Morgunblaðið - 01.03.1998, Blaðsíða 37

Morgunblaðið - 01.03.1998, Blaðsíða 37
MORGUNBLAÐIÍ) MINNINGAR SUNNUDAGUR 1. MARZ 1998 37 KRISTIN MA TTHÍASDÓTTIR + Kristín Matthías- dóttir var fædd á Siglufirði 23. janúar 1915. Hún Iést á Hrafhistu í Reyjavík hinn 23. febrúar síð- astliðinn. Foreldrar hennar voru hjónin Matthías Hallgríms- son, sfldarkaupmaður, og Auður J. Frímanns- dóttir. Hún var elst í hópi fimm systkina, ólst upp á Siglufirði, en á unglingsárum sín- um fluttist hún fyrst til ísafjarðar og síðan til Húsavíkur og bjó þar um hríð. Síð- ar fluttist hún til Reykjavíkur. Hinn 19. desember 1942 giftist Kristín Gunnari Guðmundssyni, f. 25. mars 1912, d. 23. apríl 1976. Foreldrar hans voru Guðmundur Ilelgi Guðnason gullsmiður og Nikólina Hildur Sigurðardóttir. Böm Kristínar og Gunnars em: 1) Hrafnhildur, gift Gunnari Brynjólfs- syni, barn þeirra Brynjólfur, í sambúð með Ástu Bjarnadótt- ur. Bam þeirra Sara. Fyrir átti Ásta Tómas Ilaraldsson. 2) Gunn- ar, kvæntur Þórunni Karlsdóttur (skildu), börn þein-a era Anna Kristín og Gunnar Karl, kvæntur Mar- gréti Jónsdóttur (skildu). í sambúð með Önnu Lám Stein- dal. Kristín tók virkan þátt í sjálf- boðaliðastarfi Kvennadeildar Reykjavíkurdeildar Rauða kross fslands og starfaði eimúg í kvenfé- laginu Hringnum. Útför Kristínar fer fram frá Fossvogskirkju á morgun, mánu- daginn 2. mars, og hefst athöfnin klukkan 13.30. EDITH WIBE LUND + Edith Wibe Lund fæddist i í Noregi 14. desember 1906. Hún lést 17. febrúar síðastliðinn. Eiginmaður henn- ar var Mats Wibe Lund eldri, fæddur 13. júlí 1907, látinn í Ósló 29. júnf 1988. Edith og Mats eign- uðust tvö börn, Mats yngri, ljósmyndari, f. 1937, búsettur á ís- landi síðan 1966, gift- ur Arndísi EUerts- dóttur, og Magdalene Kiemlf, innanhússarkitekt, f. 1940, búsett á Tanum í Noregi. Arndís og Mats eiga þtjú börn; Margit Johanne, f. 1965. Maki hennar er Christian Robertet, búsett í París, þau eiga eina dóttur, Manon Anna, f. 1997. Anita Björk, f. 1967. Sambýlis- maður hennar er Sveinbjörn Jóhann- esson og sonur þeirra Hlynur Smári, f. 1994. Christopher, f. 1973. Maki hans er Mar- grét Rúnarsdóttir og eiga þau eina dóttur, Bjargey, f. 1997. Magdalene Kiemlf á tvær dætur: Liv Mai og Ida, báð- ar ógiftar. Edith verður jarðsungin frá Holmenkollen kapell í Ósló í dag. Elskuleg tengdamóðir mín, Edith Wibe Lund, verður jarðsungin frá Holmenkollen kapell í Osló í dag. Hún dvaldi á hjúkrunarheimili á Slemdal Osló sl. 8 ár. Hún var ótrúlega ern fram á það síðasta, en líkamlega hrakaði henni skjótt. Þó svo hún reyndi að streitast á móti hrörnuninni lést hún 17. febr- úar sl. 91 árs að aldri. Edith var stórbrotin kona, fróð, víðlesin og mjög áhugasöm um menn og málefni. Hún var forvitin, spurul, en samt gefandi persóna og bar mikla umhyggju fyrir öðrum. Hún lærði innanhúss arkitektúr á sínum yngri árum, en vann stutt við þá iðn eftir að hún giftist og stofnaði heim- ili. En Edith nýtti sér vel það sem hún hafði lært í arkitektúr. Fallegt heimili þeirra hjóna á Holmenkollen við Osló bar vitni um það. Auk þess hannaði hún hlýlegt sumarhús, „hytte", á Geilo, en þar dvöldu þau mánuðum saman eftir að eiginmaður hennar Mats seníor hætti