Morgunblaðið - 01.03.1998, Blaðsíða 35

Morgunblaðið - 01.03.1998, Blaðsíða 35
MORGUNBLAÐIÐ MINNINGAR SUNNUDAGUR 1. MARZ 1998 35 ráðarétti yfir veggjum kirkjunnar sem voru það eina sem var uppi- standandi. Garðakirkja var endur- vígð í marz 1966 og var til skamms tíma eina kirkjan í okkar örtvaxandi sókn allt þar til Vídalínskirkja var vígð. Helga var mjög ljóðelsk kona og hagmælt og nutum við kvenfélags- konur oft þessara hæfileika hennar. Að leiðarlokum er okkur efst í huga þakklæti fyrir langt og gott samstarf. Bömum hennar og fjöl- skyldum þeirra vottum við innilega samúð okkar. Blessuð sé minning Helgu Sveinsdóttur í Görðum. Elsku Helga amma okkar. Dag- inn sem ég og Sigurjón heimsóttum þig síðast grunaði mig ekki að þú ættir svona stutt eftir. Þú sast við símann og varst að reyna að ná í Leif vin þinn. Þú ætlaðir til hans og þú virtist svo hress og þú brostir svo fallega til okkar og ég vonaði að þú værir að hressast og gætir farið að komast meira út. En líkami þinn var orðinn þreyttur og veikur og maður vissi innst inni að það var sál þín sem var svo hress og lífsglöð og sterk og hélt þér uppi. Þú varst svo mikið á ferðinni, þú máttir í raun og veru ekki vera að því að stoppa þeg- ar þú komst í heimsókn, þú vildir helst vera á mörgum stöðum í einu enda vinsæl kona og allir vildu þinn- ar gleði njóta. Síðustu ár hefur þú átt við svo mikil veikindi að stríða að þú gast lítið farið og varst mikið á spítala, en samt vildirðu alltaf vera á flakki og alltaf sagðirðu okkur skemtilega sögu og ortir svo skemmtilegar og fallegar vísur þegar við hittumst. Ég man svo vel alltaf þegar þú komst í heimsókn til okkar, þá söngstu oft fyrir Sigurjón og trommaðir á borðið í leiðinni. Hann varð svo glaður og ánægður, hann skemmti sér konunglega. Elsku amma okkar, við erum svo þakklát fyrir að hafa átt svo margar góðar stundir með þér og biðjum guð að geyma þig og várðveita. Við kveðjum þig með virðingu og þökk. Gott er sjúkum að sofa, meðan sólin er aftamjóð, og mjallhvítir svanir syngja sorgblíð vögguljóð gott er sjúkum að sofa, meðan sólin í djúpinu er og ef til vill dreymir þá eitthvað sem enginn í vöku sér. (Davíð Stefánsson) Ásthildur Helga, Sigurður Sören, Sigurjón Daði og Kristín Helga. í marsmánuði árið 1963 eru tveir ungir smiðir sendir að Görðum á Álftanesi þeirra erinda að byggja kirkjutum á Garðakirkju sem þá var í endurbyggingu. Okkur var sagt að hitta Helgu húsfreyju að máli, hún vissi um efni og alla að- stöðu. Helga var um langt árabil einn af máttarstólpunum í Kvenfélagi Garðahrepps, en það félag lagði drjúgt til mála að endurbyggingu Garðakirkju ásamt sóknarnefnd hreppsins. Helga tók okkur af hlýju og rögg- semi, fór með okkur yfír þá þætti sem við þurftum að vita, og hafði greinilega hugsað fyrir flestu sem okkur áhrærði, því hún leit á okkur afsakandi og sagði „ég get því mið- ur ekki gefið ykkur að borða meðan þið vinnið hér en það er búið að gera ráð fyrir ykkur í fæði hjá Guð- manni á Dysjum. Guðmundur bóndi minn er veikur og rúmliggjandi og því verður þetta að vera svona núna.