Morgunblaðið - 01.03.1998, Blaðsíða 56

Morgunblaðið - 01.03.1998, Blaðsíða 56
MORGUNBLAÐIÐ, KRINGLAN 1,103 REYKJAVIK, SÍMI5691100, SÍMBRÉF 5691181 PÓSTHÓLF3040, NETFANG: RITSTJ@MBL.IS, AKUREYRl: KAUPVANGSSTRÆTI1 SUNNUDAGUR 1. MARZ 1998 VERÐ í LAUSASÖLU 125 KR. MEÐ VSK Byr VE breytt í túnfískveiðiskip ^estmannaeyjum, Morgunblaðið. IJTGERÐ línubátsins Byrs VE hef- ur ákveðið að láta breyta skipinu þannig að það verði sérstaklega út- búið til túnfiskveiða. Byr verður þar með íyrsta íslenska skipið sem sér- hæft verður til þessara veiða. Sveinn Rúnar Valgeirsson, skip- stjóri og útgerðarmaður, staðfesti í samtali við Morgunblaðið að búið væri að ganga frá samningum um breytingar á Byr og fjármögnun verksins. Hann sagði að breytingar færu fram í Póllandi og ætti Byr að vera kominn til Póllands í lok mars- mánaðar. Helstu breytingar sem gerðar verða eru lenging um 4 metra og breikkun um 2,3 metra og mun rúmlestatala aukast úr 711 rúmmetrum í 1.300 rúmmetra. Sett- ir verða frystiklefar og frystilestar í skipið, japanskt lagna- og dráttar- kerfí fyrir línuna, sem er sérhæft fyrir túnfiskveiðar, verður sett í skipið og verður hægt að hafa 100 sjómílna langa línu á þremur troml- um. Nýtt hlutafé og lánsfé Sveinn sagði að undirbúningur að þessu hefði staðið lengi og hann og Sævar Brynjólfsson, meðeigandi hans, hefðu ákveðið að fá nýtt hluta- w inn í fyrirtækið til að gera þessar framkvæmdir mögulegar. Um 30 milijóna króna hlutafé hefði safnast, en þar sem kostnaður við breyting- arnar væri áætlaður um 110 millj- ónir hefði það sem á vantaði verið fjármagnað með lánsfé frá nokkrum aðilum. Sveinn sagði að ráðgert væri að -gera Byr út til túnfiskveiða í 6 mán- uði á ári en hinn hluta ársins yrðu Kostnaður við breytingarnar áætlaður 110 milljónir króna stundaðar hefðbundnar línuveiðar. Stefnt er að því að fá tæknilega ráðgjöf frá Japan við veiðamar og líklega verða fengnir tveir Japanir til að vinna fiskinn á dekkinu með áhöfninni og skipstjóri frá Japan verður trúlega með þeim í fyrstu túrunum. 2.000 krónur fyrir kílóið í fyrra voru japönsku skipin, sem hér voru að veiðum, að fá um 900 kíló á dag. Hann sagði að áætlanir þeirra gerðu ráð fyrir að 2.000 krónur fengjust fyrir kílóið. I fyrra hófust túnfiskveiðar 20. ágúst og stóðu fram í nóvember en stefnt er að því að hefja veiðamar mánuði fyrr í ár. Hann sagði að fiskurinn yrði verðmætari eftir því sem lengra liði fram á haustið því þá yrði hann feitari og það gæti nægt að fá tvo til þrjá fiska á dag til að veiðamar borguðu sig. Hann sagði að sá túnfiskur sem veiddist hér við land væri sá verðmætasti sem veiddur væri. Sveinn sagði að auðvitað væm þeir að taka tals- verða áhættu með því að ráðast í þetta. Amór Halldórsson, deildarstjóri í sjávarútvegsráðuneytinu, sagði að ekkert væri því til fyrirstöðu að Byr hæfi veiðar á túnfiski í ís- lenskri lögsögu eða utan hennar. Túnfiskur væri utankvótategund og öll íslensk fiskiskip, sem hefðu veiðileyfi, mættu reyna fyrir sér með veiðar á slíkum fisktegundum. Hann sagði að ísland hefði ekki gerst aðili að alþjóðlegum samningi um túnfiskveiðar í