Morgunblaðið - 01.03.1998, Blaðsíða 29

Morgunblaðið - 01.03.1998, Blaðsíða 29
28 SUNNUDAGUR 1. MARZ 1998 MORGUNBLAÐIÐ MORGUNBLAÐIÐ SUNNUDAGUR 1. MARZ 1998 29 JMtogtmltfafrií STOFNAÐ 1913 ÚTGEFANDI FRAMKVÆMDASTJÓRI RITSTJÓRAR MIKIL umræða hefur farið fram um menntamál í þjóðfélaginu í kjölfar niðurstöðu hinnar alþjóðlegu TIMSS-könn- unar á stærðfræði- og raun- greinaþekkingu framhaldsskóla- nema í 21 landi. íslenskir nem- endur urðu í þriðja sæti í könnun- inni og hafa menn ýmist lýst ánægju sinni með þá frammi- stöðu eða bent á fyrirvara sem verði að hafa á könnuninni. Þór- ólfur Þórlindsson, prófessor við Háskóla íslands, benti á í viðtali við Morgunblaðið í gær að erfitt sé að bera saman námsárangur milli landa í framhaldsskólum vegna þess hvað skólakerfin eru ólík. Gögn könnunarinnar leyfi því ekki að draga skýrar ályktan- ir um það hvort íslensku nemend- urnir eru í þriðja, fjórða eða fimmta sæti. Þórólfur segir að TIMSS-könnunin sem gerð var í grunnskólum fyrir nokkru sé mun traustari og því sé heldur ekki hægt að bera nákvæmlega saman stöðu íslenskra fram- haldsskóla- og grunnskólanema. Ennfremur bendir Þórólfur á það mikilvæga atriði að framhalds- skólakönnunin taki ekki tillit til þess að ungmennin séu ekki í öllum tilvikum á sama aldri; ís- lensku ungmennin séu eldri en gengur og gerist annarsstaðar Árvakur hf., Reykjavík. Hallgrímur B. Geirsson. Matthías Johannessen, Styrmir Gunnarsson. og því sé samanburðurinn óraunhæfur. Auk þessa hefur verið bent á að niðurstaðan kynni að vera skökk vegna þess að margar af þeim þjóðum sem urðu efstar í sambærilegri könnun sem gerð var á grunnskólastiginu tóku ekki þátt nú. Einnig hefur verið bent á hið mikla brottfall úr ís- lenskum framhaldsskólum sem hafi áhrif til bætingar á heildar- frammistöðu hérlendra nem- enda og sömuleiðis hefur það þótt rýra gildi könnunarinnar að þátttaka í henni var nemend- um fijáls. Þegar þessir fyrirvarar eru skoðaðir virðist könnunin að mörgu leyti hafa verið íslensku nemendunum hagstæð, einkum þó það að sterkar þjóðir taka ekki þátt nú, brottfall nemenda hér er meira en annarsstaðar og að íslenskir framhaldsskóla- nemendur eru eldri en gerist í öðrum þátttökulöndum. Réttast væri því að við héldum aftur af okkur í fagnaðarlátunum og hygðum frekar að úrbótum á skólakerfinu. Niðurstaða könn- unarinnar lýsir enda fyrst og fremst „veikum skilyrðum í skólastarfi hér á landi,“ eins og dr. Einar Guðmundsson, for- stöðumaður Rannsóknarstofn- unar uppeldis- og menntamála, bendir á í viðtali við Morgunblað- ið í dag. Einar segir að grunnskólinn virðist sérstaklega illa staddur samkvæmt könnununum tveim- ur og vandinn tengist meðal ann- ars aðalnámsskrá, námsefni og þátttöku foreldra. Hann segist binda miklar vonir við endur- skoðun á aðalnámsskrá sem nú fer fram en í meginatriðum þurfi að gera meiri kröfur til nemenda í yngstu bekkjum grunnskólans. Einar gagnrýnir og miðstýringu í námsgagnaútgáfu. Eðlilegt sé að dreifa útgáfunni á fleiri hend- ur, bæði af faglegum og fjár- hagslegum ástæðum. Einnig bendir hann á að virkja þurfi foreldra betur í skólakerfinu og á augljósa galla eins og að kennsludagar séu mun færri hér á landi en hjá flestum þjóðum. Einar víkur svo að athyglis- verðu og mikilvægu máli sem er menntun kennara. Segir hann að þar þurfi að „huga að áhersl- um og forgangsröð, sérhæfingu í námsgreinum, ekki síst með raungreinar í huga.