Morgunblaðið - 01.03.1998, Side 10

Morgunblaðið - 01.03.1998, Side 10
10 SUNNUDAGUR 1. MARZ 1998 MORGUNBLAÐIÐ 1 í i i l I [. I f [ FRUMVÖRP OG ÞINGSÁLYKTUNARTILLÖGUR UM MIÐHÁLENDIÐ Á ALÞINGI NÁTTÚRAN á miðhálendi Islands lætur fáa ósnortna. Að ofan fara reiðmenn á íslenskum hestum um Jökulg-il í Landmannalaugum. Morgunblaðið/RAX MIÐHALENDIÐ næsta mál á dagskrá Þrátt fyrir hörð skoðanaskipti hvarvetna í þjóðfélaginu hefur enn ekki verið skorið úr nokkrum grundvallaratriðum varðandi ís- lenska miðhálandið. Anna G. Olafsdóttir komst að því að horfur eru á að breyting verði þar á. Fyrir Alþingi liggja tíu frum- vörp og þingsályktunartillögur í tengslum við miðhálendið. ISLENSKA miðhálendið býr ekki aðeins yfír einstakri og stórbrotinni náttúru. Hin óbyggða víðátta lætur fáa ósnortna og hefur reynst dýrmæt- ur fjársjóður í leit Islendinga að þjóðarímynd í aldanna rás. Miðað við ómældan áhuga hvarvetna í þjóðfélaginu vekur hins vegar furðu að enn skuli ekki hafa verið tekið af skarið með grundvallará- kvarðanir á borð við landamörk, stjómsýslu, nýtingu auðlinda og náttúruvemd á miðhálendinu. Með þremur stjómarfrumvörpum fyrir Alþingi kann hins vegar að verða breyting þar á. Ekki er heldur allt upp talið þvi að 7 önnur frumvörp og þingsályktunartillögur er snerta miðhálendið með einum eða öðmm hætti liggja fyrir vorþingi að þessu sinni. Ekki er því laust við að mið- hálendið verði í brennidepli í mál- stofu þjóðarinnar á næstunni. Engan skyldi undra að sumum þyki erfitt að greina frumvörpin að því að innihaldið skarast, skilgrein- ingar era mismunandi og miðað er við ólík mörk svo ekki sé minnst á pólitískan áherslumun. Eðlilegast er að byrja á því að skoða stjómar- íramvörpin þrjú. Frumvörpin lýsa vel stefnu stjómarinnar og miða að því að móta heildarstefnu um mál- efni miðhálendisins. Fyrst er að telja hið svokallaða þjóðlendaframvarp forsætisráð- herra. Framvarpið myndar eins konar grandvöll undir hin stjómar- framvörpin enda er meginmarkmið framvarpsins fólgið í því að skera með ótvíræðum hætti úr um eign- arrétt á miðhálendinu. Aður en lengra er haldið er rétt að taka fram að við samningu framvarps- ins var ákveðið að styðjast við eft- irfarandi skilgreiningar á þremur meginhugtökum framvarpsins. Að eignarland væri landsvæði háð einkaeignarrétti, þjóðlenda væri landsvæði utan eignarlands og af- réttur væri land utan byggðar sem notuð væri að staðaldri til sumar- beitar íyrir búfé. Hugtakið þjóð- lenda er nýjung og felur framvarp- ið í sér að íslenska ríkið sé eigandi lands og hvers konar landsréttinda og hlunninda í þjóðlendum. Eftir stendur að enn hafa ekki verið dregin mörk eignarlanda og þjóðlendna á miðhálendinu. Fram- varpið gerir ráð fyrir að sú marka- lína verði dregin af svokallaðri óbyggðanefnd. Önnur verkefni óbyggðanefndar yrðu að skera úr um eignarrétt og afréttar innan þjóðlendna. Óbyggðanefndinni er ætlað að ákveða og tilkynna fyrir- fram hvaða landsvæði ákveðið hef- ur verið að taka til meðferðar hverju sinni. Stefnt er að því í framvarpinu að óbyggðanefnd hafí lokið verkefninu fyrir árið 2007. Ágreiningur um stjórnsýslu Til að leggja áherslu á sérstöðu miðhálendisins miðað við aðrar rík- iseignir er gert ráð fyrir að forsæt- isráðherra fari með málefni þjóð- lendna annarra en heyra með lög- um undir önnur ráðuneyti. Forsæt- isráðherra komi fram sem sameig- inlegur fulltrúi þjóðarinnar með svipuðum hætti og eigandi eignar- lands. Honum til aðstoðar yrði svokölluð samstarfsnefnd ráðu- neyta og Sambands íslenskra sveit- arfélaga enda er gert ráð fyrir að náið samstarf verði á milli ríkis og sveitarfélaga um málefni