Atlantshafi og væri því ekki skuldbundið til að fara eftir honum. fslensk stjórnvöld fylgdust hins vegar með því sem væri að gerast í Atlantshafstúnfisk- ráðinu og ekki væri útilokað að ís- lendingar gerðust einhvern tíma aðilar að því. Með Grind- víkingi á loðnuveiðum LOÐNUFLOTINN var að veið- um í Lónsbugtinni undir Stokksnesi fyrir helgina þegar Morgunblaðsmenn skelltu sér í einn túr með Grindvfldngi. Loðnuskipin halda sig á Iitlu svæði, stutt er á milli skipa og þar sem Grindvíkingur var að veiðum undan Stokksnesinu var dýpið ekki nema 15-20 faðmar. Grindvfldngur kom drekkhlaðinn loðnu til Seyðis- íjarðar eftir velheppnaðan túr og landaði þar 1.150 tonnum. Willard Ólason, skipstjóri Grindvfldngs, spáði því að í næsta túr yrði loðnuna að finna sunnar og vestar. ■ Má bjóða þér/18 Morgunblaðið/Ásdís Bflasala aukist um 44 prósent SALA á nýjum fólksbílum jókst um 16,2% í febrúar miðað við sama tíma í fyrra, sam- kvæmt bráðabirgðatölum um bílasölu frá Skráningarstofunni hf. Það sem af er árinu hefur bílasalan aukist um 44,1%. Markaðshlutdeild Toyota 16,6% í febrúar seldust 822 fólksbílar en 707 bílar í sama mánuði í fyrra. Fyrstu tvo mánuði þessa árs hafa selst 1.675 bílar en 1.162 bílar á sama tíma í fyrra. Mesta markaðshlutdeild það sem af er árs hafa Toyota bílar, 16,6%, Subaru 12,3% og Mitsu- bishi 9,1%. Tæki Flugturnsins í Reykjavík endurnýjuð Nýr tækjabúnaður og bætt við þriðju stjórnstöðinni STJÓRNBORÐ flugturnsins í Reykjavík verður endurnýjað á næstu vikum en þaðan er allri flug- umferð um Reykjavíkurflugvöll stjórnað. Jafnframt verður hægt að fjölga stjórnstöðum í flugtuminum úr tveimur í þrjár, sem Haukur Hauksson varaflugmálastjóri segir að sé orðið löngu tímabært. Endurnýja þarf fjarskiptastjórn- búnað flugtumsins og verður hann tengdur flugstjómarmiðstöðinni nýju sem er í næsta húsi. A efstu hæð turnsins, þar sem flugumferð- inni er stjómað, verður fjarskipta- og símabúnaður endumýjaður og á næstu hæð fyrir neðan verður kom- ið fyrir margs konar tækjum, svo sem VHP-fjarskiptabúnaði, fjar- lægðarmælivita, örbylgjubúnaði, búnaði fyrir veðurathuganir og leið- sögukerfi. Þar hefur verið setustofa og verður hún minnkuð nokkuð. Jafnframt endurnýjun tækjanna verður skipt um gólfefni og innrétt- ingar. Haukur segir að tækjabúnað- ur flugturnsins sé kominn nokkuð til ára sinna og segir endurnýjunina því tímabæra, meðal annars til að geta tengst nýju fjarskiptastjórn- kerfi í nýju flugstjórnarmiðstöðinni. Þá segir hann ekld síður hafa verið nauðsynlegt að bæta við þriðju stjómstöðinni í flugtuminum til að hægt verði að anna betur ört vax- andi umferð um völlinn síðustu árin. Haukur Hauksson segir hér vera um að ræða framkvæmd upp á um 14 milljónir króna. Hann segir ljóst að meðan á breytingunum stendur verði um tíma að stjóma flugum- ferðinni frá öðra húsnæði. Segir hann einnig hafa verið ræddan þann möguleika að grípa til stjómstöðv- arbíls Flugbjörgunarsveitarinnar og hafa eins konar færanlega flug- umferðarstjórn um völlinn. Gert er ráð fyrir að verkinu ljúki í maí.
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.