Morgunblaðið - 01.03.1998, Blaðsíða 44

Morgunblaðið - 01.03.1998, Blaðsíða 44
44 SUNNUDAGUR 1. MARZ 1998 MORGUNBLAÐIÐ HUGVEKJA í DAG Æskulýðs- dagurinn Kristin fræði ættu að vera skylduefni í framhaldsskólum, segir séra Heimir Steinsson, ekki síður en á barnsaldri. UM ÞESSA helgi fögnum vér hvoru tveggja í senn, æsku- lýðsdegi Þjóðkirkjunnar og fyrsta sunnudegi í föstu. Hug- vekjan einkennist af þessu. Hún býr að tvennu tilefni eða meir. Nýlega sat ég á góðra vina fundi. Þar bar það m.a. á góma, að auðveldara kynni að vera fyr- ir ungt fólk að rækta með sér kristna trú nú á dögum en t.d. var um miðja öldina. Á þeim ár- um var uppi í veröldinni mjög harðskeytt guðleysisstefna, sem sat um ungmenni ekki síður en aðra og leitaðist við að leiða þau sem lengst á braut frá kristnum dómi og guðstrú yfirleitt. Veldi Marxismans var um þetta leyti mikið á íslandi. í broddi þeirrar fylkingar gengu ýmsir helztu frömuðir landsins svo sem t.d. nokkur þekktustu skáldin. í unglingahópi var hlegið að trú- hneigðum mönnum og þeir taldir illa greindir og umfram allt ákaf- lega menningarsnauðir. Nú virðist Marxisminn vera úr sögunni. Hann þoldi ekki hrun Sovétríkjanna. Guðleysi er ekki lengur fint meðal „gáfaðra" manna. Það er jafnvel í tízku að velta sér upp úr margs konar trúarstefnum. Menningararfleifð kirkjunnar nýtur og vaxandi at- hygU. Á slíkri tíð ætti það sem fyrr greinir að vera hægara en áður að heyra boðskap Krists. Það á við um ungt fólk og alla aðra. Trúaruppeldi „Lengi býr að fyrstu gerð“ segir máltækið. Það er alkunna, að trúaruppeldi fer öðru fremur fram í frumbemsku. Móðirin unga, sem kennir bami sínu að fara með vers að kvöldi dags, er ásamt föður bamsins þýðingar- mesti kristniboði landsins. Það á reyndar við um fóstra og fóstmr, ömmur og afa og alla þá aðra, er sitja kunna við rekkjustokkinn, meðan bömin eru á aldrinum tveggja til sex ára, svo að eitt- hvað sé talið. Ég vil í dag, á æskulýðsdegi Þjóðkirkjunnar, telja kjark í ykkur öll, sem þetta kristniboð stundið. Um leið þakka ég henni móður minni það, hve vel henni fórst þetta verk úr hendi fyrir nokkru meira en hálfri öld. Engin hugsun vekur mér meiri öryggiskennd á fullorðinsárum en versin sem mamma kenndi mér forðum. Ég hef lært ýmis- legt varðandi kristinn dóm og önnur trúarefni síðan. En ekk- ert tekur þessari endurminn- ingu fram. Jafnvel prestsvígsla stendur ekki dýpri rótum í hug- skotinu en kvöldbænir bemsk- unnar. Ef þú vilt gefa bami nokkuð, sem kemur að haldi ævilangt, skaltu kenna því að biðja og hlú að þeirri iðju eins lengi og kost- ur er. Hugsun og trú Unglingsárin eru mótunar- skeið. Um þær mundir fæst ein- staklingurinn við að koma sér upp sjálfsmynd og bregðast við eigin vem og umhverfí sínu. Á þessum tímum ber skólunum að leggja það af mörkum, sem til þroska horfir. Hugmynda- og trúarsaga er þar ofarlega á baugi. Kristin fræði ættu reynd- ar að vera skylduefni í fram- haldsskólum, ekki síður en á bamsaldri. Venjulegt ungt fólk brýtur heilann um gátur og geim. Við þau heilabrot þarf það á trúar- legum lausnum að halda ekki síður en öðram. Þegar ég tala um trúarlegar lausnir, á ég ekki eingöngu við kristniboð til aftur- hvarfs, heldur „hugsandi trú“ al- mennt talað eða trúarheimspeki, ef menn vilja nota það orð. Til þess ama þarf reyndar að mennta kennara og renna stoð- um undir störf þeirra. Þeir verða og að hafa skilning á gildi hugs- andi trúar. Við freistingum gæt þín í dag er ekki aðeins æsku- lýðsdagur Þjóðkirkjunnar, held- ur einnig fyrsti sunnudagur í föstu. Guðspjall dagsins eftir fyrstu textaröð er sagan af freistingu Jesú, Matteus 4:1-11. Þeirri sögu lýkur með því, að Kristur vísar freistaranum á bug og segir: „Vík brott, Satan! Ritað er: Drottin Guð þinn átt þú að tilbiðja og þjóna honum einum.