að vinna. Hún tók mér opnum örmum frá fyrsta degi er ég kom inn á heimilið sem tilvonandi tengdadóttir. Hún reyndist mér sem besta vinkona í gegnum árin. Betri tengamóður gat ég ekki fengið. Börnum okkar var hún kær. Hún kom árlega í heim- sókn eftir að við fluttum til íslands. Hún var góð amma, „farmor“, kenndi þeim og leiðbeindi í stai’fi og leik, og naut þess að fylgjast með þeim þroskast og eignast sjálf sína fjölskyldur. Hún lærði íslensku á efri ái-um til þess að getað tjáð sig betur við barnabörnin og börn annarra vina og ættingja sem hún hafði kynnst hér á landi og í Noregi. ísland var henni mjög hjartfólgið. Hún fylgdist vel með í ferðum okkar Mats í kringum landið þegai- við fór- um í myndatökuleiðangra. Einnig hélt hún góðu sambandi bréflega við vini og ættingja hér á landi eftir að hún hætti að treysta sér í íslands- ferðir sökum heilsubrests. Hafðu þökk fyrir samfylgdina, kæra Edith, ég kveð þig með sárum trega, en veit að þú varst hvíldinni fegin. Megi minning þín lifa með okkur og getum við lært margt af lífi þínu, framkomu og hjartahlýju. Barnabörnin og litlu langömmubörn- in kveðja þig með sárum söknuði. Blessuð sé minning þín. Arndís Ellertsdóttir. Elsku amma. Nú ertu loks lögð í langferð á ný og flakkar um allt, full af orku eins og áður. Nú eruð • þið afi sameinuð aftur í eilífri sælu hjá Guði. Margt kemur upp í hug- ann á tímamótum sem þessum. Þær eru ófáar gleðistundirnar sem rifj- ast upp. Það var gaman að vera lít- ill og fara í heimsókn í Barmahlíð- ina, fá að vera í garðinum og ham- ast, gramsa í skúffunum í eldhúsinu og komast í fóndurherbergið og kíkja á dýrgripina þar. Ungi dreng- urinn var fullur af stolti yfir því að amma gæti búið til jólasveina, hunda, kanínur, palla-dúkkur o.fl. og það sem var enn betra var að þær þoldu að vera með í fjörugum leik. Ekki var nú verra þegar hægt var að plata ömmu í það að segja einhverjar af sögunum sínum sem sagðar voru af mikilli innlifun og tilfinningu og athygli viðstaddra var algjör. Þegar ég var stærri og var að þvælast með þér í einhverjum smá- verkum vorum við alltaf sammála um það að hlutirnir þyrftu nú ekki að vera allt of vel gerðir og maður ætti nú ekki að vera að slíta sér út á einhverju eins ómerkilegu eins og heimilisverkunum. Þá settumst við heldur niður og spjölluðum eða fengum okkur kakó og einhver sæt- indi. Það varð síðan æ meira áber- andi þegar árin liðu hvað bömin í hverfinu hópuðust til þín og þú tókst þeim opnum örmum ýmist til að skoða fóndurdótið allt saman, kíkja á Týru greyið sem var nú svo oft að þvælast hjá þér eða bara til að leika eitthvað. Seinna þegar unglingaveikin helltist í mig og mér datt í hug eitt- hvert asnaprikið gat ég ávallt reitt mig á þinn stuðning ef foreldrar mínir fóru að efast um framkvæmd- ina. Þá kom það í ljós eins og svo oft áður að þú hafðir þínar skoðanir á málunum og fórst þínar eigin leið- ir. Nú á síðari árum eftir af þú flutt- ir á Hrafnistu fannst Tómasi mín- um gaman að heimsækja ömmu í höllinni eins og hann kallaði það. Það var síðan stór stund hjá mér þegar ég sagði þér frá því að þú værir loks að verða langamma, þá varst þú nú alveg með á nótunum og sagðir mér strax að það