Morgunblaðið - 01.03.1998, Blaðsíða 4

Morgunblaðið - 01.03.1998, Blaðsíða 4
4 SUNNUDAGUR 1. MARZ 1998 FRETTIR MORGUNBLAÐIÐ jwprjpmpjiiiptip VIKAN 22/2 - 28/2 ► NÝSKÖPUNARSJÓÐUR atvinnulífsins hefur tekið til- boði sjö lífeyrissjóða í 7,1% hlut sjóðsins í Islandsbanka. Tilboðið hljóðaði upp á 941 milljón króna, en Kaupþing hf. sem einnig bauð í hlutinn var reiðubúið til að greiða 828 milijónir. ► HITASÓTT hefur stungið sér niður í fjölda hrossa á höfuðborgarsvæðinu og víð- ar og er talið að um veiru- sýkingu sé að ræða. Yfír- dýralæknir hefur mælst til þess að allir flutningar hesta milli hesthúsa, hesthúsa- hverfa og landshluta verði stöðvaðir af þessum sökum, og einnig hefur útflutningur hrossa verið stöðvaður. ► TVEIR nýliðar á sviði kvikmyndagerðar, þeir Baltasar Kormákur og Ragnar Bragason, hafa fengið vilyrði fyrir 20 millj- óna kr. styrk hvor úr Kvik- myndasjóði. Hæsta styrkinn fékk kvikmyndagerðin Umbi sem hyggst gera mynd sem byggist á smásögu eftir Hall- dór Kiljan Laxness. ► HASTARLEG flensa hef- ur stungið sér niður á sunn- anverðum Vestfjörðum upp á síðkastið og í apótekinu á Patreksfirði seldust upp all- ar gerðir af hósta- og kvef- mixtúrum. Um helmingur íbúa á Bildudal hefur legið í flensu í vikunni. ► SAUTJÁN ára stúlka lést í bilslysi á Grindavíkurvegi þegar fólksbill og jeppi lentu í árekstri. Stúlkan var cin í fólksbilnum og slasaðist öku- maður jeppans talsvert. ►VONSKUVEÐUR og mikið frost hefur verið viða um norðanvert Iandið síðustu daga. Fjallvegir hafa á nokkrum stöðum orðið ófær- ir og snjóflóð féll á Súðavík- urveg á fimmtudagskvöldið. Spáð er 10-18 stiga frosti á landinu fram yfír helgi og norðanlands verður hvass- viðri með éljagangi og skafrenningi. Vala í úrslit á EM VALA Flosadóttir tryggði sér á föstu- dag sæti í úrslitakeppni í stangarstökki kvenna á Evrópumeistaramóti innan- húss í Valencia á Spáni. Hún stökk tví- vegis í undankeppninni á föstudag, fyrst 4 metra í fyrstu tilraun og síðan 4,10 metra, einnig í fyrstu tilraun, og nægði það til að tryggja henni sæti í úr- slitakeppninni, sem fer fram í dag, sunnudag. Samkeppnisráð ógildir yfírtöku SAMKEPPNISRÁÐ hefur ógilt yfir- töku Myllunnar-Brauðs hf. á Samsölu- bakaríi hf., en Myllan keypti bakaríið í desember síðastliðnum. Telur sam- keppnisráð að yfirtakan leiði til mark- aðsyfirráða Myllunnar og dragi veru- lega úr samkeppni. Forsvarsmenn Myllunnar ætla að vísa úrskurði sam- keppnisráðs til áfrýjunamefndar sam- keppnismála, en þeir telja að með úr- skurðinum sé samkeppnisráð að draga taum stórmarkaða og að horft sé fram- hjá hagsmunum neytenda. Félagslega kerfínu gerbreytt í NÝJU frumvarpi félagsmálaráðherra er gert ráð fyrir því að Húsnæðisstofn- un verði lögð niður um næstu áramót og stofnaður verði íbúðalánasjóður. Þá verði félagslega húsnæðiskerfinu ger- breytt þannig að þeir sem ekki komist inn í almenna kerfið fái 25% viðbótarlán og niðurgreiðslur ríkisins verði