“ Við tóku sólríkir starfsdagar á Görðum. Við byggðum kirkjuturn og horfðum á Helgu sinna búverk- um með Þórunni dóttur sinni og Helga fóstursyni. Hiklaust var gengið til verka. Helga var kvik í hreyfingum, greinilega harðdugleg, og sagði bömum sínum til af kunn- áttu og reynslu. Á þessum dögum hvarflaði það ekki að undirrituðum að hann ætti eftir að tengjast þessari heiðurs- konu sterkum fjölskylduböndum og einmitt hún yrði langamma yngri barnanna minna. En svona er lífið margslungið og heillandi. Tuttugu árum eftir bygg- ingavinnuna í Görðum lágu leiðir okkar Helgu saman aftur þegar við Bergþóra, sonardóttir hennar, ákváðum að feta lífsbrautina saman. Síðan hefur vinátta staðið óslitið og ætíð sama einlæga kærleiksríka við- mótið hjá Helgu, miðlandi fróðleik, eigin kveðskap og annara, talandi kjark í vini og vandamenn og leggj- andi heilræði byggð á langri lífs- reynslu þess er gengið hefur í skóla lífsins til þroska og manndóms. Ung að árum missti Helga Berg- þóru systur sína, en hún lést úr berklum árið 1931 frá ungum syni, Sveini Þorsteinssyni, þá á 1. ári. Helga tók Svein að sér og varð hans móðir og kona Þorsteins föður hans. En dauðinn kvaddi aftur dyra í lífi þessarar ungu kjarkmiklu konu. Þorsteinn drukknaði árið 1936 eftir aðeins fárra ára sambúð þeirra. Nú stóð hún uppi ekkja með 2 litla drengi Svein 5 ára og Þorstein á 1. ári, en hann fæddist 12 dögum eftir lát fóður síns. Lífsbarátta næstu ára varð ungu konunni hörð er hún barðist áfram æðnilaus með litlu drengina sína. Árið 1944 gengur Helga að eiga Guðmund Bjömsson frá Syðri- Þverá í Vestur-Húnavatnssýslu en hann var bóndi á Görðum á Álfta- nesi. Guðmundur var ekkjumaður og átti tvo syni frá fyrra hjóna- bandi, þá Halldór og Eggert. Þarna voru því samankomnir 4 tápmiklir drengir sem urðu fósturbræður og félagar. Saman eignuðust Helga og Guð- mundur dæturnar Sigríði og Þór- unni ásamt því að til sögunnar kom fóstursonurinn Helgi Sveinsson. Börn Helgu stjúpböm og fóstur- böm uðra því 7 talsins, auk tveggja bama þeirra Guðmundar er létust nýfædd. Þegar Helga kveður afkomendur og tengdafólk, sjáum við á bak hjartahlýjum og einlægum vini, sem lagði traust bönd fjölskyldutengsla og vináttu. Eftir standa allar góðu og björtu minningarnar um bjarta brosið, hressilega jákvæða viðmótið og heilræðin. Það er minningin mæta erhjartaminuvermir. Þér sem bölið tókst að bæta það baráttusagan hermir. Leiði þig höndin yóssins fagra bjarta, frá lífi er gekkst þú með kærleikshreinu hjarta. Guð blessi minningu þessarar heiðurskonu. Innilegar samúðar- kveðjur til allra vandamanna. Ingimundur og fjölskylda. Helga amma var í huga okkar ímynd hinnar einu sönnu langömmu, brosmild með leiftrandi augu og silfurhvítar fléttur. Fjöl- skyldan var líf hennar og yndi og mætti hún í allar veislur sem mögu- legt var. Aðdáunarvert var að lengi vel heklaði hún og prjónaði jólagjaf- ir handa afkomendunum sem voru nú orðnir æði margir. Hún bauð okkur öllum saman í pylsuparty á áttræðisafmælinu sínu. Alltaf var hún jafn lífsglöð og jákvæð og aldrei leiddist henni, væri hún and- vaka fékk hún sér bara góða bók að lesa, gjaman ástarsögu. Hún hafði unun af tónlist og lék á orgel hér áð- ur fyrr og fékk sér hljómborð fyrir þónokkram áram. Hún var svo lánsöm að eignast góðan félaga síð- ustu árin, hann Leif, sem við kölluð- um stundum kærastann hennar langömmu. Langamma lagði okkur margar gullnar lífsreglm- og var ávallt jafnstolt af okkur og með á hreinu hvað við væram að gera. Fyrir hálfu ári eignaðist hún síðan fyrsta langa- langömmubarnið sitt, Davíð litla Reynisson. Við minnumst hennar með sökn- uði og hlýju og vonum að ljúfar minningar styrki fjölskyldu hennar og vini í sorg þeirra. Sædís, Reynir og Birkir Bryndísarböm. í fáum orðum langar mig til að minnast Helgu og þakka henni fyrir