Morgunblaðið - 01.03.1998, Blaðsíða 10

Morgunblaðið - 01.03.1998, Blaðsíða 10
10 SUNNUDAGUR 1. MARZ 1998 MORGUNBLAÐIÐ 1 í i i l I [. I f [ FRUMVÖRP OG ÞINGSÁLYKTUNARTILLÖGUR UM MIÐHÁLENDIÐ Á ALÞINGI NÁTTÚRAN á miðhálendi Islands lætur fáa ósnortna. Að ofan fara reiðmenn á íslenskum hestum um Jökulg-il í Landmannalaugum. Morgunblaðið/RAX MIÐHALENDIÐ næsta mál á dagskrá Þrátt fyrir hörð skoðanaskipti hvarvetna í þjóðfélaginu hefur enn ekki verið skorið úr nokkrum grundvallaratriðum varðandi ís- lenska miðhálandið. Anna G. Olafsdóttir komst að því að horfur eru á að breyting verði þar á. Fyrir Alþingi liggja tíu frum- vörp og þingsályktunartillögur í tengslum við miðhálendið. ISLENSKA miðhálendið býr ekki aðeins yfír einstakri og stórbrotinni náttúru. Hin óbyggða víðátta lætur fáa ósnortna og hefur reynst dýrmæt- ur fjársjóður í leit Islendinga að þjóðarímynd í aldanna rás. Miðað við ómældan áhuga hvarvetna í þjóðfélaginu vekur hins vegar furðu að enn skuli ekki hafa verið tekið af skarið með grundvallará- kvarðanir á borð við landamörk, stjómsýslu, nýtingu auðlinda og náttúruvemd á miðhálendinu. Með þremur stjómarfrumvörpum fyrir Alþingi kann hins vegar að verða breyting þar á. Ekki er heldur allt upp talið þvi að 7 önnur frumvörp og þingsályktunartillögur er snerta miðhálendið með einum eða öðmm hætti liggja fyrir vorþingi að þessu sinni. Ekki er því laust við að mið- hálendið verði í brennidepli í mál- stofu þjóðarinnar á næstunni. Engan skyldi undra að sumum þyki erfitt að greina frumvörpin að því að innihaldið skarast, skilgrein- ingar era mismunandi og miðað er við ólík mörk svo ekki sé minnst á pólitískan áherslumun. Eðlilegast er að byrja á því að skoða stjómar- íramvörpin þrjú. Frumvörpin lýsa vel stefnu stjómarinnar og miða að því að móta heildarstefnu um mál- efni miðhálendisins. Fyrst er að telja hið svokallaða þjóðlendaframvarp forsætisráð- herra. Framvarpið myndar eins konar grandvöll undir hin stjómar- framvörpin enda er meginmarkmið framvarpsins fólgið í því að skera með ótvíræðum hætti úr um eign- arrétt á miðhálendinu. Aður en lengra er haldið er rétt að taka fram að við samningu framvarps- ins var ákveðið að styðjast við eft- irfarandi skilgreiningar á þremur meginhugtökum framvarpsins. Að eignarland væri landsvæði háð einkaeignarrétti, þjóðlenda væri landsvæði utan eignarlands og af- réttur væri land utan byggðar sem notuð væri að staðaldri til sumar- beitar íyrir búfé. Hugtakið þjóð- lenda er nýjung og felur framvarp- ið í sér að íslenska ríkið sé eigandi lands og hvers konar landsréttinda og hlunninda í þjóðlendum. Eftir stendur að enn hafa ekki verið dregin mörk eignarlanda og þjóðlendna á miðhálendinu. Fram- varpið gerir ráð fyrir að sú marka- lína verði dregin af svokallaðri óbyggðanefnd. Önnur verkefni óbyggðanefndar yrðu að skera úr um eignarrétt og afréttar innan þjóðlendna. Óbyggðanefndinni er ætlað að ákveða og tilkynna fyrir- fram hvaða landsvæði ákveðið hef- ur verið að taka til meðferðar hverju sinni. Stefnt er að því í framvarpinu að óbyggðanefnd hafí lokið verkefninu fyrir árið 2007. Ágreiningur um stjórnsýslu Til að leggja áherslu á sérstöðu miðhálendisins miðað við aðrar rík- iseignir er gert ráð fyrir að forsæt- isráðherra fari með málefni þjóð- lendna annarra en heyra með lög- um undir önnur ráðuneyti. Forsæt- isráðherra komi fram sem sameig- inlegur fulltrúi þjóðarinnar með svipuðum hætti og eigandi eignar- lands. Honum til aðstoðar yrði svokölluð samstarfsnefnd ráðu- neyta og Sambands íslenskra sveit- arfélaga enda er gert ráð fyrir að náið samstarf verði á milli ríkis og sveitarfélaga