Morgunblaðið - 01.03.1998, Blaðsíða 12

Morgunblaðið - 01.03.1998, Blaðsíða 12
12 SUNNUDAGUR 1. MARZ 1998 MORGUNBLAÐIÐ Reuters TUGÞÚSUNDIR manna tóku þátt mótmælagöngu um miðborg Sevilla, höfuðborgar Andalúsíu, þann 31. fyrra mánaðar til að fordæma ETA-hreyflnguna vegna morðsins á Alberto Jimenez, borgarfulltrúa Þjóðarflokksins og eiginkonu hans. Á borðanum seem fólkið ber á myndinni segir: „Andalúsía krefst friðar og lýðræðis." ETA gegn Þj óðarflokknum Basknesku hryðjuverkasamtökin ETA hafa breytt baráttuaðferð- um sínum og hafa á síðustu mánuðum einkum sigað flugumönn- um sínum á bæjarfulltrúa Þjóðarflokksins, sem er í stjórn á Spáni, Ásgeir Sverrisson segir frá þessari nýju herfræði morð- sveitanna og þeim deilum sem viðbrögð stjórnvalda hafa vakið. BREYTTAR baráttuaðferðir basknesku hryðjuverkasam- takanna ETA hafa komið Spánverjum í opna skjöldu og geta reynst ógnun við þá þjóðar- samstöðu sem myndast hefur gegn öfgamönnunum. A síðustu mánuðum hafa ETA-samtökin, sem barist hafa fyrir stofnun sjálfstæðs ríkis Baska á Norður-Spáni í 30 ár, einkum sigað morðsveitum sínum á bæjarfulltrúa Þjóðarflokksins (PP), sem heldur um stjórnartaumana á Spáni. Nú hafa blossað upp háværar deilur um hvernig staðið skuli að því að gæta öryggis þessa fólks og snerta þær helstu átakalínuna í spænskum stjómmálum; samband miðstjórnar- valdsins í Madrid og sjálfsstjómar- héraðanna. Fram til þessa hafa ETA-samtökin einkum sent flugumenn sína gegn dómumm, valdamiklum stjórnmála- mönnum, starfsmönnum fangelsa og félögum í öryggissveitum Spánverja. Markmiðið hefur verið það að knýja fram tilslakanir af hálfu yfirvalda með því að sá fræjum ógnar og hryll- ings á meðal þeirra sem tengjast beint þeim vömum sem ríkisvaldið heldur uppi í þessari baráttu. Kaup- sýslumönnum og iðnjöfrum hafa samtökin síðan rænt einkum til að kúga fjármuni út úr ættmennum þeirra í því skyni að geta fjármagnað starfsemina. Svo virðist sem ETA hafi afráðið síðasta sumar að hverfa frá þessari herfræði og frá þeim tíma hafa sam- tökin einkum beint kröftum sínum að neðri lögum stjómsýslunnar. Hug- myndin er greinilega sú að færa hryllinginn nær almenningi með því að myrða þá fulltrúa stjómkerfisins, sem em í einna nánustu sambandi við fólkið í landinu. Enginn getur talið sig óhultan, reynslan hefur sýnt að fulltrúar í litlum bæjarfélögum, sem aldrei hafa látið til sín taka í átakamálum á landsvísu eru í sömu hættu og aðrir. Þjóðarsamstaða I júlí í fyrra fylltist spænska þjóðin hryllingi er þær fréttir bárast að 24 ára gamall bæjarfulltrúi Þjóðar- flokksins í bænum Ermua í Baska- landi, Miguel Ángel Blanco að nafni, hefði verið tekinn af lífi eftir að hafa verið á valdi ETA-samtakanna í tvo sólarhringa. Basknesku hryðjuverka- mennimir höfðu boðað að ungi mað- urinn yrði myrtur yrðu félagar í hreyfingunni, sem dveljast í fangels- um víðs vegar um Spán, ekki fluttir til Baskalands til að afplána refsivist sína þar. Stuttu eftir að þessari kröfu hafði verið hafnað skutu ETA-liðarn- ir bæjarfulltrúann unga í hnakkann og skildu hann eftir í blóði sínu. Þessi aftaka kallaði fram gífurlega reiði á Spáni og fram fóra fjölmenn- ustu mótmælaaðgerðir í sögu lands- ins. I öllum stærstu borgum Spánar komu milljónir manna saman til að fordæma ETA-samtökin og hinn pólítíska arm þeirra, Herri Batasuna, sem hefur stöðu stjómmálaflokks í Baskalandi og fékk um 12% atkvæð- anna þar í síðustu kosningum. Sú ein- staka samstaða sem myndaðist varð til þess að vekja vonir um að leiðtog- ar ETA gerðu sér ljóst að öll þjóðin stæði gegn þeim og þeir væra öld- ungis einangraðir í baráttu sinni. Nokkrir spænskir ráðamenn kváðust telja að viðbrögðin við morðinu á Miguel Ángel Bianco mörkuðu þátta- skil í baráttunni gegn ETA Hryllingurinn færður nær þjóðinni Hinir sem vöraðu við óhóflegri bjartsýni reyndust