Morgunblaðið - 01.03.1998, Blaðsíða 11

Morgunblaðið - 01.03.1998, Blaðsíða 11
MORGUNBLAÐIÐ SUNNUDAGUR 1. MARZ 1998 11 FRUMVARP- AÐALVALD EINKAEIGN RÍKISEIGN NÝTING GJALDTAKA ANNAÐ forsætisráðherra: Stjórnarfrumvarp um þjóðlendur (varðar eignarhald) Forsætisráðherra fer með málefni þjóðlendna önnur en heyra undir önnur ráðuneyti. Honum til að- stoðar er samstarfsnefnd. Land háð einkaeignar- rétti. Landsréttindi og hlunn- indi á þjóðlendum, þ.e. á landsvæðum utan eignar- landa, er þjóðareign. Forsætisráðherra veitir leyfi til nýtingar vatns og jarðhita. Önnur nýting til allt að árs háð leyfi sveitarstjórna. Ef nýting er til lengri tíma þarf leyfi forsætisráðherra að auki. Forsætisráðherra og sveitarfélög geta krafist gjalds/leigu vegna nýtingar. Óbyggðanefnd sker úr um mörk eignarlanda og þjóðlendna. iönaðarráðherra: Stjórnarfrumvarp um eignarhald og nýtingu auðlinda Iðnaðarráðherra veitir leyfi til rannsókna og nýtingar auðlinda í jörðu. Auðlindir í eignarlandi. Auðlindir í jörðu í þjóð- lendum. Háð leyfi iðnaðarráðherra bæði í eignarlöndum og þjóðlendum. Landeigendur fá að nýta jarðhita, grunn- vatn og ákveðin jarðefni. Iðnaðarráðherra hefur heimild til að semja um endurgjald vegna nýtingar auðlinda á eignarlöndum ríkisins en forsætis- ráðherra á þjóðlendum. Eignamámsheimildir. Landeigandi getur krafist bóta vegna rasks á landinu auk bóta fyrir auðlindir. Hjörleifs Guttormssonar: Um jarðhita Iðnaðarráðherra veitir leyfi til rannsókna og nýtingar. Jarðhiti niður á 100 metra dýpi fylgir eignarlandi. Jarðhiti neðan 100 metra og allur á landi utan eignarlanda. Iðnaðarráðherra veitir leyfi til borana og hagnýtingar skv. eignarréttarákvæði. Hjörleifs Guttormssonar: Um orku fallvatna og nýtingu og breytingu á vatnalögum Iðnaðarráðherra veitir leyfi til að reisa og reka vatnsaflsvirkjanir. Landeiganda er heimilt að nýta vatnsaflsorku allt að 200 kW innan eignarlanda. Öll orka fallvatna. Iðnaðarráðherra veitir leyfi til reksturs vatnsafls- virkjana yfir 200 kW. Sighvats Björgvinssonar: Um eignarhald á auðlindum í jörðu og gjald fyrir nýtingu þeirra Iðnaðarráðherra veitir leitarleyfi, rannsóknaleyfi og leyfi til nýtingar. Lághitasvæði, gmnnvatn, grjót, möl og önnur gos- og steinefni á eignarlandi. Lághitasvæði og grunn- vatn utan eignarlanda. Öll háhitasvæði. Jarðefni svo sem kol, olía og málmar. Ekki þörf á sérstökum leyfum á eignarlöndum. Utan þeirra veitir ráðherra leyfi. Ákvæði í lögum um auka- tekjur ríkissjóðs eða með útboði. Landeigandi getur krafist bóta vegna rasks. Ríkið hefur möguleika á að draga sig til baka. Sighvats Björgvinssonar: Um eignarhald á virkjunarrétti vatns- falla og gjald fyrir nýtingu þeirra Alþingi og iðnaðarráðherrar. Orka fllvatna á eignar- landi allt að 200 kW. Önnur orka fallvatna. Samþykki alþingis þarf fyrir stærri virkjunum en 2.000 kW. Ákvæði í lögum um auka- tekjur ríkissjóðs eða með útboði. Landeigandi getur krafist bóta vegna rasks. Ríkið hefur möguleika á að draga sig til baka. Frumvarp Páls Péturssonar til sveitarstjórnarlaga kveður á um stjórnsýslu. í bráðabirgðaákvæði er gert ráð fyrir að stjórnsýslumörk sveitarfélaganna nái að miðju landsins. Frumvarp Ragnars Arnalds til stjórnskipunarlaga felur í sér nýjar málsgreinar við stjórnarskrána um auðlindir í eigu þjóðarinnar, hóflegt auðlindagjald o.fl. Hjörleifur Guttormsson hefur lagt fram þingsályktunartillögu um stofnun fjögurra þjóðgarða utan um fjóra meginjökla á miðhálendinu. Eðlilegt að draga línu Sú afstaða stjómarandstæðinga að miða beri við ákveðin mörk varðandi nýtingu landeigenda inn- an landareigna endurspeglast i fjórum þingmannafrumvörpum um auðlindir í/á jörðu og vatni. Tvö frumvörp Hjörleifs Guttormssonar og átta annarra þingmanna Al- þýðubandalagsins ná annars