yrði stelpa sem varð síðan raunin. Þið Sara hittust reyndar aldrei. Hún varð einmitt sex mánaða gömul daginn sem þú kvaddir okkur, en minningin um þig mun lifa með okkur. Þinn Brynjólfur. t Móðir okkar, tengdamóðir, amma og lang- amma, KRISTÍN MATTHÍASDÓTTIR, verður jarðsungin frá Fossvogskirkju mánu- daginn 2. mars kl. 13.30. Hrafnhildur Gunnarsdóttir, Gunnar Brynjólfsson, Gunnar Gunnarsson, Anna Lára Steindal, Brynjólfur Gunnarsson, Ásta Bjarnadóttir, Anna Kristín Gunnarsdóttir, Gunnar Karl Gunnarsson, Tómas og Sara. t Innilegar þakkir fyrir auðsýnda samúð og vinarhug við andlát elskulegrar eiginkonu, móður okkar, tengdamóður, ömmu og lang- ömmu, ÖNNU JÓHANNSDÓTTUR, Hlíðargerði 5, Reykjavík. Magnús Jónasson, Óskar Magnússon, Kristín Eggertsdóttir, Jónas S. Magnússon, Nanna Ólafsdóttir Edda Magnúsdóttir, Guðmundur Björnsson, Guðrún J. Magnúsdóttir, barnabörn og barnabarnabarn. + Elskuleg móöir mín, amma okkar og lang- amma, ÞÓRUNN KATRÍN BJÖRNSDÓTTIR, verður jarðsungin frá Fossvogskirkju mánu- daginn 2. mars kl. 15.00. Fyrir hönd aðstandenda, Kristín Hafsteinsdóttir. + Okkar hjartkæra, HELGA SVEINSDÓTTIR húsfreyja í Görðum á Álftanesi, verður jarðsungin frá Garðakirkju á morgun, mánudaginn 2. mars, kl. 13.30. Þorsteinn Þorsteinsson, Sigríður Guðmundsdóttir, Þórunn Guðmundsdóttir, Sveinn Þorsteinsson, Sveinn Helgi Sveinsson, Halldór Guðmundsson, Eggert Guðmundsson, Leifur Eiríksson, barnabörn, barnabarnabörn og langalangömmubarn. Svanhildur Þorbjarnardóttir, Bragi Guðmundsson, Guðrún Stefánsdóttir, Steinunn Gunnarsdóttir, + Eiginkona mín, móðir okkar, tengdamóðir, amma og langamma, HALLDÓRA S. GUÐLAUGSDÓTTIR, Skólabraut 3, Seltjarnarnesi, er lést á Landspítalanum laugardaginn 21. febrúar, verður jarðsungin frá Seltjarnar- neskirkju mánudaginn 2. mars kl. 13.30. Þeim, sem vilja minnast hennar, er bent á Félag krabbameinssjúkra barna. Sverrir Torfason, Valgerður Sverrisdóttir, Ása S. Sverrisdóttir, Ásgrímur Hilmisson, Halldóra S. Sveinsdóttir, Stefán fvar ívarsson, Guðrún Jónsdóttir, Ólafur W. Hand, Sverrir Jónsson, Andrea Ásgrímsdóttir, Auður Ásgrímsdóttir og Hilmir Gestsson. + Innilegar þakkir til allra, sem auðsýndu okkur samúð og vinarhug við andlát og útför HALLGRÍMS INDRIÐASONAR, Litla-Hvammi, Eyjafjarðarsveit. Guð blessi ykkur öll. Lilja Jónsdóttir, Kristín Hallgrímsdóttir, Grétar Sigurbergsson, Hólmgeir G. Hallgrímsson, Lovísa Gestsdóttir, Helga Hallgrímsdóttir, Hörður Snorrason, Sigrún Klara Hannesdóttir, Sólveig Guðmundsdóttir, barnabörn, barnabarnabörn, systkini og aðrir vandamenn. + Innilegar þakkir færum við öllum þeim fjölmör- gu, vinum og ættingjum, sem auðsýndu okkur samúð, kærleika og hlýhug við andlát og útför ástkæra litla drengsins okkar, SfMONAR BERGS STEFÁNSSONAR, Dvergabakka 34. Sérstakar þakkir viljum við færa starfsfólki gjörgæsludeildar Sjúkrahúss Reykjavíkur og safnaðarfólki Frikirkjunnar Vegarins fyrir þeirra einstöku hjálp og stuðning. Guð blessi ykkur öll. Stefán H. Birkisson, Margrót B. Kjartansdóttir, Dagný Björk og Aron Birkir, Birkir Þór Gunnarsson, Róshildur Stefánsdóttir, Kjartan I. Jónsson, Ingibjörg Ámundadóttir.
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.