Morgunblaðið - 01.03.1998, Blaðsíða 18

Morgunblaðið - 01.03.1998, Blaðsíða 18
18 SUNNUDAGUR 1. MARZ 1998 MORGUNBLAÐIÐ Morgunblaðið/Ásdís Má bjóða þér inniskó! KALLINN í brúnni. Willard Ólason skipstjóri. Sögur af volki og vos- búð um borð í loðnu- skipum eru stórlega ýktar eins og Hávar Siguijónsson komst að raun um þegar hann slóst í för með loðnu- skipinu Grindvíkingi einn túr í vikunni. EINN túr með loðnuskipi? Hvers vegna ekld? Ég hef aldrei ferðast sjóleiðis lengra en upp á Akranes og aldrei orðið almennilega sjóveik- ur. Endilega prófa það. Nei, annars, veistu, sama og þegið, en ég held að ég sleppi því. Ég get hugsað mér flest annað en að eyða næstu 2-4 sólarhringum í skítakulda og slor- lykt, láta hóp af harðsnúnum sjó- mönnum gera gys að mér, hunskast svo í land við lítinn orðstír, útgubb- aður og ærulaus, eins og segir í kvæðinu. Jæja, ég fer samt. Seinnipart þriðjudags erum við Asdís ljósmyndari komin að skips- hlið á Seyðisfirði, við höfum fengið pláss á Grindvíkingi. Willard Ólason skipstjóri tekur á móti okkur, býður okkur velkomin um borð og strák- arnir aðstoða okkur við að hand- langa dótið yfir borðstokkinn. TAKIÐ AF YKKUR VINNUFÖT OG ÚTISKÓ segir á skilti á dyrun- um innaf stakkageymslunni. Við hlýðum og tiplum niður á sokkaleistunum. Will- ard býður okkur klef- ann sinn, sem er í rauninni tveir klefar með sér baðherbergi. Eftir málamyndamót- mæli þiggjum við boð hans með þökkum. Ekki svo slæmt. Og engin slorlykt, kuldi eða fyrirheit um vos- búð. Bara notalegt. Frammi í borðsal sit- ur bróðurparturinn úr 15 manna áhöfninni, frísklegir strákar á öll- um aldri, sem bjóða okkur velkomin og virðast bara ánægðir með að hafa okkur með. Engar athuga- semdir um landkrabba, fiskifælur eða annað þess háttar sem sagan segir að fylgi alltaf slíkum kynningum. „Má ekki bjóða þér inniskó," segir Emil háseti sem hefur þann starfa með höndum að halda sam- eiginlegum vistarverum hreinum og snyrtilegum. Gáttaður þakkar undirritaður fyrir sig og dregur inniskóna á fætur sér. „Verðið þið sjóveik," spýr einhver í mestu vin- semd. Þegar við viðurkennum að það geti vel verið, stendur ekki á viðbrögðunum. Peir segja sjóveiki ekkert til að skámmast sín fyrir, harðsnúnustu sjóhundar hafi lent í því að verða einhvern tíma sjóveik- ir og vonandi sleppum við vel. Reyndar sé bræla fyrir utan og stimið á miðin geti orðið óþægilegt en það sé gott hjá okkur að vera mætt tímanlega og venjast skipinu áður en lagt er í hann. Svo er bor- inn í okkur matur og kaffi, kökur, vínarbrauð og meira kaffi; kokkur- inn Virgar, færeyskur að uppruna, hugsar vel um okkur allan túrinn. Löngu áður en lagt er úr höfn eru allar hugmyndir blaðamanns um kalsasama og svakalega vist um borð í loðnuskipi horfnar út í hafs- auga; snyrtimennska, þrifnaður, al- úð og kurteisi eru orðin sem efst eru í huga þegar lagt er frá uppúr miðnætti og stefnan tekin suður í Lónsbugt. Framundan er tíu tíma sigling og lítið annað að gera en EMIL háseti fylgist vel með öllu þegar nótin er dregin inn. ÞÓRHALLUR 1. vélstjóri og hásetarnir Símon, Sigurbjörn og Róbert bíða eftir næsta kasti. skríða í koju og nota tímann til að sjóast. Við erum komin í Lónsbugtina uppúr hádegi á miðvikudeginum, þar hefur loðnan haldið sig í nokkra daga. „Hún hefur hagað sér öðru- vísi á þessari vertíð en oft áður,“ segir Willard skipstjóri sem kominn er í brúna, einbeittur og íhugull á svipinn. „Hún er ekki vön að stoppa svona lengi á sama stað heldur gengur viðstöðulítið áfram suður- fyrir og vestur með landinu. Maður er að láta sér detta í hug að það sem stoppi hana sé tunga af heitum sjó sem hún vilji ekki fara inní.“ Loðnuskipin halda sig á litlu svæði, stutt á milli skipa og reyndar líka stutt í land, radarstöðin á Stokksnesi blasir við útum brúar- gluggann, dýpið ekki nema 15-20 faðmar. Willard fylgist grannt með öllu og klukkan þrjú er lóðað á fyrstu torfuna, strákamir ræstir út á dekk og svo er kastað. Það sem vekur athygli er hversu fumlaust er gengið að öllu. Engin læti, engin hamagangur, varla öskrað, allir vita nákvæmlega hvað á að gera. „Það skiptir öllu að vera með vana menn,“ segir Willard og greinilegt að menn kunna vel við sig um borð því mannabreytingar hafa verið í lágmarki, Sigurbjörn háseti er
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.