hafa rétt fyrir sér. Morðið á bæjarfulltrúanum frá Ermua reyndist aðeins fela í sér þáttaskil að því leyti að það var til marks um að ETA höfðu afráðið að breyta um baráttuaðferðir. Samtökin höfðu ákveðið að færa hryllingsher- ferð sína nær þjóðinni. Á þeim sjö mánuðum sem liðnir eru frá því að Miguel Ángel Blanco var myrtur hafa fimm bæjarfulltrúar Þjóð- arfiokksins til viðbótar verið skotnir til bana á Spáni, oftast með byssukúlu í hnakk- ann. Bæjarfulltrúarnir, sem myrtir vora störfuðu allir í Baskalandi að einum frátöldum. I einum þremur til- fellum vora þeir myrtir þar sem þeir sátu á veitingastöðum, sem þykir til marks um að félagar í ETA hafi auð- veldlega getað fylgst með ferðum þeirra. í engu tilfellanna tókst að hafa hendur í hári morðingjans, við- komandi gat bragðið sér inn á veit- ingastað, dregið fram byssu sína og myrt fómarlambið án þess að nokkram viðstaddra tækist að bera kennsl á hann. Sýnir það glögglega þá ógn sem almenningi stafar af hryðjuverkamönnunum, enginn áræðir að veita upplýsingar og koma fram sem vitni. Hjón myrt í Sevilla En ETA höfðu greinilega afráðið að binda þessa herferð sína gegn bæjarfulltrúum Þjóðarflokksins ekki einvörðungu við Baska- land. Síðast létu samtökin til sín taka 29. janúar sl. en í þetta sinn var blóð- völlurinn í Seviila, höfuð- borg Andalúsíu á Suður- Spáni. Ungur bæjarfulltrúi, Alberto Jimenez-Becerril, var mytur ásamt eiginkonu sinni, Asunción, er þau vora á göngu heim til sín að kvöldi til í Santa Cruz-hverfinu fræga í mið- borginni. Þau vora bæði skotin í höf- uðið af stuttu færi. Þau skildu eftir sig þrjú ung böm. Aftakan á hjónunum ungu kallaði fram geysilega hörð viðbrögð um all- an Spán. En grimmdarverkið varð til þess að auka vanda stjórnvalda um allan helming. Nú var orðið ljóst að ekki nægðu þær aðgerðir sem gripið hafði verið til í því skyni að tryggja öryggi fulltrúa stjómarflokksins í Baskalandi. Morðin í Sevilla sýndu svo tæpast varð um villst að ETA- samtökin vora tilbúin til að fremja glæpi sína víðs fjarri heimahögunum. ETA-liðar höfðu að vísu áður látið til sín taka utan Baskalands, m.a. með tveimur sprengjutilræðum í Andalús- íu í fyrra þar sem hreyfingin hefur trúlega haldið úti hryðjuverkasveit um nokkurt skeið en eftir tilræðið í Sevilla virðist sem gefin hafi verið út fyrirskipun um að myrða skuli full- trúa Þjóðarflokksins hvar sem til þeirra næst. Stjórnin vænd um valdníðslu Við blasir að stjórnvöld geta ekki ábyrgst líf og limi allra bæjarfulltrúa Þjóðarflokksins um gjörvallan Spán. Ríkisstjómin brást við með því að fela öllum þremur löggæslusveitum Spánar, Þjóðarlögreglunni (Policía Nacional), Þjóðvarðliðinu (Guardia Civil) og staðbundnum lögreglusveit- um (Policía local) að halda uppi eftir- liti og gæta öryggis bæjarfulltrúa. Helstu stjómmálamönnum í Baska- landi hafa verið fengnir lííverðir. Þessi skipan mála hefur nú kallað fram háværar deilur. Löggæslusveit- imar þrjár lúta sjálfstæðri stjórn og metingur er mikil] á milli þeirra. Verra er þó að deilan hefur nú verið færð á það stig að snúast um forræði sjálfsstjómarhéraðanna í eigin mál- um. I Baskalandi þar sem þjóðemis- hyggja er bæði djúpstæð og almenn telja ráðamenn að stjórnvöld í Madr- id hafi hundsað með öllu forræði Baska í eigin löggæslumálum og væna þeir ríkisstjórnina um trúnaðarbrest. Deilan er viðkvæmari en ella þar sem minnihlutastjóm Þjóðarflokksins á Spáni reiðir sig á stuðning þing- manna frá Baskalandi. Lögreglan í Basklandi, Ertzaintza, lýtur stjórn sjálfsstjórnarinnar þar. Þjóðarlögreglan og Þjóðvarðliðið heyra hins vegar undir miðstjórnar- valdið í Madrid. Af þessum sökum telja margir í Baskalandi að sú ákvörðun ríkisstjórnarinnar að fela þessum tveimur sveitum að gæta einnig öryggis stjórnmálamanna jafngildi í raun aðför að þeirri sjálfs- stjórn sem Böskum