vegar til jarðhita og hins vegar til orku fallavatna. Frumvörpin hafa áður verið lögð fram á Alþingi og var jarðhitafrumvarpið fyrst lagt fram sem stjómarfrumvarp árið 1983. Jarðhitafrumvarpið felst í afar grófum dráttum í því að landeig- andi hafi aðeins til umráða jarðhita niður á 100 m dýpi í landi sínu. All- ur annar jarðhiti, hvort heldur er undir 100 m dýpi í eignarlandi eða utan eignarlands, sé almennings- eign. Frumvarpið gerir ráð fyrir að iðnaðarráðhema veiti leyfi til rann- sókna, borana og hagnýtingar jarð- hita og sett verði reglugerð með nánari fyrirmælum um fram- kvæmd laganna. Eðlilegt sé að gera ráð fyrir ákveðnum leyfis- gjöldum og greiði leyfishafar gjöld- in þegar við eigi. I fyrstu grein fmmvarps sama hóps til laga um orku fallvatna er skýrt tekið fram að íslenska ríkið eigi orku fallvatna og hafi eitt heimild til nýtingar hennar. Megin- undantekningin kveður á um rétt landeiganda til virkjunar allt að 200 kw. I fmmvarpinu er kveðið á um að iðnaðarráðherra geti veitt leyfi til þess að virkja fallvötn með þeim skilyrðum sem nauðsynleg þykja, m.a. um uppgræðslu lands í stað gróðurspjalla. Ströng ákvæðum um- hverfísmat Sighvatur Björgvinsson, þing- flokki jafnaðarmanna, mælti íyrir tveimur auðlindafrumvörpum fyrir um hálfum mánuði. Hann sagði í umræðunni að í frumvörpunum væru tekin af öll tvímæli um eign- arhald á auðlindum í og á jörðu, þ.e. fallvatna, jarðhita, náma í jörðu og annarra slíkra auðlinda. „Sú meginstefna er mörkuð í þess- um frumvörpum að auðlindir þess- ar umfram þær sem nú þegar eru nýttar til einkaafnota og nýta má til einkaþarfa eða eru ótvírætt í einkaeign skuli teljast sameign þjóðarinnar eða réttara sagt eign íslenska ríkisins,“ sagði Sighvatur. Hann og þrettán aðrir þing- menn jafnaðarmanna, Kvennalista og Kristín Astgeirsdóttir, utan flokka, gera í frumvarpi um eign- arhald á virkjunarrétti vatnsfalla og gjald fyrir nýtingu virkjunar- réttar ráð fyrir að landeigandi geti reist og rekið raforkuver fyrir allt að 200 kw á eignarlandi. Islenska ríkið hafi umráða- og hagnýting- arrétt yfir orku allra vatnsfalla þar fyrir utan. Með öðru frum- varpi sama hóps um eignarhald á auðlindum í jörðu og gjald fyrir nýtingu þeirra er svo gert ráð fyr- ir að landeigandi fái að nýta grunnvatn, lághitasvæði, gos- og steinefni á eignarlandi. Aðrar auð- lindir séu í eigu ríkisins. Eftirtekt vekja ströng ákvæði um umhverf- ismat í báðum frumvörpunum. Stjórnarfrumvarpi iðnaðarráð- herra, frumvörpum þingmanna undir forystu Hjörleifs og Sig- hvats, hefur öllum verið vísað til umræðu í iðnaðarnefnd. Auðlindagjald í brennidepli Stjórnarfrumvörpin gera bæði ráð fyrir að heimilt sé að semja um gjald vegna nýtingar auðlinda í al- mannaeign og er í þjóðlendnafrum- varpinu gert ráð fyrir að tekjumar renni til landbóta, umsjónar, eftir- lits og sambærilegra verkefna inn- an þjóðlendnanna. Þingmenn Al- þýðubandalags fara aðra leið í þingsályktunartillögu um skipan opinberrar nefndar um auðlinda- gjald. Þingsályktunin felur í sér að skipuð verði níu manna nefnd til að skilgreina og huga að því hvemig skuli fara með auðlindir í þjóðar- eign á landi og sjó. Nefndin kanni einnig hvemig staðið skuli að gjaldtöku fyrir afnot af auðlindum í sameign þjóðarinnar og möguleik- ana á að nota gjaldið til að tryggja að afrakstur sameiginlegra auð- linda skili sér með réttmætum hætti til þeirra sem hagsmuna eigi að gæta. Um verði að ræða hóflegt gjald sem varið verði til að standa undir rannsóknum og til að stuðla að vernd og sjálfbærri nýtingu auðlinda og réttlátri skiptingu af- raksturins, m.a. til að styrkja byggð í landinu. Þingsályktunartil- lögunni hefur verið vísað til um- hverfisnefndar. í umræðum um þingsályktunar- tillöguna kom fram að jafnaðar- menn hefðu