verða. Hvað sem svo tekur við. Að baki liggur m.a. persónuleg upplifun, sem veitti nokkurn skiln- ing á Saddam Hussein og umhverfi því sem ríkir kringum einræðis- herrann í írak. Hún varð ekki löngu eftir Flóastríðið, sem hófst eftir að Irakar réðust inn í ná- grannaríldð Kúveit haustið 1990, Bandaríkjamenn réðust á þá í jan- úar 1991 og bardagar stóðu í tvo mánuði þar til Saddam féllst á og undirritaði friðarskilmála Samein- uðu þjóðanna. Ég varð fyrir tilvilj- un eða heppni áheyrandi að um- ræðum tveggja hátt settra starfs- manna Sameinuðu þjóðanna, sem voru báðir í Bagdad fram á síðasta dag áður en Flóastríðið skall á 1991. Annar að ganga frá og senda burt síðustu starfsmenn friðar- gæslusveitar SÞ er stóð á milli Iraka og írana eftir stríðið þeirra á milli. Hinn hafði verið í fór með með Perez de Cuellar, þáverandi framkvæmdastjóra Sameinuðu þjóðanna, er hann á síðustu stundu fór til Bagdad til að freista þess að ná samkomulagi við Hussein og af- stýra árásinni á land hans. En eins og menn muna fékk de Cuellar aldrei svo mikið sem fund með Saddam sjálfum og sneri heim án árangurs. Og 1-2 dögum síðar réð- ust Bandaríkjamenn gegn Irökum. Núna hefir meira að segja heyrst hér að framkvæmdastjóri SÞ hafi þá farið sneypuför. Kofi Annan hefur nú lagt áherslu á að sú staðreynd að hann fékk fund með Saddam sjálfum og náði samningum við hann hafi skipt sköpum. Hann sem og allir aðrir sem til þekkja þar á bæ vita að Saddam einn ákveður - annað er ómark. Raunar skrifaði Saddam ekki undir samninginn heldur ut>- anríkisráðherra hans, sem líka er titlaður aðstoðarforsætisráðherra, sem er sama embættið. En því gekk það ekki svona til þegar kom- ið var fram á ystu nöf fyrir Flóa- stríðið? Það var þetta sem þessir tveir fulltrúar Sameinuðu þjóðanna þá voru að ræða sín á milli þessa nótt sem undirrituð var viðstödd í húsi í Damaskus tæpu ári síðar. Piko, sá sem verið hafði með fram- kvæmdastjóranum, vissi raunar ekki að þessi kona af íslandi væri blaðamaður. Hann fór einmitt ekki heim á hótel sitt af því að hann var að forðast sjónvarpsmenn, sem hann hafði séð á flugvellinum, og þóttist vita að sætu um hann út af öðru stórmáli, frelsun gíslanna. Þeir töluðu því sín á milli frjálslega og þessi blaðamaður virti trúnað- inn, en hefur haft ómælt gagn af þeim fróðleik öllum í bakgrunns- þekkingu. Og af hverju fór þá sem fór, öllu sleppt í blóðugt stríð? Niðurstaða þeirra varð sú að Saddam og hans menn hafi verið búnir að sannfæra sig um að ekki yrði af neinni inn- rás. Þama, 1-2 dögum fyrir innrás- ina, sagði Tareq Aziz, utanríkisráð- herra Iraks, sem var í forsvari við- ræðna við framkvæmdastjóra Sa- meinuðu þjóðanna: „Iss, við þurf- um ekki að hafa áhyggjur. Það verður ekkert af innrás. Banda- ríkjaforseta, (sem þá var Bush), verður aldrei liðið að gera innrás í Irak. Almenningur mun ekki líða það.