“ Jesús hafði í fullu tré við freistingamar. I því efni sem öðram lét hann oss mönnunum eftir lýsandi fyrirmynd. Æsku- fólk vorra daga er að því leyti verr sett en var, að freistingarn- ar era skæðari nú en nokkra sinni. Auk tóbaks og áfengis eru margs konar fikniefni í boði. Á æskulýðsdegi biðjum vér þess, að böm vor og unglingar forðist þau ósköp. Einn af sálmum fyrsta sunnu- dags í fóstu fjallar um freisting- una. Upphafserindi sálmsins er á þessa leið: Við ff eistingum gæt þín ogfalliþigver, þvi fr eisting hver unnin til sigurs þig ber. Gakk öruggur rakleitt mót ástríðuher, en ætíð haf Jesúm í verki með þér. Sannleiksgildi þessara orða liggur í augum uppi, og þekkir það hver fullvaxta maður: Þú stælist við hverja raun, ef þér tekst að vísa illum valkostum á bug. Bindindissemi á æskuáram er þannig holl, m.a. af því að hún kann að leiða til bindindis ævi- langt. Þá er sú freisting unnin og ber þig áfram til nýrra sigur- vinninga á öðram sviðum. Þú gengur ótrauð(ur) til bardaga við frekari aðsóknir í eigin brjósti og á félagslegum vett- vangi. Hin(n) aftur á móti, sem gefst upp fyrir aðsópsmiklu áreiti hið ytra eða innra, verður veikari eftir en áður og miður til þess fær að standast nýjar freistingar síðar á æviveginum. Þess vegna er það brýnt, að fullorðnir gefi bömum gott fordæmi, er verði þeim til siðferðilegrar eflingar. Þau læra þá ung að áram að brjóta hið illa á bak aftur, eflast að sjálfstrausti og ganga hik- laust framhjá gylliboðum lævísr- ar veraldar, þegar fram h'ða stundir. VELVAKANDI Svarað í síma 569 1100 frá 10-12 og 13-15 frá mánudegi til föstudags Svörin að fínna á Þjóð- skjalasafni KRISTÍN Árnadóttir, að- stoðarkona borgarstjóra, spyr um áhöfn Gulltopps árið 1941. Vandalítið er að komast að raun um hverjir voru á Gulltoppi þetta ár. Svarið er að finna í skips- hafnaskrám í Þjóðskjala- safni í Safnahúsinu við Hverfisgötu. Allir sjó- menn bjuggu við þá kvöð að skrá sig á skip og skráningin fór fram hjá starfsmanni tollstjóra í Reykjavík. Á safninu er svörin að finna. Um leið má geta þess að Þjóð- skjalasafnið er furðu hljóðlátt um starfsemi sína því það birtir ekki, eins og aðrar stofnanir gera, í þjónustudálkum Morgun- blaðsins afgreiðslutíma sinn. Pétur Pétursson, þulur. Tapað/fundið Skólataska tapaðist SVARTUR bakpoki úr næloni sem var fullur af skólabókum og stílabókum tapaðist í Hlíðunum mið- vikudaginn 25. febrúar sl. Finnandi vinsamlegast hafi samband í s: 562 6375. Fundarlaun. Skinn- hanskar BRÚNIR loðfóðraðir skinnhanskar týndust fimmtudaginn 12. febrúar sl. Finnandi er vinsamlega beðinn að hringja í s: 552 3159. Fundarlaun. Gul skjalamappa týndist SKJALAMAPPA úr gui- um pappa í stærðinni A4 lokuð með teygjum sem inniheldur teikningar við barnasögu tapaðist fyrir tæpum þremur vikum. Eigandanum mjög dýr- mætt. Finnandi