“ Benda má á að kennaranemar við Kennara- háskóla íslands sem hafa stærð- fræði, náttúrufræði eða aðrar bóknámsgreinar að aðalfagi taka aðeins 12 V2 einingu í faginu en kennaranámið er í heild 90 ein- ingar. Allir sjá að I2V2 einingar nám getur ekki verið nægilega mikill undirbúningur fyrir kennslustarf í nokkurri grein. Hér hlýtur því einnig að vera úrbóta þörf. Mætti til dæmis ekki lengja námið við KHÍ í fjög- ur ár, eins og rætt hefur verið um? Eða breyta áherslum í skólanum þannig að meiri þungi yrði lagður á sérgreinarnar en hið almenna kennaranám sem felst einkum í uppeldis- og kennslufræði. Er ekki mikilvæg- ara að kennarar kunni almenni- leg skil á sérgrein sinni, á þeim hlut sem þeir eiga að kenna en þeim vafasömu vísindum sem uppeldis- og kennslufræðin eru? ÚRBÓTA ÞÖRF í SKÓLAKERFINU Karlamagn- • ús, eða Karl keisari Pippinsson, hafði þegar hann dó stofnað ríki, sem náði að mestu leyti yfir Vestur- og Mið- Evr- ópu, Das Abendland, einsog það er nefnt í þýzkum sögubókum. Þar segir ennfremur að hann hafi grundvallað ríki sitt á kaþólskri menningu og kristinni sannfæringu. { erindi, sem til er frá hendi • keisarans, segir m.a.: „Það á að byggja skóla í hveiju klaustri og byskupssetri, þar eiga ungir menn að lesa sálma, annála, kvæði, rímfræði, læra tungumál og fagrar kristilegar bókmenntir." Höfuðborg Karls mikla var •Aachen. Þar er gömul kirkja og merkileg. Miðhluti henn- ar, sem er elztur, er byggður fyrir gotneskan tíma, og því er kirkju- skipið ekki í kross. Gotneski stíllinn tekur við, þar sem er háaltari og skrínið með beinum Karlamagnús- ar. Hann var grafinn í kirkjunni og hvíldi þar fram til 1215, en þá voru beinin sett í skrínið og hafa verið þar síðan. Keisarastóllinn er úr marmara, gamall að sjá. En þannig skipti Karl mikli um legustað, um það leyti sem Guðmundur byskup góði er að flækjast um Island og Snorri leggur hornstein að heims- frægð sinni. Karlamagnús mun hafa •verið stór maður vexti, hærðist með aldrinum, andlitið hlý- legt og glaðlegt, og allur var hann hinn virðulegasti. það var því ekki í kot vísað að skíra konungsson Noregs eftir honum. Karlamagnús stöðvaði • Serki í sunnanverðri Evr- ópu og var það m.a. hans verk að bænahús múslíma komu ekki í stað kristinna kirkna í Mið- 0g Vestur-Evr- ópu. í austri ógnuðu Húnar og var Bæ- heimur jafnvel í hættu af þeirra völdum, en Karlamagnús stöðv- aði þá 0g jók mjög yfirráðasvæði sitt í austri, svo að það náði allt til Ungveijalands. Karlamagnús safnaði léns- • herrum sínum, byskupum og greifum, tvisvar á ári til höfuð- borgarinnar, Aachen, og sögðu þeir fréttir úr sýslum sínum. Hann vildi að öll hin fjölmörgu þjóðabrot ríkis- ins yrðu að einni heild með góðum lögum og strangri stjórn. Hann vildi sameina þau í eitt ríki. Keisarinn hafði gætur á ríki sínu öllu, lét leggja vegi, byggja brýr og bæta húsakost