hefur verið feng- in og kveðið er á um í stjórnarskrá landsins. Brothætt samstaða Ráðamenn í Baskalandi hafa látið þung orð falla sem og talsmenn mið- stjórnarvaldsins. Á Spáni óttast nú margir að sú samstaða sem náðst hefur á undanfómum áram í barátt- unni við ETA kunni að verða að engu. Þessi samstaða sem oftlega er kennd við Madrid-sáttmálann svo- nefnda var síðasý innsigluð eftir morðið á Miguel Ángel Blanco en hún kveður á um að fordæma beri með öllu starfsemi ETA og að hafna beri öllum viðræðum við samtökin á meðan þau neita að leggja niður vopn. Með sama hætti kveður sam- komulagið á um að hafna skuli öllu samstarfi og samneyti við Hemi Batasuna, hin pólitíska arm ETA, sem jafnan hefur neitað að fordæma grimmdarverk þau er hryðjuverka- samtökin hafa gerst sek um. Þessi samstaða hefur á hinn bóg- inn löngum verið brothætt. Flokkur þjóðernissinna í Baskalandi, PNV, sem er stærsti flokkur sjálfsstjórnar- svæðisins, hefur þannig leitað leiða til að greiða fyrir einhvers konar frið- arviðræðum. Á síðustu vikum hafa baskneskir ráðamenn lagt þunga áherslu á að núverandi stefnu verði breytt, sem kveður á um að halda beri ETA-liðum, sem handteknir hafa verið, í fangelsum fjaiTÍ heima- landinu. Hefur þetta kallað fram skeytasendingar á milli ríkisstjórnar- innar og yfirvalda í Baskalandi þar sem þung orð hafa verið látin falla. Loks er þess að geta að margir þeirra sem lengst ganga í þjóðernis- hyggjunni hafa sérlegan illan bifur á Þjóðarflokknum vegna sögulegra tengsla þessara samtaka við einræð- isstjórn Francisco Francos, sem beitti sér mjög gegn baskneskri þjóð- ernishyggju í valdatíð sinni. Rætur þessarar óánægju liggja því víða og sums staðar djúpt. Hyggjast knésetja PP Markmið ETA-hreyfingarinnar virðist liggja nokkuð ljóst fyrir. Sam- tökin hafa einsett sér að knésetja Þjóðarflokkinn í Baskalandi með því að hóta öllum þeim sem flokknum tengjast lífláti. Tilgangurinn er sá að hræða almenning frá þátttöku í sam- tökum þessum og hefta þannig starf- semi flokksins í Baskalandi. Lang- tímamarkmiðið virðist síðan það að veikja stöðu Þjóðarflokksins sem stjórnarflokks í Madrid í þeirri von að þannig geti samtökin þvingað fram viðræður í krafti sterkari samn- ingstöðu en oftast áður. Spænska ríkisstjórnin undir for- ustu José María Áznar forsætisráð- herra hefur ítrekað lýst yfir því að aldrei verði undan látið undan ill- virkjum og hótunum hryðjuverka- mannanna. Jaime Mayor Oreja, ihn- anríkisráðhen-a Spánar sem er frá Baskalandi, hefur ítrekað hvatt al- menning í landinu og stjómmála- menn til að tryggja að samstaðan gegn ETA-hreyfingunni bili hvergi. Lýðræðisöflunum beri að sýna hryðjuverkamönnunum fram á að samstaða þeirra muni aldrei riðlast frammi fyrir hótunum og kúgunum. Vafasamur einleikur Aimenn sátt ríkir á Spáni um þá stefnu sem mótuð hefur verið gagn- vart ETA. Þung áhersla er jafnan lögð á að fylgja beri reglum réttar- ríkisins út í ystu æsar í viðskiptum við basknesku hryðjuverkamennina. Hin pólitíska samstaða hefur skilað þeim árangri að ETA-hreyfingin er einangruð og fylgi við hinn pólitíska arm hennar, Herri Batasuna, fer dvínandi. Deilurnar um framkvæmd örygg- isgæslu og fangelsisvistar munu tæpast verða til þess að skaða var- anlega þessa samstöðu. Þær sýna hins vegar hversu nauðsynlegt er að tryggja sem víðtækast samráð og munu ef til vill verða Þjóðarflokknum þörf lexía. Flokkurinn hefur í stjórn- artíð sinni sýnt að hann er tilbúinn til að fara sínu fram algjörlega án tiilits til annarra sjónarmiða. Sá er trúlega réttur stjórnarflokksins á hverjum tíma en þegar um er að ræða baráttu heillar þjóðar við hóp morðingja og forhertra glæpamanna getur slíkur einleikur reynst stór- hættulegur. Samstaðan löngum verið brothætt Aðför að sjálfsstjórn Baska?
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.