vináttu í garð okkar fjölskyldunnar. Hún var mikil kona og ófá hand- verkin hennar. Ég vil þakka henni fyrir allt, sem hún gerði fyrir mig og mitt fólk. Þó í okkar feðra foid falli allt, sem lifir. Enginn getur mokað mold minningamar yfir. (Bjöm Jónsson frá Gröf) Bömum hennar og aðstandend- um votta ég samúð. Guð geymi þig, elsku Helga mín. Rannveig Leifsdóttir. Það er ekki oft sem maður hittir fólk, sem lífsgleðin geislar út frá, en ég var svo heppin að kynnast einni slíkri persónu. Ég kynntist Helgu fyrir rámlega tveimur áram og þær stundir sem við áttum saman era með þeim dýrmætustu sem ég á. Það er sárt að sakna, en minningin umkæra vinkonu lifir. Ég votta öllum aðstandendum mína dýpstu samúð á þessari erfiðu stundu. Stefanía Ragnarsdóttir. Eigimaður minn, faðir, afi og langafi, MAGNÚS HARALDSSON, lést á Sjúkrahúsi Keflavikur 24. febrúar sl. Útförin fer fram frá Keflavíkurkirkju mánu- daginn 2. mars nk. Fyrir hönd aðstandenda, Bára Guðmundsdóttir. + Útför móður okkar og tengdamóður, MARGRÉTAR SIGURJÓNSDÓTTUR, Hrafnistu Hafnarfirði, áður til heimilis á Norðurbraut 13, Hafnarfirði, sem lést sunnudaginn 22. febrúar sl., fer fram frá Hafnarfjarðarkirkju mánudaginn 2. mars kl. 15.00. Þeim sem vildu minnast hennar er bent á líknarstofnanir. Hrafnhiidur Halldórsdóttir, Jónfríður Halldórsdóttir, Tómas Guðnason, Margrét Halldórsdóttir, Magnús Jónsson. + Útför ástkærrar móður okkar, tengdamóður, ömmu og langömmu, ÞORBJARGAR KATARÍNUSDÓTTUR, Götuhúsi, Fannborg 1, Kópavogi, fer fram frá Seljakirkju miðvikudaginn 4. mars kl. 13.30. Þeim, sem vilja minnast hennar, er bent á Sjálfsbjörg, landssamband fatlaðra. Margret Benediktsdóttir, Jóhanna G. Benediktsdóttir, lain Smith, Álfhildur Benediktsdóttir, Guðbjörg Benediktsdóttir, Vilborg Benediktsdóttir, Dagur Grímur Ingvason, Einar Björn Ingvason, Tryggvi Sigfússon, Lárus Guðjónsson, Tom de Vries, María Fe. Ingvason, Seselía G. Sigurðardóttir, barnabörn og barnabarnabarn. + Ástkær eigimaður minn, faðir okkar, tengda- faðir og afi, MAGNÚS RAFN MAGNÚSSON, Miroslav R. Mikulcák, Meðalholti 2, Reykjavík, verður jarðsunginn, frá Bústaðakirkju þriðju- daginn 3. mars kl. 15.00. Elín Jóna Ólafsdóttir, Anna Kristine Magnúsdóttir, Ingunn Magnúsdóttir, Trausti Bragason, Elísabet Magnúsdóttir, Jón Ágúst Eirfksson, Björg Magnúsdóttir, Þorsteinn Guðmundsson, Magnús Jaroslav Magnússon, Hugrún Linda Guðmundsdóttir, Dagmar Magnúsdóttir og barnabörn. + Móðir okkar, GUÐRÚN ELÍN KRISTJÁNSDÓTTIR, dvalarheimilinu Hlfð, Akureyri, verður jarðsungin frá Akureyrarkirkju mánu- daginn 2. mars kl. 13.30. Þeim, sem vildu minnast hennar, er bent á dvalarheimilið Hlíð. Fyrir hönd aðstandenda, Kolbrún Inga Sæmundsdóttir, Óli Helgi Sæmundsson. r + Ástkær eiginmaður minn, faðir okkar, tengda- faðir og afi, KARL MAGNÚSSON vélstjóri, Rauðalæk 25, verður jarðsunginn frá Laugarneskirkju þriðju- daginn 3. mars kl. 13.30. Jónína Lilja Waagfjörð, Kristín Dóra Karlsdóttir, Hallur Birgisson, Sólveig Ásta Karlsdóttir, Allan Ebert Deis og afabörn. + Útför hjartkærrar móður okkar, tengda- móður, ömmu og langömmu, GUÐRÍÐAR BJARNADÓTTUR frá Hörgsdal á Sfðu, fyrrum húsfreyja á Álfaskeiði 10, Hafnarfirði, verður gerð frá Hafnarfjarðarkirkju fimmtudaginn 5. mars nk. og hefst at- höfnin kl. 13.30. Sigriður Nikuiásdóttir, Kjartan P. Kjartansson, Bjarni Jón Nikulásson, Pálína Pétursdóttir, barnabörn og barnabarnabörn.
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.