bænda. Þannig voru þeir hvattir til að reisa bæi sína með gluggum og mörgum herbergjum. Þjóðlíf allt gerbreytttist til hins betra á valdadögu hans. Hann lærði sjálfur að lesa og skrifa á efri árum og Iagði stund á erlendar tungur. Hann kallaði til sín lærða menn sem kunnu skil á grískri og latneskri menningu, svo og mesta fræðimann engilsaxa, Alcuin, sem kom frá Lin- kolni; því menntasetri, er síðar fóstraði einn mesta og helgasta lærdómsmann íslenzkrar forn- menningar, Þorlák helga. Á tímum Karlamagnúsar var latnesk menn- ing alls ráðandi um allan hinn sið- menntaða heim, sem var að vísu ekki yfirtaksstór frekar en nú, þeg- ar á allt var litið. En Kariamagnús lagði áherzlu á, að tunga Franka skipaði einnig veglegan sess í ríki hans og breytti til að mynda nöfnum vikudaganna og nefndi nóvember nebelungen. Þannig vildi hann efla þjóðlega menningu í ríki sínu, metn- að þegna sinna og virðingu fyrir arfi sínum á sama hátt og íslending- ar til forna. Þeir hafa án efa lært sitthvað af honum í þeim efnum, þótt hann hafi verið látinn, þegar landið byggðist. En þeim tókst það, sem hinum mikla keisara mistókst: að sigra latneska heimstungu með eigin máli. Að því leyti var íslenzkt bændasamfélag sterkara hinu mikla ríki Karlamagnúsar. Enginn vafi • er á því, að stjórnmála- og menningarstefna keisarans hafði mikil áhrif á afstöðu íslendinga til eigin tungu í upphafi ritaldar. Páf- inn hafði leyft Karli mikla að nota frankíska tungu í ríki sínu, svo að eftirleikurinn var fyrir bragðið auð- veldari á íslandi. Mér finnst einhver mikill sagnfræðingur eigi að rann- saka þetta rækilega og hef fært það í tal við Hermann Pálsson, sem er sammála um, hve verðugt slíkt verkefni væri. Það er sem sagt kominn tími til að setja nefnd í málið. í riti Roberts Folzums um •þennan sérstæða keisara Frankaríkis til forna segir, að norr- ænir víkingar hafi upphaflega vanið komur sínar þangað í því skyni að falbjóða vaming sinn og farið með friði 0g spekt. Það var sams konar fólk og stofnaði sín frumstæðu heimili í Jórvík um svipað leyti. Það var reynsla út af fyrir sig að sjá þennan merka uppgröft, láta forn- minjar tala og segja sögu sína um þá friðsömu kaupmenn og iðnaðar- menn, sem þangað leituðu í góðum tilgangi, þótt auðvitað hafi þeir haft sverðið innan seilingar. Þetta fólk var ekki einungis blóðþyrstir villimenn, að minnsta kosti ekki allir, heldur friðsamir farmenn, sem sigldu milli landa í viðskiptaerind- um, fluttu menningu sína til ann- arra þjóða og sóttu sér framandi andrúm til uppbyggingar. M. HELGI spjall REYKJAVIKURBRÉF Laugardagur 28. febrúar Fréttavefur morg- unblaðsins hefur nú verið starfræktur í einn mánuð. Á þessum tíma hafa um 125 þúsund manns heim- sótt vefínn og fylgzt með nýjustu fréttum á honum. Hér er um nýjan, sjálf- stæðan fjölmiðil að ræða, sem Árvakur hf., útgáfíifélag Morgunblaðsins, hefur haf- ið starfrækslu á. Fréttavefnum er komið fyrir á netinu, sem á skömmum tíma hefur orðið alþjóðlegur samskiptamiðill, sem á engan sinn líka. í einu vetfangi geta íslend- ingar, hvar sem þeir eru staddir í heimin- um, fýlgzt með nýjustu fréttum frá íslandi. Fréttavefur