Morgunblaðið - 01.03.1998, Qupperneq 21

Morgunblaðið - 01.03.1998, Qupperneq 21
MORGUNBLAÐIÐ KIRKJUSTARF SUNNUDAGUR 1. MARZ 1998 21 _______FRÉTTIR_____ Bændur sam- þykktu samninga Safnaðarstarf Kvöldsam- vera í Grensás- kirkju í KVÖLD kl. 20.30 verður í Grensáskirkju helgistund með einfóldu formi, líflegri tónlist, boð- un orðsins og bænagjörð. Þess er vænst að stund með slíku sniði höfði jafnt til þeirra sem leggja leið sína sjaldan í kirkju og hinna sem sækja guðsþjónustur reglu- lega. Stúlkur úr Telpnakór Reykjavíkur munu syngja létta trúarlega söngva undir stjóm Margrétar Pálmadóttur en marg- ar stúlknanna sungu einmitt árum saman í barna- og unglingakórum Grensáskirkju. Undirleikari er Ástríður Haraldsdóttir. Tilefni þessarar nýbreytni er Æskulýðsdagur Þjóðkirkjunnar sem er ávallt fyrsta sunnudag í mars. Sá dagur á að minna okkur öll á mikilvægi þess að unglingar finni innan kirkjunnar samfélag sem höfðar til þeirra. A umbrota- skeiði unglingsáranna þurfa þeir traustan lífsgrundvöll að byggja á og stuðning til að standast marg- víslegar freistingar og varast þær hættur sem mæta hverju ung- menni í samtímanum. Kvöldsamveran í Grensáskirkju er ætluð unglingum, fjölskyldum þeirra og öðrum sem láta sér annt um að uppvaxandi kynslóð hafi trú kirkjunnar með sér sem veganesti út í lífið. Sr. Ólafur Jóhannsson. Poppguðs- þjónusta í DAG á Æskulýðsdegi þjóðkirkj- unnar verður poppguðsþjónusta á efri hæð Grafarvogskirkju kl. 20.30. Unglingar og æskulýðsleið- togar munu aðstoða við guðsþjón- ustuna, meðal annars með lestri ritningarlestra og bæna og einnig munu nokkrir þeirra flytja leikrit. Unglingakór kirlyunnar mun leiða sönginn, en stjórnandi kórsins er Áslaug Bergsteinsdóttir. Hljóm- sveit skipuð valinkunnum tónlist- armönnum undir stjóm Harðar Bragasonar mun sjá um tónlistar- flutninginn. Æskulýðsleiðtogarnir og guðfræðinemamir Helga Stur- laugsdóttir og Bolli Pétur Bolla- son munu flytja hugleiðingu. AUir velkomnir. Sr. Sigurður Arnarson. Kristniboðsvika í Reykjavík HIN árlega kristniboðsvika í Reykjavík hefst í dag kl. 17 með samkomu í húsi KFUM & K, Holtavegi 28. Verða samkomur öll kvöld vikunnar (nema mánudag) kl. 20.30 og lokasamkoman sunnu- daginn 8. mars kl. 17. Sam- komurnar þriðjudag og miðviku- dag verða í Kristniboðssalnum, Háaleitisbraut 58. Á samkomunum verður flutt ýmislegt lo-istniboðsefni, einnig verður söngur og hugvekjur. Mar- grét Hróbjartsdóttir, hjúkrunar- kona, sem dvalist hefur árum sam- an í Afríku, segir frá starfi sínu á fyrstu samkomunni. Þá syngja skólastúlkurnar Anna Elísa og Anna Lilja en Laufey Gísladóttir flytur hugleiðingu. Um þessar mundir eru níu kristniboðar á vegum Kristniboðs- sambandsins í Eþíópíu og Kenýu og dveljast þeir bæði þar sem kirkjulegt starf hefur verið unnið um alllangt skeið og á stöðum þar sem verið