Morgunblaðið - 01.03.1998, Blaðsíða 34

Morgunblaðið - 01.03.1998, Blaðsíða 34
34 SUNNUDAGUR 1. MARZ 1998 MINNINGAR MORGUNBLAÐIÐ + Elskuleg móðir okkar og systir, SEMONA CHRISTIANSEN, Krummahólum 41, lést á heimili sínu fimmtudaginn 26. febrúar. Jarðarförin auglýst síða. Fyrir hönd aðstandenda. Judith E. Christiansen, Gunnar Christiansen, Dagmar Puri. + Faðir okkar, tengdafaðir og afi, BJARNI ÞÓRARINN ALEXANDERSSON, lést fimmtudaginn 12. febrúar sl. Útför hans fór fram frá Flateyrarkirkju laugar- daginn 21. febrúar sl. Björn Ingi Bjarnason, Jóna G. Haraldsdóttir, Júlía Bjarney Björnsdóttir, Inga Rún Björnsdóttir, Víðir Björnsson, Hulda Hafnfjörð, Kjartan Elíasson. + Ástkær faðir minn, bróðir okkar, afi, langafi og vinur, ÞÓRARINN SVANBERG BJÖRNSSON, Vallargerði 4, Kópavogi, lést á Sjúkrahúsi Reykjavíkur sunnudaginn 15. febrúar eftir stutta legu. Jarðarförin fór fram í kyrrþey miðvikudaginn 25. febrúar að ósk hins látna. Fyrir hönd fjölskyldunnar, Magnús Ragnar Þórarinsson. + Hjartkær sonur okkar, ÞORSTEINN BENUM, varð bráðkvaddur að kvöldi sunnudagsins 22. febrúar. Jarðarförin ferfram frá Tromsdalskirkju miðvikudaginn 4. mars. Erla og Jörgen Benum, Gabbrovegen 1, 9022 Krokelvdalen, Noregi. + Ástkær eiginmaður minn, faðir, tengdafaðir og afi, KJARTAN SVEINSSON raftæknifræðingur, Heiðargerði 3, Reykjavfk, verður jarðsunginn frá Dómkirkjunni þriðjudaginn 3. mars kl. 15.00. Þeim, sem vildu minnast hans, er bent á Minningarsjóð Landgræðslusjóðs. Bergþóra Gunnarsdóttir, Ragnheiður Hermannsdóttir, Magnús Jóhannesson, Bergþóra Magnúsdóttir, Jóhannes Magnússon. + Faðir okkar, tengdafaðir, afi og langafi, AKSELJANSEN reiðhjólasmiður, Norðurbrún 1, andaðist mánudaginn 16. febrúar sl. Útförin hefur farið fram í kyrrþey. Poul Jansen, Asta Jansen, Stella Secher, Ole Secher, Jan Jansen, Sigríður Hjaltadóttir, Annalísa Jansen, Ólafur Marfnósson, Birte Jansen, Pétur Ágústsson, Gréta Jansen, Reynir Þorsteinsson, Finn Jansen, Ólöf Vílhelmsdóttir, barnabörn og barnabarnabörn. HELGA S VEINSDÓTTIR + Helga Sveins- dóttir fæddist í Hafnarfirði 30. júní 1911. Hún lést 22. febrúar sfðastliðinn á Sólvangi, Hafnar- firði. Foreldrar hennar voru Sveinn Sigurðsson, f. 15. sept. 1861, d. 28. febr. 1933, eldsmiður frá Syðri-Gróf í Vill- ingahoitshreppi, og Sigríður Eyjólfsdótt- ir, f. 28. sept. 1874, d. 29. des. 1929, hús- freyja frá Hvaleyri við Hafnarfjörð. Helga var yngst af þremur systkinum. Eldri voru Bergþóra, f. 26. jan. 1906, d. 11. ágúst 1931, og Eyjólfur, f. 6. júlí 1909, d. 3. jan. 1945. Helga giftist 7. desember 1935 Þorsteini Kr. Guðmundssyni, f. 18. janúar 1896, sjómanni. Hann fórst með línuveiðaranum Ernin- um 9. ágúst 1936. Helga giftist 10. júni 1944 seinni manni sfnum Guðmundi Björnssyni, f. 9. ágúst 1896, búfræðingi og bónda í Görðum. Hann lést 23. febr. 1968. Börn: Sonur Helgu og fyrri manns hennar er Þorsteinn, f. 21.8. 