Mprgunblaðsins hefur gjör- breytt aðstöðu íslendinga, sem búa og starfa erlendis, til jiess að fá þegar í stað nýjustu fréttir frá Islandi. íslendingar, sem starfa í sendiráðum íslands erlendis, hjá íslenzkum fyrirtækjum í öðrum löndum, sem stunda nám í öðrum löndum eða eru búsettir í öðrum löndum, geta nú í fyrsta sinn fengið nýjustu fréttir frá íslandi, þeg- ar í stað. Að vísu hafa áskrifendur haft aðgang að Morgunblaðinu öllu á netinu í nokkur ár en þó er sá munur á, að allur texti blaðsins hefur verið settur inn á netið eftir miðnætti, þegar prentun blaðsins er hafin. Fréttimar á fréttavefnum em hins vegar skrifaðar samstundis og fréttir ber- ast og íslendingar um allan heim hafa að- gang að þeim á þeirri mínútu, sem þær em sendar út. Óhætt er að fullyrða, að enginn fjölmiðill á íslandi er samkeppnisfær við fréttavef Morgunblaðsins, sem þjónustuað- ila við íslendinga í útlöndum. Jafnframt er ljóst, að fréttavefurinn hef- ur nokkra augljósa yfirburði yfir þá ljósvak- amiðla, sem hann er í samkeppni við. Bæði útvarpsstöðvar og sjónvarpsstöðvar senda fréttir sínar út á ákveðnum tímum sólar- hringsins. Þeir sem ætla að fylgjast með fréttum ljósvakamiðlanna verða því að hlusta á þær og horfa á þær á þar til greindum tímum. Þessir ókostir fylgja ekki fréttavef Morgunblaðsins. Þeir sem fylgjast með fréttum á honum geta gert það, þegar þeim sjálfum hentar. Þeir em ekki bundnir af neinum ákveðnum útsendingartíma. Fréttimar em skrifaðar strax og þær ber- ast og sendar út á netið umsvifalaust. Þeg- ar mikilvægir atburðir em að gerast, hvort sem um er að ræða opnun á tilboðum í hlutabréf í íslandsbanka eins og gerðist sl. fimmtudag eða örlagaríka íþróttaviðburði hringja blaðamenn Morgunblaðsins í netút- gáfu blaðsins úr farsímum á samri stundu og fréttin er komin út á netið nokkmm mínútum síðar. Eini fjölmiðillinn, sem hefur möguleika á að keppa við fréttavef Morgun- blaðsins að þessu leyti, ertextavarp Ríkisút- varpsins. Þann tíma, sem fréttavefurinn hefur ver- ið starfræktur, hefur komið skýrt í Ijós, að hann er mikið notaður á vinnustöðum, ekki sízt í fyrirtækjum, þ.á m. á íjármálamark- aðnum, þar sem máli skiptir að fylgjast vel með því, sem er að gerast í atvinnu- og viðskiptalífi, á vettvangi stjómmálanna og í útlöndum. Það getur skipt sköpum á þess- um markaði að fá þegar í stað upplýsingar um mikilvæga fréttaviðburði. Þá fer ekki á milli mála, að fréttavefur- inn opnar nýja möguieika fyrir fólk á lands- byggðinni og þá ekki sízt í dreifbýli til þess að fylgjast með nýjustu fréttum og fá þær hraðar og fyrr en tíðkazt hefur. En jafnframt hefur komið skýrt í ljós, að tæknin ein dugar ekki eða aðgangur að netinu. Það sem sköpum hefur skipt um mikla aðsókn að fréttavef Morgun- blaðsins er sú staðreynd, að þung áherzla hefur verið lögð á að sömu gæði einkenni fréttaflutning á fréttavef Morgunblaðsins og einkennt hafa fréttaflutning og aðra umfjöllun í blaðinu sjálfu. Fólk á að geta treyst því, að sami áreiðanleiki móti frétt- ir á fréttavef Morgunblaðsins og skapað hefur Morgunblaðinu sjálfu það traust, sem raun ber vitni. Dagblöð um allan heim hafa