í gegn- um vaxtabótakerfið. í þriðja sæti í TIMSS-könnun ÍSLENSKIR framhaldsskólanemar voru í þriðja sæti í alþjóðlegri rann- sókn í náttúrufræði og stærðfræði, svo- kallaðri TIMSS-könnun, en könnunin er hliðstæð alþjóðlegri könnun sem áð- ur hefur verið kynnt og gerð var á ár- angri nemenda í 7. og 8. bekk grunn- skóla. Bent hefur verið á að brottfall nemenda úr framhaldsskóla sé hvað hæst hér á landi, en mikið brottfall bæti heildarframmistöðu þjóða í könn- uninni. Annan semur við Iraka um vopnaeftirlit KOFI Annan, framkvæmdastjóri Sam- einuðu þjóðanna (SÞ), gerði á mánudag skriflegt samkomulag við stjómvöld í írak sem felur í sér að þau fallast á óheft vopnaeftirlit í landinu. Annan kvaðst vonast til þess að öryggisráð SÞ legði blessun sína yfir samkomulagið, en búist er við atkvæðagreiðslu um það í næstu viku. Bill Clinton Bandaríkja- forseti sagðist reiðubúinn að láta á sam- komulagið reyna en varaði íraksstjóm við að reyna að brjóta það. Tony Blair, forsætisráðherra Bretlands, sagðist myndu beita sér fyrir nýrri ályktun í öryggisráðinu til að tryggja, að Saddam Hussein, forseti íraks, léki ekki sama leikinn aftur að litlum tíma liðnum og torveldaði vopnaeftirlit. Samkomulaginu, sem Annan náði á fundi með Saddam, hefur verið fagnað í arabaríkjunum og víðar. Bretar og Bandaríkjamenn hafa ákveðið að slaka ekki á hemaðaruppbyggingunni í og við Persaflóa fyrr en ljóst væri, að sam- komulagið héldi. Annan sagði að með því hefði verið rutt úr vegi öllum helstu hindrunum fyrir vopnaeftirliti í sam- ræmi við ályktanir öryggisráðsins og þá friðarskilmála, sem írakar hefðu undir- ritað eftir Persaflóastríðið. Manntjón í óveðri FJÖRUTÍU manns a.m.k. fórust og um hundrað manns slösuðust er ský- strokkar ollu mikilli eyðileggingu á Flórída aðfaranótt mánudagsins. Rásuðu allt að 10 strokkar um miðbik ríkisins. Rúmlega fjögur hundruð heimili voru skráð ónýt. Veðrið, sem á sér engin fordæmi í Flórída, var rakið til E1 Nino-hafstraumsins í Kyrrahafi. ►ISRAELSKA leyniþjónust- an, Mossad, varð ber að því á miðvikudag, að hafa stundað njósnir í Sviss og hefur það valdið erfiðleikum í sam- skiptum ríkjanna. Málið þyk- ir hið mesta klúður fyrir ísraelsku stjórnina. ►BORÍS Jeltsín Rússlands- forseti boðaði óvænt á fimmtudag uppstokkun í rík- isstjórninni en hefur tekið sér ótímabundinn frest til að komast að niðurstöðu hvort af því verður. ►DANSKIR miðdemókratar lýstu sig á þriðjudag hlynnta stjómarskiptum í Danmörku eftir kosningamar 11. mars en setja þó ýmis skilyrði fyr- ir stuðningi við slíka stjórn sem talin em geta staðið í Venstre, flokki Uffe Ellem- ann-Jensens, og íhalds- flokknum. ►NORSKIR hvalveiðimenn fá að skjóta 671 hrefnu á vertíðinni í ár, eða 91 dýri fleira en í fyrra. ►IIOLLENSKA stjórnin hyggst banna krám að veita áfengi á hálfvirði snemma kvölds, á svonefndum „gleði- stundum“, í þeim tilgangi að reyna að uppræta ofbeldi á götum úti. ►SKÝRT var frá