er að nema nýtt land á vegum lúthersku kirknanna þar syðra. Kirkjusókn er víða afar mikil en skortur er á kristniboðum og öðru starfsfólki til að sinna hin- um margvíslegu verkefnum. Fjórir starfsmenn sinna kynn- ingarstarfi hér heima. I kristni- boðsvikunni verður fólki gefinn kostur á að styrkja kristniboðs- starfið með gjöfum sínum. Allir eru velkomnir. Kristniboðssambandið. Áskirkja. Æskulýðsfélag mánu- dagskvöld kl. 20. Bústaðakirkja. Æskulýðsstarf mánudagskvöld kl. 20.30. Digraneskirkja. Kirkjustarf aldr- aðra. Þriðjudaginn 3. mars opið hús frá kl. 11. Leikfimi, matur, helgistund. Stefán Sigurkarlsson lyfsali kemur í heimsókn og hefur bókmenntakynningu á eigin verk- um. Dómkirkjan. Kl. 11 barnasam- koma í safnaðarheimilinu, Lækj- argötu 14a. Friðrikskapella. Kyrrðarstund í hádegi á morgun, mánudag. Létt- ur málsverður í gamla félagsheim- ilinu að stundinni lokinni. Grensáskirkja. Mæðramorgunn mánudag kl. 10-12. Allar mæður velkomnar með lítil börn sín. Æskulýðsfélagið mánudagskvöld kl. 20. Hallgrímskirkja. Orgelleikur og lestur Passíusálma mánudag kl. 12. Æskulýðsfélagið Örk mánu- dagskvöld kl. 20. Langholtskirkja. Kvenfélag Langholtskirkju: 45 ára afmælis- fundur verður þriðjudaginn 3. mars kl. 20 í safnaðarheimilinu. Kirkjunefnd kvenna Dómkirkj- unnar boðið á fundinn. Veisluhlað- borð, helgistund. Félagar takið með sér gesti. Neskirkja. Starf fyrir 10-12 ára börn mánudag kl. 16. For- eldramorgunn miðvikudag kl. 10- 12. Fræðsla: Svefn - svefnvenjur barna. Árbæjarkirkja. Starf fyrir 7-9 ára krakka kl. 13-14 í safnaðarheimili Árbæjarkirkju. Æskulýðsfundur yngri deildar kl. 19.30-21.30 í kvöld. Sunnudagaskólinn fer í heimsókn í Hjallakirkju á sunnu- dag. Rútuferð frá kirkjunni kl. 13. Viljum við hvetja foreldra til að koma með börnunum sínum á þessum degi æskunnar. Starf fyrir 10-12 ára krakka mánudag kl. 17- 18. Allir velkomnir. Félagsstarf aldraðra á mánudögum kl. 13-15.30. Fótsnyrting á mánudög- um. Pantanir í s: 557 4521. Fella- og Hólakirkja. Bænastund og fyiúrbænir mánudaga kl. 18. Tekið á móti bænaefnum í kirkj- unni. Æskulýðsfélag unglinga á mánudögum kl. 20.30. For- eldramorgunn í safnaðarheimilinu þriðjudag kl. 10-12. Grafarvogskirkja. Bænahópur kl. 20. Tekið er við bænarefnum í kirkjunni alla daga frá kl. 9 til 17. Kyrrðarstund mánudag kl. 12. Altarisganga, fyrirbænir. Léttur hádegisverður. Sorgarhópur á mánudögum kl. 20 í umsjón prest- anna. Hjallakirkja. Æskulýðsfélag Hjallakirkju kl. 20.30 fyrir ung- linga 13-15 ára. Prédikunarklúbb- ur presta í Reykjavíkurprófasts- dæmi eystra er á þriðjudögum kl. 9.15- 10.30. Umsjón dr. Sigurjón Ami Eyjólfsson héraðsprestur. Kópavogskirkja. Samvera Æsku- lýðsfélagsins kl. 20 í safnaðar- heimilinu Borgum. Seþ'akirkja. Fundur KFUK mánudag. Fyrir 6-9 ára stelpur kl. 17.15- 18.15 og fyrir 10-12 ára kl. 18.30-19.30. Mömmumorgnar á þriðjudögum kl. 10-12. Reykjavíkurprófastsdæmin. Há- degisverðarfundur presta verður í Bústaðakirkju mánudaginn 2. mars kl. 12. Hafnarfjarðarkirkja. Opið hús kl. 20-22 æskulýðsfél. 