verið að prófa sig áfram á þessu nýja sviði fjölmiðl- unar. Styrkur þeirra margra, og það á m.a. við um Morgunblaðið, er sá, að þau hafa mikla reynslu í fréttaöflun og eiga mikið upplýsingamagn í tölvubönkum. Vandi þeirra hefur hins vegar verið sá, að þeim hefur reynzt erfitt að finna leið til þess að hafa tekjur af netútgáfum. Það hefur þess vegna komið Morgunblaðinu þægilega á óvart, að fyrstu vikur netútgáf- unnar hefur eftirsókn eftir auglýsingum í hinum nýja miðli verið mjög mikil og ekki víðs fjarri að segja, að auglýsingapláss á netinu hafi nánast verið uppselt. Undirbúningur að þessari starfsemi í þeim mæli, sem nú er orðið, hefur staðið í u.þ.b. ár og að þeim undirbúningi hefur unnið samvalinn hópur ungs fólks, sem oft hefur lagt nótt við dag til þess að hleypa þessari nýju fjölmiðlastarfsemi af stokkun- um. Til liðs við þennan hóp ungs fólks hafa komið aðrir starfsmenn Morgunblaðs- ins, sem hafa áratuga reynslu að baki bæði í tæknimálum og í blaðamennsku. Niðurstaðan er sú, sem við blasir. Mik- ill metnaður er lagður í þessa starfsemi af hálfu Árvakurs hf. og verður lögð rík áherzla á að festa í sessi þann árangur, sem náðst hefur á þessum fyrstu vikum. Þegar það hefur tekizt má búast við að umsvifin í netútgáfu Morgunblaðsins muni aukast smátt og smátt. SKÖMMU EFTIR að fréttavefur Morgunblaðsins hóf Vefur starfsemi var opn- aður sérstakur fasteignavefur á netinu á vegum blaðsins. Undirbúningur að starfrækslu hans hefur einnig tekið langan tíma og hefur m.a. byggzt mjög á samvinnu við fasteigna- sala, sem lengi hafa verið í hópi helztu viðskiptavina Morgunblaðsins. Fasteignavefurinn er hugsaður sem aukin þjónusta við fasteignasala annars vegar en fasteignakaupendur og seljendur hins vegar. Fasteignablað Morgunblaðsins er helzti vettvangur í landinu fyrir auglýs- ingar og upplýsingar um fasteignavið- skipti og hefur svo verið um langt skeið. Fasteignavefurinn eykur enn möguleika fólks á að afla upplýsinga um þær fasteign- ir, sem eru til sölu hveiju sinni. Hann gefur fólki t.d. færi á að kanna hvaða eign- ir eru til sölu í ákveðnum hverfum eða við ákveðnar götur. Tölvan leitar samkvæmt þeim fyrirmælum, sem henni eru gefin, hvort sem um víðtæka eða takmarkaða leit er að ræða. En jafnframt er að fínna á fasteigna- vefnum hagnýtar upplýsingar um allt það, sem gát þarf að hafa á í fasteignaviðskipt- um. Þar er að finna upplýsingar um lána- möguleika. Fólk getur reiknað út á fast- eignavefnum greiðslubyrði lána og yfírleitt á að vera hægt að nálgast á fasteignavefn- um allar nauðsynlegar upplýsingar um fasteignaviðskipti. Óhætt er að fullyrða, að með fasteigna- blaði Morgunblaðsins, sem kemur út á hveijum þriðjudegi, öðrum fasteignaaug- lýsingum í blaðinu og fasteignavefnum hefur verið lagður grunnur að víðtækum upplýsingabanka um fasteignamarkaðinn og svo umfangsmiklar upplýsingar er hvergi_ annars staðar að fínna á einum stað. Á hálfum mánuði hafa yfir 12 þús- und manns heimsótt fasteignavefinn. Eins og búast má við hafa komið upp vissir byijunarörðugleikar við rekstur fast- eignavefjarins. Þannig eru ekki enn allar eignir, sem á boðstólum