því í gær, að allt stefndi f að 11 ríki myndu eiga aðild að Efna- hags- og myntkerfi Evrópu (EMU), sem kemur til fram- kvæmda í janúar 1999. Vont veður tefur brottför frá Suðurskautslandinu Morgunblaðið/Arctic Trucks PUMA-þyrlurnar fóru meira en 100 ferðir á milli lands og ísbijótsins með farangur. Hér er jeppakerra þeirra Freys og Jóns feijuð yfir í Outeniqua. JEPPAMENNIRNIR Freyr Jóns- son og Jón Svanþórsson eru nú á leið til Höfðaborgar með suður- afríska ísbrjótnum Outeniqua. Jepparnir eru um borð í minni ís- bijóti, Agulhas. Ekki tókst að koma þeim um borð f Outeniqua, sem er mun stærra skip, vegna óveðurs. Slæmar aðstæður og vont veður töfðu mjög brottför leiðangurs- manna í SWEDARP-leiðangrinum frá Suðurskautslandinu. Óveðrið gerði erfitt fyrir með að ganga frá sænsku Wasa-bækistöðinni, en þar þurfti að loka öllu kyrfilega áður en stöðin var yfirgefin 14. febrúar sl. Þá var haldið að „Rampinum", ísbrúninni þar sem lesta átti ís- brjótana. Ferðin gekk brösulega vegna veðurs og bilunar í snjóbíl. Veðrið lægði og tvær Puma- þyrlur komust frá suður-afrísku bækistöðinni Sanae 16. febrúar sl. og fluttu þijú tonn af ískjörnum og 22 leiðangursmenn um borð í ís- bijótinn. Var það ekki seinna vænna því frystigámur sem geymdi kjarnana bilaði og hætta á að tveggja mánaða rannsóknabor- anir væru fýrir gýg. Næstu tvo daga var unnið að lestun Outen- iqua með aðstoð þyrlanna. Isbijót- urinn hélt síðan til Sanae þar sem lestun var haldið áfram og flugu þyrlurnar yfir 100 ferðir með bún- að milli lands og skips. Erfitt að ná jeppunum Hinn 23. febrúar var aftur kom- ið að „Rampen“ og nú f fylgd ís- bijótsins Agulhas. Það skip er minna en hefur öfluga krana. Agulhas gat Iagst að ísrönd sem eftir var en ekki var hægt að fara með nema einn gám eða bil út á ís- inn f einu vegna þess hvað hann var veikur. Veður var slæmt, rok, skafrenningur og lítið skyggni. Það tókst að hi'fa bfla og gáma um borð í Agulhas og var lagt frá „Rampen" að morgni 24. febrúar sl. Reynt var að umskipa bílunum yfir í Outeniqua en það tókst ekki. Þegar farið var að hífa annan Toyota-jeppann bilaði kraninn og rakst bfllinn utan í hinn jeppann og skemmdust báðir lftillega. Var hætt við að flytja bflana á milli skipa vegna veltings. Þeir Jón og Freyr voru hífðir ásamt félaga sín- um á vörubretti á milli skipanna. Það ferðalag var ævintýralegt og jafnaðist á við besta tívolí, að sögn þeirra félaga. Reiknað er með að Jón Svan- þórsson komi heim 6. mars næst- komandi. Freyr Jónsson mun bíða í Höfðaborg eftir að Agulhas komi með jeppana. Hann mun sfðan ganga frá bflunum og því sem þeim tilheyrir í gáma frá Eimskipi til flutnings til Islands. Nánari fréttir af ferðalagi þeirra jeppamanna er að finna á heimasíðu Morgunblaðsins, http://www.mbl.is/sudurskaut/ Frumvarpsdrög um Þingvelli kynnt sveitarstjórnum Friðhelgt land og vernd- arsvæði um 1.400 km2 ÞINGVALLANEFND kynnti í fyrradag sveitarstjómum