um málefni miðhá- lendisins. Sveitarfélög veita t.a.m. leyfi til nýtingar lands og lands- réttinda innan þjóðlendna allt að einu ári. Ef um lengri tíma er að ræða þarf hins vegar leyfi forsætis- ráðherra til viðbótar. Vísað er til stjórnsýsluvalds sveitarstjómanna í frumvarpinu og í bráðabirgðaákvæði framvarps Páls Péturssonar, félagsmálaráð- herra, til sveitarstjómarlaga er gert ráð fyrir að stjórnsýsla sveit- arfélaganna framlengist inn að miðju landsins. Stjórnarandstæð- ingar hafa gagnrýnt skiptinguna og talið að bráðabirgðaákvæðið rími ekki við þjóðlendnafrumvarp- ið. Páll hefur andmælt því og vísað þar m.a. til umæla í greinargerð að þjóðlendafrumvarpinu. Til að samræma hugtakanotkun og efn- isreglur milli frumvarpanna hefur hann hins vegar óskað eftir að fé- lagsmálanefnd flytji breytingartil- lögu við ákvæðið. Með breyting- unni er óbyggðanefnd en ekki sér- stakri úrskurðarnefnd falið að skipa þjóðlendum innan sveitarfé- laga. Annars kom í umræðum þing- manna um þjóðlendnaframvarpið fram almenn ánægja með að loks yrði með ótvíræðum hætti skorið úr um eignarrétt á miðhálendinu. Eins og vikið var að voru þing- menn hins vegar ekki á eitt sáttir um alla liði framvarpsins. Frum- varpið var talið veita forsætisráð- herra of mikið vald til að veita leyfí og taka gjald fyrir nýtingu á auðlindum. Ekki væri heldur eðli- legt að ganga jafn langt og gengið væri með frumvarpinu áður en ríkisstjórn og Alþingi hefðu mótað stefnu um nýtingu lands og land- gæða á hálendi Islands. Þjóð- lendnafrumvarp forsætisráðherra er til umræðu í allsherjarnefnd Al- þingis. Eignarréttur á ómælt dýpi Þjóðlendnafrumvarpið gerir ráð fyrir að leyfí forsætisráðherra þurfí til að nýta vatns- og jarðhita- réttindi, námur og önnur jarðefni innan þjóðlendna nema mælt sé fyrir um annað í lögum. I fram- varpi Finns Ingólfssonar, iðnaðar- ráðherra, um eignarhald og nýt- ingu á auðlindum í jörðu er mótuð heildstæð stefna um nýtingu auð- linda i jörðu. Finnur tók fram í framsöguræðu að framvarpið staðfesti að landar- eign í einkaeign fylgdu auðlindir í jörðu, innan netlaga i vötnum og í sjó. Hann tók fram að móti kæmi að iðnaðarráðherra fengi víðtæk- ari heimildir en áður hefðu gilt til þess að heimila nýtingu réttinda eða láta nýta réttindi á landar- eignum sem væru í einkaeign og nýta þau í almannaþágu. Ekki væra aðrar leiðir færar til að tryggja að ekki væri gengið á lögvarin og stjórnarskrárvarin eignarréttindi samkvæmt 72. gr. stjórnarskrárinnar. Stjórnarandstæðingar lýstu efa- semdum um að lögvarinn einka- eignarréttur gengi allt inn í miðju jarðkúlunnar og fram kom að mælt hefði verið með því að miðað yrði við 100 m dýpi. Finnur taldi að miðað hefði verið við aðrar aðstæð- ur en fyrir hendi væru í dag. Tækninni hefði fleygt fram og ætti eftir að fleygja svo fram að erfitt væri að segja fyrir um hversu langt niður í jörðu væri hægt að ná til auðlinda með auðveldum hætti í framtíðinni. Rétt er að taka fram að framvarpið gerir ráð fyi’ir að auðlindir í jörðu utan eignarlanda séu eign íslenska ríkisins. Eins og áður segir getur ráðherra gengist fyrir eða veitt öðrum rannsóknar- leyfi hvar sem er á landinu. Ef brýna nauðsyn ber til getur ráð- herra tekið auðlindir eignarnámi og komi bætur fyrir; annað hvort ein heildarapphæð eða árleg greiðsla miðað við verðmæti á til- teknu vinnslustigi. Aður en skilið er við stjórnarframvörpin skal svo tekið fram að í framhaldi af þings- ályktunartillögu um framtíðarskip- an raforkumála hefur framvarp til raforkulaga verið boðað á haust- þingi. I I ; t i i I {. i f 5 i
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.