13-15 ára. Landakirlqa, Vestm. Utgáfutón- leikar í safnaðarheimilinu í kvöld kl. 20.30. Bamakór Landakirkju Litlir lærisveinar kynnir nýjan geisladisk ásamt hljómsveit. Stjómandi kórsins er Helga Jóns- dóttir. Enginn aðgangseyrir en diskurinn verður til sölu í safnað- arheimili. Pönnukökur og kleinur til sölu á eftir. Ágóði rennur til KFUM & K Landakirkju. Á morgun, mánudag, verður bæna- samvera og biblíulestur i KFUM & K húsinu kl. 20.30. VEGNA mistaka í vinnslu er eftir- farandi fréttatilkynning birt aftur: Atkvæðagreiðslu bænda um samning Bændasamtaka íslands og ríkisstjórnar Islands um starfs- skilyrði mjólkurframleiðslu fram á árið 2005 er nú lokið. Atkvæðagreiðslan fór fram með póstsendingum og vora 1.896 mjólkurframleiðendur á kjörskrá. Atkvæði greiddu 1.067 eða 56,3%. Samningurinn var samþykktur með 948 atkvæðum (88,8%). Á móti vora 96 (9,0%) og auðir og ógildir seðlar vora 23 (2,2%). Þetta er í fyrsta skipti sem almenn atkvæða- greiðsla fer fram um búvörasamn- ing en samningurinn var undirrit- aður 17. desember sl. með fyrir- vara um samþykki í almennri at- kvæðagreiðslu mjólkurframleið- enda og wnauðsynlegar lagaheim- ildir Alþingis. Samhliða atkvæðagreiðslunni um búvörusamninginn greiddu kúabændur atkvæði um samstarfs- samning Bændasamtaka Islands og Landssambands kúabænda. Markmiðið með þeim samningi er að koma greinargóðri skipan á samskipti þessara tvennra sam- taka þannig að verkaskipting þeirra á milli sé sem skýrast og saman fari ábjrrgð og forræði á þeim málaflokkum sem undir hvorn aðila heyra. Þar sem samn- ingurinn kveður á um atriði er varða framkvæmd búvöralaga þurfti skv. samþykktum Bænda- samtaka Islands að samþykkja hann með 2/3 hlutum greiddra at- kvæða bænda í búgreininni. Á kjörskrá voru 2.249 framleið- endur mjólkur og nautakjöts. At- kvæði greiddu 1.121 eða 49,8%. Samningurinn var samþykktur með 814 atkvæðum (72,6%). Á móti vora 235 (21,0%) og auðir og ógild- ir seðlar vora 72 (6,4%). Blað allra landsmanna! fHorgtmblafófc - kjarni málsins! Þokkabót kynnir: tif LONDON Feróist í fínu Næstu 100 sem gerast „MEÐLIMIR“ í Þokkabót fá frítt flugfar til LONDON í sumar Aóeins 3.000/ ó rnánuöi 3 '' _ a tímanum 09 "±5 eitt « Bindttím. aöe,ns * Þú greiðir aóeins flugvallarskattinn við útgáfu flugmiðans. Flogið á timabiiinu 26. júní & SV llíóan ©iagsskapur Mínar bestu þakkir fá allir þeir, skyldir og óskyldir, er heiðruðu mig með nærveru sinni, vináttu, skeytum og gjöfum í tilefni 90 ára af- mœlis míns þann 12. febrúar sl. Guð blessi ykkur öll! María Friðbergsson.

x

Morgunblaðið

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.