Þingvalla-, Grímsness-, Laugardals-, Biskups- tungna- og Grafningshrepps tillögur að frumvarpi um breytingar á lögum frá 1928 um friðun Þingvalla. Björn Bjarnason menntamálaráð- herra og formaður Þingvallanefndar segir að löngu hafi verið tímabært að endurskoða lögin um friðun Þing- valla, en þau voru sett fyrir sjötíu árum. Hann segir að í frumvarpinu felist m.a. að þjóðgarðurinn skiptist í tvennt, annars vegar hið svo kall- aða friðhelga land og hins vegar verndarsvæði. Markmiðið er að tryggja vernd vatnasviðs Þingvalla- vatns. Valdsvið eykst ekki „í tillögunum felst að þjóðgarður- inn stækkar og verði hið friðhelga land 237 ferkílómetrar í stað 40 fer- kílómetra eins og nú er. Þá verður verndarsvæðið um 1.193 ferkíló- metrar,“ segir Björn. Ráðherra segir ekki fullljóst hvenær frumvarpið verði lagt fyrir Alþingi en hann eigi þó von á að það verði innan skamms. Forsætisráð- herra sé sammála því að Þingvalla- nefnd vinni áfram í anda þeirra hug- mynda sem liggi fyrir og muni for- sætisráðherra flytja frumvarpið á þingi þegar þar að kemur. Aðspurður um valdsvið Þingvalla- nefndar, sem heimamenn hafa lýst áhyggjum yfir að aukist með tilkomu nýrra laga, segir Björn þær áhyggj- ur óþarfar. „Valdsviðið eykst ekki enda hefur Þingvallanefnd óskorað vald í þjóðgarðinum og hann heyrir áfram undir nefndina þótt friðaða svæðið stækki. Valdsviðið breytist því i sjálfu sér ekki.“ Hann bendir á að um verndunar- verkefni er að ræða sem ekki er mælt fyrir um í sveitarstjómarlögum. „Við höfum rætt þau mál ítarlega við odd- vita og hreppsnefndarmenn fyrir austan fjall og teljum að með eðlilegu samráði sem verði ákveðið sameigin- lega með reglum, verði hægt að hafa gott samstarf við heimamenn. Við teljum þessar aðgerðir nauðsynlegar til að vernda vatnið og náttúruna og ég held að allir taki undir þau sjónar- mið,“ segir hann. Ekki hróflað við bújörðum Ekki verður hróflað við bújörðum á Þingvallasvæðinu að sögn Björns og fara sveitarstjómir áfram með bygg- ingamálefni, en nefndin fari með leyf- isveitingai’ innan þjóðgarðs og vernd- arsvæðis í samræmi við samþykktar skipulagstillögur. Einnig verði haft samráð við sveitarfélög og náttúru- vemdarstofnanir varðandi verndar- svæðið. Enginn ósættanlegur skoð- anaágreiningur sé á milli nefndai’inn- ar og heimamanna vegna málsins, eins og skýrt hafi komið fram á ágæt- um fundi málsaðila á fimmtudag. Frumvarpið gerir ráð fyrh- að vatnasvið Þingvallavatns verði teygt norður á bóginn, allt til Langjökuls. „Þingvellir eru náttúruperla fyrir þjóðina alla en hún er í nágrenni við þéttbýlasta stað landsins og það er ekki ætlunin að hindra aðgang fólks, heldur þvert á móti að gera staðinn aðgengilegri eins og nefndin hefur raunar markvisst gert á undanförn- um misserum," segir ráðherra. ItfÚ KOSTAR AÐEINS 40.50ÁMÍN. AÐ HRINGIA TIL BANDARÍKIANNA EFTIH KL.23 A Á KVÖIDIN v ^ # lANPSSlMINN _£ 2
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.