jafnvel viljað ganga enn lengra og í greinargerð með áðurnefndu frumvarpi Sighvats Björgvinssonar o.fl. um eignarhald á virkjunarrétti vatnsfalla er talað um að annar megintilgangur lag- anna sé að ákveðið sé í lögum að gjald skuli ávallt greitt fyrir rétt til virkjunar fallvatna í sameiginlegri eigu þjóðarinnar. „Sú tillaga er hluti af stefnu flutningsmanna um að marka þurfi samræmda stefnu um eignarhald á auðlindum í sam- eign þjóðarinnar, festa þjóðareign þeirra í sessi og sjá svo til að þjóð- arheildin fái hlutdeild í þeim arði sem verður við nýtingu þeirra. Slík samræmd gjaldtaka fyrir nýtingu auðlinda í eigu þjóðarinnar, þ.e. gjald fyrir nýtingu sameiginlegra auðlinda á og í jörðu, nýtingu fall- vatna og með veiðileyfagjaldi, get- ur þegar fram í sækir skilað þjóð- arbúinu umtalsverðum tekjum.“ Bæði frumvörp hópsins gera ráð fyrir auðlindagjaldi. Síðast en ekki síst skyldi nefna að fyrir Alþingi liggur frumvarp til stjómskipunarlaga tengt miðhá- lendinu. Hjá Ragnari Amalds, fyrsta flutningsmanni, hefur komið fram að frumvarpið sé að stofnin- um til frá árinu 1966. Nú gerir frumvarpið ráð fyrir að öll verð- mæti í sjó og á sjávarbotni innan efnahagslögsögu, svo og almenn- ingar, afréttir og önnur óbyggð lönd utan heimalanda, teljist sam- eign þjóðarinnar allrar, einnig námur í jörðu, orka í rennandi vatni og jarðhiti neðan við 100 m dýpi. Heimilt er að ákveða að nýtendur auðlinda í sameign þjóð- arinnar greiði hóflegt gjald er standi undir kostnaði við rann- sóknir og stuðli að verndun auð- lindanna og sjálfbærrar nýtingar þeirra samkvæmt nánari ákvörðun í lögum. Að lokum er áhersla lögð á að tryggja beri landsmönnum eðli- legan aðgang að landinu og bænd- um sinn rétt. Frumvarpinu hefur verið vísað til sérnefndar samkvæmt þing- sköpum. Fjórir þjóðgarðar á hálendinu ÞIN GSÁL YKTUN ARTILL AG A Hjörleifs Guttormssonar, Alþýðu- bandalagi, um þjóðgarða á miðhá- lendinu gerir ráð fyrir að komið verði á fót fjói-um stórum þjóð- görðum á miðhálendinu. Innan þjóðgarðanna verði helstu jöklar og aðliggjandi landsvæði. í greinargerð með tillögunni segir Hjörleifur að oft hafi þeirri hugmynd verið hreyft að vernda beri náttúru miðhálendis íslands með því að lýsa svæðið þjóðgarð í heild sinni eða að stórum hluta. Hingað til hafi ekki komið fram tillögur þar að lútandi á Alþingi eða frá yfirstjórn náttúruvemdar- mála. Ýmislegt í tengslum við hugmyndina hafi þótt óljóst, þ.á m. mörk miðhálendisins og eign- ar- og stjómsýsluréttur í einstök- um hlutum þess. Þessi óvissuatriði séu smám saman að skýrast fyrir atbeina Alþingis og annarra stjórnvahla, að sveitarfélögum meðtöldum. Samvinnunefnd um svæðisskipulag miðhálendis ís- lands hafi skilað tillögu að svæðis- skipulagi til ársins 2015, ný skipu- lag^s- og byggingarlög hafi verið samþykkt og fyrir Alþingi liggi stjórnarfmmvarp um þjóðlendur og ákvörðun marka eignarlanda, þjóðlendna og afrétta og fmm- varp til sveitarstjómarlaga sem geri ráð fyrir að lögfest verði stjórnsýslumörk sveitarfélaga inn til landsins. Burðarás í náttúruvernd Þá segir að í Ijósi þessa þyki tímabært að leggja fram tillögu til þingsályktunar um stofnun fjög- urra þjóðgarða á miðhálendinu. „Þjóðgarðarnir verði burðarásinn í náttúmverndarsvæðum á há- lendinu. Helstu jöklar miðhálend- isins, Vatnajökull, Hofsjökull, Langjökull og Mýrdalsjökull, og minni jöklar eins og Tungnafells- jökull, Eiríksjökull og Eyjafjalla- jökull myndi eins konar kjarna þjóðgarðanna sem ríkislendur (al- menningar). Jöklunum tengist siðan náttúmverndarsvæði og önnur verndarsvæði sem sumpart eru þegar friðlýst á gmndvelli laga og hugmyndir liggja fyrir um í tillögpi að svæðisskipulagi," segir Hjörleifur m.a. í greinar- gerðinni.
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.