eru komnar inn á fasteignavefínn en ötullega er unnið að því að svo verði. Þá hefur borið á því, að einstaka eignir, sem þegar hafa verið seld- ar hafa verið kynntar á fasteignavefnum á þann veg, að þær séu enn til sölu. Mark- visst er unnið að því að útiloka slík mistök. Að nokkrum mánuðum liðnum má ganga út frá því sem vísu, að yfirgnæf- andi meirihluti þeirra eigna, sem til sölu eru hafí verið skráðar á fasteignavef Morg- unblaðsins. Jafnframt verður unnið að því að auka og bæta þá þjónustu, sem er á vefnum m.a. með því að fjölga myndum af eignum, sem eru á boðstólum. Fasteigna- M||§ IITyl A’l ' m í ELLIÐAÁRDAL Morgunblaðið/Kristinn Aðrar upplýsingar AUK ÞESS AÐ vera kjörinn vett- vangur fyrir nýj- ustu fréttir, sem hefur jafnframt þá yfírburði yfir útvarp og sjónvarp að hægt er að fylgjast með fréttunum, þegar hveij- um og einum hentar en ekki þegar út- varpi og sjónvarpi hentar, er einn helzti styrkur netútgáfunnar sem fjölmiðils sá, að hann opnar tækifæri til að veita fólki aðgang að nánast takmarkalausu upplýs- ingastreymi. Á fyrstu vikum fréttavefjar Morgun- blaðsins hefur netútgáfan prófað sig áfram á þessari leið. Glöggt dæmi um þetta er það upplýsingamagn, sem nú þegar er að finna á fréttavefnum um Halldór Laxness, verk hans, ævi og störf. Á næstu mánuðum verður unnið skipulega að því að auka við þær upplýsingar, sem nú þegar er að fínna á vefnum um Nóbelsskáldið. Ekki er ósenni- legt, að á næstu árum verði búið að byggja upp á netútgáfu Morgunblaðsins einn mesta upplýsingabanka landsins um mesta rithöf- und þessarar aldar og margra alda. Slíkar upplýsingar í aðgengilegu formi eru ómet- anlegar fyrir stóran hóp fólks, ekki sízt fyrir ungt fólk, sem i námi sínu vinnur að úrlausn margvíslegra verkefna, sem tengj- ast Nóbelsskáldinu og verkum þess. Hátt á fjórða þúsund manns hafa nú kynnt sér þær upplýsingar, sem eru á fréttavef Morg- unblaðsins um Halldór Laxness. Fleiri dæmi má nefna um upplýsinga- miðlun af þessu tagi. Daginp eftir að Is- lenzka óperan frumsýndi Ástardrykkinn eftir Donizetti var búið að opna á fréttavef Morgunblaðsins sérstakan þátt um óper- una, höfundinn, söngvarana og ýmsar aðr- ar upplýsingar, sem að gagni máttu koma fyrir óperuunnendur. Þetta er dæmi um það, hvernig hægt er að sinna merkilegum atburðum í menningarlífi þjóðarinnar á netinu. Vala Flosadóttir hefur vakið þjóðarat- hygli síðustu vikur fyrir afrek sín í stangar- stökki innanhúss. Á fréttavef Morgun- blaðsins er nú að finna á einum stað ítar- legar upplýsingar um feril hennar að und- anfömu en jafnframt fréttir Morgunblaðs- ins um íþróttaferil hennar frá því að hún fór að vekja athygli fyrir nokkrum árum. Þegar Samkeppnisráð kvað upp þann úrskurð, að kaup Myllunnar-Brauðs hf. á Samsölubakaríinu hf. skyldu teljast ógild mátti finna á fréttavef Morgunblaðsins nánast allan þann texta, sem fyrir hendi var, með upplýsingum um þetta mál. Þegar Kofi Ánnan hafði samið við íraks- forseta mátti með aðstoð fréttavefjar Morgunblaðsins lesa texta samkomulags- ins í heild áður en hann var birtur form- lega opinberlega en textanum var augljós- lega lekið áður en til opinberrar birtingar kom. Þegar Færeyjaskýrslan var birt í Dan- mörku síðdegis á föstudegi og nam a.m.k. 2.500 blaðsíðum var hægt að nálgast texta skýrslunnar með milligöngu fréttavefjar Morgunblaðsins u.