“ Og svo vísaði hann í alla mótr mælahópana víða um heim, sem þeir höfðu undanfarandi vikur ver- ið að sýna í sjónvarpinu hjá sér. Ekkert annað var sýnt frá útlönd- um fyrir þjóðina. Sjónvarpið þar og víðar á svæðinu er algerlega rekið af stjórnvöldum og Saddam Hussein stýrir hvað þar er sýnt. Nú virtust þeir vera búnir að sann- færa sjálfa sig líka um að ekki þyrfti að óttast innrás, það yrði ekki liðið í ríkjum þar sem almenn- ingur getur mótmælt. Sem sagt niðurstaðan varð sú að Saddam Hussein hafi ekki ætlað fram af ystu nöf, heldur misstigið sig. Haldið að öllu væri óhætt. Þess vegna bjóst þessi skrifari alltaf við því nú að hann hefði lært sína lexíu og mundi fara fram á ystu nöf, en ekki fram af ef fast væri haldið á málum eins og Kofi Annan gérði. Enda hafði hann í farteskinu, eins og hann sagði við komuna heim til New York, ógnunina af hinum mikla liðssafnaði Bandaríkjamanna og hótun um að ráðast inn ef Saddam færi ekki að samþykktum öryggisráðs Sameinuðu þjóðanna og uppfyllti samningana sem hann hafði gert í lok Flóastríðsins um að leifa óhefta leit að eiturefna- og sýklavopnum. Allir háðir einræðisherranum Grœnland í vetrarbúningi Þann 2. aprtl næstkomandi mun ferðaskrifstofan Landnáma bjóða upp á þriggja daga ferð til Grænlands í fylgd Ara Trausta Guðmundssonar jarðeðlisfræðings. Ferðinni er heitið til Ammassalik á austurströnd Grænlands þar sem fólki gefst kostur á að upplifa vetrardýrð Grænlands í ævintýralegri hundasleðaferð með heimamönnum. Möguleiki er á hundasleðaferð í hálfan dag, heilan dag eða í tvo daga með dvöl yfir nótt í fjallakofa. Einnig er hægt að fara á bæði svig- og gönguskíði. m- * ' / í Hundasleðaferð meðAra Trausta |Q^ Verð frá kr. 49.500 LANDNÁMA FLUGFÉLAG ÍSLANDS Vesturgötu 5, sími 511-3050 Air leeland Eftir friðarsamningana 1991 varð veruleg bið á að Hussein ætl- aði að uppfylla nokkuð af skilmál- unum. Umheimurinn hafði af því áhyggjur. Það var haustið 1991 að stjómmálamenn Evrópulanda ætl- uðu hver um annan að slá sér upp á því að sækja Saddam heim og fá hann til að sjá að sér. Þá í nóvem- ber mátti sjá á sjóvarpinu um og í nálægum Austurlöndum hvem þekkta stjómmálamanninn af öðr- um á flugvellinum í Bagdad að lofa Saddam hástöfum. Þetta vom ekki stjómmálamenn við völd í sínu landi, heldur fyrrverandi eða í stjómarandstöðu. Satt að segja var ömurlegt að horfa á þessa stólpa- menn með myndvélamar á andlit- inu að mæra Saddam. Willy Brandt fyrrv. kanslari Þýskalands, 6. nóv- ember, Anker Jörgensen fyrrv. for- sætisráðherra Danmerkur 7. nóv- ember, Edward Heath, fyrrv. for- sætisráðherra Bretlands, Josua Nhasane fyrrv. forsætisráðherra Japans. Sá eini sem ég sá sem ekki lét hafa sig í þetta hrós við einræð- isherrann áður enn hann yfirgaf land hans var Kurt Waldheim, fyirv. framkvæmdastjóri SÞ og forseti Austurríkis. En má segja að þetta sé skiljanlegt, að hluta a.m.k. Hvorki háir né lágir fá leyfi til að koma inn í landið nema vera háðir þessum stjómunai-stíl, gera það sem ætlast er tfi af þeim. Þetta þekkjum við, skilyrðin em meðvit- uð öllum sem reyna að fá leyfi. Leyfið er m.a. miðað við að hægt sé að nota þá. En ég efast ekki um að þeir telji sig geta og vera að gera eitthvað gott og eiga ekki annarra kosta völ. Með þetta í huga horfir