vinsam- lega hafi samband í s: 587 6538. GSM-sími týndist GSM-sími af tegundinni Motorola 7500 týndist á Glaumbar fóstudaginn 13. febiúar síðastliðinn. Finn- andi vinsamlega hafi sam- band í s: 567 7016. Gullúr tapaðist FIMMTUDAGINN 26. febrúar tapaðist kven- mannsguliúr með hvítri skelplötu í Reykjavík. Finnandi vinsamiega hafi samband við Margréti í s: 553 6793. Morgunblaðið/RAX í Bláfjöllum Víkveiji skrifar... VÍKYERJA hefur borizt bréf frá Áma Brynjólfssyni, fv. fram- kvæmdastjóra, vegna umfjöllunar um skattamál sl. sunnudag. í bréfi sínu segir Ámi: „Kæri Víkverji. Ég get ekki látið hjá líða að lýsa ánægju minni með skrif þín um fyr- irkomulag skattheimtu hér hjá okk- ur, siðleysi ráðamanna þegar skatt- klóin er annars vegar og áráttu þeirra að halda okkur hinum utan ákvarðana um þessi mál, en treysta í staðinn hver á annan. Ég man ekki eftir að hafa lesið eins skilmerkilega umfjöllun í svona stuttu máli. Þú spyrð hvers vegna þeim ein- um sé treyst „sem horfa innan úr kerfinu út í þjóðfélagið". Svar mitt er einfalt - þetta era allt menn sem vinna hjá sama vinnuveitanda, einnig þingmennimir, og því betur sem þeir geta tryggt afkomu fyrir- tækisins, því meiri verður vegur þeirra. Ékki aðeins í launum heldur og til gæluverkefna og atkvæða- kaupa í kjördæmunum. Fleiri fá að fara í utanlandsreisur á kostnað fyrirtækisins. Aðeins forsætisráðherrann virð- ist horfa öðra hvora í báðar áttir.“ XXX VÍKVERJI þakkar Áma bréfið og lýsir ánægju sinni með, að umfjöllunin um meðferð skatt- borgaranna í kerfinu hefur komizt til skila hjá lesendum. Að sjálfsögðu er það óþolandi, að skattgreiðend- um sé búið sh'kt umhverfi, að um- bjóðendur ríkiskassans hafi í raun sjálfdæmi um meðferð athuga- semda við framtölin á langri leið í gegn um kerfið. I umfjöllun sinni sleppti Víkverji ýmsum hrikalegum hliðum á meðferðinni á skattborgar- anum, t.d. því, að þegar gerð er at- hugasemd við framtal hans ein- hverra hluta vegna, jafnvel mörg ár aftur í tímann, þá ákveður skatt- stofan í mörgum tilfellum greiðslu dráttarvaxta, auk viðurlaga. Þótt kært sé til yfirskattanefndar kemur ákvörðuð skattaskuld, ásamt drátt- arvöxtum og viðurlögum, til inn- heimtu hjá sýslumanni, ásamt kostnaði þess embættis. Þetta geta verið umtalsverðar upphæðir, þótt upphaflegt tilefni hafi verið lítið. Hafi skattborgarinn ekki fjárráð til að greiða innheimtu sýslumanns er t.d. gert fjárnám í íbúð hans, sem getur leitt til gjaldþrots. Þetta ger- ist allt á meðan beðið er eftir úr- skurði yfirskattanefndar, sem getur dregist í nokkur ár, og dráttarvextir og annar kostnaður bætist við í sí- fellu. Vinni skattborgarinn málið falla dráttarvextir og viðurlög nið- ur, en þá kann það að vera of seint. Skattgreiðandinn hefur verið gerð- ur gjaldþrota út af skattaskuld, sem hann átti hugsanlega aldrei að borga. x x x ETTA er það „réttaröryggi“, sem borgarar þessa lands búa við. Ætli það séu margir alþingis- menn sem viðurkenni, eða jafnvel viti, að mannréttindi era brotin á borguram landsins í meðferðinni í skattkerfinu, að ekki sé talað um jafnræðisreglu stjórnarskrárinnar, því ríkið hefur þar allan forgang. Og svo er í pottinn búið, að fæstir leggja í það að leita til dómstóla vegna kostnaðar, tíma og fyrirhafn- ar.
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.