1936, járnsmfðameistari, kona hans er Svanhildur Þor- bjamardóttir. Hann á tvö böra, Jens Kristin, en móðir hans er Guðrún Jensdóttir, og Unni Lóu, með fyrri konu sinni, Oddnýju Jónasdóttur, f. 7. nóv. 1940, d. 1997. Barnaböra Þorsteins era fimm. Þorsteinn Guðmundsson, fyrri maður Helgu, var áður kvæntur Bergþóru, systur Helgu, sem lést 1931. Þau eignuðust einn son, Svein, f. 10.12. 1930, fyrrv. afgreiðslumann, sem ólst upp hjá Helgu frá átta mánaða aldri. Hann er kvæntur Guðrúnu Stefánsdóttur og eiga þau fjórar dætur: Bergþóru, Sesselju Signýju, Helgu Sigrúnu og Sigur- borgu. Sveinn átti áður tvö böra með sambýliskonu sinni, Guð- laugu Kristmundsdóttur, Bryn- dfsi og Svein Helga, sem ólst upp hjá Helgu og Guðmundi í Görð- um frá 4 ára aldri. Sveinn á 14 bamabörn, 13 á lífí og 1 bama- barnabarn. Helga og Guðmund- ur, seinni maður Helgu, eignuð- ust Qögfur böra, tvo drengi, sem dóu í fæðingu, og tvær dætur. Þær eru: Sigríður Bergþóra, f. 27.9.1943, gift Braga Guðmunds- syni vélstjóra. Þau eiga fjögur Með söknuði kveð ég elsku ömmu mína sem jarðsett verður mánudag- inn 2. mars, sama dag og Guðmund- ur afí minn fyrir 30 árum. Ég veit hann tekur á móti henni, svo sam- hent voru þau. Mikið er sárt að hugsa til þess að fá aldrei að sjá eða tala við hana aftur. Mér finnst sem ég heyri góðlegu röddina hennar og glaðlega hláturinn. Amma mín var á allan hátt stórglæsileg kona. Hún var miklum gáfum gædd, svo fín, svo falleg, svo góð. Hún unni bók- menntum og var fróðust allra manna um ýmis málefni enda víð- lesin. Hún hefði getað orðið rithöf- undur svo fim var hún með penn- ann. Notalegt þótti henni að kúra með ástarsögu og ósjaldan sat hún yfir krossgátum. Fórst henni það afar vel úr hendi enda vel að sér í ís- lenskri tungu. Hún var skáldkona mikil, vísumar hreinlega ultu upp úr henni. Hún kunni íyrir sér í dönsku en hana nam hún í bréfa- skóla, það kom sér oft ansi vel þeg- ar mig vantaði aðstoð við heima- námið (sem var nú ansi oft). Þá kom hún mér ætíð til hjálpar. Amma mín var alltaf kát, alltaf glöð, alls staðar var hún velkomin, virt og dáð af vin- um sem ættingjum. Hún var til margra ára í kvenfélagi Garðabæjar og skemmti sér með þeim í orlofs- ferðum, á spilakvöldum og ýmsum uppákomum. Hún var alltaf hrókur alls fagnaðar. Hún var mikið gefin fyrir tónlist og spilaði gjaman á orgelið sitt af mikilli snilld. Ekki var böra: Helgu Krist- ínu, Herdísi, Guð- mund Ármann og Ásthildi Helgu. Sig- ríður á 9 barnabörn, 8 á lífi. Þórunn Erla, f. 9.10. 1950. Hún var gift Axeli Ström Óskarssyni, múrara. Börn þeirra eru fimm: Guðný, Guð- mundur Helgi, Sig- uijón, Axel Þór og Sigurður Fannar. Þórann á tvö barna- börn. Guðmundur átti tvo syni með fyrri konu sinni, Þorbjörgu Hall- dórsdóttur. Þeir eru: Halldór, f. 13.2. 1928, fyrrv. framkvæmda- stj., kvæntur Steinunni Gunnars- dóttur, þau eiga eina dóttur, Oddnýju. Halldór á þijú börn af fyrra hjónabandi: Ingu Þóranni, Halldór og Sæmund Garðar. Halldór á 6 barnabörn. Eggert, f. 9.7. 