maður á slíkt. Það er einn sem ræð- ur, líka í hvað féð í landinu fer, í her og hallir eða lyf og spítala. Annað kemur þama inn í. Að Saddam Hussein er líka við slíka samninga nokkuð heftur. Að baki stendur arabamenningin með heið- ursritúal sitt, sem við eigum oft erfitt með að átta okkur á, en mað- ur kemst í snertingu við á þessum slóðum. Öllu máli skiptir að missa ekki andlitið. Og það er eitt sem þjóðhöfðingi má ekki leyfa sér. Það gerði Saddam að hluta þegar hann tapaði Flóastríðinu. Og af yfirlýs- ingum Kofis Annans við komuna til New York og sem sést á undirrit- aða samkomulaginu má sjá að þessi reyndi maður á alþjóðavettvangi, jafnt í arabalöndum sem annars staðar, gerði sér grein fyrir að er lykfiatriði. Annan var áður en hann varð framkvæmdastjóri Sameinuðu þjóðanna yfirmaður allrar friðar- gæslunnar í löndum um allan heim og hafði komist í snertingu við mis- munandi menningu og viðhorf. Raunar ber allt sem hann sagði þá vott um þann skfining á því hvemig Saddam hugsar. Hann beinlínis óskaði eftir og lagði mikla áherslu á að framkvæmdastjórinn kæmi til íraks í þessum ákveðna tilgangi, lét hann ekld tala við sig sjálfan fyrr en í ýtrustu neyð og þegar ljóst var hvað hann kæmist ekki upp með. Eiturefni og sýklavopn Nú spyi'ja menn af hverju svona gífurleg áhersla sé lögð á að Saddam Hussein haldi samninga um að hindrunarlaust fái bestu sér- fræðingar sem völ er á að leita að eiturefnum og sýklavopnum, sem vitað er að hann hafði og hefúr ekki eytt nema litlum hluta af? Auðvitað af því að slík skelfileg vopn eiga sér ekki landamæri og eru auðveld meðferðar. Og að hann hikaði samt ekki við að beita þeim í stríðinu við íran þegar á hann hallaði og á Kúrdana í þorpum sínum í Norður- Irak. Þess vegna trúum við mörg því að fyrir nærliggjandi lönd, heiminn allan og líka títtnefnd böm í Irak sé afdrifaríkt að slíkt sé ekki tfi og háð ákvörðun þessa eina manns. I persónulegri afstöðu kemur alltaf upp í hugann reynsla. Þegar Israelsmenn vörpuðu á sínum tíma „að ástæðulausu" sprengjum á kjamorkuverksmiðju íraka, þegar þeir töldu að Saddam væri kominn hættulega næm því að geta fram- leitt kjamorkusprengjur, varð ég aldeilis hneyksluð á athæfinu og fylgdi mótmælunum sem urðu víða um heim. Þegar ég svo sá í ísrael verslunanniðstöðina (sem var mannlaus á laugardegi) í Tel Aviv og fleiri staði, sem Irakar höfðu skotið á Skud-eldflaugum í Flóa- stríðinu, hugsaði maður guði sé lof að kjarorkuverksmiðjan þeirra var eyðilögð í tíma og þeir áttu ekki kjamaodda í eldflaugamar. Fyrir- fram héldu menn ekld að þeir ættu eldflaugar sem þeir gætu skotið svona langt. Nú vitum við að þeir geta það ef að þeim þrengir og for- setinn þarf að halda andlitinu og fá uppreisn æra. Og einnig að ef sýklavopn og eiturefnavopn era til- tæk er hægt að setja þau í eld- flaugaoddana. Þessi reynsla af við- horfí til kjamorkuvopnanna og Scud-eldflauganna kemur alltaf upp í hugann þegar til umræðu verða meintu eiturefnavopnin og sýklavopnin. Hvað veit maður?
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.