miðhá- lendisins. Sveitarfélög veita t.a.m. leyfi til nýtingar lands og lands- réttinda innan þjóðlendna allt að einu ári. Ef um lengri tíma er að ræða þarf hins vegar leyfi forsætis- ráðherra til viðbótar. Vísað er til stjórnsýsluvalds sveitarstjómanna í frumvarpinu og í bráðabirgðaákvæði framvarps Páls Péturssonar, félagsmálaráð- herra, til sveitarstjómarlaga er gert ráð fyrir að stjórnsýsla sveit- arfélaganna framlengist inn að miðju landsins. Stjórnarandstæð- ingar hafa gagnrýnt skiptinguna og talið að bráðabirgðaákvæðið rími ekki við þjóðlendnafrumvarp- ið. Páll hefur andmælt því og vísað þar m.a. til umæla í greinargerð að þjóðlendafrumvarpinu. Til að samræma hugtakanotkun og efn- isreglur milli frumvarpanna hefur hann hins vegar óskað eftir að fé- lagsmálanefnd flytji breytingartil- lögu við ákvæðið. Með breyting- unni er óbyggðanefnd en ekki sér- stakri úrskurðarnefnd falið að skipa þjóðlendum innan sveitarfé- laga. Annars kom í umræðum þing- manna um þjóðlendnaframvarpið fram almenn ánægja með að loks yrði með ótvíræðum hætti skorið úr um eignarrétt á miðhálendinu. Eins og vikið var að voru þing- menn hins vegar ekki á eitt sáttir um alla liði framvarpsins. Frum- varpið var talið veita forsætisráð- herra of mikið vald til að veita leyfí og taka gjald fyrir nýtingu á auðlindum. Ekki væri heldur eðli- legt að ganga jafn langt og gengið væri með frumvarpinu áður en ríkisstjórn og Alþingi hefðu mótað stefnu um nýtingu lands og land- gæða á hálendi Islands. Þjóð- lendnafrumvarp forsætisráðherra er til umræðu í allsherjarnefnd Al- þingis. Eignarréttur á ómælt dýpi Þjóðlendnafrumvarpið gerir ráð fyrir að leyfí forsætisráðherra þurfí til að nýta vatns- og jarðhita- réttindi, námur og önnur jarðefni innan þjóðlendna nema mælt sé fyrir um annað í lögum. I fram- varpi Finns Ingólfssonar, iðnaðar- ráðherra, um eignarhald og nýt- ingu á auðlindum í jörðu er mótuð heildstæð stefna um nýtingu auð- linda i jörðu. Finnur tók fram í framsöguræðu að framvarpið staðfesti að landar- eign í einkaeign fylgdu auðlindir í jörðu, innan netlaga i vötnum og í sjó. Hann tók fram að móti kæmi að iðnaðarráðherra fengi víðtæk- ari heimildir en áður hefðu gilt til þess að heimila nýtingu réttinda eða láta nýta réttindi á landar- eignum sem væru í einkaeign og nýta þau í almannaþágu. Ekki væra aðrar leiðir færar til að tryggja að ekki væri gengið á lögvarin og stjórnarskrárvarin eignarréttindi samkvæmt 72. gr. stjórnarskrárinnar. Stjórnarandstæðingar lýstu efa- semdum um að lögvarinn einka- eignarréttur gengi allt inn í miðju jarðkúlunnar og fram kom að mælt hefði verið með því að miðað yrði við 100 m dýpi. Finnur taldi að miðað hefði verið við aðrar aðstæð- ur en fyrir hendi væru í dag. Tækninni hefði fleygt fram og ætti eftir að fleygja svo fram að erfitt væri að segja fyrir um hversu langt niður í jörðu væri hægt að ná til auðlinda með auðveldum hætti í framtíðinni. Rétt er að taka fram að framvarpið gerir ráð fyi’ir að auðlindir í jörðu utan eignarlanda séu eign íslenska ríkisins. Eins og áður segir getur ráðherra gengist fyrir eða veitt öðrum rannsóknar- leyfi hvar sem er á landinu. Ef brýna nauðsyn ber til getur ráð- herra tekið auðlindir eignarnámi og komi bætur fyrir; annað hvort ein heildarapphæð eða árleg greiðsla miðað við verðmæti á til- teknu vinnslustigi. Aður en skilið er við stjórnarframvörpin skal svo tekið fram að í framhaldi af þings- ályktunartillögu um framtíðarskip- an raforkumála hefur framvarp til raforkulaga verið boðað á haust- þingi. I I ; t i i I {. i f 5 i

x

Morgunblaðið

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.