1931, pípulagningameistara, kvæntur Ásdísi Skúladóttur sem er látin. Börn þeirra eru fjögur: Óli Már, Vignir, Guðmundur Ár- mann og Birna. Eggert á 5 barnabörn. Ömmubörn Helgu era 25, langömmubörnin 41, 39 á lffi og eitt langalangömmubarn. Helga ólst upp í Hafnarfirði og á unglingsárunum sá hún um heimili fyrir föður sinn og bróður vegna veikinda móður sinnar og systur. Eftir að hún varð ekkja dvaldist hún á ýmsum stöðum með drengina sína Svein og Þor- stein, meðal annars á Staðarfelli í Dölum sumarið 1939. Sfðar það sama ár fór hún að Görðum á Álftanesi þar sem hún hefur búið síðan, eða í nær sextíu ár. Hún vann einnig við fiskvinnslu með heimilisstörfunum og í húshjálp eftir að hún varð ekkja öðru sinni. Hún réð sig til Leifs Eiríks- sonar árið 1982 og annaðist hann eftir sjúkrahúslegu hans og veik- indi. Hjá honum átti hún sitt ann- að heimili og bjó þar mikið til sfð- ustu 15 árin. Helga var ein af stofnendum Kvenfélags Garða- hrepps og hefur verið virkur fé- lagi þar alla tíð og var gerð að heiðursfélaga. Helga hefur alla tíð látið sér annt um kirkjuna sína, Garðakirkju og sýndi það í verki. Helga verður jarðsungin frá Garðakirkju mánudaginn 2. mars og hefst athöfnin klukkan 13.30. hún síðri með munnhörpuna sem hún handlék svo vel. Hún var sann- kölluð listakona, teiknaði myndir sem voru ákaflega vel gerðar. Amma mín var mikil flökkukind, hún vildi alltaf vera á ferðinni og helst aldrei stoppa. Það var oft sem hún hringdi til mín og spurði: „Eig- um við að koma að rússa?“ Það var hennar líf og yndi að heimsækja börnin sín. Henni leið aldrei betur en með ömmu- og langömmubömin í fanginu. Hún lifði fyrir þau og sýndi hún þeim það svo sannarlega. Amma mín var mikil sómakona, ein af þeim fágætu sem maður kynnist í lífinu, aldrei mun neinn koma í hennar stað. Ég gat ávallt leitað til hennar þegar ég þurfti á að halda vitandi að mér yrði vel leiðbeint, hún var ekki bara amma mín heldur líka góður vinur, sá besti sem hugs- ast getur. Hún var mikil bindindis- kona, afar trúuð og kirkjurækin. Er ég lít nú yfir farinn veg minnist ég ömmu minnar sem yndislegrar konu sem alltaf var mér svo góð. Ég minnist jólanna hjá „ömmu í Görð- um“ þegar öll fjölskyldan safnaðist saman í stóra eldhúsinu og við krakkamir biðum eftir Hadda frænda með kókkassann og sælgæt- ið. Þá var sko hátíð í bæ. Ég minnist þess þegar amma stóð við eldavél- ina og bakaði pönnsur og við borð- uðum jafnóðum af diskinum. Þegar við mæðgumar voram saman í eld- húsinu í slátri, gekk mikið á. Ég minnist þess þegar Gummi bróðir fæddist er ég var 7 ára. Mér fannst ég vera útundan. Þá hringdi ég í ömmu til að kvarta. Hún hlustaði alltaf á mig og tók minn málstað. Fyrir nokkram áram héldum við ættarmót og tjölduðum úti á túni. Það var henni mildls virði. Alltaf hafði ég unun af að vera með ömmu minni, því vitrari, betri, skemmti- legri og fallegri konu hef ég ekki kynnst. Eftir að ég fullorðnaðist hef ég ekki síður haft þörf fyrir návist hennar. Ég hlakkaði alltaf til ef von var á henni í heimsókn og sóttist