þ.b. 15 mínútum eftir að skýrslan var birt opinberlega í Dan- mörku. Margvíslegan texta af þessu tagi er ekki hægt að birta í heild í dagblaði en með því að gera slíkar upplýsingar að- gengilegar á netinu vill Morgunblaðið leggja áherzlu á að veita fjölmörgum les- endum sínum og viðskiptavinum þá þjón- ustu, að þeir geti á þess vegum fengið greiðan aðgang að upplýsingum sem þess- um. ÞÓTT FRÉTTA- vefur Morgunblaðs- .j,.,. ins sé starfræktur ijOlmiOlll í nánum tengslum við ritstjórn Morg- unblaðsins er hér þó um nýjan og sjálf- stæðan fjölmiðil að ræða og við hann starf- ar sérstök ritstjórn, blaðamenn, sem vinna eingöngu fréttir á netútgáfuna. Þeim er auðvitað kappsmál að vera á undan ljós- vakamiðlunum með fréttir en ekki síður að vera á undan Morgunblaðinu sjálfu með fréttir og aðrar upplýsingar. Á milli rit- stjórnar Morgunblaðsins og ritstjórnar netútgáfunnar ríkir heilbrigð en vináttu- samleg samkeppni. í þessari sjálfstæðu stöðu ritstjómar fréttavefjarins felst hins vegar, að blaða- menn hans leita á sömu mið og blaðamenn Morgunblaðsins um fréttir. Sumir af við- mælendum blaðamanna hafa orðið undr- andi á þessu og hafa talið að um skipulags- leysi sé að ræða. Svo er ekki. Hér er um tvo fjölmiðla að ræða, sem starfa sjálf- stætt að fréttaöflun. Viðfangsefni þeirra eru hin sömu á margan hátt en efnistök gjörólík. Frétta- vefurinn birtir tiltölulega stuttar fréttir en hefur möguleika á að birta mikið ítarefni í tengslum við fréttirnar. í Morgunblaðinu sjálfu er daglega fjallað mun ítarlegar um sömu mál en blaðið hefur hins vegar ekki möguleika á að birta jafn mikið bakgrunns- efni og fréttavefurinn getur gert. Með hliðsjón af þessu gerir Morgunblað- ið sér vonir um, að viðmælendur blaða- manna taki því vel, þótt haft sé samband við þá af tveimur aðilum á vegum tveggja fy'ölmiðla, sem Árvakur hf. rekur nú. í raun og veru er verið að stórauka þjón- ustu við marga þeirra, sem haft er sam- band við og hafa hagsmuni af því að koma upplýsingum á framfæri, hvort sem um er að ræða stjórnmálamenn, embættis- menn, talsmenn fyrirtækja, hagsmuna- samtaka eða aðra. Fréttavefur Morgunblaðsins er að stíga sín fyrstu skref. En þeir sem hafa orðið þeirrar ánægju aðnjótandi að fylgjast með þeim og sjá hver viðbrögðin hafa orðið eru í engum vafa um, að hann á eftir að vaxa og dafna á næstu árum og áratugum og þjóna mikilvægu hlutverki í upplýsinga- miðlun til íslendinga, hvar sem þá er að fínna á heimsbyggðinni. Undirbúningur að þessari starfsemi í þeim mæli, sem nú er orðið, hefur staðið í u.þ.b. ár og að þeim undir- búningi hefur unnið samvalinn hópur ungs fólks, sem oft hefur lagt nótt við dag til þess að hleypa þessari nýju fjölmiðlastarf- semi af stokkun- um. Til liðs við þennan hóp ungs fólks hafa komið aðrir starfsmenn Morgunblaðsins, sem hafa áratuga reynslu að baki bæði í tæknimál- um og í blaða- mennsku.
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.