eftir að vera þar sem hún var. Við fórum saman í sumarbústað, amma skemmti með söng og glensi, við saumuðum út, hún prjónaði hosur á krakkana. Hún var hannyrðakona mikil, alveg hreint snillingur í hönd- unum. Hún heklaði og stífaði handa mér dúka, púða heklaði hún handa mér þegar ég var lítil stelpa. Síðan annan eins fyrir Söndra Dís, eldri dóttur mína, sem hún varðveitir sem og annað sem hún gaf henni, en mest af öllu varðveitir hún þó minn- inguna um langömmu sína sem var besta gjöfin og henni þótti svo vænt um. Sandra Dís var ekki síður hænd að henni en ég og hlakkaði alltaf til að fá langömmu sína. Hún saknar hennar nú sárt. Erla Ástrós litla var ekki minna hrifin af langömmu sinni. Strax og hún tók sín fyrstu skref gekk hún til hennar með dót og vildi fá hana til að leika við sig. Það gladdi ömmu mikið. Þær kveðja nú elskulega langömmu sína með miklum söknuði en jafnframt þakk- læti fyrir alla þá ást og þann kær- leik sem hún gaf þeim. Éinnig var hún Jóni mikils virði svo og hann henni. Ævinlega minnti hún mig á hvað ég ætti góðan mann og falleg böm og ég ætti alltaf fyrst og fremst að hugsa um fjölskyldu mína. Það gerði hún svo sannarlega. Amma mín var svo lánsöm að eiga jafn góðan vin og Leifur Eiríksson var henni. Sú vinátta var henni afar mikils virði, hún talaði ætíð um hann af miklum hlýhug og virðingu. Þau áttu saman góðar stundir enda bæði gædd miklum mannkostum. Foreldram mínum og bræðram var hún ávallt góð og hjálpleg. Missir móður minnar er mikill. Þær vora tengdar sterkum böndum. Hún var bræðram mínum mikils virði svo og okkur öllum. Hún var elskuð og dáð. Missirinn er mikill og söknuð- urinn sár. Ég bið góðan guð að styrkja okkur öll. Elsku amma mín, ég þakka þér fyrir þær stundir sem við áttum saman. Ég kveð þig með söknuði. Eftir situr tómarúm sem aldrei verður fyllt. Ég mun ætíð varðveita minninguna um þig í hjarta mínu. Guð blessi þig. Hafðu þökk fyrir allt og allt. Þú gladdir mig á liðnum árum þú kvaddir mig éggrætmeðtárum Þú vemdaðir mig mér ætíð var rótt drottinn geymir þig, elskuleg, góða nótt. (GA) Guðný Axelsdóttir og fjölskylda. Kveðja frá Kvenfélagi Garðabæjar Mánudaginn 2. mars verður kvödd hinstu kveðju frá Garða- kirkju á Álftanesi Helga Sveinsdótt- ir í Görðum, félagskona í Kvenfélagi Garðabæjar, en hún lést á Sólvangi, Hafnarfirði 22. febrúar sl. á 87. ald- ursári. Helga gekk í Kvenfélag Garða- bæjar árið 1953 á fyrsta starfsári félagsins og var hún virk í starfi fé- lagsins um árabil. Hún sat í kirkju- nefnd kvenfélagsins sem vann að endurreisn Garðakirkju. Unnu kvenfélagskonur mikið þrekvirki er ráðist var í að endurreisa kirkjuna. Það er því mjög viðeigandi að útför Helgu fari fram frá Garðakirkju, kirkjunni hennar, í landi Garða þar sem Helga bjó. Það vora stórhuga konur sem réðust í endurreisn Garðakirkju og á fyrsta starfsári fé- lagsins afsalaði Hafnarfjarðarkirkja kvenfélaginu fullum eignar- og um-
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.